Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 B 17 Bókasafn Mosfellsbæjar/Listasalur Mosfellsbæjar Leitað er að áhugasömum og hugmyndaríkum, há- skólamenntuðum starfsmanni, sem getur hafið störf 1. janúar 2008. Kunnátta í helstu hönnunarforritum s.s. Photoshop, InDesign og Illustrator æskileg. Starfið er fjölbreytt og í því felst m.a. upplýsinga- þjónusta, almenn afgreiðsla, almannatengsl og grafísk tölvuvinnsla. Starfshlutfall 50%, á bilinu kl. 8.00 til 19.00. Starfsemi og þjónusta Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar er fjölbreytt og í sífelldri endurskoðun. Allir starfsþættir safnsins og allir starfsmenn eru jafn mikilvægir til að ná góðum árangri. Við leitum að starfsmanni sem: ● Er kraftmikill, hugmyndaríkur og ábyrgur. ● Tekur virkan þátt í skipulagningu, endurskoðun og sífelldri þróun. ● Hefur góða hæfileika til samstarfs við aðila innan safns og utan. ● Getur unnið sjálfstætt. ● Hefur sveigjanleika til að takast á við fjölbreytt verkefni. Við leitum að starfsmanni: ● Með jákvætt lífsviðhorf. ● Sem er stofnuninni og samstarfsaðilum trúr. ● Sem er góður félagi. ● Með metnað fyrir sjálfan sig og stofnunina. Umsókn með upplýsingum m.a. um menntun og fyrri störf berist til Mörtu Hildar Richter, forstöðumanns Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrir 15. des. 2007. Nánari upplýsingar í síma 566 6822 virka daga og á heimasíðu safnsins. Kennarar, skólaliðar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf . Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upp- lýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Álftamýrarskóli, Álftamýri 79, sími 570-8100 • Íþróttakennari frá 1. janúar 2008 Árbæjarskóli, Rofabæ 34, sími 567-2555 • Smíðakennari í hlutastarf Foldaskóli, Logafold 1, sími 540-7600 • Umsjónarkennari í 6. bekk • Umsjónarkennari í 8. bekk, kennslugreinar enska og danska, frá 1. janúar 2008 • Stuðningsfulltrúi í 70-100% starf frá 1. janúar 2008 Hamraskóli, Dyrhömrum 9, sími 567-6300 • Stuðningsfulltrúi Húsaskóli, Dalhúsum 41, sími 567-6100 • Skólaliði frá 1. desember 2007 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1, sími 411-7828 • Umsjónarkennari á miðstigi • Stigstjóri í 4. - 5. bekk Langholtsskóli, Holtavegi 23, sími 553-3188 • Yfirþroskaþjálfi frá 1. janúar 2008 Laugarnesskóli, Kirkjuteigi 24, sími 411-7444 • Skólaliði • Skólaliði í baðvörslu drengja • Þroskaþjálfi • Stuðningsfulltrúi Rimaskóli, Rósarima 11, sími 411-7720 • Íslenskukennari á unglingastigi • Stuðningsfulltrúi í 75% starf • Skólaliði, aðstoð við nemendur og ræsting Safamýrarskóli, Safamýri 5, sími 568-6262 • Stuðningsfulltrúi Sæmundarskóli, Gvendargeisla 168, sími 411-7848 • Stuðningsfulltrúi í 75% starf frá 1. janúar 2008 Víkurskóli, v/Hamravík, sími 545-2700 • Stærðfræðikennari í 8. - 10. bekk í 80% stöðu, möguleiki á 100% stöðu. • Námsráðgjafi, vegna forfalla Vogaskóli, v/Skeiðarvog, sími 411-7373 • Skólaliði í mötuneyti í 50% stöðu Ölduselsskóli, Ölduseli 17, sími 557-5522 • Skólaliði í baðvörslu drengja • Stuðningsfulltrúi í 70-100% starf • Matreiðslumaður til að sjá um nýtt mötuneyti í skólanum Öskjuhlíðarskóli, Suðurhlíð 9, sími 568-9740 • Heimilisfræðikennari Ekki er um tæmandi upptalningu lausra starfa að ræða. Öll laus störf á Menntasviði eru auglýst á www.menntasvid.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um hverja stöðu og umsóknarfresti. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi skólum. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Menntasvið Raðauglýsingar sími 569 1100 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skattaflótti Hingað til Kaupmannahafnar flykkjast Svíar sem leiðir eru orðnir á skattpíningu heimalandsins. UMFERÐ um Eyrarsundsbrúna milli Svíþjóðar og Danmerk- ur hefur aukist um nærri 30% á þessu ári og er búist við því að umferðin muni aukast enn frekar á næsta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Lægri skattar í Danmörku Þar segir að ástæðan sé einföld og hafi lítið að gera með dá- læti Svía á frændum sínum. Skattar á laun í Danmörku séu lægri en í Svíþjóð og um áramótin verði skattar lækkaðir enn frekar í Danmörku. Það borgi sig því fyrir Svía sem búa á Skáni að keyra yfir til Danmerkur og vinna þar. Eftir sitja sænskir atvinnurekendur í erfiðleikum með að manna fyrirtækin sín. Þeir eru að verða undir í skattasam- keppni við nágranna sína og samkeppnisstaða þeirra fer versn- andi þar sem laun í Danmörku eru að jafnaði hærri en í Sví- þjóð, en tekjuskattur lægri. Umdeilt fyrirkomulag Fjallað er um málið á vef sænsku samtaka atvinnulífsins en þar kemur fram að umfang skattalækkana Dana um áramótin nemi um 12 milljörðum sænskra króna og eru margir sænskir launamenn staðráðnir í að njóta þessara lækkana. Svíar sem búa á Skáni en vinna í Danmörku greiða skatta sína í Dan- mörku og finnst sumum Svíum það umdeilanlegt. Áætlað er að skattalækkunin muni skapa um 7.300 ný störf í Danmörku. Skattarnir stýra umferðinni Ljóst er að skattabreytingar Dana munu hafa áhrif í Svíþjóð en atvinnurekendur á Skáni sjá fram á að þurfa að hækka laun til að mæta samkeppninni frá vinnumarkaðnum í Kaupmanna- höfn. Samkeppnisstaða þeirra versnar verulega um áramótin og jafnvel er búist við því að sum fyrirtæki þurfi að hætta rekstri. Að því er fram kemur á vefsíðunni segist veitingahús- eigandi í Malmö gera ráð fyrir því að Svíum sem vinna í Dan- mörku verði gert að greiða sænska skatta í Svíþjóð og það muni draga úr umferðinni yfir sundið í kjölfarið. Lægri skattar í Svíþjóð myndu þó jafna samkeppnisstöðuna að hans mati. Nýtt umferðarmet yfir Eyrarsundsbrú á næsta ári fær Svía kannski til að hugleiða hvort það sé orðið tímabært að lækka tekjuskatt. Landflótti frá Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.