Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 11 lesbók Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Á þessu ári eru 100 ár liðin fráþví kennaramenntun hófst á Íslandi. Af því tilefni hefur Há- skólaútgáfan gefið út heftið Að styrkja „hald- reipi skólastarfs- ins“ eftir Krist- ínu Aðalsteinsdóttur en þar er rakin þróun og staða kennaramennt- unar á Íslandi. Athygli er beint að þeim mennta- stofnunum sem menntað hafa grunnskólakennara sérstaklega, þ.e. Kennaraskóla Íslands, Kenn- araháskóla Íslands og kenn- aradeild Háskólans á Akureyri. Fjallað er um baráttuna fyrir formlegri menntun kennara, átökin á milli stjórnvalda, stjórnenda menntastofnana og fagfólks um skipulag og markmið kenn- aramenntunar, átökin við flutning kennaramenntunar á háskólastig og glímuna við að fá kennaranámið lengt úr þremur árum í fjögur. Þá er einnig greint frá heildarmati því er fram fór á kennaramenntuninni á árunum 1997-98, áhrifum þess á kennaramenntunina og ábendingar skoðaðar í ljósi menntarannsókna.    Háskólaútgáfan gaf einnig ný-verið út bókina Inngang að miðöldum en um er að ræða inn- gangsbindi að fræðilegu yf- irlitsriti um ís- lenska mið- aldasögu. Í þessu riti er meðal annars vísað á leiðir til að finna rit um viðfangs- efnið og farið er yfir rannsókn- arsögu og birt stutt yfirlit yfir evr- ópska miðaldasögu. Stór hluti bókarinnar er síðan yfirlit um heimildir íslenskrar miðaldasögu - fornleifar, sögur, lög, skjöl og ann- ála. Þá er einnig gerð grein fyrir mælieiningum og tímatali mið- aldafólks. Það er Gunnar Karlsson, kandí- dat í íslenskum fræðum og doktor frá heimspekideild Háskóla Ís- lands, sem tekur bókina saman. Hann hefur starfað sem kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands í rúma þrjá áratugi og meðal annars kennt íslenska miðaldasögu.    Þjóðháttafræðingurinn ÁrniBjörnsson hefur nú sent frá frá sér bókina Þorrablót undir merkjum Máls og menningar. Þar grefst höf- undur fyrir um upphaf siða sem tengjast þorra- haldi á Íslandi og einnig er gerð grein fyrir endurvakningu þorrablótanna á 19. öld þegar þjóðernisróm- antík og fornaldardýrkun gengu yfir landið, og um viðgang siðarins á 20. öld. Mörgum þykir eflaust forvitnlegt að sjá hvað er í raun- inni fornt og hvað eru nútíma- viðbætur í þorrahaldi landsmanna. Bókinni fylgir einnig viðamikill bálkur þorrakvæða með nótna- skriftum, mörg þeirra eru vel kunn en önnur eru mun minna þekkt. Árna Björnsson hefur áður sent frá sér ýmis rit um íslenska þjóð- hætti, einkum siði tengda tyllidög- um og hátíðum ársins. Eldri bók Árna um þorrablótin hefur verið ófáanleg um langt árabil og er þessi nýja útgáfa því sérlega kær- komin nú þegar þorrinn gengur yf- ir. BÆKUR Árni Björnsson Kristín Aðalsteinsdóttir Gunnar Karlsson Það gladdi marga þegar Þorsteinn Þor-steinsson hlaust íslensku bókmennta-verðlaunin fyrir Ljóðhús, bókina umskáldskap Sigfúsar Daðasonar. Sjálfur gladdist ég vegna þess að það er afar fátítt að gefnar séu út jafn ítarlegar rannsóknir á ljóðlist einstakra skálda hérlendis. Þetta var kærkomin bók. Það gætir hins vegar einhvers misskilnings í umfjöllun um bókina, einkanlega eftir að hún hlaut verðlaunin. Nú étur hver álitsgjafinn á fætur öðrum það upp að bókin sé ekkert fræðastagl, hún sé laus við að nota fræðikenningar til þess að lesa skáldskap Sigfúsar Daðasonar. Þetta var sérstaklega áberandi í Kiljunni, bóka- þætti Sjónvarpsins á miðvikudaginn. Egill Helga- son, umsjónarmaður þáttarins, sagði Þorstein ekki „hanga í teoretískri greiningu“ í bókinni og endurtók þetta stef með þónokkrum þjósti undir lok þáttar: „Það er ekki verið að tuddast með ein- hverja teoríu.“ Þessar athugasemdir meinar Egill og aðrir, sem hafa tjáð sig um meint fræðaleysi Þorsteins, sem hól; mönnum þykir það alveg sérstakur kost- ur á bók hans að hún skuli vera laus við alla teoríu. En þetta er misskilningur. Bók Þorsteins er full af teoríu. Hún er meira að segja bókmenntafræði- leg rannsókn á skáldskap Sigfúsar Daðasonar. Og þetta kom reyndar fram í umfjöllun Kilj- unnar. Páll Baldvin Baldvinsson benti til dæmis á stílfræðilega rannsókn Þorsteins á klassískum mælskubrögðum í ljóðum Sigfúsar en Þorsteinn skoðar líka bragarhætti skáldsins vandlega. Í um- fjöllun Kiljunnar kom einnig fram að Þorsteinn ber saman skáldskap Sigfúsar og erlendra skálda svo sem Rilkes ogEliots. Og Þorsteinn beitir líka ævisögulegri rannsóknaraðferð eftir kúnstarinnar reglum í bókinni. Misskilningurinn felst í því að fólk er hætt að líta á viðteknar rannsóknaraðferðir, eins og stíl- fræði, samanburð og ævisögulegu aðferðina, sem teoríu. Í huga álitsgjafa virðist teoría nú fyrst og fremst vera strúktúralismi eða póststrúktúralismi á borð við afbyggingu í anda Derridas. Og einhverra hluta vegna er þessi aðferðafræði álitsgjöfunum ekki að skapi. Þeir tala um teoríu í niðrandi tón. Teoría virðist raunar skammaryrði í munni þeirra. Nú vill svo til að þessa aðferðafræði strúktúral- isma og póststrúktúralisma vantar ekki heldur í bók Þorsteins. Þvert á móti eyðir hann nokkru púðri í að ræða hana enda vill hann augljóslega leggja traustan fræðilegan grundvöll að verki sínu. Þorsteinn er mjög gagnrýninn á jafnt strúktúralisma og póststrúktúralisma ogreyndar nýrýni einnig, en hann hafnar ekki þessum að- ferðum. Í viðtali í Lesbók í sumar sagðist Þorsteinn ekki vera á móti kenningum en varaði við oftrú á þær. Jafnframt sagði hann: „Að sjálfsögðu þarf gagn- rýnandi að hugsa fræðilega: um verkið, um sam- band verks og höfundar, verks og heims. Hann þarf að hugsa fræðilega um tungumálið, um merk- ingu, um túlkun.“ Að mínu mati er verið að rýra gildi bókar Þor- steins með því að tala um teoríuleysi hennar. Bók- in er þvert á móti full af teoríu og raunar á köflum hörð glíma við bókmenntafræðin sem slík. Það getur ekki verið kostur á bókmenntarannsókn að vera haldin einhvers konar fræðafælni. ERINDI »Misskilningurinn felst í því að fólk er hætt að líta á viðteknar rannsóknaraðferðir, eins og stíl- fræði, samanburð og ævisögu- legu aðferðina, sem teoríu. Í huga álitsgjafa virðist teoría nú fyrst og fremst vera strúktúral- ismi eða póststrúktúralismi á borð við afbyggingu í anda Derri- das. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Fræðafælni er ekki kostur Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com S á karlmaður sem segist ekki hafa áhuga á kvenmannsbrjóstum er annaðhvort samkyn- hneigður eða nátt- úrulaus. Undirritaður er sér auðvitað vel meðvitandi um að hann er á hálum ís í femínísku ljósi og líkur á að klámhundsstimpillinn verði launin fyrir vikið. Brjóstaáhugi er nefnilega oftlega settur í sam- hengi við klám. Margt hefir þó breyst á liðnum ár- um, enda heimurinn orðinn umburð- arlyndari hvað dýrkun á þeim stöll- um varðar. Saga Philips Roths The Breast (1972), um mann sem breyt- ist í brjóst, fer til dæmis vart fyrir brjóstið á mörgum nú. Enda fyr- irfinnst vart sá auglýsingatími sem inniheldur ekki allavega eina auglýs- ingu sem notar ávalan kvenmanns- barm. Annað sem breyst hefir hvað kvenmannsbarma varðar er sú ár- átta að dæla í þá þar til gerðu efni til stækkunar. Einnig er líkast til al- gengara en ekki að átt sé við mynd- ir, brjóstamyndir sem og aðrar lík- amsmyndir, með tölvuforritum. Þannig er æ vafi á náttúruleikanum. Ýtir og slíkt atferli undir stað- altýpumyndanir. Þeir brjóstaáhugamenn sem vilja vera vissir um að líta náttúrulegar líkamslínur augum ættu að líta til bókarinnar The Big Book of Breasts: The Golden Age of Natural Curves, sem hér er til umfjöll- unar … áður en fjallað verður um hana verður þó minnst aðeins á Taschen-forlagið sem gefur hana út. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Taschen er bæði vel þekkt og vel metið forlag hvað útgáfu listaverka- bóka varðar. Saga þess er nokkuð athyglisverð. Það var stofnað árið 1980 í Köln af hinum þá átján ára gamla Benedikt Taschen, sem lagði áherslu á sölu bæði nýrra og sjald- gæfra teiknimyndablaða, auk þess að gefa út sínar eigin teiknimynda- blaðasyrpur. Til að byrja með gekk reksturinn ekki sem skyldi, en árið 1984 var dæminu snúið við og hefir leiðin legið upp síðan. Nú til dags ná bækur forlagsins til mikils fjölda fólks og nýtur forlagið mikillar virð- ingar, einkum vegna listaverkabóka þess. Var til að mynda fyrsta lista- verkabókin, Picasso: Das Genie des Jahrhunderts (1985), fyrsta met- sölubókin. Selst hún raunar enn vel. Fyrir skemmstu kom svo út 606 blaðsíðna bók um bandaríska lista- manninn Jeff Koons. Auk listaverkabóka gefur forlagið út bækur á sviði hönnunar, kvik- mynda, tísku, tónlistar, lífsstíls og kynlífs. En stóra brjóstabókin fellur einmitt innan síðastnefnda sviðsins. Yfirlýst markmið forlagsins er að fanga fjölbreytileika mannkynsins og að meira sé meira. Um þessar mundir hefir Taschen aðsetur víðsvegar um heiminn, til dæmis í Hong Kong, Köln, London, Los Angeles, Madrid, París og Tók- ýó. Stórt, stærra, stærst Stóra brjóstabókin er auðvitað, líkt og innihaldið gefur til kynna, engin smásmíði. Hún er 30 x 30 og 396 síð- ur. Ritstjóri er Dian Hanson, sem unnið hefir í um það bil tuttugu og fimm ár við hin svokölluðu karla- tímarit; tímarit líkt og Hooker, Out- law Biker og Juggs. Nýlega ritstýrði hún svo sex bindum af Dian Han- son’s History of Men’s Magazines, sem kom út á vegum Taschen. Einblínt er á þrjá áratugi; sjötta, sjöunda og þann áttunda, eða hinn gullna tíma náttúrulegra líkams- forma og samanstendur bókin fyrst og fremst af myndum, þótt lesmáli sé einnig fyrir að fara. Það lesmál miðast þó ekki við erótískar sögur eða karllægar ráðleggingar, líkt og finna má í karlaritunum. Í formála sem Dian skrifar er fjallað um brjóstadýrkun karlpeningsins á sögulegan hátt frá seinna stríði (þótt farið sé ögn aftar í tímann líka) til dagsins í dag og komið við hjá fræg- um brjóstaþráhyggjumönnum líkt og ljósmyndaranum og kvikmynda- gerðarmanninum Russ Meyer. Einkum er dvalið við Bandaríkin og talað um brjóstaáráttu þarlendra karlmanna og hún rakin til þess hve margir hafi farið á mis við brjósta- gjöf í æsku og er útgangspunkturinn áðurnefnd saga Philips Roths. Hann hefir enda öðrum bandarískum rit- höfundum fremur verið með brjóst og kynlíf á heilanum í verkum sín- um. Flestar myndir bókarinnar koma svo einnig frá þarlendum brjóstatímaritum. Auðvitað er þessi sögulega yf- irferð ekki ítarleg í bók sem aðallega samanstendur af ljósmyndum. Engu að síður er formálinn um margt fróð- legur og rekur gróflega sögu karla- tímarita 20. aldarinnar til þess tíma er stór brjóst innan erótíska geirans urðu viðurkennd atvinnutæki og brjóstastækkanir einungis hluti af starfinu. Níu viðtöl við þekktar brjóstafyr- irsætur má einnig finna í bókinni. Flestar eru fyrirsæturnar frá Bandaríkjunum utan hinnar sænsku Uschi Digard, sem öðlaðist sinn ódauðleika í kvikmyndum Russ Meyers. Flestar hafa fyrirsæturnar sömu söguna að segja; að stærð brjósta sinna hafi greitt götu þeirra á frægðarbrautinni og að án þeirra hefðu þær vart notið þeirrar hylli sem þær hafa notið. Bókin endar svo á viðtali við barmmestu konu heims, Normu Stitz, sem ferðast heims- horna á milli sakir brjósta sinna. Vissulega banalt en … Nú verður að viðurkennast að á tím- um pólitísks rétttrúnaðar er vafa- samt að fjalla um kvenmanns- brjóstagón og hlutgera þau og eigendur þeirra með því móti. Und- irritaður áttar sig líka á að módelin lúta öll reglum karllægrar veraldar og hafa öðlast velgengni sína með því að spila með. Raunar er það aug- ljóst. Engu að síður verður að við- urkennast að náttúran á það til að taka völdin af rökhugsuninni, án þess að verið sé að játa einhverjar stórfelldar „perversjónir“. Já, það má hafa gaman af fallegum myndum af fallegu kvenfólki. Einnig verður að segjast eins og er að myndir þess tímabils sem bókin tekur fyrir hafa yfir sér einhvers konar sakleysi mið- að við okkar tíma. Alltént er ekki grófleika fyrir að fara og mætti segja að sumar myndirnar virki allt að því hvunndagslegar, það er að segja fyrir utan að fyrirsæturnar eru topplausar. Stundum mætti jafnvel ganga svo langt að kalla myndir bókarinnar list. Hefir það og verið sagt um myndir títtnefnds Russ Meyers, þótt engum dyljist að- alatriðið. Hvað svo sem þessum vangavelt- um líður verður að segjast eins og er að bókin er áhugaverð í það heila og fyrir suma hugsanlega áhugaverð- ari. Af brjóstum Þýska bókaforlagið Taschen hefur gefið út bókina The Big Book of Breasts: The Golden Age of Nat- ural Curves. Í henni eru aðallega myndir af berbrjósta konum frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugn- um en brjóstadýrkun karla er einn- ig skoðuð í sögulegu ljósi. Forsíðan Stóra brjóstabókin er auðvitað, líkt og innihaldið gefur til kynna, engin smásmíði. Hún er 30 x 30 og 396 síður. TENGLAR .............................................. http://www.taschen.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.