Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Val Gunnarsson valurgunnars@gmail.com M örgum brá í brún þegar hið virta tímarit Time kaus Vladimír Pútín mann árs- ins 2007. Eins og tímaritið minnir þó reglulega á, sér- staklega eftir þá gagnrýni sem það fékk fyrir að velja Ayatollah Kho- meini mann ársins árið 1979 (valdi þó ekki Osama bin Laden 2001) eru menn ársins ekki valdir vegna mannkosta sinna heldur vegna þeirra áhrifa sem þeir hafa haft á samtímann. Stalín var þannig tvisvar valinn maður ársins. Fyrst árið 1939, þá í skúrkshlutverkinu fyrir að semja við Hitler og gera honum kleift að ráðast á Pólland, en blaðið spáði því réttilega að Georgíumaðurinn myndi að lokum hagnast meira á stríðinu en Austurríkismaðurinn (Hit- ler hafði verið maður ársins árið áður). En skjótt skipast veður í lofti, og árið 1942 var Stalín aftur á forsíðu tímaritsins sem maður ársins, nú sem hetja eftir að herir hans höfðu stöðvað framrás þýska hersins við Stalíngrad. Stalín lenti ekki aftur á forsíðu Time, en nokkrum árum síðar braust kalda stríðið út og var Stalín þá aftur kominn í skúrkshlutverkið í hugum flestra Vesturlandabúa, og hefur ver- ið æ síðan. En hvaða skoðun hafa Rússar sjálfir á þessum manni sem líklega mótaði samfélag þeirra á 20. öld meira en nokkur annar? Sigurvegarinn mikli Þegar Stalín lést árið 1953 var hann á hátindi valda sinna, og einn valdamesti maður sem sögur fara af. Yfirráð hans yfir Sovétríkj- unum, sem voru um 1/6 hluti þurrlendis jarð- ar, voru nær alger. Hann hafði farið með sigur af hólmi í seinni heimsstyrjöldinni og herir hans voru nú staðsettir í hjarta Evrópu, í Varsjá og Prag og Búdapest og við ána Elbu sem skar Þýskaland og álfuna í tvennt. Í Asíu gætti áhrifa hans einnig, Maó hafði náð völd- um í Kína, en hann var mikill aðdáandi Stalíns og versnaði sambúð ríkjanna mikið eftir að Stalín lést. Á Kóreuskaga höfðu bandamenn hans náð að reka bandaríska herinn aftur að 38. breiddargráðu, og stefndi þar í blóðugt jafntefli. Á aðeins 30 árum hafði honum tekist að reisa Sovétríkin úr öskustó byltingarinnar, iðnvæða þau og kjarnorkuvæða og gera að öðru mesta stórveldi heims. Því er ekki að undra að þegar Stalín var færður með viðhöfn að hlið Leníns inn í grafhýsið á Rauða torginu skyldu margir landa hans fella tár. En afrek hans voru dýrkeypt og talið er að allt að 20 milljónir manna hafi látið lífið af hans völdum. Krústsjov hafnar Stalín Að Stalín látnum tók við valdabarátta um hver yrði arftaki hans. Lavrenti Beria, yfirmaður öryggislögreglunnar, virtist um tíma vera með tögl og hagldir en var dæmdur fyrir land- ráð og tekinn af lífi af keppinautum sínum. Malenkov tók við en var steypt af stóli tveim- ur árum síðar og loks fór svo að Nikita Krúst- sjov varð aðalritari kommúnistaflokksins. Krústsjov hafði verið einn af helstu skó- sveinum Stalíns, hlýtt fyrirmælum hans í hreinsun og stríði án þess að hika og jafnvel látið það yfir sig ganga að leika dansandi björn í drykkjuveislum leiðtogans. En þegar hann var sjálfur kominn til valda kvað við ann- an tón, og á 20. flokksþingi Kommúnista- flokksins árið 1956 fór Krústsjov hörðum orð- um um Stalín og persónudýrkun á honum. Fregnir af ræðunni spurðust út til Vest- urlanda og höfðu mikil áhrif á komm- únistaflokka víðs vegar. Hér á Íslandi breytti Sósíalistaflokkurinn um nafn þetta sama ár og varð að Alþýðubandalagi. Flestir afneituðu Stalín, sumir leituðu til Kína að nýjum fyr- irmyndum en einn og einn á stangli var áfram gallharður stalínisti til æviloka. Í Sovétríkjunum sjálfum var talað um af- stalíníseringu, styttur af leiðtoganum voru teknar niður og lík hans flutt út úr grafhýsi Leníns. Krústsjov hrósaði jafnvel bók Solzhe- nitsyns, Dagur í lífi Ívan Denisovich, fyrir að afhjúpa sum af grimmdarverkum Stalíns. En árið 1964 þegar Krústsjov var settur af og Breshnév tók við völdum var öll gagnrýni á fortíð Sovétríkjanna skyndilega þögguð niður. Eftir því sem efnahagur Sovétríkjanna staðn- aði varð helsta réttlætingin fyrir völdum Kommúnistaflokksins sú að hann hafði tryggt sigur í stríðinu og æ glæsilegri minnisvarðar voru reistir, svo sem sigurgarðurinn í Moskvu. Því var ekki hægt að tala illa um leið- toga landsins á stríðsárunum án þess að varpa rýrð á kerfið allt. Gorbatsjov opnar fyrir áhuga á Stalín Með valdatöku Gorbatsjovs árið 1985 og glas- nost-stefnunni var aftur opnað fyrir umræðu um fortíðina, og seinni hluta árs 1987 var farið að ræða um Stalínstímann í dagblöðum og sjónvarpi. Meðal umræðuefna var hvernig bændur voru þvingaðir á samyrkjubú eða til að vinna í verksmiðjum, ógnarstjórnin á 4. áratugnum, fólksflutningar, gyðingahatur og hinir gríðarlegu ósigrar fyrstu mánuði inn- rásar Þjóðverja árið 1941, sem voru að ein- hverju leyti Stalín og hreinsunum hans að kenna. Það merkilega við þessa sögulegu um- ræðu var hvað hún náði til stórs hluta þjóð- félagsins, hér var ekki aðeins um deilur ör- fárra sagnfræðinga að ræða. Blöð sem fjölluðu um Stalínstímann seldust í milljónum eintaka. Gúlag eyjaklasi Solzhenitsyns var loksins gefinn út árið 1989, og þegar blaðið Novyi mir (sem hafði verið bannað árið 1970 en endurreist 1985) hóf að birta útdrætti úr bókinni næstum tvöfaldaðist upplagið. Gríð- arlegur lesþorsti greip um sig meðal þjóð- arinnar, og var sagt að „það væri áhugaverð- ara að lesa en lifa“. En þó hélt hin opinbera söguskoðun, sem þakkaði Stalín að hafa styrkt Rússland en minntist ekki á voðaverk hans, enn velli meðal sumra. Minningarnar spretta fram Í fagtímaritinu Russian Politics and Law telur sagnfræðingurinn Maria Feretti upp nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Stalín skipaði svona stóran sess í umræðunni á síðustu árum Sovétríkjanna. Í fyrsta lagi var þetta liður í valdabaráttu innan kommúnistaflokksins á milli umbótasinna og harðlínumanna, sem kepptust um að nota söguna í pólitískum til- gangi. Í öðru lagi segir hún að þær minningar sem fólk hafði geymt með sér hafi nú loksins fengið tækifæri til að koma upp á yfirborðið. Voru þetta ekki einungis minningar þeirra sem höfðu lifað af hreinsanirnar á Stalínstím- anum heldur einnig þeirra sem ólust upp und- ir Krústsjov og mundu eftir þeirri umræðu sem þá hafði farið af stað en síðan verið kæfð. Margar bækur voru opinberlega gefnar út sem höfðu verið skrifaðar í þíðunni en síðan bannaðar. Í millitíðinni höfðu margar þeirra þó gengið manna á milli. Feretti telur einmitt ritskoðun Breshnévs-áranna hafa leitt til þess að varðveisla minninga varð að mikilli ástríðu hjá sumum. Sovétríkjunum afneitað Þessari endurskoðun á Stalínstímanum lauk svo að mestu með hruni Sovétríkjanna. At- hyglin beindist nú ekki lengur að Stalín, held- ur að byltingunni sjálfri, en hún hafði verið yf- ir allan vafa hafin á tímum Sovetríkjanna undir jafnt Krústsjov og Breshnév sem Gor- batsjov. Margir fóru nú að líta á stalínismann sem rökrétt framhald af byltingunni, frekar en sem svik við hana eins og umbótasinnaðir kommúnistar vildu meina. Farið var að vegsama keisaraveldið og átti hið nýja Rússland að vera rökrétt framhald af því. Undir lok tíunda áratugarins var komin fram ný opinber söguskoðun á þessum nótum. Áberandi dæmi um þetta dálæti Jeltsínáranna á keisaratímanum var að hinn gamli fáni keis- aratímans varð að þjóðfána Rússlands og tví- höfða örn Rómanoff-ættarinnar varð að skjaldarmerki ríkisins. Stalín undir teppið Litið var á Sovétríkin sem einhvers konar undantekningu sem átti lítið skylt við hið eig- inlega Rússland. Menn fóru jafnvel að líta á kommúnismann sem erlent fyrirbæri og þjóð- ernissinnar, rétt eins og í Þýskalandi á milli- stríðsárunum, töluðu um hann sem sjúkdóm sem gyðingar hefðu flutt inn frá útlöndum. Byltingin varð valdarán fámenns minni- hlutahóps sem rússneska þjóðin sem slík bar enga ábyrgð á heldur var einungis í hlutverki fórnarlambsins. Á hinn bóginn var ljóst að hinar gríðarlegur hreinsanir Stalíns hefðu ekki getað átt sér stað án þess að milljónir manna hefðu tekið þátt í þeim sem gerendur, en þetta var erfitt að horfast í augu við. Eina lausnin á þessu vandamáli var að sópa voðaverkum Stalíns Skoðanir og endursko Reuters Stalín pússaður Táknræn mynd um endurreisn Jósefs Stalíns? HVAÐA skoðun hafa Rússar á Jósef Stalín sem líklega mótaði samfélag þeirra á 20. öld meira en nokkur annar? Ýmislegt bendir til þess að verið sé að endurreisa minningu Stal- íns Rússlandi. Hér er sagan rifjuð upp og rýnt í viðhorf samtímans til Stalíns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.