Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
VLADIMIR Boisa er ekki þekkt
körfuknattleiksmaður í heimi
hann hefur vakið athygli í Evróp
undanförnum misserum. Boisa
með landsliði Georgíu gegn Ísle
ingum sl. miðvikudag í Laugard
höll. Boisa er fæddur árið 1981
er 2,06 m á hæð en hann skorað
stig og tók 7 fráköst gegn Ísle
ingum. Boisa lék með ítalska me
araliðinu Siena á síðustu leiktíð
hann hefur nú samið við rússne
liðið Spartak Primorie Vladivos
Í samtali við Morgunblaðið s
Gríðarlega
RÚSSNESKA tenniskonan, Maria Sharapova, mun
ekki verja titil sinn á opna bandaríska meist-
aramótinu í tennis. Sharapova fékk óvænt úr keppni
á laugardaginn þegar hún tapaði fyrir tapaði fyrir
hinni 18 ára gömlu, Agnieszka Radwanska. Sú síð-
arnefnda er frá Póllandi og hafði sigur í þremur lot-
um, 6:4, 1:6 og 6:2 og komst áfram í fjórðu umferð
keppninnar, sem opna bandaríska er eitt af fjórum
árlegum risamótum í tennisheiminum.
Serena Williams þykir líklega til afreka í kvenna-
flokki en hún er komin í átta manna úrslit eftir
öruggan sigur á hinni frönsku, Marion Bartoli, sem
er í tíunda sæti heimslistans. Williams sigraði 6:3 og
6:4. Í karlaflokki er Roger Federer frá Sviss að
sjálfsögðu sigurstranglegur og hann er kominn í
fjórðu umferð eftir sigur á Bandaríkjamanninum,
John Isner, 6:7, 6:2, 6:4 og 6:2.
Sharapova tapaði
Reuters
HAUKAR úr Hafnarfirði tryggðu sér á laugardaginn
sæti í 1. deild karla í knattspyrnu, eftir eins árs fjar-
veru, þegar þeir unnu stórsigur á Sindra frá Hornafirði,
7:1, í 16. umferð deildarinnar. Ásgeir Þór Ingólfsson, 17
ára piltur í liði Hauka, skoraði þrennu í leiknum og hef-
ur gert 10 mörk í deildinni í sumar.
Haukarnir hafa ekki tapað leik í deildinni, unnið 11
leiki og gert fimm jafntefli, og eiga eftir að mæta lið-
unum í öðru og þriðja sæti, Selfossi og ÍR, í tveimur síð-
ustu umferðunum.
Þrjú lið komast upp í 1. deild vegna fjölgunar í úrvals-
deildinni og Selfyssingar standa vel að vígi eftir sigur á
Aftureldingu, 2:0, á útivelli þar sem Sævar Þór Gíslason
skoraði bæði mörkin. Hann hefur gert 17 mörk í deild-
inni í sumar. KS/Leiftur og ÍR eru jöfn í þriðja til fjórða
sæti en þau gerðu einmitt jafntefli, 1:1, á laugardaginn
og berjast við Selfyssinga um tvö sæti í 1. deild.
Haukar í 1. deild
KATRÍN Ómarsdóttir, landsliðskona
í knattspyrnu, ökklabrotnaði á æf-
ingu með KR síðastliðinn föstudag.
Katrín hefur verið sett í gifs sem hún
verður með næstu tvær vikurnar.
Ljóst er að leiktíðinni er lokið hjá
henni, sem er mikil blóðtaka fyrir
KR enda hefur Katrín tekið þátt í
átta af níu A-landsleikjum á árinu.
Katrín tjáði Morgunblaðinu í gær
að hún hefði einfaldlega misstigið
sig á æfingunni með þessum afleið-
ingum: ,,Að sögn læknisins er ég
ökklabrotin, og brotið er utanvert á
fætinum. Ég leik að minnsta kosti
ekki meira á þessu tímabili sem er
gríðarlega svekkjandi þar sem þetta
kemur á versta
tíma. Hjá okkur
KR-ingum er bæði
Íslands- og bik-
armeistaratitill í
húfi. Maður er bú-
inn að bíða lengi
eftir síðari leikn-
um á móti Val sem
verður úrslita-
leikur í deildinni,“
sagði Katrín þeg-
ar Morgunblaðið sló á þráðinn til
hennar í gær, en KR og Valur munu
mætast 13. september í Lands-
bankadeildinni en fyrri leiknum lauk
með jafntefli.
Katrín ökklabrotnaði
Katrín
Ómarsdóttir
Umboðsmaður minn hefur fengið fyr-
irspurnir um mig en það er allt of
snemmt að segja frá því að svo
stöddu.“
Að mörgu er að hyggja hjá Gylfa
sem keypti sér hús við æfingasvæði
Leeds. Á næstunni mun fjölga um
helming í fjölskyldunni þar sem hann
á von á tvíburum. Það er því ýmislegt
sem þarf að huga að ef hann tekur
ákvörðun um að færa sig um set. Gylfi
er kominn í gott líkamlegt form eftir
undirbúningstímabilið. Hann hefur
verið óheppinn með meiðsli á sínum
ferli en kennir sér ekki meins núna:
,,Það verður ekki sagt um Wise að
hann geti ekki komið manni í form.“
GYLFI Einarsson knattspyrnumaður
hefur fengið sig lausan frá enska lið-
inu Leeds United. Gylfi hefur ekki
verið inni í þeim áætlunum sem knatt-
spyrnuþjálfarinn Dennis Wise hefur
um liðið. Gylfi tjáði Morgunblaðinu í
gær að þessi niðurstaða hefði verið
vilji beggja aðila: ,,Wise vill gjarnan
spila með tvo miðjumenn sem sækja
lítið fram á við. Það á kannski ekki al-
veg við mig,“ sagði Gylfi sem segist
ekki vera á leið heim til Íslands:
,,Ég er 28 ára og tel því að ég eigi
mínu bestu ár eftir sem knattspyrnu-
maður. Ég ætla mér að vera áfram í
atvinnumennsku og er bjartsýnn á að
ég finni mér nýtt lið á næstu vikum.
Gylfi ætlar ekki til Íslands
FRÍÐA Rún Einarsdóttir og Krist-
jana Sæunn Ólafsdóttir komust ekki
í úrslit í fjölþraut á heimsmeist-
aramótinu í áhaldafimleikum sem
fram fer í Stuttgart. Þær kepptu á
laugardaginn og fékk Fríða
51,550 samtals í einkunn og endaði
í 90. sæti af alls 214 keppendum, en
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fékk
48,175 samtals í einkunn og varð hún
í 127. sæti.
Steliana Nistor frá Rúmeníu varð
efst með 61,600 í einkunn.
Fríða Rún, sem er aðeins 15 ára
gömul, hefur staðið sig mjög vel í ár
og varð Norðurlandameistari í fjöl-
þraut auk þess sem hún varð meist-
Fríða og Kris
Segja má að leikmenn hollenska liðs-
ins hafi verið númeri of stórar fyrir
leikmenn Íslands, í orðsins fyllstu
merkingu. Hollenska liðið er mun há-
vaxnara en það íslenska, auk þess
sem Íslendingar söknuðu Maríu Ben
Erlingsdóttur sem er við nám í
Bandaríkjunum. Yfirburðir hollenska
liðsins í fráköstum voru augljósir, en
þær tóku fimmtíu og þrjú fráköst í
leiknum á meðan íslensku leikmenn-
irnir náðu þrjátíu og fimm fráköstum.
Holland var fyrirfram talið sterk-
asta liðið í riðlinum enda fyrrum A-
þjóð í kvennakörfubolta. Íslendingum
tókst hins vegar að koma þeim á óvart
þegar liðin mættust í Hollandi í fyrra.
Ísland hafði þá forystu þar til ein og
hálf mínúta var eftir af leiknum.
Væntingarnar fyrir þennan leik voru
því nokkrar en greinilegt var að þær
hollensku ætluðu ekki að gera sömu
mistökin tvisvar með því að vanmeta
íslenska liðið aftur. Þær hófu leikinn
af miklum krafti og spiluðu góðan
varnarleik. Helena Sverrisdóttir
skoraði 25 stig gegn Hollendingum í
fyrra en fékk mun minni frið á laug-
ardaginn til athafna: ,,Þær spiluðu
rosalega fast á móti okkur og þetta
var mjög erfitt. Ég fékk nú samt
nokkur opin skotfæri en hitti bara
ekki vel í dag,“ sagði Helena Sverr-
isdóttir, fyrrum leikmaður Hauka,
sem kom frá Bandaríkjunum í leik-
inn. Hún hefur ekki spilað leik í þrjár
vikur þar sem hún er að búa sig undir
tímabilið í bandaríska háskólakörfu-
boltanum. Það skýrir að einhverju
leyti slæma hittni: ,,Þær hollensku
eru einnig búnar að spila marga æf-
ingaleiki en við engan. Þær voru
greinilega tilbúnari í þennan leik. Þar
fyrir utan er náttúrlega mikill munur
á liðunum í fráköstum. Þær ná tutt-
ugu fleiri fráköstum en við. Það er
erfitt að keppa við andstæðing sem
fær tuttugu fleiri skottilraunir en við,
en þeir náðu allt of mörgum sókn-
arfráköstum,“ sagði Helena að leikn-
um loknum.
Vorum alltaf skrefinu á eftir
Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari
sagði slæma byrjun hafa orðið ís-
lenska liðinu að falli að þessu sinni:
„Við vorum lengi í gang og hittum illa.
Erum að spila við sterkt varnarlið
sem gefur lítinn séns, sem sást á því
að það var erfitt að fá opin skotfæri.
Það tók okkur nánast fyrsta leikhlut-
ann að koma okkur í gang. Það gerði
það að verkum að við vorum alltaf
skrefinu á eftir. Samt sem áður vor-
um við alveg fram í fjórða leikhluta að
minnka muninn og náðum þessu nið-
ur í tólf til fjórtán stiga mun. Við
misstum hins vegar tökin á þessu í
restina og þegar upp var staðið fannst
mér þetta aðeins of stór sigur,“ sagði
Guðjón.
Hann er þeirrar skoðunar að ís-
lenska liðið hefði átt möguleika á því
að ná betri úrslitum: ,,Við hefðum átt
að geta betur en í sókninni hittum við
illa og í vörninni náðum við ekki nægi-
lega mörgum fráköstum. Í heildina
náðu þær hollensku fimmtíu og þrem-
ur fráköstum. Nokkrar þeirra eru
náttúrlega mjög hávaxnar en það er
sama. Þær ná sautján sóknarfráköst-
um en við einungis átta. Það er svolít-
ið erfitt þegar við erum lágvaxnara lið
og þurfum að treysta á að ná fráköst-
um til þess að keyra á þær.“
Guðjón bætir því við að það fari
mikil orka í að vera að elta andstæð-
ingana og reyna að vinna upp mun
sem skapast á upphafsmínútum leiks-
ins: ,,Þegar þú lendir tíu stigum undir
strax í upphafi leiks þá ertu ósjálfrátt
kominn í þá stöðu að vera alltaf að elta
og þá vantar eitthvert traust til þess
að klára hlutina. Við verðum að taka
jákvæðu hlutina með okkur úr þess-
um leik. Þeir voru margir, það komu
góðar sóknir og nokkrar góðar varnir
einnig. Við þurfum að byggja á því og
læra betur hvernig á að spila á móti
svona liði eins og Hollandi.,“ sagði
Guðjón.
Með sigri hefði íslenska liðið átt
möguleika á því að vinna riðilinn en
nú er ljóst að það verða Hollendingar
sem komast áfram. Ísland leikur næst
gegn Norðmönnum og að endingu
gegn Írlandi. Annað sætið í riðlinum
gefur hins vegar hvorki áframhald-
andi þáttöku né góða stöðu þegar
næst verður dregið í riðla:
,,Það er frágengið að Holland vinn-
ur riðilinn enda hafa þær unnið hinar
tvær þjóðirnar í riðilinum með mikl-
um mun. Fyrir okkur er þetta spurn-
ing um að ná öðru sætinu í riðlinum.
Ná okkur í frekari reynslu og nota
þessa tvo leiki sem eftir eru til þess að
fínpússa þá hluti sem við erum að
vinna í. Ég held að það sé engin styrk-
leikaskipting þegar dregið er næst í
riðla og annað sætið gefur því bara
heiðurinn,“ sagði Guðjón Skúlason
landsliðsþjálfari að lokum.
Þær hollensku
númeri of stórar
Slæm byrjun íslenska liðsins varð því að falli
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
körfuknattleik tapaði illa fyrir Hol-
lendingum, 73:52, á Ásvöllum í
Hafnarfirði á laugardaginn. Liðin
áttust við í B-deild Evrópumóts
landsliða og með sigrinum eru Hol-
lendingar svo gott sem búnir að
tryggja sér sigur í riðlinum.
Stjórnandi Hildur Sigurðardóttir leikstjórnandi íslenska landsliðsins átti ágæta sp
stig en það dugði skammt þar sem þær hollensku unnu öruggan sigur.
Ísland 52
Holland 73
Ásvellir, Hafnarfirði, Evrópukeppni
kvenna, B-deild, laugardaginn 1. septem-
ber 2007.
Gangur leiksins: 2:9, 11:21, 15:26, 20:36,
27:42, 36:49, 44:62, 52:73.
Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12, Hild-
ur Sigurðardóttir 11, Signý Hermannsdótt-
ir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Bryndís
Guðmundsdóttir 5, Pálína María Gunn-
laugsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 3,
Margrét Sturludóttir 2.
Fráköst: 27 í vörn – 8 í sókn.
Stig Hollands: Laura Kooij 20, Marloes
Roetgerink 18, Marlous Nieuwveen 13,
Francisca Donders 8, Kim Hartman 4, Ta-
nya Bröring 4, Anouk Biesters 4, Rinske
Schooneveld 2.
Fráköst: 36 í vörn – 17 í sókn.
Villur: Ísland 15 – Holland 17.
Dómarar: Johannes Sarekoski Finnlandi
og Daniel Berler Svíþjóð.
Áhorfendur: 700.