Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 55

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 55 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Svanborg Sigmarsdóttir og Þóra Guðmunds- dóttir. Á milli þess sem þær velta fyrir sér m.a. orðunum „flakasúð“ og „skotaskuld“ botna þær þennan fyrripart: Að ganga í heilagt hjónaband hommum leyfist ekki. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn þessi um forsetann: Erfitt verður öflugan eftirmann að finna. Í þættinum botnaði Davíð Þór Jónsson fyrst: Mér finnst að ennþá ætti hann embættinu að sinna. En fann svo tvo frambjóðendur ef á þyrfti að halda: Í djobbið aðeins duga kann Dalla eða Tinna. Guðmundur Guðlaugsson botnaði líka tvisvar: Greindan, iðinn, geðugan grænan friðarsinna. Ykist nokkuð ánægjan ef hann væri kvinna. Hlustendur spöruðu ekki sitt fremur en endranær, m.a. Jónas Frímannsson: Enginn svipað Ólafi kann okkar þjóð að vinna. Önundur Páll Ragnarsson: Þar til Framsókn Fredda kann í framboðið að kynna. Guðni Þ.T. Sigurðsson var á svip- uðum slóðum: Samfylking mun sómamann úr sínum röðum kynna. Sigríður Guðmundsdóttir m.a.: Kjósa ætlum konu í rann, karlveldi skal linna. Óskar Jónsson fann aðra lausn: Leigt við gætum lettneskan, þeim leiðist ekki vinna. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli m.a.: Kappsaman og kröftugan, Kínverjum að sinna. Anna Sigurðardóttir: Hann þarf að geyma góðan mann og göfug verk að vinna. Auðunn Bragi Sveinsson: Forsetana fimm ég man; fæsta þarf að kynna. Sumum nægðu, svo ég man, sextán ár – ei minna. Ingólfur Ármannsson tók undir þetta: Áfram skora á öðling þann embættinu að sinna. Sömuleiðis Halldór Hallgrímsson á Akranesi: Óli vel til verka kann sem vandi er að sinna. En Páll Tryggvason mundi eftir manni á lausu: Villa tel ég verðugan, vil ég á það minna. Orð skulu standa Hjónaband homma Morgunblaðið/G.Rúnar Biskup Íslands Eldfimt kirkjuþing verður eflaust mörgum hagyrð- ingnum mikill innblástur. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.