Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 55 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Svanborg Sigmarsdóttir og Þóra Guðmunds- dóttir. Á milli þess sem þær velta fyrir sér m.a. orðunum „flakasúð“ og „skotaskuld“ botna þær þennan fyrripart: Að ganga í heilagt hjónaband hommum leyfist ekki. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn þessi um forsetann: Erfitt verður öflugan eftirmann að finna. Í þættinum botnaði Davíð Þór Jónsson fyrst: Mér finnst að ennþá ætti hann embættinu að sinna. En fann svo tvo frambjóðendur ef á þyrfti að halda: Í djobbið aðeins duga kann Dalla eða Tinna. Guðmundur Guðlaugsson botnaði líka tvisvar: Greindan, iðinn, geðugan grænan friðarsinna. Ykist nokkuð ánægjan ef hann væri kvinna. Hlustendur spöruðu ekki sitt fremur en endranær, m.a. Jónas Frímannsson: Enginn svipað Ólafi kann okkar þjóð að vinna. Önundur Páll Ragnarsson: Þar til Framsókn Fredda kann í framboðið að kynna. Guðni Þ.T. Sigurðsson var á svip- uðum slóðum: Samfylking mun sómamann úr sínum röðum kynna. Sigríður Guðmundsdóttir m.a.: Kjósa ætlum konu í rann, karlveldi skal linna. Óskar Jónsson fann aðra lausn: Leigt við gætum lettneskan, þeim leiðist ekki vinna. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli m.a.: Kappsaman og kröftugan, Kínverjum að sinna. Anna Sigurðardóttir: Hann þarf að geyma góðan mann og göfug verk að vinna. Auðunn Bragi Sveinsson: Forsetana fimm ég man; fæsta þarf að kynna. Sumum nægðu, svo ég man, sextán ár – ei minna. Ingólfur Ármannsson tók undir þetta: Áfram skora á öðling þann embættinu að sinna. Sömuleiðis Halldór Hallgrímsson á Akranesi: Óli vel til verka kann sem vandi er að sinna. En Páll Tryggvason mundi eftir manni á lausu: Villa tel ég verðugan, vil ég á það minna. Orð skulu standa Hjónaband homma Morgunblaðið/G.Rúnar Biskup Íslands Eldfimt kirkjuþing verður eflaust mörgum hagyrð- ingnum mikill innblástur. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.