Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BIRGIR Andrésson myndlistarmaður and- aðist í Reykjavík 25. október 52 ára gamall. Birgir fæddist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1955, sonur hjónanna Andrésar Gestssonar frá Páls- húsum á Stokkseyri og Sigríðar Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum. Móðir Birgis lést 1958 og fluttust þeir feðgar þá upp á land og inn á Blindraheimilið við Hamrahlíð 17 en Andr- és var blindur. Andrés kvæntist blindri konu, Elísabetu Kristinsdótt- ur, og tók hún Birgi að sér. Birgir nam myndlist við Mynd- lista- og handíðaskólann 1973 til 1977. Hann kvaddi sér þó fyrst hljóðs í íslenskum myndlistarheimi áður en hann lauk náminu en hann hélt sýningu í Gallerí SÚM í leyf- isleysi ásamt kennara sínum Magn- úsi Pálssyni árið 1976. Birgir fór síð- an til framhaldsnáms í myndlist við Jan van Eyck Akadem- ie í Maastricht í Hol- landi 1978 til 1979. Eftir heimkomuna starfaði Birgir við um- brot blaða og bóka meðfram myndlistinni en frá síðari hluta ní- unda áratugarins vann hann eingöngu að myndlist sinni. Birgir hélt tugi einkasýninga og tók þátt í fjölda sam- sýninga, bæði hérlend- is og erlendis. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995. Fyrir tæpum tveimur vik- um opnaði hann sýningu í Safni ásamt Rögnu Róbertsdóttur sem stendur enn og í haust var hann til- nefndur til Íslensku sjónlistaverð- launanna fyrir yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafni Íslands á síðasta ári. Birgir lætur eftir sig unnustu, Helgu Magnúsdóttur, föður sinn, son, Arnald Frey, og sonarson, Ing- ólf Breka. Andlát Birgir Andrésson ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra átti í gær fund með Gloriu Arrayo í Malcanang forsetahöllinni í Manilla, ásamt Angelo T. Reyes orkumálaráðherra Filippseyja og yfirmönnum filippseyska ríkisorku- fyrirtækisins. Á fundinum lýsti for- seti Filippseyja ánægju með vilja Íslendinga til að taka þátt í upp- byggingu jarðgufuvirkjana á Fil- ippseyjum í formi fjárfestinga og þekkingarframlags, en miklir möguleikar eru á frekari nýtingu jarðhita í landinu, segir í frétt frá ráðuneytinu. Filippseysk stjórnvöld hafa ákveðið að markaðsvæða ríkisorku- fyrirtæki landsins, þar á meðal jarðgufuvirkjanir, og bæði forset- inn og filippseyski orkumálaráð- herran hvöttu Íslendinga til að taka þátt í því ferli. Ánægja með jarðhitaskólann Forsetinn lýsti jafnframt mikilli ánægju með Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna á Íslandi og mikil- vægi hans fyrir menntun margra filippseyskra jarðhitavísinda- manna. Hún og iðnaðarráðherra ræddu meðal annars möguleika á því að efla skólann, og veita ungum og efnilegum jarðvísindamönnum frá Filippseyjum færi á lengra námi við skólann, sem leiddi til meistaragráðu eða doktorsgráðu við íslenska háskóla. Iðnaðarráð- herra kynnti forsetanum meðal annars hugmyndir um að halda á næstu árum sérstök sumarnám- skeið á vegum Jarðhitaskólans í Suðaustur-Asíu sem yrðu opin efni- legum asískum vísindamönnum á sviði jarðhita. Fyrir fundinn með forseta Fil- ippseyja átti Össur Skarphéðinsson sérstakan fund með Angelo T. Reyes, orkumálaráðherra, þar sem rætt var um frekara samstarf milli þjóðanna á sviði jarðhitavinnslu, og ræddi Reyes ráðherra meðal ann- ars möguleika á aðstoð Íslendinga við að byggja upp háskólanám í jarðhitafræðum á Filippseyjum. Filippseyjar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra átti fund með Gloriu Arrayo í forsetahöllinni í Manilla í gær. Arrayo lýsti ánægju með áhuga Íslendinga á að taka þátt í uppbyggingu jarðgufuvirkjana á Filippseyjum. Össur ræddi við forseta Filippseyja Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „MÍN ráðlegging er sú að þegar gallar koma upp eigi fólk strax að fara og útvega sér lögfræðiaðstoð. Það borgar sig ekki að bíða eftir ann- ars konar úrlausn,“ segir Magnús Sædal, byggingarfulltrúi Reykjavík- urborgar. Sagt var frá því í Morg- unblaðinu í gær að byggingarhrað- inn hér á landi væri kominn að þanmörkum og jafnvel yfir þau fyrir löngu og hefur það orðið til þess að sífellt fleiri og meiri gallar koma upp í nýbyggingum. „Þegar byggingarhraðinn er orð- inn þannig að menn fara hraðar en fæturnir bera þá getur það leitt til alls konar galla,“ segir Magnús. „Leki er bara ein hliðin á göllum, alls konar aðrir gallar geta líka komið upp þegar of hratt er farið.“ Fyrst þarf að skilgreina gallann Meðan verið er að byggja hús eiga byggingarstjórar hvers verks að leita eftir úttektum byggingar- fulltrúa á úttektarskyldum verk- þáttum. „Þeir þættir eru æði margir. Síðan bera iðnmeistarar, hver á sínu sviði, ábyrgð á sínu fagi,“ segir Magnús og nefnir sem dæmi að sá sem leggur raflagnir ber ábyrgð á þeim og hið sama á við um pípulagnir og múr. „Hið faglega eftirlit hvílir á þessum aðilum; að gæði verksins séu í lagi,“ segir Magnús og að alltaf sé miðað við bestu fagmenn. „Þess vegna þýðir ekkert fyrir iðnmeistara að segja: ég er bara fúskari!, vegna þess að hann á að gera eins og sá besti.“ Hönnuður ber ábyrgð á hönnun sinni en ef henni er breytt ber sá sem breytir ábyrgð á því og þegar gallar koma upp þarf að byrja á því að skil- greina hvers eðlis þeir eru og hver ber ábyrgðina. „Stundum þarf jafn- vel að rífa upp byggingarhluta til að sjá hvort farið var eftir teikningum hönnuðar eða hvort breytt var út af þeim,“ segir Magnús. Af þessum sökum geti málin orðið gríðarlega flókin og verði oft ekki leyst nema fyrir dómstólum. Langan tíma getur tekið að fá úr- lausn gallamála. Magnús segir að oft sé fólki haldið rólegu með því að byggjandi segist alveg vita hvað um er að ræða og hann muni leysa málið, en Magnús ráðleggur fólki í öllum tilfellum að byrja á því að útvega lög- fræðiaðstoð. Þegar byggt er hratt er rekið á eftir hönnuðum, á eftir emb- ætti byggingarfulltrúa og í raun er rekið á eftir á öllum stigum. „Það gerist aldrei neitt nógu hratt hjá okkur! Svo situr fólk uppi með skað- ann og það eru sko engir smápening- ar sem fara í súginn í svona málum.“ Lokaúttekt sleppt Áður en flutt er í nýtt húsnæði þarf byggingarfulltrúi að hafa gert lokaúttekt. Magnús segir brögð að því að byggjendur eða byggingar- stjóri láti hjá líða að biðja um slíka úttekt. „Í skipulags- og byggingar- lögum segir að áður en hús er tekið í notkun skuli gerð á því úttekt með tilliti til öryggis og heilsu manna. Þessu sleppa menn!“ segir hann. Af þessu geti leitt að fólk komi allt upp í ári seinna til byggingarfulltrúa og segi farir sínar ekki sléttar. „Þá för- um við í það að pína fram þessa loka- úttekt. Þau atriði sem þá eru að- finnsluverð fá menn tíma til að laga og ef ekki er staðið við þau tímamörk beitum við dagsektum,“ segir Magn- ús Sædal. „Þýðir ekkert að segja: ég er bara fúskari!“  Byggingarfulltrúi ráðleggur fólki að leita sér strax lögfræðiaðstoðar þegar gallar koma upp  „Það eru sko engir smápeningar sem fara í súginn í svona málum“ Morgunblaðið/Jim Smart Hratt er byggt Háhýsi, smáhýsi og verslunarhýsi hafa risið í hrönnum á undanförnum árum. Þegar hratt er byggt eru meiri líkur á göllum. Í HNOTSKURN » Langan tíma getur tekiðað fá úrlausn vegna galla- mála. Iðnmeistari, hver á sínu sviði, ber ábyrgð á sínu fagi, s.s. vegna raflagna, pípulagna og múrverks. » Ef hönnun er breytt ber sásem breytir ábyrgðina. » Í skipulags- og byggingar-lögum segir að áður en hús er tekið í notkun skuli gerð á því úttekt með tilliti til öryggis og heilsu manna. SAMKVÆMT reglum vegna útboða á byggingarrétti á lóðum sunnan Sléttuvegar í Reykjavík gat fólk skilað inn tilboðum í fleiri en eina lóð, enda þótt fyrir því vakti að fá aðeins eina lóð. Reglan girti hins vegar ekki fyrir að sami bjóðandi gæti fengið fleiri lóðir. Í tilkynningu frá Framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar segir að það sé ekki rétt, sem ráða hafi mátt af frétt í Fréttablaðsins í gær, að hæstbjóðendur í byggingarrétt fyr- ir tvíbýlishús og keðjuhús hafi einn- ig átt hæsta tilboð í byggingarrétt fyrir 28 íbúða fjölbýlishús. Aðeins einstaklingar, þar með talin hjón og sambúðarfólk, gátu gert tilboð í byggingarrétt fyrir tvíbýlishús og keðjuhús en allir í rétt fyrir fjöl- býlishús. Gera reglurnar ráð fyrir að allir byggingarréttirnir séu seld- ir hæstbjóðendum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í tilkynningu frá Framkvæmdasviðinu kemur fram að örfáir bjóðendur hafi átt hæstu tilboðin í allar lóðirnar en það sé síðan réttur þessa fólks að segja til um hve mörg tilboðanna það vill að standi. Þeim sé vítalaust að falla frá öllum tilboðunum nema einu. Minni líkur séu á braski þegar notast sé við útboð. Opnar ekki fyrir brask KONUNNI sem handtekin var í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn var sleppt úr haldi á Selfossi í gær. Hafnaði dómari gæsluvarðhalds- kröfu lögreglunnar en konan var handtekin vegna gruns um að hún hefði kveikt í íbúð sinni. Rannsókn- arhagsmunir lágu að baki gæslu- varðhaldskröfunni. Í fyrradag þurfti að flytja konuna frá Vestmannaeyjum með þyrlu svo hægt væri að færa hana fyrir dóm- ara innan tilskilins frests en annað flug lá niðri vegna slæms skyggnis. Lögreglan á Selfossi segir rann- sókn málsins miða vel. Laus úr haldi EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa dr. Sigurgeir Þorgeirsson í embætti ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu frá og með næstu ára- mótum. Sigurgeir lauk doktorsprófi frá Edinborgarháskóla árið 1981 og BSc-prófi frá sama skóla 1976. Hann er framkvæmdastjóri Bændasam- taka Íslands og hefur gegnt því starfi undanfarin tólf ár. Sigurgeir var aðstoðarmað- ur landbúnaðar- ráðherra 1991- 1995. Áður var hann sérfræðing- ur hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Tólf sóttu um starfið. Skipaður ráðuneytisstjóri Sigurgeir Þorgeirsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.