Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 4
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Á vorum tímum eru sárin sleikt og pillur gefn- ar við jafnt húsbruna sem verðbréfa- hruni. Tímans heróp er enn líf einstaklingsins og þjóðin er löngu gleymd. Vor tími er tími hinna veraldlegu framfara - okkur líður herfilega vel. Og það er kannski þess vegna sem órarnir sækja svona á okkur. Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Zizek tal- ar um óraplágu í samnefndri bók sinni, sem kom út í íslenskri þýð- ingu í lok síðasta árs, og á við hug- myndirnar sem við gerum okkur um heiminn, alltumlykjandi hug- myndafræðina sem byrgir okkur sýn á hinn svokallaða veruleika. Zizek segir að við munum ekki losna við þessa plágu en það sé eigi að síður hlutverk okkar að leggja til atlögu við hana, ráða fram úr henni, ef svo má segja, túlka hana. Á bak við órana, undir allri hugmyndafræðinni, er enginn veruleiki, segir Zizek, órarnir eru sá heimur sem við þekkjum og við þurfum að reyna að skilja hann betur. Þar kemur skáldskapurinn til sögunnar. Bókmenntir tímans lækna ekki, þær færa okkur engar lausnir en þær kanna sárin, eins og Hannes Hafstein talaði um að bókmenntir í lok nítjándu aldar gerðu, þær sýna og greina og túlka. En hvað sýna bókmenntirnar? Og hvernig? Ætlunin er að svara þessum spurningum í nokkrum greinum um íslenskar samtímabókmenntir hér í Lesbók en fyrst þurfum við að kanna í stuttu máli bakgrunn þeirra bókmennta sem skrifaðar eru hérlendis um þessar mundir. Vegamót Breski bókmenntafræðingurinn og skáldsagnahöfundurinn David Lodge setti fram þá kenningu árið 1971 í riti sínu, The Novelist at the Crossroads, að skáldsagnahöfund- urinn stæði á vegamótum þar sem raunsæið væri aðalbraut og mód- ernisminn gata sem skæri hana. Lodge taldi að í byrjun áttunda áratugarins væri raunsæið enn stofnbraut breskrar skáldsagnasa- gerðar. Nokkrir höfundar kysu að fara í fótspor James Joyce, Virg- iniu Woolf og fleiri módernista frá fyrri hluta aldarinnar en flestir hikuðu við vegamótin og færu síð- an hinn breiða veg raunsæislegrar frásagnarlistar þar sem þeir gætu þó eigi að síður nýtt sér ýmislegt úr vopnabúri módernista. Hér á landi voru aðstæður aðrar eins og kunnugt er. Íslenskur módernismi stóð sem hæst árið 1971. Thor Vilhjálmsson, Guð- bergur Bergsson, Svava Jak- obsdóttir, Steinar Sigurjónsson, Jakobína Sigurðardóttir og Þor- steinn frá Hamri voru meðal helstu forkólfa hins móderníska uppbrots í íslenskum frásagn- arbókmenntum á sjöunda og átt- unda áratugnum. Árið 1971 kom Farðu burt skuggi eftir Steinar út en árið áður kom smásagnasafnið Óp bjöllunnar eftir Thor, skáldsag- an Himinbjargarsaga eða skóg- ardraumur eftir Þorstein kom út 1969 og sama ár Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur, árið áður sendi Thor frá sér skáldsöguna Fljótt, fljótt sagði fuglinn og Guð- bergur sendi frá sér Önnu og Jak- obína Snöruna, 1973 kom Það sef- ur í djúpinu eftir Guðberg út og Djúpið eftir Steinar kom ári seinna. Þannig mætti áfram telja. Allir þessir höfundar byggðu fag- urfræði sína að einhverju leyti á hinni módernísku hefð sem á und- an var gengin í Evrópu, Bandaríkj- unum og víðar eins og Ástráður Eysteinsson bendir á í glænýju greinasafni um módernisma (Mod- ernism, 2007). Þetta var örugglega meg- instraumurinn í íslenskri sagna- gerð á öndverðum áttunda ára- tugnum og að því leyti eru aðstæður hér aðrar en í Bretlandi á sama tíma. En þótt umferð- arstraumurinn hafi verið þyngri um hliðargötuna þá var stofn- brautin eftir sem áður hinn raunsæislegi frásagnarháttur, enda með rætur aftur í aldir. Og um- ferðin eftir henni jókst reyndar talsvert þegar leið á áttunda ára- tuginn. Þar var fyrst á ferð bók- menntastefna sem hefur fengið æði misjöfn eftirmæli og kennd var við nýraunsæi. Segja má að henni hafi verið hleypt af stokkunum einmitt sama ár og Lodge birti grein sína með útkomu fyrra bindis Gunnars og Kjartans eftir Véstein Lúðvíks- son en það síðara kom út 1972. Í kjölfarið fylgdu höfundar eins og Ása Sólveig, Auður Haralds og Ólafur Haukur Símonarson. Ný- raunsæ sagnagerð átti að lýsa veruleikanum með raunsæjum hætti og greina samfélagsástandið. Fagurfræðin var ekki ósvipuð þeirri sem Hannes Hafstein boðaði í lok nítjándu aldar. En það var líka annar þráður í raunsærri sagnagerð á áttunda áratugnum, að hluta til spunninn úr módernísku efni. Vegamótalík- ing Lodge á við um þessa höfunda sem eru meðal annarra Pétur Gunnarsson og Ólafur Gunnarsson. Jón Yngvi Jóhannsson bendir á það í fimmta bindi Íslenskrar bók- menntasögu (2006) að fyrstu skáld- verk Péturs, svo sem Punktur punktur komma strik (1976), vísi fram til skáldsagna níunda og tí- unda áratugarins í mörgu, þar séu gerðar margvíslegar tilraunir með skáldsöguformið og frásagnarhátt, án þess þó að víkja frá línulegri frásögn, kunnuglegu umhverfi eða hefðbundinni persónusköpun og þroskasögu. „Formtilraunir Péturs felast fremur í því að rannsaka möguleika hefðbundins forms en að finna upp nýtt,“ segir Jón Yngvi. Leitin að sjálfsmynd og sjálfsskilningi sé líka miðlæg í verkum Péturs en þar sé ekki boð- ið upp á félagslegar lausnir, eða lausnir yfirleitt. Tengsl veruleika og skáldskapar séu líka fyrirferð- armikið umfjöllunarefni hjá Pétri. Þau áttu eftir að verða gegn- umgangandi í bókmenntum næstu ára. Í stuttu máli má segja að frá- sagnarfræðilegum möguleikum fjölgi nokkuð eftir því sem líður á níunda og tíunda áratuginn. Ást- ráður Eysteinsson og Úlfhildur Dagsdóttir vekja athygli á því í rit- inu A History of Icelandic Literat- ure (2006) að aukin þýðinga- starfsemi á áttunda og níunda áratugnum eigi stóran þátt í þess- ari útvíkkun íslenskrar sagnagerð- ar. Hér voru sérlega mikilvægar þýðingar Guðbergs Bergssonar á Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Marquez (1967; þýdd 1978) og Don Kíkóta eftir Cervantes (1604-1614; þýdd 1981-84), þýð- ingar Þorgeirs Þorgeirsonar á verkum Williams Heinesens svo sem Turninum á heimsenda (1976; þýdd 1977) og þýðingar Ingibjarg- ar Haraldsdóttur á verkum Dostoj- evskís og Meistaranum og Marga- rítu eftir Mikhail Búlgakov (1967; þýdd 1981) og fleiri mætti nefna. Sum grundvallarrit módernismans voru síðan þýdd þegar tók að líða á tíunda áratuginn, þar á meðal verk eftir James Joyce, Marcel Proust og Franz Kafka. Áhrifin af öllu þessu þýðinga- starfi á íslenskar samtímabók- menntir eru að stórum hluta órannsökuð en stundum hefur til dæmis verið talað um tilkomu töfraraunsæis í íslensku skáldsög- unni fyrir áhrif Marquezar. En þýðingastarfið á vafalaust ekki lít- inn þátt í því að það má notast við aðra líkingu úr smiðju Davids Lodge þegar ástandinu í bók- menntum tíunda áratugarins hér- lendis er lýst. Lodge skrifaði nefni- lega grein árið 1992 þar sem hann svarar þeirri spurningu hvort skáldsagnahöfundurinn standi enn á krossgötum („The Novelist Today: Still at the Crossroads?“, í New Writing). Hann komst að þeirri niðurstöðu að umhverfi skáldsagnahöfunda líktist nú meira „fagurfræðilegri verslunarmiðstöð“ þar sem til boða stæði áður óþekkt úrval af stílum, frásagnartækni og umfjöllunarefnum. Rithöfundarins – eða viðskiptavinarins – væri valið og hann gæti síðan búið til þá blöndu sem hentaði honum hverju sinni. Í stað andstæðuparsins raunsæis og módernisma væri kominn blendingur sem erfitt væri að festa hendur á. Bókmenntaleiki og óbókmenntaleiki Verslunarmiðstöðvalíking Lodge skírskotar til menningarástands samtímans, sem stundum hefur verið kennt við póstmódernisma. Neysluhyggja nýkapítalismans er undirliggjandi orsök þessa ástands eða kjarni þess. Markaðskerfið stýrir ekki aðeins fjármagni heims- ins, viðskiptum og verslun, heldur einnig menningunni og allri reynslu okkar. Þetta er kannski kunnara en frá þurfi að segja, en markaðurinn hefur einnig verið notaður sem eins konar myndlík- ing um það hvernig póstmódern- ískar bókmenntir verða til. Höf- undurinn starfar á eins konar markaðstorgi, líkt og Lodge segir, þar sem hann getur valið úr öllum þeim stílum og stefnum sem til boða standa. Með þessu er verið að lýsa þeirri tilfinningu, sem hefur orðið sterkari og sterkari síðustu ár, að í bókmenntum og listum hafi allt verið reynt nú þegar – mód- ernisminn braut upp hefðirnar með öllum tiltækum ráðum rétt eins og hann væri að reyna að komast að innsta kjarna sköpunarinnar en nú sé andrúmsloftið meira eins og á uppboðsmarkaði, menn séu mis- djarfir í tilboðum sínum, það heyr- ist um einstaka yfirboð en almennt sé frekar létt stemmning og lítið um óvinveittar yfirtökur. Auðvitað er þetta ákveðin ein- Bókmenntir á tímum Bókmenntir í byrjun 21. aldarinnar færa okkur engar lausnir en þær sýna, greina og túlka. En hvað sýna bókmenntirnar og hvernig? Ætlunin er að birta nokkrar greinar um íslenskar samtímabókmenntir á næstu vikum. Byrjað er á inngangi um bókmenntir síðustu áratuga. Athyglinni er fyrst beint að sagnagerðinni. » Spurningarnar sem módernisminn vakti um eðli og hlutverk skáldskaparins eru bráðlifandi í bókmenntum samtímans. Og aðferðir hans hafa gert skáldsöguna að öflugra tæki til að sýna og greina menningarástandið. Þetta eru því spennandi tímar. 4 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.