Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 4
4 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ knattspyrna „MÉR líður eins og við höfum gert einhver jafn- tefli,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, þegar hann var beðinn um að gera upp tímabilið í stuttu máli. Liðið gerði níu jafn- tefli í átján leikjum og hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Ólafur bætti því síðar við að hann hefði viljað fá fleiri stig en er ánægður með hversu mikið leikmenn hans hafa þroskast, s.s. frá sama tíma í fyrra. „Það er mjög jákvætt og gefur mér ástæðu til þess að vona að liðið geti náð ennþá lengra. Það er hægt að byggja gríðarlega mikið á þessu tímabili, þar sem stöðugleiki er kominn í liðið.“ Spurður út í leikinn gegn Fram sagði Ólafur hann endurspegla tímabilið. „Mér fannst við vera með yfirburði í spilinu, en við skorum of lít- ið. Það vantar drápseðlið í þessum jafn- teflisleikjum, þar sem við hefðum átt að breyta jafntefli í sigur. Það helgast m.a. af því að við er- um ekki nægilega ákveðnir að fara inn í vítateig- inn og vera þar. Við þurfum að vinna í því í vet- ur.“ Ólafur sagðist einnig hlakka til næsta tíma- bils, þegar liðum verður fjölgað. „Það verður gríðarlega skemmtilegt og þá verður þetta nær því að vera alvöru mót. Nú var þetta að klárast þegar við komum inn í september og því er til- hlökkun að fá lengra mót á næsta ári.“ „Eitt tímabil í viðbót“ „Í heild erum við ekki endilega sáttir við tíma- bilið. Það voru of margir leikir sem við misstum niður í jafntefli og leikir sem við töpuðum þar sem við vorum einfaldlega miklu betri aðilinn,“ segir Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks. Hann segir stöðu liðsins í deildinni því ekki endi- lega gefa rétta mynd af frammistöðunni á tíma- bilinu. Arnar hefur staðið sig afar vel með liðinu á tímabilinu og stjórnað miðjuspilinu af mikilli festu. Hann er orðinn 35 ára gamall og því viðbú- ið að spyrja hvort búast megi við því að sjá hann á vellinum næsta sumar. „Ég stend ennþá upp- réttur, þó svo félagarnir geri grín að því að ég notist við göngugrind milli leikja. En þetta er bú- ið að ganga ágætlega og markmiðið er að taka eitt tímabil í viðbót.“ Liðið getur náð enn lengra 0:1 39. Henrik Eggerts gaf fína sendingu fyrir mark Breiðabliks,beint á kollinn á Jónasi Grana Garðarssyni sem stýrði bolt- anum neðst í hægra hornið. 1:1 41. Prince Rajcomar fékk knöttinn inni í vítateig Fram, lagðihann út á Magnús Pál Gunnarsson sem skaut bylmingsskoti að marki frá vítateigslínu. Knötturinn hafnaði í hægra horni marksins án þess að Hannes Þór kæmi vörnum við. 2:1 56. Óðinn Árnason braut á Prince Rajcomar innan vítateigs.Magnús Páll Gunnarsson tók vítið og skoraði af miklu öryggi, skaut knettinum ofarlega í hægra hornið. 2:2 73. Srdjan Gasic braut á Kristjáni Haukssyni inni í vítateigBlika. Jónas Grani Garðarsson skoraði örugglega úr vítinu, sitt þrettánda mark á tímabilinu, og tryggði sér þar með markakóng- stitilinn. Breiðablik 2 Fram 2 Kópavogsvöllur, úrvalsdeild karla, Lands- bankadeildin, laugardaginn 29. september 2007. Mörk Breiðabliks: Magnús Páll Gunnars- son 41., 56. (víti). Mörk Fram: Jónas Grani Garðarsson 39., 73.(víti). Markskot: Breiðablik 12 (5) – Fram 9 (5). Horn: Breiðablik 10 – Fram 5. Rangstöður: Breiðablik 0 – Fram 4. Skilyrði: Rigning, 6-10 m/s og völlurinn þungur og laus í sér. Hiti um 10 stig. Lið Breiðabliks: (4-5-1) Casper Jacobsen – Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Arnór Sveinn Aðal- steinsson – Gunnar Örn Jónsson (Kristinn Steindórsson 67.), Arnar Grétarsson, Ol- geir Sigurgeirsson (Guðmundur Kristjáns- son 73.), Magnús Páll Gunnarsson, Nenad Zivanovic – Prince Rajcomar (Kristinn Jónsson 89.). Gul spjöld: Prince 54. (brot). Olgeir 72. (brot). Rauð spjöld: Engin. Lið Fram: (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson – Óðinn Árnason, Reynir Leósson, Kristján Örn Hauksson, Daði Guðmundsson – Ingv- ar Þór Ólason, Hans Mathiesen, Alexander Steen (Grímur Björn Grímsson 87.) – Hjálmar Þórarinsson (Ívar Björnsson 70.), Jónas Grani Garðarsson, Henrik Eggerts. Gul spjöld: Óðinn 67. (brot), Kristján 87. (brot). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Stokks- eyri, 4. Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunn- arsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Áhorfendur: 578. „ÞETTA er klárlega það gott lið að það hefði alla vega átt að vera um miðja deild,“ sagði Ólafur Þórð- arson, þjálfari Fram, eftir leik liðs- ins gegn Breiðabliki. Hann er engu að síður ánægður með að markmið sumarsins skyldi nást; að halda lið- inu á meðal þeirra bestu. Ólafur sagði að eitt markmið hefði verið sett fyrir leikinn á laug- ardag. Það hefði verið að fara upp um eitt sæti og tryggja stöðu liðsins í deildinni. Það tókst og þjálfarinn var sáttur við það. „Svo er ég auðvitað afar ánægður með að eiga marka- hæsta leikmann deildarinnar. Það er ánægjulegt og eitt skref í rétta átt.“ Átta ár í fallbaráttu Fallbaráttan hefur loðað við Framliðið átta síðustu ár í efstu deild, en liðið lék í fyrstu deild í fyrra. Þrátt fyrir það benti Ólafur á að liðið hefði ekki verið það sem oft- ast sat í neðsta sætinu í sumar. „Við upplifðum það að vera nálægt falls- væðinu og það er alltaf ákveðið stress í kringum það. En við ætl- uðum okkur aldrei annað en að halda sæti okkar í deildinni, trúðum á það og uppskárum eftir því. Við lentum í ákveðnum erfiðleikum í upphafi móts, lékum vel en gáfum of mikið af stigum frá okkur sem við áttum að innbyrða. Það olli því að við lentum í þeirri stöðu að vera í neðri hlutanum fram eftir móti.“ Spurður út í hvort þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir mót hefðu ekki brostið sagði Ólafur svo vera, en ekki þannig að örvænting hefði gripið um sig. Hann bætti því við að auðveldlega væri hægt að byggja á tímabilinu fyrir það næsta. Áttum skilið að vera ofar á töflunni BREIÐABLIK Magnús Páll Gunnarsson Srdjan Gasic Nenad Zivanovic Arnar Grétarsson Prince Rajcomar FRAM Jónas Grani Garðarsson Reynir Leósson Henrik Eggerts Alexander Steen Eftir Andra Karl andri@mbl.is Þó svo að undirritaður segi leikinn hafa verið lítið fyrir augað var ekki að merkja það af upphafsmínútun- um. Þá réðu Blikar lögum og lofum á vellinum og strax á 9. mínútu voru þeir nálægt því að komast yfir. Arn- ar Grétarsson, fyrirliði liðsins, átti þá hörkuskot rétt fyrir utan vítateig vinstra megin. Boltinn breytti um stefnu af höfði varnarmanns og markvörður Fram, Hannes Þór Halldórsson, mátti hafa sig allan við að verja. Fyrsta stundarfjórðunginn var sókn Breiðabliks þung. Á þeim tíma fengu heimamenn t.a.m. fimm horn- spyrnur, sem þeir að vísu náðu ekki að nýta sér, og virtust til alls líklegir. Því voru það vonbrigði að sjá leikinn leysast upp í miðjumoð og á tíu mín- útna leikkafla náði hvorugt lið skoti að marki. Á 25. mínútu fékk Jónas Grani Garðarsson, markamaskína Fram- ara, upplagt færi til að koma gest- unum yfir. Þá átti Alexander Steen fína sendingu inn fyrir vörn Breiða- bliks og Jónas Grani var einn á móti Casper Jacobsen, markverði Blika. Casper gerði vel í að loka markinu en Grani hefði átt að gera betur – skotið ekki nægilega gott og varið. Boltinn límdist við jörðina Völlurinn var afar erfiður viður- eignar og sást það vel á leiknum. Stuttar sendingar fóru forgörðum hvað eftir annað hjá báðum liðum og leikmenn áttu erfitt með að hafa stjórn á knettinum. Eitt slíkt tilvik kom upp á 36. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson þeysti upp völlinn. Þeg- ar hann nálgaðist vítateiginn, með Jónas Grana hægra megin við sig, virtist boltinn límast við jörðina á meðan Hjálmar hljóp áfram og auð- velt var því fyrir varnarmenn Blika að stöðva þá sókn. Mörkin tvö voru kærkomin áhorf- endum, sem voru tiltölulega fáir í þetta skiptið. Þau komu með tveggja mínútna millibili, á 39. og 41. mínútu. Jónas Grani skoraði með fínni kolls- pyrnu – hans sjötta skallamark í sumar – og svo jafnaði Magnús Páll með bylmingsskoti fyrir utan víta- teig. Staðan því 1:1 í hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrstu á tíu mínútum síðari hálfleiks, eða þar til Blikar komust yfir á 56. mínútu. Þá braut Óðinn Árnason af sér innan vítateigs og Magnús Páll skoraði annað mark sitt í leiknum; af víta- punktinum. Arnar Grétarsson var nálægt því að bæta við skömmu síðar en skot hans fór hárfínt framhjá marki Framara. Mark dæmt af Blikum Óðinn Árnason fékk upplagt tæki- færi til að bæta fyrir vítaspyrnudóm- inn þegar boltinn barst til hans í víta- teig Blika. Skot hans var hins vegar máttlaust og náði ekki að markinu. Á 70. mínútu voru Framarar aftur ná- lægt því að jafna og í raun það eina sem stóð í vegi var Garðar Örn Hin- riksson, dómari leiksins. Hann dæmdi mark Kristjáns Haukssonar af vegna bakhrindingar. Tveimur mínútum síðar tókst gestunum loksins að jafna. Srdjan Gasic braut þá á Kristjáni Hauks- syni inni í vítateignum. Jónas Grani tók vítaspyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Markið var hans þrettánda á tímabilinu og með því tryggði hann sér gullskóinn eftirsótta. Eftir það gerðist fátt markvert, eða þar til þrjár mínútur voru liðnar af venjulegum leiktíma. Þá fékk títt- nefndur Jónas Grani tækifæri til að fullkomna þrennuna. Var í upplögðu marktækifæri en hitti boltann illa og hann hrökk yfir markið. Að leik loknum fögnuðu leikmenn Fram, enda takmarki sumarsins náð; að halda liðinu í efstu deild auk þess sem Jónas Grani fékk viðeig- andi tolleringu fyrir árangur sinn í sumar. Morgunblaðið/Golli Barátta Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, og Reynir Leósson, fyrirliði Fram, berjast um knöttinn. Úrslitin sanngjörn í bragðdaufum leik Jónas Grani tryggði Fram jafntefli og varð markahæsti leikmaður deildarinnar ÞRÁTT fyrir fjögur mörk í leik Breiðabliks og Fram á Kópavogs- velli var leikurinn í heild lítið fyrir augað, og ekki síst um að kenna ut- anaðkomandi aðstæðum. Völlurinn var blautur, þungur og laus í sér ásamt því að rigning og vindur lömdu á leikmönnum nær allan leikinn. Úrslitin sem slík voru sann- gjörn, bæði lið skoruðu tvö mörk og mega una sátt við sitt. Fram, sem var í fallbaráttunni, hafnaði að lok- um í 7. sæti og Breiðablik, sem hafði að engu að keppa, í 5. sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.