Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FLUGÖRYGGI er ekki ein óbreytanleg stærð sem unnt er að ná einn góðan veðurdag og láta þar við sitja. Til að ná góðum árangri á því sviði þarf vandaðar reglur og skýrar, góðar flugvélar, bestu tækni og hæft starfsfólk. Lykilatriði er síðan að allir hlekkir í þessari keðju virki því ef einhvers staðar er brestur, á mannlegu sviði eða tæknilegu, er hætta á að hún slitni. Flugöryggi þarf að halda við með aga í daglegum störfum og reglulegri þjálfun. Öll svið flugöryggis voru til um- ræðu á árlegri ráðstefnu Flight Sa- fety Foundation, International Fe- deration of Airworthiness og International Airlines Transport Association. Kynntar voru tölur um flugslysatíðni og greining þeirra, fjallað um ýmis atriði í daglegum flugrekstri, þjálfun, tæknimál, veð- ur, mannlega þáttinn og jafnvel enskukunnáttu og greint frá ýmsum umbótum og nýjungum sem verða mættu til að draga úr áhættu. Fylgjast þarf með áhættu Staðreynd er að áhætta er alltaf fyrir hendi í flugi. Hver flug- ferð er flókinn ferill og markmið þeirra sem starfa að flugörygg- ismálum er að draga úr áhættu. Það er meðal annars gert með því að fylgjast með daglegri flugstarfsemi, kanna hvort settum reglum sé fylgt, hvort breyta þurfi reglum, meta hvort nauðsynlegt get- ur verið að breyta ákveðnum atrið- um í þjálfun, hvort tækjabúnaður fullnægir kröfum og hvort lagasetn- ing er skýr. Allt þetta krefst mikillar gagnasöfnunar, vinnu og yfirlegu við að meta gögn til að greina hvort áhættan er alls staðar í lágmarki. Þegar eitthvað fer úrskeiðis sem endar með flugslysi eða flugatviki fer ítarleg rannsókn af stað. Með henni er leitast við að draga fram allar staðreyndir til að finna hugsanlegar orsakir. Þegar það liggur fyrir er ef til vill unnt að draga lærdóm – oft af dýrkeyptri reynslu – lærdóm sem er enn einn liður í því að draga frekar úr áhættunni. Flugslys eru greind í flokka eftir því hvar í fluginu þau gerast, á flug- velli, í flugtaki, farflugi, í lækkun og aðflugi eða lendingu. Þau eru einnig flokkuð eftir orsökum svo sem hvort flugmenn missa stjórn á vél, hvort flogið er í jörð án sýnilegrar vitundar flugmanna um að þeir hafi gert sér grein fyrir í hvað stefndi, hvort um bilun var að ræða, veður, mannleg mistök eða aðrar utanaðkomandi or- sakir. Flugslysarannsóknir miða að því að grafast fyrir um orsök til að unnt sé að draga af þeim lærdóm en ekki til að refsa nema augljóst sé að um vísvitandi athæfi hafi verið að ræða eða vítavert gáleysi. Hérlendis er gengið enn lengra þar sem segir í lögum að sé tilkynnt um flugatvik þar sem enginn hefur slasast innan 72 tíma verði ekki beitt viðurlögum eða refsingum enda ekki um ásetn- ing eða vítavert gáleysi að ræða. Þetta stuðlar að því að mikilvægar upplýsingar um atvik eru dregnar fram í því skyni að hafa gagn af þeim. Í þessu sambandi má minnast á margs konar gagnaöflun úr dag- legum flugrekstri flugfélaga og þeirra aðila sem þjóna fluginu sem hefur þann tilgang að fylgjast með hvort fram komi frávik frá settum vinnureglum, frávik sem gætu skap- að aukna áhættu. Jafnframt óska mörg flugfélög og flugmálayfirvöld eftir því að tilkynnt sé um frávik frá reglum jafnvel þótt þau virðist smá- vægileg og ef til vill ekki tilkynn- ingaskyld samkvæmt reglum. Slíkar upplýsingar er unnt að gefa nafn- laust eða með því loforði að trúnaðar sé gætt og gögn ekki notuð í mál- sókn. Í verkahring æðstu stjórnenda Allt lýtur þetta starf að sama brunni, að hafa jafnan góða yfirsýn yfir stöðu flugöryggismála bæði hjá yfirvöldum og fyrirtækjum í flug- rekstri til þess að geta gripið inní með aðgerðir ef nauðsyn krefur. Allt þetta starf þýðir líka það að flugöryggi er ekki aðeins mál flug- öryggisfulltrúans eða flugörygg- isdeildarinnar hjá opinberum aðilum eða einkafyrirtækjum. Þessi mála- flokkur verður að heyra undir æðstu stjórnendur og þeir verða að láta hann njóta forgangs. Aðeins með því móti er tryggt að þeir bæði fylgist með málaflokknum og setji nægilegt fé og nægan mannafla til að sinna honum. Með því að leggja fé og fyrirhöfn í flugöryggi er lagður grunnur að því að minnka sem mest hættuna á því að til flugslyss komi. Flugöryggi krefst alltaf fjár og fyrirhafnar Jóhannes Tómasson skrifar um áhættu í flugi »Hver flugferð erflókinn ferill og markmið þeirra sem starfa að flugörygg- ismálum er að draga úr áhættu. Jóhannes Tómasson Höfundur er upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytis. EINAR Benediktsson skáld, at- hafna- og virkjanadraumóramaður fór í þá víking í upphafi síðustu aldar að kaupa upp vatnsréttindi á Ís- landi. Hann vildi virkja Gullfoss en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það má meðal annars þakka hetjulegri bar- áttu Sigríðar frá Bratt- holti og staðfestu henn- ar. Titanfélag Einars Benediktssonar keypti meðal annars meg- inhluta vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár sem ríkið eignaðist árið 1951 og hefur nú af- hent Landsvirkjun á silfurfati. Í skjóli þess- ara Titansaminga stefnir Landsvirkjun nú að því að byggja þrjár virkjanir í Þjórsá með þremur stíflum og lónum: Urriðafoss- virkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun. Þar er Landsvirkjun á villigötum. Titansamn- ingarnir heimila alls ekki virkjanaáform Landsvirkjunar. Landsvirkjun getur ekki öðlast betri rétt en Títanfélagið keypti af bænd- um og öðrum landeigendum á ár- unum 1914 til 1915. Þegar Titanfélagið keypti vatns- réttindin í Þjórsá var í gildi – og er reyndar enn – sú grundvallarregla sem gilt hefur á Íslandi allt frá því er landið var numið, það er að segja að „vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið“. Virkjanaáform Landsvirkjunar ganga gegn meginreglum 7. gr. vatnalaga nr. 15/1923 og gegn ákvæð- um 16., 18., 26., 34., 35., 50., 52., 53., og 59. kap. Grágásar. Titansamning- arnir heimila alls ekki þau áform Landsvirkjunar að byggja nefnd lón, breyta straumvatni í stöðuvatn, taka Þjórsá úr sambandi á löngum köflum, breyta grunnvatnsstöðu á löndum við og í nágrenni Þjórsár, stofna lífríki laxa og annarra fiska í og við ána í stórhættu, að skapa stórfellda flóða- hættu í Suðurlandsskjálftum, að eyði- leggja fossa, flúðir og aðrar nátt- úruperlur og þar fram eftir götunum. Landsvirkjun verður að sætta sig við það að öðlast ekki frekari vatnsréttindi en Tit- anfélagið keypti á öðr- um áratug 20. aldar. Tít- ansamningarnir heimila Landsvirkjun í besta falli að byggja rennsl- isvirkjanir, annað ekki. Og komi til þeirrar lög- leysu að ríkisstjórnin, sem einkaeigandi Landsvirkjunar, heimili fyrirtækinu að taka lönd eignarnámi í þágu þess- ara óheillafyrirætlana þess er deginum ljósara að samninga Tit- anfélagsins um vatns- réttindi verður að skoða og endurmeta frá grunni. Þar fyrir utan skortir Landsvirkjun enn lagaleyfi fyrir virkj- anaframkvæmdum sín- um en þær fara m.a. í bága við skipulag Flóa- hrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Með- an lagaleyfi skortir er einnig fráleitt að heimila Landsvirkjun eignarnám. Í öllu þessu máli verðum við jafn- framt að vera minnug þess að við er- um með landið í láni frá afkomendum okkar og okkur ber að skila því í hendur þeirra í betra ástandi en við tókum við því. Fjandsamleg áform Landsvirkjunar brjóta gegn þessari brýnu tilvistarreglu okkar og um- hverfisins. Jafnframt brjóta þau gegn mannréttindareglum umhverf- isréttar um sjálfbæra þróun, að nátt- úran njóti vafans og gegn meng- unarbótareglunni, reglum sem við erum skuldbundin til að hlíta sam- kvæmt alþjóðasamningum og ís- lenskum lögum. Titansamningarn- ir heimila ekki fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá Títansamningarnir heimila Landsvirkjun í besta falli að byggja rennslisvirkjanir, annað ekki, segir Atli Gíslason Atli Gíslason » Verumminnug þess að við erum með landið í láni frá afkomendum okkar og okkur ber að skila því í hendur þeirra í betra ástandi en við tókum við því. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna ALÞJÓÐLEGA verkefnið Göng- um í skólann hvetur árlega til þess að í októbermánuði nýti börn virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru meðal annars:  Að hvetja til aukinnar hreyf- ingar, með því að gera börn- in færari um að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.  Vitundarvakning um hversu ,,gönguvænt“ nánasta um- hverfi er og hvar úrbóta er þörf.  Vitundarvakning um ferða- máta og umhverfismál. Á síðasta ári tóku milljónir barna, í fjörutíu löndum víðs veg- ar um heiminn, þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Ísland tók nú í ár í fyrsta skipti þátt en bakhjarlar verkefn- isins eru Lýðheilsustöð, Umferð- arstofa (ásamt móðurskólum í um- ferðarfræðslu), Ríkislögreglustjórinn, Mennta- málaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands og Heimili og skóli. Heilsusamlegt og vistvænt Eins og markmið verkefnisins bera með sér eru fjölmörg góð rök fyrir því að velja virkan ferða- máta, svo sem göngu eða hjólreið- ar. Þannig má með einföldum hætti auka hreyfingu í daglegu lífi og njóta þess fjölþætta ávinnings sem því fylgir fyrir heilsu og vel- líðan. Til dæmis getur regluleg hreyfing minnkað líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, syk- ursýki af tegund 2, offitu, ýmsum stoðkerfisvandamálum og umfram allt veitir hreyfing andlega orku og líkamlegan styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs. Mik- ilvægur liður í því að hvetja börn og unglinga til að nota virkan ferðamáta er að það eykur lík- urnar á að þau geri það einnig þegar komið er fram á fullorð- insár. Ávinningur þess að velja virkan ferðamáta er ekki aðeins bundinn við einstaklinginn heldur nýtur samfélagið í heild góðs af. Meðal annars geta útgjöld heilbrigð- iskerfisins lækkað, loftmengun minnkað auk þess sem draga má úr ýmsum öðrum vandamálum, s.s. slysum, sem fylgja mikilli bíla- umferð. Þægilegur klæðnaður í sam- ræmi við veður getur haft mikið að segja um það hversu viljugt barnið er að ganga í skólann og hreyfa sig almennt í tengslum við skólastarfið. Allir ættu að nota endurskinsmerki, óháð aldri, og þekkja þá þætti sem hafa áhrif á öryggi gangandi og hjólandi veg- farenda. Öryggið í fyrirrúmi Þroski barnsins segir til um það hvenær barnið er tilbúið til að ganga sjálft í skólann. Mikilvægt er að fullorðnir fylgi yngri börnum á meðan þau eru að læra umferð- arreglurnar og auka færni sína í að takast, með öruggum hætti, á við nýtt umhverfi. Til að sameina kraftana geta foreldrar til dæmis skipulagt svonefndan göngu- strætó, þ.e. skipst á að fylgja börnum sem búa á sama svæði í skólann. Gönguleiðin sjálf ætti að vera eins örugg og kostur er. Umferðarþungi í ná- munda við skóla er til dæmis algeng ástæða fyrir því að foreldrar telja að öryggi barns sé ógnað og velja því að keyra það í skól- ann. Við slíkar að- stæður skapast víta- hringur; aukin bílaumferð eykur enn á vandann og minnkar líkurnar á að virkur ferðamáti sé valinn. Auk umferðarþunga og hraðaksturs eru afmörkun gönguleiða, merk- ingar og lýsing dæmi um þætti sem hafa áhrif á öryggi þeirra. Á heimasíðu Göngum í skólann er gátlisti sem hægt er að nota til að meta hversu ,,gönguvænt“ um- hverfið er. Sé úrbóta þörf gefur gátlistinn einnig hugmyndir að úr- lausnum. Kannanir benda til að um helm- ingur íslenskra barna og unglinga gangi eða hjóli til og frá skóla. Með samstilltu átaki foreldra, skóla og yfirvalda er mögulegt að fjölga í hópnum. Göngum í skól- ann-verkefninu er þar ætlað að vera lóð á vogarskálarnar og von- ast aðstandendur verkefnisins til að sem flest börn og unglingar noti virkan ferðamáta, með örugg- um hætti, sem oftast og þá ekki aðeins í október heldur allan árs- ins hring. Frekari upplýsingar um Göng- um í skólann, og þá skóla sem taka þátt, eru á heimasíðu verk- efnisins, www.gongumiskolann.is. 10 góðar ástæður til að ganga í skólann  það er gaman  það er heilbrigt  það mengar ekki  það er vinsamlegt  það dregur úr streitu  það er tækifæri til að kenna og læra öryggi í umferðinni  það er tillitssamt  það er fróðlegt  það er hagkvæmt  það minnir á að göturnar geta verið öruggari. Göngum í skólann allan ársins hring Rósa Þorsteinsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir skrifa um gildi aukinnar hreyfingar » Göngum í skól-ann er al- þjóðlegt verkefni sem hvetur til þess að börn nýti virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Rósa Þorsteinsdóttir Höfundar eru verkefnisstjórar hjá Lýðheilsustöð. Gígja Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.