Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 33
hjálpar. Áfengisdrykkja er vaxandi
vandamál í Danmörku og oft er hún sam-
fara notkun annarra efna, allt þetta skap-
ar mikil vandamál sem eru samfélaginu
dýr í öllu tilliti. Menn vita að áfengi er al-
gengasta örsökin fyrir andlegum og lík-
amlegum fósturskaða og einasta orsök
fósturskaða sem hægt er að koma í veg
fyrir.“
Hulda Guðmundsdóttir, hóp-sálgreinir
og faglegur teymisstjóri á hópmeðferð-
ardeild Hvítabandsins hefur mikið unnið
með verðandi mæður hér á landi og er-
lendis.
Hún var spurð hvort áfengisskemmdir
væru algengar í íslenskum börnum?
„Miðað við að fæðingar eru um 4.000 á ári
má ætla að börn um a.m.k. 30 til 40
kvenna séu í alvarlegri áhættu. Ég verð
talvert vör við þetta í mínu starfi en
ófrískar konur sem háðar eru vímuefnum
sendi ég í samráði við ljósmæður og
lækna annað hvort á Vog eða áfeng-
isdeild Landspítalans. Eftir að neysla
hefur verið stöðvuð eru þær velkomnar
aftur í mæðrameðferðina á Hvítabandinu
og gengur oft vel.
Það eru engin úrræði enn skipulögð
fyrir mæður sem svona er komið fyrir.
En þetta er mjög brýnt verkefni að tak-
ast á við í heilsugæslunni, sem öllu sinnir,
svo og í mæðraverndinni og ung-
barnaverndinni.“ segir Hulda.
Heilsugæslan er hornsteinninn
„Aðbúnaður hvers einstaklings á með-
göngu skiptir miklu máli og þess vegna
er þetta verkefni sem vinna þarf í náinni
samvinnu við félagsmálayfirvöld og
heilsugæslu. Hvert barn sem fæðist, það
fæðist inn í sitt sérstaka tengslanet. Það
veltur því mikið á því hvernig til tekst.
Áföll og vanræksla á tilfinningasviði
barna getur valdið vissri stöðnun á mik-
ilvægu þroskaskeiði barnsins hvað varð-
ar tengslamyndun og samskipti og sjálfs-
ímynd. Frumbernskueinkenni og
viðbrögð halda áfram sem aftur getur
valdið þrálátum andlegum erfiðleikum,
kvíða, einsemd, geðsveiflum og lífsflótta
síðar á ævinni. Heilsugæslan er horn-
steinn heilbrigðiskerfisins og þar má
finna áhættuþættina strax í með-
gönguvernd, mæðravernd og ungbarna-
eftirliti. Það þarf að fylgjast náið með
börnum sem hafa einkenni um að vera í
áhættuhópi. Ljósmæður eru í lykilhlut-
verki í að greina strax í byrjun áhættuna,
í samvinnu við lækna, og hafa sinnt því
verkefni mjög vel.“
gudrung@mbl.is
Hvað með önnur efni, svo sem hass,
kókaín og amfetamín?
„Þau eru ekki nærri því eins hættuleg
fóstrum og áfengi. Margir halda að ólög-
legu vímuefnin skaði meira en hið lög-
lega, en það er alrangt, áfengi skaðar
fóstur langmest. Ég segi ekki að hin ólög-
legu efni sé skaðlaus en þau valda ekki
nærri því eins miklum skaða. Hins vegar
er áfengisneysla oft samfara annarri
vímuefnaneyslu og þá eru fóstur í enn
meiri hættu en ella. Önnur vímuefni sam-
hliða áfenginu auka hættuna á fóst-
urskaða afar mikið.“
Búa við mikið óöryggi
En hvað með þau börn sem fæðast heil-
brigð en alast upp við mikla óreglu?
„Þau skaðast líka mikið en á annan
hátt. Þau búa við mikið óöryggi og stund-
um ofbeldi, þau flækjast inn í vandamál
fíkniefnaheimsins, horfa upp á fangelsun
foreldra sinna, barsmíðar vegna fíkni-
efnaskulda. Sumir foreldrar selja sig og
börn sín fyrir fíkniefni og valda þeim
þannig óbætanlegum skaða. Það er mik-
ilvægt að fólk í umhverfinu sé vakandi
fyrir illri meðferð á börnum. En það er
erfitt að koma þessum börnum til hjálp-
ar, þau hafa séð og lifað hluti sem valda
því að þau eru í mikilli áhættu, þau eru
tilfinningalega sköðuð auk alls annars.
Þessi börn hafa orðið fyrir svikum af
hálfu samfélagsins sem ekki hefur varð-
veitt þau sem skyldi, það er mjög af-
drifaríkt bæði fyrir börnin og samfélagið.
Þessum börnum þarf að koma til hjálpar
til að koma í veg fyrir að enn verr fari.
Það þarf að vera vel vakandi fyrir hætt-
unni sem áfengisneyslan skapar fóstrum
og þeirri hættu sem öll vímuefnaneysla
hefur í för með sér fyrir uppvaxandi
börn. Ekki má gleyma að margar ungar
mæður hafa sjálfar orðið fyrir skaða á
fósturstigi og alist upp við vímu-
efnaneyslu foreldra og skaðast þannig
varanlega. Sumar þeirra leiðast út í
vændi. Vændi er stórt vandamál í dönsku
samfélagi, það er ekki glæpur að selja sig
eða kaupa vændi í Danmörku – en vændi
er hættulegt bæði andlega og heilsufar-
lega. Þessum konum þarf að koma til
notkun. Sjálfsmyndin brotnar. Þetta er
það sem þau sjá fyrir sér og sá skaði sem
þetta allt veldur er varanlegur – en helst
er hægt er að hjálpa þessum börnum með
félagslegri aðstoð og það er nú reynt að
gera í auknum mæli í Noregi.
May Olafsson er yfirlæknir fjöl-
skyldugöngudeildar á Ríkissjúkrahúsinu
í Kaupmannahöfn og á Hvidovre sjúkra-
húsinu. Hún hefur langa reynslu af vinnu
með foreldrum í alvarlegum neysluvanda
áfengis og/eða fíkniefna. auk foreldra
með alvarlega sjúkdóma svo sem eyðni.
Hún hefur skrifað fræðibækur og haldið
fjölda fyrirlestra um ofangreint efni og
var nýlega veittur styrkur frá danska
heilbrigðisráðuneytinu til vísindarann-
sókna og áframhaldandi þróunarvinnu
innan þessa málaflokks. Markmið rann-
sóknarinnar hennar er að meta hvernig
börnum og foreldrum hefur vegnað 12
árum eftir meðferðarinngrip göngudeild-
ar og afskipti félagsmálayfirvalda.
„Hlutverk okkar er ekki síst að grípa
inn í svo fljótt sem auðið er í meðgöng-
unni, ef móðirin er í vímuefnaneyslu, til
að hindra fósturskaða.,“ segir dr. May
Olafsson.
Áfengið er langskaðlegast
En hvað skaðar fóstur mest?
„Áfengi er langskaðvænlegast fyrir
fóstur af öllum vímuefnum,“ segir dr.
May. „Skaði af þess völdum veldur m.a.
sérstökum útlitseinkennum, alvarlegum
heilaskaða, galla í hjarta og kynfærum.
Þetta er mjög alvarlegt mál þar sem
áfengisneysla er mjög útbreidd. Konur
halda oft að lítilsháttar af áfengi skaði
ekki en það er alrangt, jafnvel mjög lítið
áfengismagn getur valdið alvarlegum
fósturskaða. Börn sem skaðast hafa
vegna áfengisdrykkju móður þroskast oft
seint og illa andlega sem líkamlega. Þessi
börn eru samfélaginu dýr því þau þurfa
oft sér úrræði bæði á unga aldri og einnig
þegar þau koma í skóla. Örlög þeirra eru
oft dapurleg. Fræðsla um þessi efni get-
ur afstýrt skaða, sem og stuðningur við
hinar verðandi mæður svo þær hætti
drykkju.
Það er mjög langt síðan menn gerðu
sér grein fyrir að áfengisdrykkja ylli
fósturskaða og í mörgum samfélögum
hefur konum frá örófi alda verið bannað
að drekka áfengi. “
Er mikið um að danskar konur drekki
áfengi á meðgöngu?
„Í Danmörku drekka um 80% kvenna
áfengi á meðgöngunni en auðvitað í mjög
mismiklum mæli. En jafnvel litlir
skammtar af áfengi geta skaðað mikið.“
þeirra og fram til fimm ára aldurs. Fylgst
er með þroska þeirra og tilfinninga-
tengslum og reynt er að átta sig á þeim
skaða sem þau kunna að hafa orðið fyrir,
sem er mismikill. Oft kemur skaðinn ekki
í ljós fyrr en börnin fara í skóla. Mörg
þessara barna eru andlega sköðuð sem
kemur m.a. fram í athyglisbresti og hegð-
unarvandamálum.“
Áhyggjur af rítalíni
Hvað með notkun rítalíns?
Notkun þess hefur mikið verið rædd
og margir hafa áhyggjur af henni, ekki
síst af því að langtímaafleiðingar eru ekki
ljósar. Þetta er ekki mitt fag en mín skoð-
un er að þetta úrræði sé of mikið notað og
það eigi að sýna varúð í þessum efnum.“
Kari kvað mikla hættu á að börn sem
alast upp við þau vandamál sem vímu-
efnaneysla foreldra skapar í heimilislíf-
inu lifi í stöðugum kvíða og sá kvíði komi í
mjög mörgum tilvikum til með að fylgja
þeim og marka líf þeirra. Þau upplifa at-
vik einsog að koma að foreldrum sínum
meðvitundarlausum af drykkju eða ann-
arri fíkniefnaneyslu og vita ekki hvert
þau eigi að snúa sér, sæta ofbeldi og mis-
hafa fólki orðið ljós tengsl-
naneyslu og ýmissa vanda-
in stríða við“
t til að sporna við þessari
að ná til kvenna svo fljótt
fræða þær. Oft vita konur
lítið magn af áfengi getur
skaða, einkum á fyrstu
göngunnar“
num fylgt eftir sem álitið
ð fósturskaða? „Í þeim efn-
eftir t.d. Dönum. En við
eynslu sem fyrirmynd að
arfi. Við munum á næstu
herslu á að fylgjast vel með
m og gera rannsóknir á
?
eningamálin?
spurning. Það á eftir að
r vilji til þess hjá yfirvöld-
ninga í þetta starf. Ég tel
ð fylgja eftir börnum sem
em eru í fíkniefnaneyslu
amál þeirra oft á tíðum
hættuhópi.“
kveðst hafa fylgt eftir 300
sóknarskyni frá fæðingu
gna áfengis vaxandi vandamál
Morgunblaðið/Árni Sæberg
sdóttir. Áfengi er mjög skaðlegt fóstrum, jafnvel í litlu magni.
» „Miðað við að fæðingar
eru um 4.000 á ári má
ætla að börn a.m.k. 30-40
kvenna séu í alvarlegri
áhættu.“
Aðalfundur LÍÚ samþykkti í gær tillögurþess efnis að þegar verði fell niður veiði-gjald af öllum fiskitegundum. Jafnframtbeindi fundurinn því til sjávarútvegs-
ráðherra „að endalaus tilflutningur aflaheimilda á
milli útgerðarflokka verði þegar stöðvaður. Þann-
ig verði línuívilnun og byggðakvóti felld niður og
slægingarstuðull leiðréttur.“
Niðurskurður aflaheimilda og hátt gengi ís-
lenzku krónunnar setti svip sinn á umræður á
fundinum, en jafnframt voru hafrannsóknir mikið
ræddar. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar fluttu
erindi um stöðu helztu fiskistofna, svo sem loðnu
og þorsks, fóru yfir stofnstærðarmat, ýmsar rann-
sóknir og göngur þorsks til og frá Grænlandi. Á
fundinum kom fram að litlar líkur væru á því að
göngur þorsks frá Grænlandi hefðu áhrif hér við
land næstu árin.
Meðal annarra tillagna aðalfundarins má nefna
að fjárveitingar til hafrannsókna verði auknar, að
veiðarfærarannsóknir og rannsóknir í fiskeldi
yrðu jafnframt efldar.
Þá vildi fundurinn að loðnurannsóknir yrðu
auknar til muna; mat verði lagt á reynslu af núver-
andi reglu við stjórn loðnuveiða, sem gerir ráð fyr-
ir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygn-
ingar; að kannað verði magn og útbreiðsla
ungloðnu og göngur hrygningarloðnu með hlið-
sjón af útbreiðslu þorsks; að vistfræði loðnu í æt-
isgöngum norður í haf að sumarlagi verði könnuð,
að umfang möskvasmugs við veiðar í flotvörpu
verði kannað; að kannað verði hvort veiðar í flot-
vörpu hafi áhrif á göngur loðnunnar og þá hvernig
og í hvaða mæli. Jafnframt verði áhrif flotvörpu
við síldveiðar rannsökuð.
Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu og
naumlega felldar breytingartillögur þess efnis frá
Snæfellingum að verulega yrði dregið úr loðnu-
veiðum við Ísland og að veiðar á síld og loðnu í
flotvörpu á grunnslóð yrðu bannaðar.
Í erindi Haraldar Einarssonar fiskifræðings á
fundinum kom fram að 60-80% loðnu sem kemur
inn í flotvörpu við þær veiðar sleppur út. Hins veg-
ar er ekki ljóst hver afdrif þeirrar loðnu, sem
sleppur út, verða.
Einn gekk úr stjórn samtakanna á fundinum,
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, en í hans stað kom Þórður Rafn Sig-
urðsson, einnig frá Eyjum, inn í aðalstjórn.
Veiðigjald af öllum
fiskitegundum
verði fellt niður
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
nni, það áttar
flaheimildum
u. Það horfir
issa vinnuna.
ga störfum í
ræðingar og
rnvöld hafa í
önnur ráð en
einni byggð
og færa til annarrar. Ég held að þetta
sé í og með þessi svarta mynd sem svo
oft er dregin upp af sjávarútveginum.
Ef eitthvað gerist á einum tilteknum
stað varðandi sjávarútveg er hann all-
ur í heild dreginn niður í svaðið, en
svo getur annað álíka verið að gerast í
öðrum atvinnugreinum víða og það
kemst varla á blað.
Ég taldi það að öllum hefði verið
ljóst að markmiðið með kvótakerfinu
var hagræðing og reyndar stendur
það í lögunum, að markmiðið sé að
auka hagkvæmni veiða. Það hefur að
sjálfsögðu gerzt. Útvegsmenn hafa
einfaldlega spilað eftir þeim reglum
sem settar hafa verið. Ég held að út-
vegsmenn hafi einfaldlega tekið sjáv-
arútveginn og gert hann að sjálfbær-
um atvinnuvegi, frá því að vera
ríkisstyrktur og að hluta til ríkisrek-
inn. Sumum virðist þykja það miður.
Auðvitað kemur það niður víða, þegar
hagræðingin er að keyra í gegn að
ekki sé talað um minni aflaheimildir.
Menn horfa einfaldlega á góðan, sjálf-
bæran atvinnurekstur, samkeppnis-
færan við aðrar greinar um vinnuafl,
þó erfiðleikar séu einmitt um þessar
mundir. Það virðist vera svo að ein-
hverjir aðilar í samfélaginu sakni þess
að geta ekki verið með puttana í öllu
og dreift aflaheimildum út og suður,“
segir Björgólfur Jóhannsson.
ð
Morgunblaðið/Ómar
Fundahöld Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, er ánægður með aðal-
fund félagsins, hann hafi staðið fyllilega undir væntingum.
vo að ein-
mfélag-
a ekki
llu og
út og
smenn
ekið sjáv-
ann að
egi, frá
ktur og að
sjálfu sér
nur ráð en
úr einni
arrar.