Morgunblaðið - 03.09.2007, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 7
tasti
en
pu á
lék
end-
dals-
1 og
ði 14
end-
eist-
ð en
eska
stok.
agði
Boisa að tilboð rússneska liðsins
hefði verið mjög gott enda ekki van-
þörf á að félagið borgi leikmönnum
sínum góð laun. Vladivostok er í
6.300 km fjarlægð frá Moskvu og
eru ferðalögin því löng og ströng í
deildinni. Boisa sagði að liðið léki
aðeins heimaleiki í 2 mánuði í senn
og þess á milli flytti það sig um set
til Moskvu. Á 2 mánaða tímabili
leikur liðið aðeins útileiki og er með
aðsetur í Moskvu þar sem leikmenn
búa og stunda æfingar milli leikja.
Vegalengdin á milli Moskvu og Vla-
divostok er löng og til samanburðar
má nefna að frá Moskvu til Reykja-
víkur eru um 3.250 km. Vladivostok
er stærsta hafnarborg Rússlands
við Kyrrahafið en borgin er skammt
frá landamærum Rússlands og
Kína.
Einn íslenskur leikmaður hefur
leikið í rússnesku úrvalsdeildinni,
Jón Arnór Stefánsson, en hann lék
með Dynamo St. Pétursborg tíma-
bilið 2004-2005. Þar náði Jón Arnór
að landa Evrópumeistaratitlinum
og skoraði Jón Arnór 9 stig í úrslita-
leiknum gegn liði frá Kænugarði.
Eitt félag hefur haft gríðarlega
yfirburði í Rússlandi frá árinu 1992
en CSKA Moskva hefur unnið tit-
ilinn fimm síðustu árin og alls 14
sinnum á síðustu 16 árum.
löng ferðalög í Rússlandi
Linda Björk Valbjörnsdóttir úrUMSS varð í 5. sæti í 400 m
grindahlaupi á 62,86 sekúndum á
Norðurlandamóti unglinga í Esbjerg
um helgina. Linda er aðeins 15 ára
gömul og var örskammt frá meyja-
og stúlknameti sínu í greininni.
Íris Anna Skúladóttir úr Fjölnivarð í 4. sæti í 1.500 m hlaupi á
mótinu á 4:42,76 mínútum.
Guðrún María Pétursdóttir úrBreiðabliki varð í 5. sæti í há-
stökki með 1,67 metra. Brons-
verðlaun unnust á sömu hæð.
Helga Margrét Þorsteinsdóttirúr USVH varð í 5. sæti í lang-
stökki með 5,60 m, 6. sæti í kúlu-
varpi með 12,34 metra, í 7. sæti í 100
m grindahlaupi á 14,99 sekúndum og
í 8. sæti í 200 m hlaupi á 25,61 sek-
úndum.
Kristján Sigurðsson úr FH varð í7. sæti í sleggjukasti með 49,71
metra.
Sandra Pétursdóttir úr ÍR varð í7. sæti í kringlukasti með 32,06
metra og í 7. sæti í sleggjukasti með
38,73 metra.
Stefanía Valdimarsdóttir úrBreiðabliki, sem er 14 ára, varð
í 7. sæti í 400 m hlaupi á 58,73 sek-
úndum, hársbreidd frá telpnameti,
og í 8. sæti í 800 m hlaupi á 2:22,55
mínútum.
Bjartmar Örnuson úr UFA varð í8. sæti í 800 m hlaupi 1:58, 33
mínútu og í 8. sæti í 1.500 m hlaupi á
4:12,96 mínútum.
Örn Davíðsson frá Selfossi varð í6. sæti í spjótkasti með 58,98
metra, í 7. sæti í kringlukasti með
44,83 metra og í 8. sæti í kúluvarpi
með 14,92 metra. Hann náði sínum
besta árangri í bæði spjótkastinu og
kúluvarpinu.
Rögnvaldur Magnússon úr Golf-klúbbi Bolungarvíkur og Anna
Ragnheiður Grétarsdóttir úr Golf-
klúbbi Ísafjarðar, sigruðu á mótaröð
sjávarútvegsfyrirtækja á Vest-
fjörðum sem lauk á laugardaginn.
Mótaröðin samanstendur af átta
mótum sem leikin eru á fimm völlum
á Vestfjörðum: Patreksfirði, Bíldu-
dal, Þingeyri, Ísafirði og Bolung-
arvík. Stig úr fimm mótum telja í
samanlagðri keppni.
Nýliðarnir í úrvalsdeild karla,IcelandExpress-deildinni,
Stjarnan og Þór Ak. léku til úrslita í
hraðmóti Vals í gær. Stjarnan hafði
þar sigur, 62:56. Stjarnan hefur
fengið sterka leikmenn í sínar raðir
og má þar nefna Dimitar Kara-
dovski og Fannar Helgason og Sæv-
ar Haraldsson.
Fólk sport@mbl.is
ari í öllum greinum á mótinu, en það
hefur aldrei áður gerst að sama
stúlkan verði Norðurlandameistari í
öllum greinum á einu og sama
mótinu. Hún sópaði að sér verðlaun-
um á Smáþjóðaleikunum og komst í
úrslit á Ólympíumóti æskunnar í Bel-
grad í sumar og varð þar í 18. sæti í
fjölþraut, en hún var eina stúlkan frá
Norðurlöndunum sem komst í úrslit-
in. Alls eru 4 íslenskir keppendur á
heimsmeistaramótinu í áhaldafim-
leikum. Fríða Rún Einarsdóttir og
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hafa
lokið keppni en Rúnar Alexand-
ersson og Viktor Kristmannsson
hefja keppni á morgun, þriðjudag.
stjana úr leik
Leifur Hafþórsson var á meðal kepp-
enda á þessu móti en hann var einu
höggi frá því að komast í gegnum nið-
urskurðinn.
Þetta er annar sigur hans á móta-
röðinni en hann sigraði á Skandinav-
íumeistaramótinu í fyrra, á fyrsta ári
sínu á mótaröðinni. Það voru fáir sem
áttu von á því að Warren myndi ná
árangri á mótinu í Skotlandi – þar
sem hann hafði aðeins komist í gegn-
um niðurskurðinn á tveimur af síð-
ustu átta mótum. „Þjálfarinn minn
sagði mér að slaka aðeins á og draga
aðeins úr æfingunum. Ég var því
gríðarlega ánægður með útkomuna,“
sagði Warren.
MARC Warren frá Skotlandi sigraði
í bráðabana gegn Simon Wakefield
frá Englandi á Johnnie Walker-
meistaramótinu í golfi sem lauk í gær
á Gleneagles í Skotlandi. Þeir voru
báðir á 12 höggum undir pari að lokn-
um 72 holum og léku þeir 18. holu
vallarins tvívegis áður en úrslitin réð-
ust. Í fyrra skiptið fengu þeir báðir
par en í síðara skiptið fékk Warren
fugl og tryggði sér sigur. Martin Er-
landsson frá Svíþjóð og Sören Han-
sen frá Danmörku léku báðir á 11
höggum undir pari vallar. Fyrir sig-
urinn fékk Warren um 30 millj. kr. í
verðlaunafé og tveggja ára keppnis-
rétt á Evrópumótaröðinni. Birgir
Warren sigraði í Skotlandi
þriðja sæti á ÓL
2004 og HM 2006.
Púertó-Ríkó sigr-
aði bandaríska
landsliðið árið
2004 á ÓL í
Aþenu. Mike
Krzyzewski, þjálf-
ari bandaríska
liðsins, var
ánægður með leiki
liðsins í Las Vegas og er hann bjart-
sýnn á framhaldið. „Við teljum að
þessi tími sem við höfum haft að und-
anförnu sé dýrmætur fyrir stórmótið
á næsta ári í Peking,“ sagði Krzy-
zewski.
BANDARÍSKA landsliðið í körfu-
knattleik karla hefur öðlast virðingu
á ný en liðið leikur til úrslita gegn
Argentínu í forkeppni um laus sæti á
Ólympíuleikunum í Peking á næsta
ári. Bandaríska liðið hefur ekki mis-
stigið sig í keppninni til þessa og
unnið alla leikina. Carmelo Anthony
skoraði 27 stig þegar liðið lagði Pú-
ertó Ríkó, 131:91 í undanúrslitum.
Með sigrinum tryggði bandaríska
liðið sér keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum í Peking í Kína á næsta ári.
Gengi bandaríska liðsins á stór-
mótum að undanförnu hefur verið
slakt en liðið endaði í sjötta sæti á
heimsmeistaramótinu árið 2002, og í
Bandaríkin firnasterk
Carmelo Anthony
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Byrjunin á leiknum var ekki góð hjá
íslenska liðinu og náðu heimamenn
mest 16 stiga forskoti í fyrri hálfleik
og þegar blásið var til leikhlés var
staðan var 41:36. „Þeir voru rosa-
lega grimmir og ákveðnir í upphafi
leiksins. Þetta var eini möguleiki
þeirra á að landa sigri í riðlakeppn-
inni og það var alveg ljóst að þeir
ætluðu að gefa allt í þetta,“ sagði
Sigurður. Þjálfarinn lagði á ráðin
með leikmönnum Íslands í hálfleik
og þeir fundu svör við flestum að-
gerðum heimaliðsins.
Í upphafi síðari hálfleiks náðu Ís-
lendingar fínni skorpu og skoraði
liðið 31 stig gegn aðeins 14 stigum
heimamanna. Með 5 stig í forskot
fyrir lokaleikhlutann fóru hjólin að
snúast fyrir alvöru hjá íslenska lið-
inu og 16 stiga sigur Íslands var
staðreynd.
„Við náðum okkur vel á strik í
upphafi 3. leikhluta og eftir það var
þetta aldrei spurning. Varnarleikur-
inn var mun betri en í þeim fyrri og
við náðum að skora fleiri auðveld
stig úr hröðum sóknum.“
Ísland á ekki möguleika á að kom-
ast í A-deild að þessu sinni en Finn-
ar hafa tryggt sér sigur í riðlinum
og sæti í A-deild að ári. Íslenska lið-
ið hefur unnið þrjá leiki til þessa í
keppninni, báða leikina gegn Lúx-
emborg og gegn Georgíu sl. mið-
vikudag.
Síðasti leikur liðsins er gegn
Austurríki á miðvikudaginn og fer
hann fram í Laugardalshöllinni.
„Það eru allir heilir í okkar liði
eftir ferðina gegn Lúxemborg en
það er tilhlökkun í okkar liði fyrir
síðasta leikinn. Að okkar mati eigum
við harma að hefna gegn Austurríki.
Við töpuðum með allt of miklum
mun á útivelli þar sem tveir leik-
menn þeirra gerðu út um leikinn á
lokakaflanum. Það er hugur í strák-
unum að sýna að þeir séu betri en
Austurríkismennirnir en til þess að
vinna þá þarf varnarleikurinn að
vera á sama stigi og gegn Georgíu
sl. miðvikudag.“
Íslenska liðið fær frí frá æfingum
í dag, mánudag, en á morgun verður
lokaundirbúningur liðsins fyrir síð-
asta heimaleikinn á þessu ári. Jakob
Sigurðarson tryggði Íslendingum
sigur gegn Georgíu með mögnuðu
þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok
en þjálfarinn segir að liðið hafi ekki
farið í gegnum slík atriði að und-
anförnu. „Nei, við erum ekki búnir
að setja upp leikkerfi fyrir síðasta
skotið. Við eigum ýmislegt til á lager
en við verðum að bíða og sjá hvernig
leikurinn þróast.“
Brenton Birmingham kemur inn í
liðið að nýju fyrir leikinn gegn Aust-
urríki en hann fór ekki með til Lúx-
emborgar vegna anna í vinnu.
Öruggur sigur
Kaflaskiptur leikur gegn Lúxemborg Austurríkismenn
mæta í „Höllina“ „Ætlum að sigra,“ segir þjálfarinn
„Við lékum vel í síðari hálfleik
gegn Lúxemborg eftir skelfilega
byrjun á leiknum þar sem við vor-
um 16 stigum undir um tíma. Varn-
arleikurinn lagaðist í síðari hálfleik
og mér fannst 89:73 sigur okkar
síst of stór,“ sagði Sigurður Ingi-
mundarson þjálfari íslenska lands-
liðsins í körfuknattleik í gær en lið-
ið lagði Lúxemborg á útivelli á
laugardaginn og aðeins eitt verk-
efni er eftir í riðlakeppninni hjá Ís-
lendingum – gegn Austurríki á
heimavelli á miðvikudaginn.
Morgunblaðið/Sverrir
retti gegn Hollendingum og skoraði ellefu
Lúxemborg 73
Ísland 89
Lúxemborg, Evrópukeppni karla, B-deild,
laugardaginn 1. september 2007.
Gangur leiksins: 25:15, 49:36, 63:67, 73:89.
Stig Lúxemborgar: Rajniak 21, Schumac-
her 10, Delgado 10, Rajniak 9, Jones 6,
Melchior 6, Schartz 6, Ferreira 5.
Fráköst: 8 í vörn – 22 í sókn.
Stig Ísland: Logi Gunnarsson 21, Fannar
Ólafsson 15 (9 fráköst), Páll Axel Vilbergs-
son 15 (8 fráköst), Magnús Gunnarsson 12,
Friðrik Stefánsson (7 fráköst), Jakob Sig-
urðarson 8, Brynjar Björnsson 2, Kristinn
Jónasson 2, Helgi Magnússon 3, Sigurður
Þorsteinsson 2. Þorleifur Ólafsson, Svein-
björn Claessen.
Fráköst: 13 í vörn – 33 í sókn.
Villur: Lúxemborg 25 – Ísland 23.
Dómarar: Fabrizio Pizio (Sviss), Marko
Vuckovic (Slóveníu).
Áhorfendur: Um 500.
Morgunblaðið/Ómar
Skorari Logi Gunnarsson skoraði 21 stig gegn Lúxemborg.