Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 3 lesbók Eftir Jónas Knútsson jonask@internet.is N ick Broomfield heldur að ég sé Finni. Kappinn er fimmtíu og átta ára gamall og dauðþreyttur, enda nýlentur í Vesturálfu, en lítur út eins og nýskriðinn úr mennta- skóla. Broomfield mun vera helsti núlifandi heimildamyndamaður Breta og eftir hann liggja bráð- skemmtilegar en jafnframt aðkall- andi myndir á borð við Chicken Ranch um vændiskofa í Arizona- eyðimörkinni, tvær myndir um skjannahvíta þjóðernissinnann Eu- gene Terre’Blanche og óður til eins aðsópsmesta forsætisráðherra Breta Margrétar Thatcher. Sveinsstykkin eftir Broomfield drógu dám af ómenguðu fé- lagsraunsæi en brátt flæktist sögu- maðurinn Broomfield inn í mynd- irnar; fyrir vikið urðu þær görótt blanda af áleitnum yrkisefnum, góð- látlegu gríni og glæfralegum uppá- tækjum. Þér var hótað morði og meið- ingum eftir myndina Foringinn, bíl- stjóri hans og eiginkona bílstjórans (The Leader, His Driver and The Driver’s Wife). „Þegar ég lauk við myndina árið 1992 bárust mér þó nokkrar hótanir, einhver ætlaði að koma og drepa mig. Eugene Terre’Blanche höfðaði mál á hendur Channel 4. Í myndinni er því gerðir skórnir að Jani Allen hafi verið tíðleikakona Terre’ Blanche. Jani Allen hóf málsókn gegn Channel 4. Þegar hún tapaði málinu fékk ég fleiri morðhótanir. Ekki er par skemmtilegt að lenda í svona löguðu en þetta fylgir starf- inu; nema maður geri eintómar vin- sældamyndir eða kjaftasöguþætti á sömu nótum og tímaritið Hello, kem- ur maður við kaunin á fólki af því maður segir satt frá og sannleik- anum verður hver sárreiðastur. Oft eru valdamenn bullur – þannig komust þeir til metorða – svo að þeir hóta manni. Þetta er snar þáttur í að búa í lýðræðisríki og frjálsu mann- félagi. Sem blaðamaður getur maður sagt um fólk það sem maður telur satt vera. Til þess er maður að því arna.“ Svart á hvítu Við sýninguna á myndinni Hans stóra hvíta sjálf (His Big White Self) minntistu á að ýmsar hliðstæður væri að finna með kynþáttamálum í Bandaríkjunum og Suður-Afríku. „Fram til ársins 1965 var útilokað fyrir blökkumenn að kaupa hús í öll- um borgum Ameríku. Í Los Angeles þar sem ég bjó til margra ára gátu svertingjar búið á ákveðnum svæð- um, önnur voru ætluð Kór- eumönnum eða Kínverjum. Þetta fólk mátti ekki búa í sömu hverfum og hvítir. Þetta er ekki svo óralangt síðan. Ef litið er til borga eins og Los Angeles er samfélagið mjög svo afmarkað eftir kynþætti. Svert- ingjar búa margir hverjir í Watts en menn ættaðir úr Suður-Ameríku halda til í ákveðnum hverfum. Þá búa hvítir og ríkir hvítir menn í eigin hverfum. Maður leggur aldrei leið sína í þessa borgarhluta nema mað- ur villist af hraðbrautinni. Bandarík- in hafa ekki breyst ýkja mikið. Þjóð- in hreykir sér af að vera opið, frjálst samfélag en hún er haldin ótrúleg- um kynþáttafordómum og minnir um margt á Suður-Afríku. Þetta er land sem iðkaði Apartheid, þó ekki undir því nafni, og gerir í raun enn hvað áhærir tækifæri til menntunar og hagsældar. Þeir hafa margt af Suður-Afríkumönnum að læra af því þeir eru ekki ýkja ólíkir. Nú á dög- um er Suður-Afríka mun frjálslegra og opnara þjóðfélag en Bandaríkin.“ Finnst þér hafa brugðið til verri vegar eftir að Apartheidstefnan gekk sér til húðar? „Þegar Mandela var bak við lás og slá trúði hann, að mér fannst, mun frekar á einhvers konar sósíalískt hagkerfi. Til að vinna traust Vest- urlanda finnst mér hann hafa gert vissar málamiðlanir, eins og að láta undir höfuð leggjast að reka hvíta af landinu. Enn eru blómlegu jarðirnar í eigu hvítra, engum svörtum bænd- um til að dreifa nema sjálfsþurft- arbændum og menntakerfið ekki óá- þekkt því sem tíðkaðist á dögum apartheidstefnunar.“ Slagsmál í Valentínusarveislu Hvenær hefurðu komist í hann krappastan? „Stundum er erfitt að greina á milli raunverulegrar og ímyndaðrar hættu. Ég stóð mig að því að dansa við hliðina á Courtney Love í Valent- ínusarveislu. Hún hótaði nokkrum sinnum að murrka úr mér lífið eftir að ég gerði heimildamyndina Kurt & Courtney. Mér varð bumbult og ég flýði eins og fætur toguðu. Hún kom ekki auga á mig. Annars er ég viss um að öllum hefði verið skemmt konunglega hefði hún vaðið í mig. Ef kona hjólar í mig er það tals- vert snúið. Courtney er nokkuð þrekvaxin, vandinn er sá að svari karlmaður í sömu mynt og reyti af henni hárið þykir það ekki góð lat- ína. Þarna var úr vöndu að ráða. Líklegra er meira gaman að láta Eu- gene Terre’Blanche ráðast á sig. Þó tel ég að hin besta skemmtan væri að láta Margréti Thatcher vaða í sig en líklega er hún vart þess um- komin lengur að ráðast á nokkurn lifandi mann.“ Ef svo færi veðja ég á þig. „En ekki á móti Courtney?“ Tja.... „Hún ynni líklega.“ Já, hún er dálítið ógnvekjandi. „En ég hleyp líkast til hraðar.“ Áhrif Margrétar Thatcher Var þér hótað þegar þú vannst að myndinni um Margréti Thatcher (Tracking Down Maggie)? „Nei. Þegar maður á hins vegar í höggi við vopnasala – slík kaup- mennska er nátengd sölu á eit- urlyfjum – er það mjög skuggalegt. Þarna held ég að blaðamenn og aðrir tefli á tæpasta vað því að maður er staddur í eins konar einskis manns landi þar sem einskis er svifist.“ Breyttist afstaða þín til Mar- grétar Thatcher við gerð mynd- arinnar? Þótti þér enn vænna um hana en áður? „Hverja? Margréti Thatcher? Nei, hvort sem mönnum er hlýtt til Margrétar Thatcher eður ei held ég að hún sé sú sem breytti orðaforð- anum í breskum stjórnmálum og sneri öllu til hægri. Nú er Verka- mannaflokkurinn við völd á Bret- landi og stjórnin ber sterkan keim af skoðunum Thatcher. Tony Blair, svo að einhver sé nefndur, segir að sá stjórnmálamaður sem hann dáist mest að sé Margrét Thatcher. Í viss- um skilningi hefur hún vísað veginn. Þótt ég telji að hún hafi haft skelfi- leg áhrif eru áhrif hennar djúp- stæð.“ Sé litið til heimildarmyndagerðar á Bretlandi og í Bandaríkjunum sýn- ist mér flestir kvikmyndakarlar vera á vinstri vængnum. Af hverju fást svona fáir hægrimenn við þetta? „Ef þú horfir á Fox-stöðina, eða hvaða ameríska sjónvarpsstöð sem er, sérðu hægrimenn að verki. Þegar öllu er á botninn hvolft er mestöll fréttamennska í Bandaríkjunum lengst til hægri.“ Myndi gera mynd um Cameron Diaz Ef ég gæti greitt götu þína að hverj- um sem er, hvern vildirðu helst gera mynd um? „Cameron Diaz, held ég.“ Af hverju í ósköpunum? „Mér finnst hún bráðskemmti- leg.“ Þú hefur nú gert leikna mynd í fullri lengd, Diamond Skulls. Er erf- itt að skipta úr heimildamyndum yf- ir í skáldskap? „Ég er ekki ánægður með þá mynd, ég gerði hana með mjög svo hefðbundnu sniði og lít eiginlega á hana sem stórslys. Nýverið leik- stýrði ég nýrri mynd um ólöglega kínverska verkamenn á Bretlandi (Ghosts). Þessa mynd gerði ég með sama sniði og heimildamyndirnar og hafði á að skipa svipuðum mannafla. Ég vil miklu heldur gera mynd af þessu tagi en Diamond Skulls.“ Hvaða mynd eftir þig hefur reynst erfiðast að gera? „Þær eru allar erfiðar, hver á sinn hátt.“ Í raun og veru Hefur rauveruleikasjónvarpið breytt heimildamyndunum? „Það hefur gjörbreytt þeim, feng- ið sumt að láni úr heimildamyndum en á öðrum forsendum. Raunveru- leikasjónvarp er menningarfyr- irbæri en sýnir ekki sögu okkar á raunsannan hátt, er ekki nákvæmt söguskjal af því það er í hnotskurn falskt, sögusviðinu stillt upp og fólki troðið inn á það. Þetta dettur eig- inlega um sjálft sig. Raunveru- leikavarpið er ekki nákvæm leið til að skoða nokkurn skapaðan hlut.“ Hefurðu heimildamynd um Ísland í bígerð? „Ekki hef ég í hyggju að gera mynd um Ísland en mig langar gjarnan að koma þangað. Þótt skömm sé frá að segja þekki ég ekk- ert til þessa heimshluta en hef frétt að þetta sé frábært land.“ Á yfirborðinu er margt sammerkt með ykkur Michael Moore. En hver er helsti munurinn á ykkur? „Ég held að við séum í ólíkum þyngdarflokki ... hvað miðasölu áhrærir.“ Í trylltum dansi við Courtney Nick Broomfield „Ef þú horfir á Fox-stöðina, eða hvaða ameríska sjónvarpsstöð sem er, sérðu hægrimenn að verki. Þegar öllu er á botninn hvolft er mestöll fréttamennska í Bandaríkjunum lengst til hægri.“ Nick Broomfield hefur gert heim- ildamyndir um suður-afríska þjóð- ernissinnann Eugene Terre- ’Blanche, Margréti Thatcher, samband Kurt Cobain og Courtney Love og vændiskofa í Arizona- eyðimörkinni sem heitir Chicken Ranch og vakti mikla athygli. Stundum hefur Broomfield komist í hann krappan við gerð myndanna. Hér segir hann frá reynslu sinni og viðhorfum. » Oft eru valdamenn bullur – þannig kom- ust þeir til metorða – svo að þeir hóta manni. Með Terre’Blanche Nick Broomfield í versta dulargervi í manna minnum í myndinni His Big White Self. Broomfield taldi Eugene Terre’Blanche trú um að hann væri að gera heimildarmynd um kveðskap eftir Búann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.