Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 18

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sýslumaðurinn í Reykjavík Deildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í þing- lýsinga- og skráningadeild embættisins. Í deildinni starfa í dag fimm lögfræðingar en aðrir starfsmenn eru sautján talsins og er deild- in ein af þremur fagdeildum embættisins og jafnframt sú fjölmennasta. Verkefni þinglýsinga– og skráningadeildar eru m.a:  Þinglýsingar  Lögbókandagerðir  Firmaskráning  Útgáfa leyfa  Framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu Umsækjandi þarf að hafa embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í lögfræði. Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg. Eiginleikar sem tekið verður mið af við val á umsækjanda:  Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum  Mikil hæfni í mannlegum samskiptum  Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi  Er tilbúinn að taka þátt í þróun og breyt- ingum á vinnustað  Reynsla og færni við úrlausn lögfræðilegra úrlausnarefna Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við fjármálaráðuneyti. Umsóknir skulu berast sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, b/t Úlfars Lúðvíkssonar, eigi síðar en 10. desember 2007. Tekið er á móti umsóknum rafrænt á net- fangið: ulfar.ludviksson@tmd.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sýslumanninn í Reykjavík má finna á heimasíðu: http://www.syslumadur.is. Laust starf ritstjóra Námsgagnastofnun óskar eftir ritstjóra í 50% starf frá 1. janúar 2008 að telja. Leitað er eftir starfsmanni til að annast ritstjórn námsefnis í grunnskólum með sérstaka áherslu á sam- félagsgreinar. Ráðið verður í starfið til eins árs. Ritstjóri þarf að hafa haldgóða þekkingu á skólastarfi og gott vald á íslensku máli. Hann þarf að eiga auðvelt með að tjá sig í mæltu máli og rituðu og hafa ríka skipulags- og sam- skiptahæfileika. Kennaramenntun og kennslu- reynsla er nauðsynleg. Starfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt og býður upp á mikil samskipti við kennara og fræðslustofnanir. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma og góða vinnuaðstöðu á reyklausum vinnustað. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020, 125 Reykjavík, fyrir 5. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita Eiríkur Grímsson skrifstofu- stjóri og Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri. Einn vinnustaður Heilbrigðisfulltrúi - Mengunarvarnir Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endur- spegli fjölbreytileika reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Í símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband gefið við starfsmenn einstakra sviða og deilda. Starfið felst m.a. í þjónustu við íbúa og fyrirtæki borgarinnar og ábyrgð á: • Reglubundnu eftirliti með starfsemi í samræmi við reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. • Skráningum og skýrslugerð, sinna kvörtunum og annast fræðslu. • Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi starfs lýsingu fyrir heilbrigðisfulltrúa og samkvæmt fyrir mælum deildarstjóra. • Samstarf og samvinna við aðrar deildir Heilbrigðiseftirlits og vöktunar. Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda, eða sambærilega menntun. • Hæfni í mannlegum samskiptum er afar mikilvæg sem og geta til að leiða og taka þátt í uppbyggilegu hópastarfi. • Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagningu í starfi • Réttindi til að mega starfa sem heilbrigðisfulltrúi æskileg. Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Lúðvík E. Gústafsson, deildarstjóri Mengunarvarna og Árný Sigurðardóttir, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits og vöktunar, hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, frá kl. 9-16 í síma 411 8500. Umsóknir skulu berast til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar eigi síðar en 10. desember nk. merktar „Heilbrigðisfulltrúi - Mengunarvarnir“. Reykjavík 25. nóvember 2007. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Umhverfis- og samgöngusvið frá og með 1. janúar 2008, auglýsir laust til umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa hjá Mengunarvörnum, Heilbrigðiseftirliti og vöktun. Næsti yfirmaður er deildarstjóri Mengunarvarna. Leiðarljós Mengunarvarna er að koma í veg fyrir umhverfismengun, hvort heldur er af völdum fyrirtækja eða einstaklinga og stuðla að því með öflugri umhverfisvöktun að borgarbúum séu ávallt búin heilnæm lífsskilyrði á landi, lofti sem legi. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar mun frá næstu áramótum heita Umhverfis- og samgöngusvið. Helstu verkefni sviðsins eru: heilbrigðis og mengunarvarnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21 og stefnumótunar og umferðar- og samgöngumál. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja því það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein að sækja um . Konur er því hvattar til þess að sækja um starfið. Ertu með verkefni í upplýsingatækni sem þú þarft að láta vinna? Finnur þú engan sem vill gera það eða hrýs þér hugur við kostnaðinum? Láttu sérfræðinga okkar á Íslandi og í Austur Evrópu leysa verkefnið fyrir þig. Hafðu samband og við skulum skoða málið. Áhugasamir sendi umsókn á box@mbl.is merkta : ,,F- 20907”. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.