Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Sveinn minn. Ég er svo dofin og ekki búin að meðtaka al- mennilega að þú sért farinn frá okkur. Ég er með stóran klump í brjóstinu sem vonandi á eftir að dofna en ég er ekki viss um að hann hverfi nokkurn tím- ann. Mér finnst ég ekki hafa getað kvatt þig almennilega, faðmað né kysst. Þú reyndist mér alltaf svo vel, varst svo góður og hjartahlýr. Við áttum góða stund saman skömmu áður en þú fórst, ég, Valli, Alda Ósk, þú og Benjamín þinn sem þú elskaðir svo mikið og þú sást ekki sólina fyrir honum. Ég hafði boðið ykkur í mat á sunnudagskvöldi, þið feðgar voruð að koma af fótboltaleik en það gerðuð þið oft þegar þú varst í landi. Þú varst svo glaður því þú varst að fara til Bandaríkjanna að heimsækja prinsessuna þína hana Sigrúnu og tengdasoninn Magnús. Þú kveiðst svolítið fyrir ferðinni en ég sagði við þig að þú þyrftir þess ekkert, þú myndir bjarga þér, og það gerðir þú. Heima beið hin prinsessan þín, hún Linda, og tengdasonurinn Sævar. Ég heyrði svo fljótlega í þér eftir að þú komast heim, ánægður með ferðina sem gekk svo vel. Síðan hittumst við í hinni árlegu sviðaveislu hjá Unni föstudagskvöld- ið fyrir andlát þitt. Þú ljómaðir þegar þú varst að segja okkur frá ferðinni, komst með myndir sem þú sýndir okkur. Þú varst að segja Valla og Valgeiri frá golfvellinum sem þú fórst á og þú færðir þeim forláta golf- kúlur að gjöf. Þú kvaddir okkur sæll og glaður. Síðan á sunnudaginn koma þessar hræðilegu fréttir, þú dáinn, það getur ekki verið, þetta hlýtur að vera einhver annar. Þetta verður skrítið fyrir okkur systkinin, það vantar einn, þig, við fáum ekki að heyra þig og Unni æsa ykkur og þræta eins og þið voruð vön að gera. Vantar að heyra þig hlæja og háværa tóninn þinn. Ég ætla að láta staðar Sveinn Rúnar Vilhjálmsson ✝ Sveinn RúnarVilhjálmsson fæddist í Hafnar- firði 8. október 1957. Hann lést á heimili sínu 7. októ- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 23. október. numið hér elsku bróð- ir, ég mun ævinlega hugsa til þín og biðja fyrir þér. Ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert í fangi mömmu og pabba. Ég bið Guð að passa upp á gimsteinana þína þrjá, Sigrúnu, Lindu og Benjamín, og ég lofa að ég skal gæta þeirra eins og ég get. Hvíl í friði elsku bróðir og hafðu þökk fyrir allt. Þín elskandi systir, Sigurbjörg. Elsku bróðir. Það er erfitt fyrir okkur að setjast niður og skrifa um þig. Við bjuggumst alltaf við því að þú yrðir hjá okkur sem lengst. Við hefðum viljað hafa brotthvarf þitt á annan veg en svona er lífið. Minning- arnar hafa komið upp í hugann hver á eftir annarri og við höfum verið að rifja ýmislegt upp úr okkar æsku. Þú varst alltaf grallarinn í okkar hópi og varst duglegur að stríða okk- ur og erta. Þegar þú varst búinn að æra alla léstu þig hverfa og komst svo glaðhlakkalegur til baka og spurðir hvort ekki væri í lagi með okkur. Ungur fórstu að leggja öðrum lið, meðal annars varstu um 12 ára ald- urinn þegar þú byrjaðir að hjálpa til hjá Jóni Matthiesen kaupmanni í Hafnarfirði og varst oft á hlaupum með töskuna í hönd að selja. Einnig varstu í sölumennsku fyrir ýmis góð- gerðarfélög í Hafnarfirðinum. Þú varst þúsundþjalasmiður og allt lék í höndunum á þér. Þú varst úti um allt að hjálpa vinum og ætt- ingjum og aldrei sagðir þú nei við neinn. Fyrir tveimur árum áttum við góð- ar stundir systkinin og fjölskyldur að Miklaholti á Snæfellsnesinu og var setið að spilum, og var þetta eins og þetta var á Smyrlahrauninu oft og tíðum. Við eigum eftir að sakna þín þegar við hittumst, t.d. í jólaboðum og á spilakvöldum, en við tókum upp á því að spila eins og var gert á heimili for- eldra okkar þegar við vorum lítil. Það er erfitt að hugsa um börnin þín sem eftir eru en við reynum að hjálpa þeim eins og við getum og rifja upp með þeim ýmsar góðar stundir. Hafðu þökk fyrir allt og við vitum að þér líður betur þar sem þú ert núna. Esther og Unnur. Kveðja frá bróður Svo fljótt muntu finna, svo hljótt er þögnin hér. Fékkstu verk þín að vinna, fékkstu von sem hæfði þér? Með tárum og trega þér tekst að fara á Drottins fund, óskin þín endanlega eignast hvíld á helgri stund. Svo fljótt er það búið. Svo sé ég þig seinna meir. Svo fljótt muntu finna, svo hjótt er þögnin hér. Fékkstu frjálst þín verk að vinna, fékkstu söng sem hæfði þér? Svo fljótt, svo fljótt er það búið. Svo sé ég þig seinna meir. Svo fljótt, svo fljótt er það búið. Svo sé ég þig seinna meir. Takk fyrir okkar ár saman og með söknuði. Þinn bróðir, Þorgeir. Sunnudagurinn 7. október rennur okkur seint úr minni. Þá bárust okk- ur þær harmafregnir að Linda mág- kona og Sveinn fyrrverandi mágur hefðu látist þann sama dag. Hugur okkar leitaði til Ragnars bróður og barnanna hans og Helgu systur og barnanna hennar. Við vitum að harmur Helgu er mikill þó að þau Svenni væru skilin fyrir nokkrum ár- um síðan enda veit hún manna best hversu góðum föður börnin hennar sjá nú á eftir. Svenni var ekki bara fyrrverandi mágur minn, hann var mikill vinur okkar allra og hluti af fjölskyldu okk- ar enda mikill samgangur búinn að vera okkar á milli í rúman aldarfjórð- ung. Svenni var þannig gerður að maður var fljótur að sjá hvern mann hann hafði að geyma, því hann var opinn og lá ekki á skoðunum sínum eða tilfinningum. Hann var harðdug- legur, vandvirkur, samviskusamur og svo heiðarlegur og ábyggilegur að við hefðum ekki hikað við að lána honum hvað sem er, með orð hans ein að veði. Hans aðalstarf var sjó- mennska, lengst af á Brimnesi, með- an hann bjó á Patreksfirði en síðustu árin á togaranum Venusi, eftir að hann flutti í Hafnarfjörð. Honum féll sjaldan verk úr hendi og greip hann bæði í smíðar og flísalagnir milli túra á Venusi. Sérstaklega hafði hann gaman af því að rétta ættingjum og vinum hjálparhönd ef eitthvað þurfti að lagfæra eða breyta. Svenni átti sínar tómstundir og hafði hann sér- staklega gaman af golfi, stangveiði og bridds. Margt kemur upp í hugann þegar við lítum yfir farinn veg og minnumst Svenna vinar okkar. Sérstaklega minnumst við þeirra mörgu jóla sem fjölskyldur okkar áttu saman en það var venja hjá okkur að hittast alltaf á aðfangadagskvöld. Eftir miðnætti var gjarnan spilað Trivial, skipt í lið og spilað langt fram á nótt. Þá kom upp keppnisskapið í Svenna, hann vildi hafa lið sitt þannig skipað að það væri líklegt til sigurs. Þá var glatt á Hjallabrautinni og mikið hlegið. Góð- ar minningar eigum við frá ferð okk- ar til Portúgals, í sumarbústaði og margt fleira mætti nefna. Svo nánar voru fjölskyldur okkar á meðan þau Helga bjuggu í sama stigagangi og við, að börnin okkar voru frekar sem systkini en frændfólk. Ennþá nánari fannst okkur við vera fyrir það að Benjamín litli sonur þeirra kallar mig afa sinn sem kom til af því að annar afi hans býr í Ástralíu og hinn er látinn. Svenna fannst það ófært að sonur hans hefði engan afa að leita til þegar hann sjálfur væri á sjó sem oft var á annan mánuð í einu. Nú er Svenni lagður af stað í lengri túr en mánuð á togara og það vissi hann, þegar hann lagði í þessa löngu ferð að afi sér um drenginn hans eins og hann mögulega getur og að sama á við um Sigrúnu og Lindu Guðrúnu. Við viljum biðja börnin hans að muna að Guð er alltaf til staðar til að styrkja ykkur, hugga og leiðbeina. Okkur langar svo mikið til að gera slíkt hið sama en finnum vanmátt okkar og getum því lítið annað gert en reynt að vera til staðar með vilj- ann að vopni. Elsku Helga, Sigrún, Maggi, Linda Guðrún, Sævar og Benjamín, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Einnig sendum við samúðar- kveðjur til systkina Svenna og ann- arra ættingja hans og vina. Sigursteinn og fjölskylda. Elsku hjartans frændi minn. Það að ég þurfi að kveðja þig hér og nú er svo óendanlega sárt og með öllu óraunverulegt. Það er svo stutt síðan þú komst í mat til mín og sast hérna með okkur og spjallaðir. Ég vissi að þér leið illa elsku hjartað mitt, en gerði mér enga grein fyrir að svona væri komið. Ég hélt að við fjöl- skyldan þín gætum komið þér í gegn- um þennan erfiða tíma með ást og umhyggju, sem svo sannarlega er nóg til af, enda erum við svo lánsöm að vera náin og höfum alltaf átt svo gott samband við hvert annað. Mér finnst svo sárt að á þessum tíma þar sem við Haddi erum að bíða eftir að litla krílið okkar fæðist þurfi ég að kveðja þig sem mér þykir svo undurvænt um. Þú varst ekki bara frændi minn, heldur líka vinur og þá sérstaklega seinni árin eftir að ég elt- ist. Engan þekki ég eins bóngóðan og þig, enda var viðkvæðið alltaf það sama ef ég hringdi og vantaði aðstoð: „Geri ég ekki allt fyrir þig elskan mín …“ og það gerðirðu svo sannar- lega. Af öllu þínu hjarta, alltaf svo einlægur og baðst aldrei um neitt í staðinn. Ég minnist þess þegar við Haddi fluttum inn í Skólagerðið fyrir tæpum tveimur árum með prinsinn okkar og frændi mætti að sjálfsögðu á svæðið til að hjálpa. Þú varst hér fram á kvöld, dag eftir dag, að mála, dytta að og gera fínt, enda einn af þeim sem geta allt. Gullna reglan á okkar heimili var, eins og Haddi sagði alltaf; það er klárt mál að ef Svenni biður um eitthvað þá verður aldrei sagt nei! Elsku karlinn minn með stóra hjartað þitt, kannski var það of stórt og of brothætt? Ég mun alltaf hugsa til þess hve þú varst allt- af góður við okkur og prinsinn okkar. Honum fannst ekki leiðinlegt að vera í heimsókn og pössun hjá Svenna frænda að leika við Benjamín stóra frænda sinn. Í dag er ég þakklát fyrir kveðju- stundina með þér, okkar síðustu samskipti þar sem ég fékk að knúsa þig og kyssa, segja þér hversu mikið ég elskaði þig og að ég væri tilbúin til að gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að láta þér líða betur. Þetta er falleg minning að eiga og faðmlagið sem ég fékk frá þér sagði meira en þúsund orð. Ég bið góðan guð að styrkja fallegu, yndislegu börnin þín sem elska þig svo mikið og þú elsk- aðir meira en allt annað og okkur hin sem þykir svo óendanlega vænt um þig. Ég veit að þú veist það, en ég ætla að segja þér einu sinni enn í síð- asta sinn hvað ég elska þig mikið og hversu heppin við vorum og hversu mikil forréttindi það voru að fá að hafa þig í lífi okkar. Guð gefi þér frið elskan mín. Þín, Kristín Berta. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hvíl þú í friði, elsku vinur okkar. Þínir vinir Oddur og Freyja. Mig langar að minnast félaga okk- ar sem fallinn er nú frá. Ég hafði ekki þekkt hann Svenna lengi, en nógu lengi til að þykja ofboðslega vænt um hann. En þegar ég byrjaði á Venusi fyrir um einu og hálfu ári var ég sett- ur á hlera með honum og vorum við meira og minna alltaf saman á hlera eftir það og áttum oft mjög gott spjall saman um lífið og tilveruna. Hann Svenni var mikill félagi og algjör sprelligosi og alltaf var brosið til staðar hjá öllum sem voru í kring- um hann því alltaf var hann Svenni eitthvað að gantast. Við strákarnir á Venusi fengum algjört sjokk þegar við fengum þær fréttir út á sjó að hann Svenni væri dáinn og höfðum við talað um það í túrnum að hans væri sárt saknað því hann ætlaði að fara að vinna í landi til að geta verið meira með fjölskyldunni sem hann talaði svo oft um. Það eru engin orð sem fá því lýst hversu mikið við sökn- um hans nú þegar við vitum að við eigum aldrei eftir að njóta samvista við hann meir. Ég veit að Svenni vak- ir yfir okkur og er kominn á þann stað þar sem honum líður vel. Hvíl í friði. Örn Árnason. Svenni vinur minn er fallinn frá og hans verður sárt saknað. Ég kynntist Svenna fyrir ellefu árum er hann réð sig um borð á frystitogarann Venus HF 519 en síðan höfum við starfað þar saman nánast hlið við hlið. Svenni var gull af manni, sérlega glaðlyndur, ávallt brosandi og þægi- legur í allri umgengni. Hann var mjög opinn persónuleiki og sagði vin- um sínum alltaf frá ef eitthvað bját- aði á. Hann var einnig mjög stoltur af börnunum sínum og ófáar sögur heyrði ég af góðum árangri Sigrúnar í spjótkastinu og veru hennar í Bandaríkjunum. Þá var hann einstaklega greiðvik- inn er lýsti sér í því að alltaf ef hann mögulega kom því við var hann boð- inn og búinn að hjálpa til ef einhvern vantaði aðstoð, hvort sem var í landi eða til sjós, enda var hann mjög lið- tækur til allrar vinnu hvort sem það var flísa- eða parketlögn, smíðar eða annað sem til féll. Við Svenni áttum okkur sameig- inlegt áhugamál sem var golfið, hann var mjög liðtækur golfspilari og margar ferðir fórum við saman á golfvöllinn. Það var virkilega þægi- legt að spila með Svenna því hann var alltaf svo jákvæður, alltaf var hægt að gera betur næst ef kúlan rat- aði ekki rétta leið, en ein af stóru stundunum í lífi hans var er hann fór holu í höggi á 10. braut á Hvaleyrinni með sérlega fallegu höggi. En lífið var ekki alltaf dans á rós- um. Svenni lenti í erfiðum skilnaði fyrir nokkrum árum, það tók mjög á hann, en hann var búinn að ná sér upp úr þeim öldudal. Fyrir um tveimur árum kynntist Svenni annarri konu er hann varð mjög hrifinn af og giftu þau sig í des- ember síðastliðnum. Hamingjan geislaði af honum Svenna, enda leið honum mjög vel, kominn aftur með fastan punkt í tilveruna. En hamingjan er hverful. Eitt sím- tal í miðri veiðiferð batt enda á þau framtíðarplön er hann hafði sett sér og heimurinn hrundi, og hann náði ekki að vinna úr sínum málum. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að kynnast jafn traustum og góðum dreng og honum Svenna. Vil ég með þessum orðum kveðja minn góða vin með þökk fyrir þau ár er ég fékk að njóta þess að þekkja hann. Börnunum hans og öðrum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi guð geyma ykkur og styrkja. Elliði Norðdahl Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru KRISTÍNAR EGGERTSDÓTTUR, Búhamri 21, Vestmannaeyjum. Enn fremur þökkum við stuðning við hana í veikindum hennar og þá ómetanlegu vináttu sem hún fann fyrir. Guð blessi ykkur öll. Jósúa Steinar Óskarsson, Steinunn Ásta Jósúadóttir, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Óskar Jósúason, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Ragnheiður Ásmundardóttir og Nikulás Ásmundarson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HELGASONAR tæknifræðings, Árskógum 6, Reykjavík. Valgerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn A. Jónsson, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Helgi Jónsson, Jónína Sturludóttir, Þórður Jónsson, Jytte Fogtmann, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.