Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Hjá flestum fjölskyldum eru bílakaup þau viðskipti sem krefjast næstmestra fjárútláta á eftir fasteignakaupum og því er sérlega mikilvægt að þar sé rétt staðið að bæði kaup- um og sölu. Í kjölfar nýrra laga sem tóku gildi árið 1994, sem skyldar alla þá sem reka bílasölu með notaða bíla að hafa lokið tilsettu löggildingarnámi fyrir bifreiðasala, hefur landslagið á markaði notaðra bifreiða gjör- breyst til hins betra, bæði fyrir fagaðila inn- an geirans og neytendur. Blaðamaður ræddi við þá Dag Jónasson sölustjóra notaðra bíla hjá Ingvari Helgasyni og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, en þeir sitja í prófnefnd bifreiðasala ásamt Vilhjálmi Bjarnasyni, formanni nefndarinnar. Námskeiðið hefur verið haldið með reglu- legu millilbili frá árinu 1994 og hinn 19. nóv- ember næstkomandi hefst nýtt námskeið og stendur það yfir í þrjár vikur. Námskeiðið hefur yfirleitt verið haldið einu sinni til tvisv- ar á ári en árlega ljúka á bilinu 20 til 30 ein- staklingar náminu. Gífurleg breyting „Tilgangurinn með þessari lagasetningu á sínum tíma var að koma á aðhaldi og eftirliti á þessa starfsgrein,“ segir Dagur um löggjöf- ina. Hann segir jafnframt að sú hafi verið tíð- in þegar heilmikið brask og svindl tíðkaðist í bílaviðskiptum landsmanna. „Á þeim árum sem hafa liðið frá því að lög- gjöfin tók gildi hefur orðið gríðarlega mikil breyting á,“ segir Runólfur. Þeir segja að krafan um löggjöfina hafi ekki síður komið frá greininni sjálfri. Hið slæma orðspor, sem gekk að hluta til yfir geirann, angraði þá mikið sem stunduðu þessa starfsgrein af heiðarleika og fag- mennsku. „Það var því komin uppsöfnuð þörf, bæði hjá neytendum og fagaðilum í greininni, fyrir ákveðið átak og var löggjöfinni vel tekið þeg- ar hún komst til framkvæmda,“ segir Run- ólfur og nefnir að þar sé umrætt löggilding- arnámskeið undirstöðuatriði. „Það eykur fagmennsku þeirra sem við- skiptavinurinn á í viðskiptum við; eykur þekkingu þeirra á greininni og samhliða þessu eru gerðar kröfur til þeirra sem annast sölu á bifreiðum, að það séu fagaðilar sem standa að þeim og að tryggingar og allar við- eigandi upplýsingar séu uppi á borði varð- andi ástand ökutækis og svo framvegis. Lög- gjöfin var því ansi stórt skref; annars vegar fyrir neytendur og hins fyrir hina faglegu hlið greinarinnar,“ útskýrir Runólfur. Á löggildinganámskeiðinu er farið í það helsta sem snýr að greininni. Farið er í gegn- um skráningarreglur, bifreiðaskatta, almenn- an rekstur, frágang ýmissa sölumála, samn- ingarétt, viðskiptabréfareglur, þinglýsingar, ýmis fjármál, veðrétt og margt fleira. „Það má segja að bílasali í dag sé ekki ein- göngu að selja bíl heldur er hann líka að selja fjármögnun og veitir samhliða því viðeigandi fjármálaráðgjöf í tengslum við skuldabréf, vexti og svo framvegis,“ segir Runólfur og bætir við: „Bílakaup eru þau viðskipti fjölskyldunnar sem krefjast næstmestra fjárútláta og jafn- framt er rekstur ökutækisins næststærsti út- gjaldaliður fjölskyldunnar. Þannig að það skiptir máli að fagmennskan sé til staðar. Þetta fyrirkomulag eykur líka aðhald innan greinarinnar og innleiðir ákveðnar leikreglur í markaðinn.“ Í reglugerðunum sem þeir vísa til eru gerðar miklar kröfur bæði til seljandans og eins til kaupandans og því sé nauðsynlegt að bílasali sé vel kunnugur lögunum og öllum þáttum reglugerðarinnar. „Eftir á getur það skipt gríðarlega miklu máli hvort þér sem kaupanda hafi verið gerð grein fyrir öllu sem skiptir máli. Ef þú sem neytandi verður var við einhverjar bilanir í bílnum skömmu eftir að þú hefur keypt hann og þú varst ekki upplýstur um þær, sinnir bifreiðasalinn ekki sínum skyldum. Það er þetta sem skiptir okkur svo miklu máli sem vinnum í þessum geira að menn vinni sam- kvæmt þessu,“ segir Dagur. Allir græða „Í svona viðskiptum er líka mikil krafa á okkur sem neytendur,“ heldur Runólfur áfram. „Við megum ekki ganga að einhverju ökutæki og kaupa það án þess að skoða það og prófa. Þegar notaður bíll er keyptur er hægt að fara með hann í ástandsskoðun hjá óháðum aðila ef þú treystir þér ekki sjálfur til að leggja faglegt mat á ökutækið sem skyldi.“ „Þegar til viðskipta er stofnað af heilindum verða ekki þessir agnúar sem stundum fylgdu hér áður fyrr. Ef kaupandi og seljandi uppfylla báðir sínar skyldur, þ.e. ef að selj- andinn segir satt og rétt frá, öll gögn eru til staðar og kaupandinn hefur látið óháðan að- ila skoða bílinn, þá er seljandinn búinn að fría sig nánast hvers kyns eftirmálum og kaup- andinn nokkuð öruggur um það sem hann hefur í höndunum. Ef allir uppfylla þessi skil- yrði segir það sig sjálft að eftirmálum sem slíkum viðskiptum geta fylgt fækkar. Það græða allir á þessu umhverfi.“ Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vefsíðunni www.iðan.is. Betra viðskiptaumhverfi fyrir neytendur og fagaðila Morgunblaðið/Kristinn Bifreiðasali Dagur Jónasson sölustjóri notaðra bíla hjá Ingvari Helgasyni. „Þegar til viðskipta er stofnað af heilindum þá verða ekki þessir agnúar sem stundum fylgdu hér áður fyrr“, segir Dagur sem hefur mikla reynslu af sölu notaðra bíla. „Það græða allir á þessu umhverfi.“ Morgunblaðið/Ásdís Bílar Bílakaup eru þau viðskipti fjölskyldunnar sem krefjast næst stærstu fjárútláta og jafnframt er rekstur ökutækisins næst stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.