Morgunblaðið - 01.10.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.2007, Síða 1
mánudagur 1. 10. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Rúnar Kristinsson ætlar að leggja skóna á hilluna >> 3 MIKLAR TILFINNINGAR „SAMSTAÐAN Í HÓPNUM ER EINSTÖK,“ SEGIR WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON, ÞJÁLFARI VALS >> 2 „Eina markmið okkar fyrir tímabilið var að vinna titilinn og við lögðum upp með það fyrir mót að ná ákveðnum fjölda stiga sem við gerð- um og gott betur en það. Hópurinn er frábær sem við erum með. Ég er ekki í vafa um að mörg lið hefðu brotnað við þá aðstöðu sem við Vals- menn höfum þurft að búa við síðustu ár en við náðum að búa til einstaka stemningu innan hópsins sem skilaði sér svo sannarlega alla leið.“ Fann fyrir taugaspenningi Guðmundur sagði leikinn við HK hafa verið taugastrekkjandi. „Ég held að við séum þrír í hópnum sem höfum orðið Íslandsmeistarar og það er alltaf stórt skref fyrir leikmenn að ná sínum fyrsta titli. Ég fann að það var taugaspenningur í mönnum. Við byrjuðum af krafti og náðum að skora en eftir það vorum við frekar varkárir, greinilega hræddir við að fá á okkur mark.“ Þið voruð á tímabili átta stigum á eftir FH. Voruð þið aldrei við að missa móðinn? „Nei, aldrei. Við vissum að það kæmi sá tímapunktur að FH myndi misstíga sig og það varð raunin. Það voru allir að tala um að við hefðum ekki nýtt tækifærið að komast yfir FH en staðreyndin er sú að við töp- uðum bara tveimur leikjum í sumar og ég held að það sé engin tilviljun að við erum orðnir Íslandsmeistarar.“ Guðmundur spilaði alla 18 leiki Valsliðsins í sumar – skoraði fimm mörk og var maðurinn á bak við mörg mörk sinna manna. Þegar und- irritaður spjallaði við Guðmund fyrir þremur árum þakkaði hann fyrir hvern leik sem hann spilaði enda hef- ur hann gengið mikla þrautagöngu vegna erfiðra meiðsla sem hann hef- ur þurft að glíma við á ferlinum. „Meðan ég hef gaman af þessu held ég áfram. Ég nýt hverrar einustu mínútu sem ég spila og blessunar- lega hef ég sloppið við meiðsli í sum- ar.“ Fyrirliðinn frá 1987 var gráti næst Þorgrímur Þráinsson var síðastur Valsmanna til að lyfta Íslandsbikarn- um á loft áður en Sigurbjörn Hreið- arsson gerði það á laugardaginn. Þorgrímur var fyrirliði Valsmanna þegar þeir hömpuðu titlinum1987 og hann var mættur til að fagna með Hlíðarendapiltunum þegar þeir inn- byrtu titilinn eftir 20 ára bið. „Ég verð nú bara að segja það að ég var gráti næst,“ sagði Þorgrímur við Morgunblaðið í þann mund sem Valsmenn voru krýndir Íslands- meistarar og það mátti vel sjá tár í augum gamla fyrirliðans þegar hann fylgdist með verðlaunaafhending- unni á Laugardalsvellinum. „Ég átti bágt með mig meðan á leiknum stóð. Ég gekk um í áhorf- endastúkunni í síðari hálfleik enda var þetta mjög erfiður leikur sem tók á taugarnar. Valsliðið hefur oft spilað betur og það mátti greinilega merkja að strákarnir voru taugastrekktir sem kom niður á leik þeirra. Ég var hins vegar nokkuð öruggur með að við myndum hafa þetta því mér fannst hlutirnir hafa þróast á þann veg að Valur yrði meistari,“ sagði Þorgrímur. Willum hefur neistann „Ég verð að hrósa Willum þjálfara fyrir glæsilegan árangur. Hann hefur þennan neista sem þarf, hann á auð- velt með að koma mönnum í rétta gír- inn og svo hefur hann þessa yfirveg- un sem þarf á að halda. Hópurinn sem hann hafði úr að spila í sumar var mjög samstilltur og örlögin höguðu því að Valur stóð uppi sem sigurveg- ari. Það er að hefjast nýtt tímabil hjá Val. Félagið er komið með glæsilega aðstöðu og að ná núna að landa titlum bæði í karla- og kvennaflokki er stór- kostlegur árangur,“ sagði Þorgrímur og bætti við: „Mér finnst svo stutt síð- an ég stóð í þessum sporum, – nánast eins og í gær.“ Allt um lokaumferð Landsbanka- deildarinnar. » 2, 3, 4, 5, 6, 7 , 8, 10, 12  Valsmaðurinn Guðmundur Benediktsson meistari í fimmta sinn  Fjórum sinnum meistari með KR „Eina markmiðið var Íslandsmeistaratitillinn“ „ÞETTA er búið að vera stórkost- legt sumar og okkur tókst að gera það sem við stefndum að,“ sagði Guðmundur Benediktsson, sem tók á móti sínum fimmta gullpeningi á Íslandsmótinu en framherjinn snjalli, sem átti stóran þátt í vel- gengni Valsmanna í sumar, varð meistari með KR-ingum í fjögur skipti áður en hann var krýndur meistari með Val. Guðmundur er tengdasonur Inga Björns Alberts- sonar, sem var meistari og fyrirliði Vals á árum áður. Já, og mesti markverðahrellir Íslandssögunnar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fögnuður Guðmundur Benediktsson var að sjálfsögðu fremstur í flokki þegar Valsmenn fögnuðu langþráðum Íslandsmeistaratitli. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.