Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Page 1
Laugardagur 9. 2. 2008 81. árg. lesbók ENDURREISN STALÍNS? AFI PÚTÍNS VAR KOKKUR STALÍNS! RÚSSAR VELTA FYRIR SÉR SAMHENGI SÖGUNNAR OG ENDURSKOÐA ARFLEIFÐ STALÍNS >>12 Konur Verdis og La Traviata, hin fallna kona » 8 Morgunblaðið/Kristinn Thor Vilhjálmsson „Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma. Svíarnir og reyndar kommarnir höfðu rangt fyrir sér,“ segir Thor Vilhjálmsson í viðtali við Þröst Helgason. »4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Franska leikskáldið Yasmina Reza lýsirnýjasta leikverki sínu Vígaguðinumsem tragíkomedíu og segist halda að það sé ennþá sterkara verk en Listaverkið sem hún sló í gegn með fyrir tíu árum. Reza telur Vígaguðinn betri að því leyti að í því verki bæt- ist við fyndnina hræðslutilfinning. Það þarf ekki endilega að taka mark á orð- um höfunda um verk sín og líklega gerir Reza of mikið úr tragískum undirtóni Vígaguðsins. Verkið er, að minnsta kosti í uppfærslu Mel- korku Teklu Ólafsdóttur á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, fyrst og fremst gamanleikur, á köflum svolítið farsakenndur. Að vísu var uppfærsla Þjóðleikhússins á Listaverkinu fyr- ir tíu árum ærslakenndari enda umfjöllunar- efnið ekki jafn alvarlegt og viðkvæmt. Víga- guðinn segir frá fundi tvennra hjóna vegna slagsmála sona þeirra. Undir kurteislegu yf- irborði krauma tilfinningar sem foreldrarnir ráða illa við og fyrr en varir tekur fundurinn óvænta stefnu. Sýningin er besta skemmtun og má sér- staklega mæla með henni fyrir vinnusjúka for- eldra sem þekkja börnin sín lítið, leggja mikið upp úr innanstokksmunum og áliti annarra, snobba fyrir menningu og starfstitlum, baka ávaxtaböku og drekka illfáanlegt romm. Slíkt fólk dregur Reza sundur og saman í háði. Og ekki skemmir fyrir að sýningin er að mestu laus við ofleik og tilgerð í framsetningu. Hún er líka hæfilega löng, ekki nema einn og hálfur tími. Fyrir vinnusjúka foreldra MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.