Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanaríveisla 4. des. frá kr. 51.990 Munið Mastercard ferðaávísunina M bl 9 28 33 7 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 20. nóvember í 14 nætur eða 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Góð og frábærlega staðsett gisting í boði á einstökum kjörum. Góðar stúdíóíbúðir á Parquemar eða frábæru Perque Sol smáhýsin á besta stað á ensku ströndinni. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í smáhýsi á Parque Sol, 20. nóv. í 14 nætur eða 4. des. í 15 nætur. Verð kr. 51.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó á Parquemar, 20. nóv. í 14 nætur eða 4. des. í 15 nætur. Góð gisting - Frábær staðsetning MARGT bendir til, að Neander- talsmenn hafi verið rauðhærðir, að minnsta kosti sumir þeirra. Má lesa það út úr DNA eða erfðaefni, sem vísindamönnum tókst að finna í líkamsleifum tveggja þeirra. Það er ákveðin stökkbreyting í erfðavísi, sem gefur fólki nú á tímum rauða lokka, og þessi stökkbreyting hefur líka fundist í erfðavísum Neandertalsmannanna tveggja að því er fram kemur í grein í vísindatímaritinu Science eftir Carles Lalueza-Fox og fleiri. Elstu minjar um Neandertals- menn eru um 400.000 ára gamlar en þær yngstu, sem fundust á Gíbraltar, eru 24 til 28.000 ára. Einu sinni var talið, að þeir væru forfeður nútímamannsins en nú eru þeir sagðir hafa verið sérstök grein, sem lenti inni á þróunar- fræðilegri blindgötu og dó út. Hugsanlegt er, að nútímamað- urinn, sem kom til Evrópu fyrir 40.000 árum, hafi átt þátt í því. Gátu Neandertalsmennirnir státað af rauðu lokkaflóði? Reuters Rauðhaus Skyldari Neandertals- manninum en talið hefur verið? GOS er nú í tveimur eldfjöllum í Indónesíu og búist er við, að það þriðja fari að gjósa á hverri stundu. Eld- fjöllin, sem nú gjósa, eru Soputan-fjall á eyjunni Sula- wesi, virkasta eldfjall í Indónesíu, og Anak Krakatau, Krakatábarnið, það, sem eftir varð þegar Krakatá sprakk í miklu gosi 1883 og varð um 36.000 manns að bana. Í hvorugu fjallinu var um mikið gos að ræða en hætta var talin á, að það gæti breyst á skömmum tíma. Indónesískir jarðvísindamenn bjuggust við því, að gos gæti hafist fyrirvaralítið í Kelut-fjalli á Jövu, stærstu eyjunni, en um 130.000 manns í 10 km radíus frá fjallinu hafa verið flutt burt. Er fjallsgígurinn fullur af vatni, sem hefur hitnað mikið og hitnar enn. Þá hefur skjálftavirkni einnig verið að aukast dag frá degi. Síðast gaus í Kelut-fjalli árið 1990 en þá steyptist öskuflóð niður hlíð- ar fjallsins og það og eitraðar gufur urðu 34 mönnum að bana. Þrátt fyrir þessa reynslu gengur oft illa að fá fólk til að yfirgefa heimili sín og koma sér á öruggari stað. Tvö eldfjöll í Indónesíu gjósa og það þriðja í startholunum Eldgosið í Soputan- fjalli á Sulawesi. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BETRI veðurskilyrði, kólnandi veð- ur og minni vindur gerðu slökkviliðs- mönnum í sunnanverðri Kaliforníu kleift í gær að halda aftur af eða slökkva marga skógarelda. Enn eru þó um 20.000 hús á hættusvæðum. Þúsundir manna, sem héldu til á íþróttaleikvangi í San Diego, fengu að fara heim til sín í gær en fyrir marga var aðkoman þó ömurleg, heimilið brunnið til ösku. „Ef vindurinn verður áfram skap- legur mun allt verða í lagi,“ sagði Mike Rohde, yfirmaður hóps slökkviliðsmanna sem berjast við mikinn eld er herjar enn í Santiago í Orange-sýslu. En ef veðrið breyttist til hins verra yrði að gera ráð fyrir öllu, sagði hann í samtali við The Los Angeles Times. Vitað er með vissu að sjö manns hafa látið lífið af völd- um hamfaranna og um 1.800 hús brunnið til ösku. Áhersla er nú lögð á að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda en jafnframt er reynt að graf- ast fyrir um orsakir eldanna. Vegna mikilla þurrka þarf víða aðeins neista til að kveikja í runnum og trjá- gróðri. Oft er um að ræða mannleg mistök eða slys af völdum rafmagns- kapla sem hafa fallið til jarðar, einn- ig geta eldingar valdið slíkum ham- förum. Vísbendingar eru um að fallin rafmagnslína hafa valdið eldi sem varð laus við Malibu, norðan við Los Angeles og hugsanlega tveim öðrum eldum. Talið er samt fullvíst að margir eldanna séu verk brennuvarga. Er lögregla í Orange-sýslu þegar byrj- uð að yfirheyra fólk á staðnum til að reyna að klófesta brennuvarg sem talið er að hafi valdið miklum eldi norðan við stað er nefnist Mission Viejo. Charles P. Ewing, réttarsál- fræðingur og lagaprófessor í New York, segir brennuvarga fylgjast vel með skógareldum. Þeir fái sumir „kynferðislega ánægju“ út úr því að kveikja eld. Aðrir séu hins vegar að reyna að vekja á sér athygli og geti jafnvel tekið þátt í því síðar að reyna að slökkva eldana sem þeir hafi sjálf- ir kveikt. AP Eldinum að bráð George W. Bush Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, skoða rústir húss sem brunnið hefur til ösku í Rancho Bernardo í San Diego-sýslu, syðst í sambandsríkinu. Minna rok auðveldar baráttuna við eldana BÖRNUM og öldruðu fólki í Peking í Kína var ráðlagt að halda sig innan dyra í gær vegna mikillar meng- unarmóðu. Gerðist það daginn eftir að formaður Alþjóðaólympíunefnd- arinnar sagði, að hætta væri á, að mengun hefði mjög truflandi áhrif á Ólympíuleikana í borginni á næsta ári. „Hafið grisju fyrir vitum ef þið þurfið að fara út úr húsi,“ sagði Xinhua-fréttastofan og hafði eftir yf- irmanni veðurstofunnar í Peking. Sagði hann, að annars væri hætta á sjúkdómum í öndunarfærum. Mikil þoka eins og var í Peking í gær og mikil mengun geta verið banvæn blanda en skyggni í borg- inni var innan við 50 metra. Lagðist allt flug niður og umferðin gekk hægt en í Peking eru um þrjár millj- ónir bíla og fjölgar um 1.200 á dag. Jacques Rogge, formaður Alþjóða- ólympíunefndarinnar, sagði á um- hverfisráðstefnu í Peking í fyrradag, að hætta væri á, að mengunin gæti riðlað mjög keppnisskrá Ólympíu- leikanna á næsta ári, einkum þeim greinum, sem krefðust úthalds, t.d. sumum hlaupagreinum. 200% umfram staðla Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um mengun í Kína og í Peking er stjórnvöldum hrósað fyrir það, sem þau eru að gera, en ekki er talið líklegt, að það breyti miklu fyr- ir leikana á næsta ári. Sem dæmi er nefnt, að mengunaragnir í lofti, sem geta valdið lungnasjúkdómum, eru oft 200% umfram staðla WHO, Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Reuters Bílamartröð Í Peking eru þrjár milljónir bíla og fjölgar um 1.200 á dag. Að sama skapi eykst mengunin frá þeim og alls konar iðjuverum. Mengunin ógnar Ólympíuleikunum ÁSTÆÐA er til að óttast, að margar tegundir apa, nánustu ættingja manna í dýraríkinu, verði aldauða á næstu árum og áratugum. Er það vegna þess, að þeir eru miskunn- arlaust drepnir til matar eða sem hráefni í lyf og einnig vegna þess, að búsvæði þeirra eru upp- rætt og eyðilögð. Kemur þetta fram í skýrslu frá umhverfissamtökunum Conserva- tion International um 25 apategund- ir í útrýmingarhættu. Þar segir, að apakjöt sé mjög eftirsótt í Mið- og Vestur-Afríku en í Suðaustur-Asíu sé sóst eftir því vegna þeirrar gömlu trúar og bábilju að það hafi lækn- ingamátt. Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um loftslagsbreytingar segir, að hætta sé á, að 30% af öllum skráðum tegundum plantna og dýra deyi út. Sagt er, að á hverjum klukkutíma deyi út þrjár tegundir og allt að 50.000 tegundir á ári hverju. Nú þegar hafi orðið verulegar breyt- ingar í 10-12% af vistkerfum á jörð- inni og það muni líka hafa alvarlegar afleiðingar fyrir mannfólkið. Erum við að útrýma öpunum? Hvers skyldu þeir eiga að gjalda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.