Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Útboð Landpóstaþjónusta frá Borganesi Íslandspóstur hf óskar eftir tilboðum í þjónustu landpósts frá Borgarnesi til Hvanneyrar og Bif- rastar í Borgarfirði. Dreifing mun fara fram fimm sinnum sinnum í viku. Gert er ráð fyrir 3 og hálfs árs samningi og að nýr verktaki hefji störf 2. jan 2008. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvar- stjóra, Íslandspósts hf, í Borgarnesi gegn 3000 kr. skilatryggingu. Einnig er hægt er að fá útboðslýsinguna senda í pósti. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en miðvikudaginn 5 des. 2007 kl. 13:00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 13:10 í húsakynnum Íslandspósts að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. *Nýtt í auglýsingu 14347 Bifreiðakaup ríkisins árið 2008. Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Opnun til- boða 6. desember 2007 kl. 14.00. 14367 Rammasamningsútboð – Ritföng og skrifstofuvörur. Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi Ríkiskaupa, standa fyrir þessu útboði vegna ritfanga/skrifstofuvara og gagna- geymslna. Sú vara/þjónusta sem leitað er eftir tilboðum í varðar þjónustu og sölu á hefðbundnum ritföngum og skrifstofu- vörum. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Opnun til- boða 13. desember 2007 kl. 11.00. Efnistaka af hafsbotni í Faxaflóa Björgun ehf. kynnir drög að tillögu að matsáætlun Hafið er mat á umhverfisáhrifum vegna efnis- töku af hafsbotni í sunnanverðum Faxaflóa. Efnistakan felst í útvíkkun á núverandi námum Björgunar sem hafa verið nýttar undanfarna áratugi. Björgun ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VGK- Hönnun hf. og Jarðfræðistofu Kjartans Thors ehf. Á vefsíðu VGK-Hönnunar (www.vgkhonnun.is) eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar og stendur kynningin til mánudagsins 10. desember 2007. Öllum er frjálst að leggja fram athugasemdir og ábendingar og skulu þær berast fyrir 12. desember til VGK-Hönnunar hf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, eða á netföngin rb@vgkhonnun.is og kthors@centrum.is. Útboð Vatnsmiðlunargeymir í Áslandi Ryðrfrí klæðning Vatnsveita Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í ryðfría klæðningu fyrir miðlunargeymi við Fjóluás 20a í Hafnarfirði. Verkið felur í sér að útvega og setja upp klæðningu á veggi og gólf innan í geyminum. Geymirinn er steinsteyptur, um 6 m hár og 36 m í þvermál. Útboðsgögn verða seld hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Gjótuhrauni 8, verð kr. 5.000,- Einnig má nálgast útboðsgögn án endurgjalds á vef VSB Verkfræðistofu www.vsb.is Tilboð verða opnuð á VSB Verkfræðistofu að Bæjarhrauni 20, þriðjudaginn 11. desember 2007, kl 11:00. Verklok eru 1. september 2008. Helstu magntölur: • Þyngd veggklæðningar: 8.150 kg • Þyngd botnklæðningar: 12.220 kg • Suða á samskeytum og kverkum: 1.500 m Raðauglýsingar 569 1100 Tilboð/Útboð ÁSTAND á vinnumarkaði er gott um þessar mundir, at- vinnuþátttaka mikil og atvinnuleysi með minnsta móti, segir á vefsíðu Alþýðusambands Íslands. Þá segir að reyndar hafi örlítið dregið úr tólf mánaða kaupmáttaraukningu undanfarið eftir að hún náði hámarki í júní sl. Ástæðan liggi m.a. í því að áhrif af launahækkunum í kjölfar endurskoðunar kjarasamninga á síðasta ári hafi verið að detta út úr mælingum. Þá hafi verðbólgan verið að aukast síðustu tvo mánuði og vegi nú upp æ stærri hluta af launahækkunum. Nánast ekkert atvinnuleysi Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands var fjöldi á vinnumarkaði 184.700 manns á þriðja ársfjórðungi 2007 og fjölgaði um 6.800 milli ára. Þetta jafngildir því að atvinnuþátttaka sé nú 84% (nánast óbreytt frá fyrra ári). Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar var skráð at- vinnuleysi komið niður í 0,8% í september og október og hefur ekki mælst svo lítið síðan í október 1988. Atvinnuleysi mældist mest á Suðurnesjum (2,1%) og á Norðurlandi eystra (1,5%). Alls voru 972 erlendir starfsmenn skráðir inn á íslenskan vinnumarkað í október sl. eða 267 færri en í mánuðinum á undan en 300 fleiri en á sama tíma í fyrra. Kaupmátturinn hefur aukist „Kaupmáttur launa hefur aukist mikið síðustu ár enda hagvöxtur mikill. Fyrirsjáanlegt er að eitthvað muni draga úr umsvifum á næstunni, m.a. vegna fækkunar fram- kvæmda við mannvirkjagerð og niðurskurðar aflaheimilda. Reyndar hefur örlítið dregið úr tólf mánaða kaupmátt- araukningu undanfarið eftir að hún náði hámarki í júní sl. Ástæðan liggur m.a. í því að áhrif af taxtahækkunum í kjöl- far endurskoðunar kjarasamninga í júní á síðasta ári hafa verið að detta út úr mælingum. Þá hefur verðbólgan verið að aukast síðustu tvo mánuði og vegur nú upp æ stærri hluta af launahækkunum,“ segir ennfremur á vefsíðu ASÍ. Kjarasamningar á almennum markaði séu lausir nú um ára- mót svo og samningar margra félaga hjá hinu opinbera á vormánuðum. Óvissa ríkir því um launaþróun á næstu miss- erum. Erfitt að sporna við verðbólgu Þrátt fyrir háa stýrivexti hefur gengið illa að sporna við verðbólgu. Mest fór hún í 8,6% í ágúst í fyrra. Hún hjaðn- aði nokkuð í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts á matvælum í byrjun mars sl. Síðustu tvo mánuði hefur hún hinsvegar verið að aukast aftur. Þannig mælist tólf mánaða verðbólg- an nú 5,2%. Þeir liðir sem hafa haft hvað mest áhrif til hækkunar eru kostnaður vegna eigin húsnæðis og verð á bensíni og dísilolíu. Margir aðrir liðir hafa verið að hækka upp á síðkastið, svo sem varahlutir í bíla, flugfargjöld og skófatnaður. Það verður hins vegar að líta til þess að mikið framboð er nú á nýju húsnæði og vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Því mun líklega draga úr verðhækkunum húsnæðis á næstunni sem aftur mun hafa áhrif á verðbólgu til lækk- unar. Morgunblaðið/Eggert Óvissa Óvissa ríkir um launaþróun á næstu misserum að mati ASÍ sem telur að draga muni úr umsvifum á næstunni. Óvissar horfur á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.