Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Leikurinn á Víkingsvelli var merki-
legur fyrir þær sakir að áhorfenda-
metið í deildinni féll og þar sem
spenna er á toppi og á botni deild-
arinnar má telja öruggt að 100.000
áhorfenda múrinn falli í næstu um-
ferð.
Víkingar hófu leikinn vel og máttu
Valsmenn teljast heppnir að lenda
ekki undir á fyrstu mínútum leiksins.
Gunnar Kristjánsson fékk tvö upp-
lögð færi til að koma Víkingum yfir
og sérstaklega fór hann illa að ráði
sínu á 18. mínútu þegar hann misnot-
aði algjört dauðafæri. Hann var einn
á markteig en skot hans var frekar
misheppnað og Kjartan Sturluson
náði að krafla í boltann og verja skot-
ið. Andartaki áður hafði Helgi Sig-
urðsson, markahæsti leikmaður
Landsbankadeildarinnar, þurft að
fara af leikvelli vegna meiðsla svo út-
litið var ekki allt of gott fyrir Vals-
menn á upphafskafla leiksins.
En annað átti eftir að koma á dag-
inn og á 13 mínútna kafla má segja
að Valsmenn hafi gert út um leikinn
með því að skora þrívegis, öll komu
mörkin upp úr föstum leikatriðum.
Gunnar Einarsson, ekki þekktur
sem markaskorari, opnaði mark-
areikinginn fyrir Hlíðarendaliðið á
29. mínútu og í kjölfarið fylgdu mörk
frá Guðmundi Benediktssyni og
Baldri Ingimar Aðalsteinsson, beint
úr aukaspyrnum sem Víkingar voru
allt annað en sáttir við. Þeir töldu að
Valsmenn hefðu fengið á silfurfati
frá dómara leiksins aukaspyrnuna
sem Guðmundur skoraði úr og marki
Baldurs mótmæltu þeir kröftuglega
og vildu meina að dómarinn hefði
flautað aukaspyrnuna eftir að Bald-
ur spyrnti í boltann.
Hafi Víkingar gert sér einhverjar
vonir um að fá eitthvað út úr leiknum
hurfu þær vonir út í veður og vind
eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik
þegar varamaðurinn Dennis Bo
Mortensen skoraði fjórða markið.
Annar varamaður, Egill Atlason,
lagaði stöðuna fyrir Víkinga á 63.
mínútu en skömmu áður hafði Stefán
Kári Sveinbjörnsson þrumað boltan-
um í þverslá Valsmarksins. Pálmi
Rafn Pálmason innsiglaði stórsigur
Valsmanna og það sem eftir lifði
leiksins sóttu liðin á víxl og fengu
bæði úrvalsfæri, ekki síst Hafþór
Ægir Vilhjálmsson sem var í tvígang
hársbreidd frá því að skora sjötta
mark Valsara. Fyrst átti hann glæsi-
legt skot í markvinkilinn og rétt á
eftir brenndi hann af úr dauðafæri.
Sterk liðsheild Valsmanna
Valsmenn sýndu og sönnuðu að
þeir hafa frábæru liði á að skipa sem
hungrar í að hampa Íslandsmeist-
aratitlinum eftir langa bið. Willum
Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur
náð að skapa sterka liðsheild og það
geislar leikgleði og öryggi af leik
Hlíðarendaliðsins. Það breytti engu
þó svo að í liðið vantaði Birki Má
Sævarsson, Baldur Bett og að Helgi
Sigurðsson lyki keppni eftir 18 mín-
útna leik. Þeir leikmenn sem fylltu
þeirra skörð gerðu það vel og sýnir
þá miklu breidd sem er í liðinu. Bald-
ur Ingimar, Sigurbjörn Hreiðarsson
og Pálmi Rafn Pálmason voru mjög
drjúgir á miðsvæðinu, vörnin sterk
með Atla Svein Þórarinsson og
Barry Smith fasta fyrir og hinn
brögðótti Guðmundur Benediktsson
var stórhættulegur og er Valsliðinu
gríðarlega mikilvægur.Valsmenn
eru svo sannarlega reiðbúnir að
stíga dans við FH-inga um meistara-
titilinn og það stefnir í úrslitaleik í
Kaplakrika í næstsíðustu umferð-
inni.
Þungur róður hjá Víkingum
Lánleysi Víkinga var algjört í
þessum leik og leikur liðsins lýsandi
dæmi fyrir lið sem er í vandræðum.
Líkt og KR-ingar gerðu gegn FH á
dögunum byrjuðu Víkingar af krafti
en um leið og þeir fengu á sig fyrsta
markið greip um sig hálfgert von-
leysi og að fá á sig þrjú mörk úr föst-
um leikatriðum segir meira en mörg
orð um það einbeitingarleysi sem
virðist ríkja í herbúðum liðsins. Vík-
inga bíður þungur róður í síðustu
þremur umferðum. Næstu tveir
leiksins liðsins eru útileikir gegn
Keflavík og ÍA og í lokaumferðinni fá
Víkingar Íslandsmeistara FH í
heimsókn. Það má því ljóst vera að
Víkingar þurfa að gyrða sig hressi-
lega í brók ef þeir ætla að halda sæti
sínu í deild þeirra bestu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Góður Húsvíkingurinn knái í Valsliðinu, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, hafði ástæðu til að gleðjast í Víkinni í gær-
kvöld. Baldur skoraði eitt marka Hlíðarendaliðsins og lagði tvö upp, og Valsmenn unnu stórsigur, 5:1.
Valur eltir FH-inga
Valsmenn söxuðu á forskot FH eftir stórsigur á Víkingum, 5:1, í Víkinni
VALSMENN neita að gefast upp í
baráttunni við FH-inga um Íslands-
meistaratitilinn en bláklæddir Vals-
arar léku sama leik og Hafnarfjarð-
arliðið gegn KR á dögunum.
Valsmenn gjörsigruðu Víkinga, 5:1,
á Víkingsvellinum og eru þremur
stigum á eftir FH-ingum en Vík-
ingar eru í bullandi fallbaráttu og
verða gæta að sér ef ekki á illa að
fara í haust.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
0:1 30. Gunnar Ein-arsson skallaði í netið
eftir hornspyrnu frá Guðmundi
Benediktssyni.
0:2 34. GuðmundurBenediktsson skoraði
með glæsilegu skoti, beint úr
aukaspyrnu af 18 metra færi, í
stöngina og inn.
0:3 45. Baldur I. Að-alsteinsson skoraði
með skoti beint úr aukaspyrnu
rétt utan vítateigs. Boltinn
breytti stefnu af Grétari Sig-
urðarsyni varnarmanni Vík-
ings og í netið.
0:4 52. Dennis Bo Mor-tensen skoraði með
skalla úr miðjum vítateignum
eftir fyrirgjöf Baldurs Að-
alsteinssonar.
1:4 64. Egill Atlasonskoraði með föstu
skoti hægra megin í vítat-
eignum eftir að hafa fengið
glæsilega hælsendingu frá Sin-
isa Valdimar Kekic.
1:5 71. Pálmi RafnPálmason skoraði
með þrumuskoti af stuttu færi
eftir aukaspyrnu Baldurs frá
miðjum velli.
GUNNAR Einarsson kom Vals-
mönnum á bragðið þegar hann
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Valsmenn með skalla eftir horn-
spyrnu. Þetta var fyrsta mark hans
fyrir Hlíðarendaliðið og fyrsta
markið sem hann skorar í deildinni
í fimm ár en Gunnar hefur nú skor-
að tvö mörk í efstu deild, eitt fyrir
KR og eitt fyrir Val.
,,Það var gaman að ná skora loks-
ins. Ég er búinn að eiga þó nokkuð
af færum í sumar upp úr föstum
leikatriðum og það var kominn tími
til að nýta eitthvað af þeim,“ sagði
Gunnar í samtali við Morgunblaðið.
,,Það er mikill hugur í okkur og
það kom ekki annað til greina en að
taka þrjú stig fyrst FH-ingarnir
unnu KR. Við teljum að við höfum
nógu gott lið til að fara alla leið en
til þess þurfum við að vinna þá þrjá
leiki sem við eigum eftir. Það var
þýðingarmikið að ná svona stórum
sigri því markatalan gæti ráðið úr-
slitum þegar upp er staðið. Úrslitin
leiknum gefa kannski ekki alveg
rétta mynd af leiknum því Víking-
arnir hefðu með smáheppni getað
skorað í byrjun. En sem betur fer
náðum við tökum á leiknum og
sýndum mikla baráttu og þraut-
seigju,“ sagði Gunnar.
Máttum ekki misstíga okkur
Sigurbjörn Hreiðarsson var með
fyrirliðabandið að þessu sinni hjá
Valsmönnum en þessi baráttujaxl
kom inn í liðið í stað Baldurs Bett
sem er frá vegna meiðsla.
,,Þetta var frábær sigur og gefur
liðinu sjálfstraust fyrir lokabarátt-
una. Við máttum alls ekki misstíga
okkur þar sem FH-ingarnir voru
komnir með sex stiga forskot. Nú
verður þetta barátta við þá fram á
síðustu stundu og við ætlum að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
hafa betur í þeirri baráttu,“ sagði
Sigurbjörn sem átti mjög góðan
leik fyrir Valsmenn.
Fyrsta
mark Gunn-
ars í 5 ár
Víkingur R. 1
Valur 5
Víkin, úrvalsdeild karla, Landsbankadeild-
in, sunnudaginn 2. september 2007.
Mörk Víkings: Egill Atlason 64.
Mörk Vals: Gunnar Einarsson 30., Guð-
mundur Benediktsson 34., Baldur I. Aðal-
steinsson 45., Dennis Bo Mortensen 53.,
Pálmi Rafn Pálmason 71.
Markskot: Víkingur 13 (6) – Valur 17 (9).
Horn: Víkingur 6 – Valur 7.
Rangstöður: Víkingur 3 – Valur 1
Skilyrði: Hægviðri, skýjað og 12 stiga hiti.
Völlurinn háll eftir miklar rigningar.
Lið Víkings: (4-3-3) Ingvar Þór Kale –
Höskuldur Eiríksson, Grétar Sigfinnur
Sigurðarson (Valur Adolf Úlfarsson 49.),
Milos Glogovac, Hörður S. Bjarnason (Eg-
ill Atlason 20.) – Jón Björgvin Her-
mannsson, Stefán Kári Sveinbjörnsson,
Þorvaldur S. Sveinsson, – Arnar Jón Sig-
urgeirsson, Sinisa Valdimar Kekic (Pétur
Örn Svansson 75.), Gunnar Kristjánsson.
Gul spjöld: Jón B. 42. (brot), Sinisa Kekic
43. (mótmæli) Stefán Kári 76. (brot), Pétur
Örn 89. (brot).
Rauð spjöld: Engin.
Lið Vals: (4-4-2) Kjartan Sturlson – Gunn-
ar Einarsson, Barry Smith, Atli Sveinn
Þórarinsson, Rene Carlsen – Baldur Ingi-
mar Aðalsteinsson (Daníel Hjaltason 80.),
Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn
Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson – Helgi
Sigurðsson (Dennis Bo Mortensen 18.),
Guðmundur Benediktsson (Hafþór Ægir
Vilhjálmsson 76.).
Gul spjöld: Bjarni Ólafur 11. (brot), Atli
Sveinn 44 (brot), Dennis Bo 70. (brot).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Sævar Jónsson, ÍA, 3.
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og
Oddbergur Eiríksson.
Áhorfendur: 1010.
„ÞETTA var
slæmur skellur
hjá mínum
mönnum. Mér
fannst við vera
miklu betri
fyrsta hálftím-
ann en síðan
fáum við á okk-
ur þrjú mörk á
nokkrum mín-
útum. Tvö
mörkin komu úr vafasömum
aukaspyrnum. Þá fyrri fengu
Valsmennirnir gefins og í þeirri
seinni flautaði dómarinn eftir að
spyrnan var tekin. En ég tek það
skýrt fram að dómarar tapa ekki
leikjunum. Frammistaða minna
manna var bara ekki nógu góð og
nú verðum við bara að taka okk-
ur saman í andlitinu,“ sagði
Magnús Gylfason, þjálfari Vík-
inga, við Morgunblaðið eftir leik-
inn við Val.
,,Það var skelfilegt að horfa
upp á að við skyldum ekki nýta
tvö dauðafæri í stöðunni 0:0 og
okkur var refsað grimmilega fyr-
ir það. Við fengum fullt af góðum
færum en uppskeran var aðeins
eitt mark og fjögurra marka tap.
Það féll allt með Valsmönnum en
að sama skapi var lánsleysi okkar
algjört. Þetta er kannski dæmi-
gert fyrir lið sem er í vandræðum
og hjá liði sem er á skriði eins og
Valur er á. Fram undan hjá okk-
ur er lífróður og þeir þrír leikir
sem við eigum eftir verða allir
úrslitaleikir,“ sagði Magnús.
Féll allt
með Vals-
mönnum
Magnús
Gylfason
VÍKINGUR
Stefán Kári Sveinbjörnsson
Þorvaldur Sveinn Sveinsson
Egill Atlason
VALUR
Kjartan Sturluson
Barry Smith
Atli Sveinn Þórarinsson
Rene Carlsen
Sigurbjörn Hreiðarsson
Pálmi Rafn Pálmason
Baldur Ingimar Aðalsteinsson
Guðmundur Benediktsson
Dennis Bo Mortensen