Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MESSÍANA Tómasdóttir brúðu-
smiður og leikhússtjóri hefur hingað
til alltaf pantað nýja íslenska tónlist
fyrir sýningar Strengjaleikhússins. Í
sýningunni Spor regnbogans, sem
frumsýnd er í dag, var brugðið út af
vananum og tónlist Karólínu Eiríks-
dóttur varð til á undan söguþræð-
inum. „Leikverkið er um það að
hlusta á þetta tónverk,“ segir Mes-
síana, en litir gegna líka lykilhlut-
verki í sýningunni. „Svanurinn er
stór og heiðblár á litinn og hann
þekkir vel þetta ævintýralega
flautuverk. Ófelía hefur aftur á móti
aldrei hlustað á flaututónlist. Ófelía
er rauð og kát og miklu minni en
Svanurinn. En þótt hún sé ekki stór,
getur hún verið svolítið stríðin.“
Getur tjáð nánast hvað sem er
Ófelía er að verða þaulreynd á
sviði og hefur tekið þátt í fjölmörg-
um sýningum á vegum Strengjaleik-
hússins. „Mér fannst hún ekki vera
búin með sína ævi. Hún er svolítið
flókin og mjög nákvæm. Hún getur
tjáð nánast hvað sem er,“ segir Mes-
síana.
Hreyfingum Ófelíu er stjórnað af
Sigríði Sunnu Reynisdóttur. Mess-
íana ber henni vel söguna. „Ég átti
völ á alveg fantagóðum brúðuleikara
sem ætlar að leggja þetta fyrir sig.
Hún stjórnar henni alveg dásam-
lega.“
Í sýningunni eru litir notaðir til
þess að lýsa tónlistinni og tjá tilfinn-
ingar. Það er Messíönu mjög eðlilegt
að tengja þessa hluti saman. „Það
eru svo margir sem tala um liti í tón-
list og ég sé sjálf voða mikið liti þeg-
ar ég hlusta á tónlist. Hver litur hef-
ur sína táknrænu merkingu.“
Áhorfendur taka þátt
Börnin sem koma á sýninguna fá
að taka virkan þátt í henni. Frum-
sýningargestir fá að gjöf fagurlega
skreyttar grímur sem Messíana
útbjó, en þegar hópar leik- og
grunnskólabarna koma á sýninguna
verða þau búin að skreyta grímur
fyrirfram. Um leið fá þau fræðslu
um táknmál litanna.
Þau fá líka að láni galdrastafi með
litböndum, en þessir stafir eru þeim
eiginleikum gæddir að með þeim er
hægt að hafa áhrif á framvindu sög-
unnar. Til dæmis þurfa þau að byrja
á því að kalla persónurnar fram á
svið með því að veifa litum þeirra.
Brúðuleikhús í
tónum og litum
Litríkt Í sýningunni eru litir notaðir til þess að lýsa tónlistinni.
Spor regnbogans verður frumsýnt
í Möguleikhúsinu kl. 14 í dag.
Morgunblaðið/Frikki
ÉG býst við að það hafi ekki alltaf
verið auðvelt fyrir skáld sem upp-
runnin voru í sveit og alin upp í ung-
mennafélagsanda að takast á við
breytingar samfélagsins. Það urðu
örlög sumra skálda um miðja sein-
ustu öld að daga uppi í trú sinni á
sveit og forna tíma og finna borgarlífi
og nútíma allt til foráttu á meðan
önnur skáld fluttu inn skáldskap um-
heimsins. Slík einföldun á bók-
menntasögu segir þó engan veginn
alla söguna. Það voru t.a.m. einnig til
skáld sem stóðu eins og föst með sinn
fótinn hvorum megin gjár og gátu sig
hvergi hreyft en reyndu að gera sitt
besta miðað við aðstæður. Mér hefur
alltaf fundist Kristján frá Djúpalæk
hafa verið í þessari aðstöðu. Vissu-
lega meðtók hann tímana og fann til
með bræðrum sínum og systrum sem
máttu líða þjáningar á hörðum stund-
um. Róttækni hans og hugsjóna-
móður bera vitni um það. En eftir
heimsstyrjöldina síðari skapaðist ný
veröld og nýr skáldskapur fæddist
sem átti ekki alls kostar við ljóðheim
hans og kannski er það líka allt í lagi.
Nýlega kom út heildarkvæðasafn
Kristjáns, Fylgdarmaður húmsins.
Ljóðveröld hans er í eðli sínu mjög
ljóðræn og myndrík og með augljósa
tengingu við nýrómantík og klassík
og jafnvel þjóðfélagslegt raunsæi.
Honum er það jafneðlilegt að nýta
hefðina og draga að sér loft í lungun.
Það var ekki á hans valdi að brjóta
upp mál og texta á módernískan hátt.
Til þess var ljóðhefðin honum of kær
og gildir það jafnt um form og efni
ljóða.
Kristján slær marga strengi og
ólíka í kvæðum sínum. Sjálfum hefur
mér fundist frekar létt yfir kveðskap
hans og kom það dálítið á óvart
hversu mikið myrkur var yfir sumum
kveðskapnum. Þannig er heiti ljóða-
safnsins ekki út í hött. Sjálfur segir
Kristján um þetta í ljóði:
– Ég hef talaði í trúnaði við myrkur.
Það sagði mér áhyggjur sínar,
hinar sömu og mínar:
Hve leiðin er ströng
frá upptökum vorum að ós.
Vera myrkur.
Langa að vera ljós.
Þessi löngun í að vera ljós er drif-
kraftur í mörgum ljóðum hans. Af
honum stafar þráin eftir betri heimi
og betri líðan fólks. Þessi samstöðu-
yfirlýsing með alþýðu manna fær á
sig frumlegan og óvæntan blæ í
kvæði sem Kristján yrkir snemma á
ferlinum og nefnist Kvæði frá land-
námsöld þar sem hann velur hvorki
kappa né skáld sem ljóðsegjanda
heldur þræl er numinn hefur verið
frá landi sínu nauðugur og hugsar
kúgurum sínum þegjandi þörfina.
Þjóðin hefur elskað Kristján frá
Djúpalæk fyrst og fremst fyrir söng-
texta hans, svo sem Sjómannavals-
inn, Nótt í Atlavík, Þórð sjóara ell-
egar texta Kardimommubæjarins.
Þótti skáldinu sjálfu það „kaldsöm
örlög“ ef hans yrði einkum minnst
fyrir slíka dægurtexta. Ég er raunar
á annarri skoðun. Ljóð hafa ávallt
tengst söng og mestu skáld allra tíma
hafa samið ljóð sem hafa lifað á
vörum manna með vinsælli tónlist.
Textar Kristjáns höfðu líka mik-
ilvægu menningarlegu hlutverki að
gegna og spornuðu eins og allur góð-
ur skáldskapur við hnignun tungu-
málsins.
Eftir Kristján liggja 13 ljóðabækur
og ferill hans sem skálds er heil-
steyptur og án mikilla hnökra. Í mín-
um huga var hann meistari stuttra
ljóðmynda sem vörpuðu í leiftursýn
ljósi á einhvern sannleika. Mætti
nefna hið skorinorða ljóð, Slysaskot í
Palestínu þar sem kaldhæðni er beitt
og flestir þekkja. En oft setur hann
þessar myndir fram í mjög hnitmið-
uðu formi og í tón sem var í senn
gamansamur og alvarlegur. Ég nefni
dæmi ljóðið Lífið:
Lífið er kvikmynd
leikin af stjörnum.
Myndin er ekki
ætluð börnum.
Þórður Helgason skrifar eftirmála,
látlausa og vandaða yfirlitsgrein yfir
feril skáldsins. Hann er ritstjóri
verksins ásamt Ragnari Inga Að-
alsteinssyni. Þetta er vönduð og þörf
útgáfa á ljóðum skálds sem vissulega
á skilið virðingarsæti á skáldabekk.
Langa að vera ljós
Bækur
Ljóð
Heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpa-
læk. Ritstjórar: Ragnar Ingi Að-
alsteinsson og Þórður Helgason. Bókaút-
gáfan Hólar 2007 – 382 bls.
Fylgdarmaður húmsins
Skafti Þ. Halldórsson
MATUR er í uppáhaldi hjá flestum
okkar, að borða góðan mat, hugsa
um mat, tala um mat, elda mat,
skoða myndir af mat, oftast sem bet-
ur fer til ánægju og yndisauka. Mál-
verk af mataruppstillingum ýmiss
konar eru sígild og hafa birst í mörg-
um myndum í sögu listarinnar. Þau
fara vel á vegg, kalla fram hug-
myndir um vellíðan og einhvers kon-
ar allsnægtir.
Þorri Hringsson hefur málað mál-
verkaröð sem sýnir matarmyndir frá
miðri síðustu öld, myndir þar sem
kallast á einstakar litasamsetningar
og hugmyndafræði fimmta og sjötta
áratugarins, tíma eftirstríðsáranna.
Það eru áþekkar myndir sem eru
Þorbjörgu Halldórsdóttur inn-
blástur að sýningu í Gallerí Boxi á
Akureyri, undir titlinum Rúllutertur
og randalín. Þorbjörg er þekktari
fyrir verslunarrekstur en myndlist
en sýnir hér litríka og nær yfirþyrm-
andi innsetningu sem byggist á for-
tíðarþrá, bernskuminningum og hill-
ingum. Hér ægir saman fagurlega
skreyttum drullukökum, glassúrer-
uðum stólum í litum eins og lakkr-
ískonfekt, tónlist liðins tíma ómar
yfir frá gömlum grammófóni þar
sem gult hlaup hringsnýst í formi.
Heildarsvipurinn er líkastur of-
hlöðnu málverki í skærum litum, þar
sem kallast á sykur og mold, raun-
veruleiki og blekking, bernskur leik-
ur og meðvitund um forgengileika,
og Þorbjörgu tekst með ágætum að
miðla þessum mótsagnakenndu til-
finningum til áhorfandans.
Sykur og mold
MYNDLIST
Gallerí Box, Akureyri
Til 4. nóv. Opið lau. og sun. frá kl. 14-17
og eftir samkomulagi.
Rúllutertur og randalín
Þorbjörg Halldórsdóttir
Ragna Sigurðardóttir
viðbjóður styrjalda, hungursneyð,
mansal, pyntingar eru vor daglega
afþreying. Hvernig getur leikhúsið
eiginlega brugðist við? Farið í sam-
keppni við heiminn? Hneykslað
meir? Niðurlægt konur? Hossað
brjóstum? Velt sér upp úr fordóma-
fullum klisjum? Vera enn viðbjóðs-
legri afþreying en fréttirnar? Eða
leitað að einhverri fegurð? Reynt að
greina viðbjóðinn?
Það hefði til dæmis verið auðvelt
að draga íslensku útrásina inn í
þetta verk með innkomu Hilmis
Snæs á sviðið, greina stöðu okkar
Íslendinga (Vesturlanda) gagnvart
Austur-Evrópu. En Jo Strömgren
lætur sér nægja að staðfesta alls
kyns gamalgróna fordóma og stað-
alímyndir okkar nýlenduherranna.
Virðist bara vilja hneyksla og láta
reykvíska áhorfendur fara úr saln-
um hlæjandi af ánægju yfir því að
vera sólarmegin í tilverunni og ekki
einhver helvískur hallærislegur
rússneskur glæpon.
Það skal hins vegar tekið fram að
öllum leikhúsgestum var ekki
skemmt. Árangur einstakra leikara
ruglaði ekki dómgreind þeirra. Og
mér segir svo hugur um að ef al-
vöruleikarar fara ekki að stinga við
fótum og spyrja sig: Hvað er ég eig-
inlega að gera? Þá stefni allt í þá átt
að íslenskt leikhús kafni bráðum úr
svörtum hlátri.
Á TÍMUM þegar Evrópubúar sýna
kurteisi og reglufestu í umgengni
við orð, stunda miklar hreingern-
ingar á menningararfi þjóða og sýna
lítið umburðarlyndi gagnvart sér-
visku manna og fordómum, má í
sjálfu sér taka ofan fyrir Norð-
manninum og kóreógrafnum Jo
Strömgren – að hann skuli þora að
bera á borð fyrir okkur bullið sem
hann kallar Ræðismannsskrif-
stofan.
Bullmál er tungumál sem börn
hafa löngum elskað og hefur verið
mikið notað í leiklistaræfingum þar
sem það kallar á skýrt og mynd-
rænt látbragð og látæði leikarans.
Grínarar íslenskir hafa um hríð
einnig notað afbrigði af þessu máli
til að gera pólska og rússneska far-
andverkamenn hlægilega Og það er
líka gert í þessari sýningu. Menn
bulla ekki beinlínis heldur þykjast
tala rússnesku. Hér er verið að lýsa
rússneskum menningarheimi eins
og hann blasir við Vestur-Evrópu-
búum.
Skuggalegur og úrkynjaður er sá
heimur og hallærislega sovéskur á
ræðismannskrifstofunni í upphafi.
Þar er enginn óhultur. Njósnað er
um menn. Konur stjórnast af kyn-
hvötinni einni saman og vændi er
stundað af öllum sortum og gerðum.
Mútur hluti af lífsstílnum. Svo
breytist allt. Ræðismanninum er ýtt
út fyrir dægurlagasöngvara. Fólk
tekur upp nýja siði, dansar og syng-
ur í rússnesk-vestur-evróvisjón stíl
en fer samt í eltingarleik líkt og í
frægri sovéskri mynd og drekkur
vodka af stút, eitrar hvert fyrir öðru
og byssur eru dregnar upp eftir
þörfum: Pang, pang!
Og ég hló, ég verð að viðurkenna
það, eins og allar nýlenduherraþjóð-
ir hafa gert þegar dregið er dár af
innfæddum í nýlendunum. Kóreó-
grafían er líka ákaflega vel unnin,
einkum í fyrri hluta sýningarinnar.
Leikararnir gera þar ýmislegt
áhugavert og nýtt. Halldóra Geir-
harðsdóttir oft óborganleg sem
klisja af sovésku yfirumsjónarhug-
arfari með undirliggjandi masó-
kisma. Ilmur Kristjánsdóttir einnig
glettilega nákvæm og flott sem sak-
lausa stúlkan er lært hefur ensku í
Birmingham og dans hennar og
Hilmis Snæs glæsilegur. En það er
Bergur Þór Ingólfsson í hlutverki
grimma ræðismannsins sem breyt-
ist í hund og síðan í Rómeó sem enn
einu sinni vefur manni um fingur
sér, einkum með þeirri miklu alvöru
sem hann skapar persónu sína mitt í
öllu gríninu. Úr aumustu klisjum
gerir hann eitthvað nýtt. Með hljóð-
um, látbragði, hreyfingum verða til
undarlegustu fletir á persónunni og
stemningar sem heilla. En það er
líka gleðin yfir alvöru og árangri
Bergs Þórs sem fær mann þegar
heim er komið til að spyrja og
stynja áhyggjufullur: Hvert stefnir
eiginlega íslenskt leikhús?
Vissulega er erfitt að reka leikhús
og vera leikari mitt í raunveru-
leikasjóum heimsins þar sem bílar
eru frumsýndir, hönnuðum stjórn-
málamönnum leikstýrt og aðeins
auglýsingastofur geta greitt leiklist-
arfólki almennileg laun. Þar sem
Eggert Jóhannesson
Ræðismannsskrifstofan Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Birgirsdóttir
og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum.
Að kafna úr hlátri
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur í samvinnu
við Jo Strömgren Kompani
Eftir Jo Strömgren. Leikstjóri: Jo Ström-
gren. Leikmynd og búningar: Jo Ström-
gren. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson.
Hljóðmynd: Ólafur Örn Thoroddsen. Leik-
arar: Birgitta Birgisdóttir, Bergur Þór Ing-
ólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason,
Ilmur Kristjánsdóttir, Þór Tuliníus. Borg-
arleikhúsið, Nýja svið, 25. október kl.
20.
Ræðismannsskrifstofan
María Kristjánsdóttir
Namm Áróra Elí skoðar freistingar Þorbjargar Halldórsdóttur
Ljósmynd: Vigdís Arna