Morgunblaðið - 10.12.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.12.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 F 29 Ýmsar plöntur tengjast að-ventunni og jólahátíðinniá einn eða annan hátt ogmörgum þeirra fylgja skemmtilegar þjóðsögur og ýmis hjátrú. Íslenski einirinn okkar er væntanlega eini ein- staklingurinn af ís- lensku flórunni sem fær þann heiður að vera í einum vinsæl- asta barna-jólasöng okkar „Göngum við í kringum einiberj- arunn“, þó svo að beitilyngið hafi trúlega einnig verið nýtt til að búa til spýtujólatré á fyrri hluta síðustu aldar. Vegna árstíðarinnar er megn- ið af þeim plöntum sem tengjast að- ventu og jólum sígrænt, þótt færst hafi í vöxt að nota ný afskorin blóm sem skraut á jólaborðið enda í raun flest það fáanlegt sem fólk getur óskað sér. Helleborus niger eða jólarósin er eitt af þeim blómum sem eru stundum fáanleg sem pottablóm eða afskorið fyrir jól. Þá er um að ræða hávaxin afbrigði af jólarósum sem eru ræktaðar í gróð- urhúsum erlendis til afskurðar, end- ingartími þeirra í vatni eða svokall- að vasalíf er væntanlega um 4-5 dagar. Hvað jólarósina sjálfa varðar, þá segir sagan af ungri fátækri stúlku, sem var fjárhirðir nálægt Betlehem á fæðingarnótt frelsarans. Þegar vitringarnir höfðu fært barninu gjafir langaði ungu stúlkuna að færa Jesúsbarninu blóm, en þau voru með öllu ófáanleg vegna kulda. Þá vísaði engillinn henni á blómstr- andi jólarós sem var hulin snjó við fætur hennar og hvíslaði að henni að jólarósin væri meira virði en gull, reykelsi og myrra þar sem hún væri náttúruleg og hrein og sköpuð af ást. Með þessi orð í huga færði unga stúlkan litla barninu í jötunni jóla- rósirnar sem hún hafði tínt saman í vönd í snjónum. Jólarósin er vinsælt jólablóm víða erlendis, bæði sem pottablóm og sem afskorin, en er einnig eftirsótt garðplanta og hentar ágætlega sem slík, t.d. bæði í Danmörku og á Eng- landi og jafnvel víðar í Evrópu þar sem hún reyndar á uppruna sinn. Hún blómstrar gjarnan í stuttum hlýindaköflum og hvílir sig undir snjóþekjunni, en heldur áfram blómgun þegar snjóhulan er dustuð af henni eins og hún gerði á sínum tíma í Betlehem. Hún er uppáhalds jólamaturinn hjá kanínum, þannig að ekki þýðir að rækta hana við skógarmörk eða annars staðar þar sem kanínur halda sig. Jólarósin er sígræn, fjölær planta af sóleyjarætt. Blómlitir geta verið rjómahvítir, grænir, bleikir og jafn- vel fjólubláir. Yfir 20 tegundir og ótal yrki eru til af jólarósum, sem blómstra á tímabilinu frá október og fram í maí. Garðyrkjufélag Íslands hefur af og til flutt inn búta af jarð- stönglum af jólarósum, sem hafa komið á haustin og verið á haust- laukalista félagins. Þannig hafa jólarósir lítils háttar verið reyndar hérlendis í görðum, sumar þeirra hafa jafnvel blómstrað í desember og verið sjálfsánar í allra skjólbestu görðunum, en svona almennt þá þrífast þær tæplega nema þær fái sérstaka aðhlynningu eða séu í góðu skjóli uppi við húsvegg. Nú þegar hafa borist fræ af Helleborus niger til Garðyrkjufélagsins, þannig verð- ur jólarósin á næsta frælista Garð- yrkjufélagsins og vonandi verða einhverjar jólarósir einnig á næsta haustlaukalista félagsins. Ýmsar aðrar tegundir af jólarós- um svo sem páskarós og fösturós standa sig mun betur í íslenskum görðum en jólarósin, þar sem þær blómstra mun síðar en hún. Jólarós- irnar eru upplagðar plöntur í kaldar sólstofur, köld gróðurhús og á yf- irbyggðar svalir og sjálfsagt að reyna þær í skjólbetri görðum. Á þessum árstíma eru þær oft fáan- legar sem pottablóm, jafnvel í nokkrum litum. Heimsmarkaðsverð á blómum miðast við framboð og eftirspurn, því er verðlag á árs- tíðabundnum blómum yfirleitt mjög hátt þar sem framleiðendur anna ekki eftirspurn. Þannig eru jólarós- ir alltaf frekar dýrar og skiptir þá ekki máli hvort þær eru afskornar eða í blómsturpotti. Í blómsturpott- inum virkar blómið vægast sagt ansi lítið miðað við verð, laufblöðin eru lítil, leðurkennd og lítið áberandi á meðan plantan er í blóma, en þegar plantan hefur lokið blómgun kemur nýtt og mun stærra og meira lauf- blaðaskrúð og að ári ætti plantan auðveldlega að vera orðin þó nokk- uð gróskumikil, hvort sem henni þóknast að vera blómstrandi ná- kvæmlega á réttum tíma eða ekki. Eftir að jólarósirnar eru byrjaðar að blómstra standa blómin lengst ef plönturnar fá að standa á svölum stað og þola plönturnar mjög vel að vera geymdar í blómakælum. Best er að vökva beint í moldina, sem á ávalt að vera rök, en plantan þolir þó ekki að standa í vatni. Blómin standa óvenju lengi og því svalara sem umhverfið er þeim mun lengur standa blómin. Hin eina sanna jólarós Jólarósin Helleborus niger eða jólarósin er hin eina sanna jólarós. Höfundur er garðyrkjufræðingur og starfsmaður Garðyrkjufélags Ís- lands.www.gardurinn.is 639. þáttur BLÓM VIKUNNAR Valborg Einarsdóttir Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 20 — Sími 533 6050 — Fax 533 6055 Bæjarhrauni 22 — Sími 565 8000 — Fax 565 8013 Nýjustu eignirnar á www.hofdi.is Nýjustu eignirnar á www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugss. viðskiptafræðingur, lögg. fast.- og skipasali Ásmundur Skeggjason sölustjóri Davíð Davíðsson sölumaður Kristín Pétursdóttir lögg. fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson sölumaður Daði Rúnar Jónsson viðskiptafræðingur og sölumaður Arnhildur Árnadóttir, ritari/skjalagerð Álfholt - 3ja herb. Fín 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Íbúðin er skráð 69,6 fm skv. FMR en búið er að innrétta ris sem er gluggalaust, ca 30 fm gólfflötur. Stórar útsýnissvalir. Íbúðin er örstutt frá leikskóla og Hvaleyrarskóla. Stutt í helstu þjónustu. Mikil þjónustubyggð að rísa í ca 10 mín. göngufæri frá. Fín fyrstu kaup eða fyrir þá sem vilja vera sér. Verð 20,9 millj. Neðstaleiti - 2ja herb. Falleg 2ja herb. íbúð á 4.hæð í lyfthúsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skipt- ist í hol m/fataskáp, baðherb. m/hvítri innréttingu og baðkari m/ sturtuaðstöðu, bjarta stofu, svefnherb. m/fataskáp og eldhús m/fallegri, hvítri innréttingu. Parket og flísar á gólfum. Glæsilegt útsýni til suðurs og vesturs. Sam. þvotta- og þurrk- herbergi með tækjum á 6 hæð og sér geymsla í kjallara. Hagstætt áhvílandi lán, lítil útborgun. Íbúðin er laus strax, lyklar á skrifstofu Höfða Hfj. Verð 24,9 millj. Klukkurimi - 4ra herb. Mikið endurnýjuð 101 fm íbúð á 2. hæð m/sérinngangi og suðursvölum á góðum stað í Grafarvoginum. Náttúrusteinn og parket á gólfum. Þrjú svefnherb. m/skáp- um. Góð aðkoma. Stutt í skóla og leikskóla sem og aðra þjónustu. Hér er um að ræða fallega eign sem býður upp á mikla möguleika. Verð 26,9 millj. Þrastarás - 4ra herb. Falleg 4ra herbergja 112,4 fm endaíbúð á annarri hæð í viðhaldslitlu fjölbýli. Sérinngangur af svalagangi. Parket og flísar á gólfum. Þrjú rúmgóð svefnher- bergi. Þvottahús innan íbúðar. Glæsilegt útsýni. Góð aðkoma. Bílastæði mal- bikuð. Stutt í margvíslega þjónustu. Verð 29,5 millj. Núpalind - 3-4ra herb. Mjög falleg og vel skipulögð 3-4 herb. 117 fm, horníbúð á 2 hæð í viðhalds- léttu fjölbýli. Eikarparket að mestu á gólfum. Kirsuberjainnréttingar og skápar frá Brúnás. Flott íbúð á góðum stað í nálægð við alla helstu þjónustu. Laus strax ! Verð 30,9 millj. Brekkuhjalli - Sérhæð Sérlega falleg og vel skipulögð efri sérhæð í virðulegu tveggja íbúða húsi. Húsið er á einstaklega fallegum stað, innst í botnlangagötu við opið grænt svæði. Íbúðin skiptist í flísalagt hol, parketlagða stofu, 3 herbergi , 1 af þeim nýtt sem sjónvarpsherb., flísalagt baðherbergi m/tengi fyrir þvottavél og þurrkara og flísalagt eldhús með fallegri, hvítri innréttingu. Stór og falleg lóð er við húsið og mikil veðursæld. Stórar steyptar svalir með ægifögru útsýni til suðurs og vesturs. Verð 32,9 millj. Rauðamýri - Raðhús Fallegt 163,3 fm raðhús á einni hæð m/innb. bílskúr. Húsið er tilbúið til af- hendingar og verður afhent fullbúið að utan með frágenginni lóð og tilbúið til innréttinga að innan – fullmálað. Á efri palli er bílskúr, geymsla, þvottahús, forstofa, eldhús og borðstofa. Á neðri palli er stofa, sjónvarpshol, 2 stór svefnherb. og baðherb. Gólfhiti í öllu húsinu. Öllum frágangi utanhúss er lokið. Búið að helluleggja, tyrfa og setja upp sólpall. Verð 38, 9 millj. Hlíðarbraut 2 Hfj. - Einbýli Sérlega fallegt og mikið endurnýjað 110,7 fm einbýli á 2 hæðum, auk rúm- lega 20 fm ósamþykkts kjallara. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti á síðustu 6 árum. Húsið er skráð sem tvær íbúðir. Miðhæð skiptist í forstofu, 2 stofur, eldhús og salerni. Efsta hæðin í 2 svefnherbergi, baðherbergi, tölvu- horn og geymsluloft. Kjallarinn skiptist í geymsluherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Húsið er laust strax, lyklar á skrifstofu Höfða í Hafnar- firði. Verð 39,9 millj. Tröllakór - Nýbygging Í sölu falleg nýbygging á miklum útsýnisstað í Kórahverfinu í Kópavogi. Í hús- inu eru 26 íbúðir á fimm hæðum, allar með sérinngang frá stiga og lyftuhúsi. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að utan sem innan. Verð frá 25,9 -39,9 millj. ÞESSAR EIGNIR ERU LAUSAR FYRIR JÓL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.