Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Elvis Costello er með virkarilistamönnum af sinni kynslóð
og hefur verið mikið kamelljón í
gegnum tíðina, hefur snert á ýmsum
stílum, og hefur
hann orðið æ
duglegri við slíkt
með árunum þar
sem hefðbundið
popp víkur fyrir
rannsóknum á
djassi, klassík,
fenjatónlist
Bandaríkjanna
eða hverju því
sem á hug hans
þann mánuðinn. Þannig var síðasta
verk Costello samstarfsverkefni
hans og hins kunna píanista Allen
Toussaint sem rekur heimahagana
til New Orleans. Plata sú kom út í
hittifyrra og heitir The River in Re-
verse. „Eðlilegu“ plöturnar gefur
Costello hins vegar út hjá Lost
Higway og síðasta plata fyrir þá út-
gáfu var The Delivery Man (2004),
ein lofaðasta plata sem Costello hef-
ur gefið út. Það er því eðlilega
spenningur fyrir næsta verki og ku
það koma út 22. apríl. Platan á að
heita Momofuku (afrísk tónlist í
þetta skiptið?) og kemur einvörð-
ungu út á vínyl, en niðurhleðslukóði
mun fylgja fyrir þá sem ekki eiga
grammófónspilara.
Eins og lesa má um hér að ofaneru fremstu dægurtónlist-
armenn samtímans í æ ríkari mæli
farnir að nota óhefðbundnar leiðir til
að koma tónlist
sinni á framfæri
til að forðast net-
steliþjófa eða
gráðug stórfyr-
irtæki. Trent
Reznor, sem leið-
ir eins manns
sveitina Nine
Inch Nails eða
NIN er einn
þeirra. Hinn dul-
arfulli Reznor passar rækilega upp á
það að feta eigin stigu og fyrir stuttu
kom út ný NIN-plata sem fór þó
lágt, enda innihaldið eilítið á skjön
við það sem aðdáendur eiga að venj-
ast. Um er að ræða 36 ósungin lög og
ber pakkinn heitið Ghosts I-IV og
hefur Reznor lýst tónlistinni sem
„undirspili við dagdrauma“. Platan
kom út með margvíslegum hætti og
þannig var fyrsta bindið (Ghosts I)
gefið út frítt á vefsvæði sveitarinnar.
Einnig var hægt að hlaða öllu dæm-
inu niður fyrir fimm dollara en tvö-
faldur geisladiskur mun kosta tíu
dollara. Þá verður hægt að fá mynd-
arlegan og afar eigulegan kassa á 75
dollara og enn myndarlegri og enn
eigulegri kassa á 300 dollara (öll
2500 eintökin af honum seldust upp
á einni klukkustund). Platan var tek-
in upp á tíu vikna tímabili og á meðal
samstarfsmanna eru þeir Alan Mo-
ulder og Adrian Belew. Platan er
fyrsta NIN-platan sem er gefin út
án þess að skrifað hafi verið undir
samning við útgáfufyrirtæki.
Pearl Jam er að verða að nokkurskonar stofnun og maður er
ósjálfrátt farinn að tengja Seattle-
rokkarana við Rolling Stones í hug-
anum. Lítið var um tónleika í fyrra
hjá sveitinni en í sumar verður
a.m.k. tíu tónleikum hent upp og
verður endað í Madison Square Gar-
den í New York. Að sögn Jeff Ament
bassaleikara eru meðlimir farnir að
kasta á milli sín hugmyndum fyrir
næstu plötu en ekkert er fast í hendi
enn með útgáfu (síðasta plata kom
út 2006).
TÓNLIST
Pearl Jam
NIN
Elvis Costelo
Eftir Jón Agnar Ólason
jon.olason@gmail.com
Hvert tímabil á sér jafnan einhverja ein-kennandi tónlistarstefnu eða grunn-hljóm, sem aftur eiga sér einn eða tvoflytjendur sem oftast eru nefndir
helstu og mikilvægustu listamenn téðs tímabils,
eins konar einkennispersónur stefnunnar. Þannig
er Marc Bolan (ásamt hljómsveit hans, T Rex) höf-
uðpaur glamrokksins; margir hampa Emerson,
Lake & Palmer sem helstu hetjum prog-rokksins
(hvort heldur er til hróss eða lasts) og Sex Pistols
eru óumdeilanlega konungar pönksins. Næsta
meginbylgja í dægurmúsík á Vesturlöndum var ný-
rómantíkin svokallaða, eitís-músíkin, og The Hum-
an League var óumdeilanlega meðal áhrifamestu
flytjenda tímabilsins. Réð þar mestu um meist-
araverk sveitarinnar, breiðskífan Dare! sem kom út
síðla árs 1981.
Tilurð plötunnar er um margt merkileg. Sagan
segir að höfuðpaur sveitarinnar, Phil Oakey, hafi
þurft að manna bakraddirnar fyrir bandið í snar-
hasti er aðeins fáeinir dagar voru í tónleikaferðalag
haustið 1981. Í vandræðum sínum álpaðist hann inn
á næturklúbb til að fá sér staupinu. Hann náði hins
vegar aldrei á barinn því augu hans námu staðar
við tvær táningsstúlkur sem honum þótti flottar í
tauinu og með hreyfingarnar á hreinu. Hann gaf
sig á tal við þær og bauð þeim að slást á hópinn og
skella sér á tónleikatúrinn. Þær voru til í tuskið en
sökum ungs aldurs varð Oakey að spyrja foreldra
þeirra sömuleiðis. Þær stöllur, Susanne Sulley og
Joanne Catherall, áttu ásamt Oakey eftir að mynda
framlínu þessarar geysivinsælu sveitar.
Þá var Dare! ein fyrsta poppskífan sem alfarið
var tekin upp á rafrænan hátt, allsendis án hefð-
bundinna hljóðfæra. Margir kváðu hafa haft á orði
að afraksturinn væri þeim mun ómerkilegri þar
sem mönnun bakraddanna var fyrirvaralítil og í
hæsta máta ófagmannleg, ásamt því að sándið gæti
ekki orðið beysið án „raunverulegra“ hljóðfæra.
Reyndin varð á annan veg, og þegar ljóst var að
sala plötunnar taldist í bílförmum á Oakey að hafa
skotið á móti í einhverju viðtalinu: „Í framtíðinni
verða allar hljómsveitir mannaðar með þessum
hætti og plöturnar teknar upp með þessari aðferð.“
Góðu heilli er það ekki alveg svo, en þessi ríflega
aldarfjórðungs yfirlýsing fól engu að síður í sér
talsvert forspárgildi.
Hljómurinn á Dare! reyndist hitta tíðarandann
svo nákvæmlega í hjartastað að urmull minni spá-
manna reri snarlega á mið Human League, með
misjöfnum árangri eins og sporgöngumanna er
háttur. En Dare! hefur meira til síns ágætis en það
eitt að hafa verið ein platan sem helst gaf tóninn
fyrir 9. áratuginn. Lagasmíðarnar eru einfaldlega
gríðarlega góðar víðast hvar, nokkuð sem fæstir
deila um þó kuldalegur söngstíllinn – og eitís-
stemmningin almennt – sé ekki allra. Af þeim fjór-
um smáskífulögum sem Dare! gat af sér er Don’t
You Want Me langþekktast enda seldist slagarinn
sá í 2 milljónum eintaka og lagði sitt af mörkum til
að breiðskífan náði þrefaldri platínusölu. Engu að
síður fannst forsöngvaranum og lagasmiðnum Oa-
key lagið vera of slakt til að eiga að fá sinn sess á
plötunni og þvertók að hafa það með. Útgáfufyr-
irtækið krafðist þess hins vegar enda þóttust menn
þar á bæ þekkja söluvænt lag þegar þeir heyrðu
það. Oakey féllst ólundarlega á að setja lagið á skíf-
una en með því skilyrði að það ræki lestina; í þá
daga er vínylplötur voru normið var síðasta lag á
hlið B oft afgangsstærð, jafnvel bara kítti til að fylla
tuginn. En lagsins beið sem sé mun meiri vegsemd
en lög númer 10 gerðu sér almennt vonir um, og
þegar söngtríó sveitarinnar söng viðlagið við raust,
“Dońt You Wan’t Me, Baby?“, svaraði heil kynslóð
gráklæddra ungmenna – með sítt að aftan – því ját-
andi.
Jú, ég vil þig beibí ...
POPPKLASSÍK
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
M
argir halda að lang (ávallt skrif-
að með litlum staf) sé af inúíta-
ættum sökum skásettra augna
en það er ekki rétt, ekki frekar
en að Björk okkar eigi jap-
anska ættingja. Sérstætt útlit
lang skýrist kannski af æði kvíslóttu ættartré en
forverar hennar eru m.a. Síuxar, Hollendingar,
Englendingar, Írar, Skotar, þýskir gyðingar og já,
meira að segja Íslendingar.
Hún fæddist árið 1961 í Kanada, í borginni Ed-
monton, höfuðstað Albertafylkis en fluttist korn-
ung ásamt foreldrum og systkinum í smáþorpið
Consort stutt þar frá en þar búa innan við þúsund
manns. Eftir að hafa kolfallið fyrir kántrísöngkon-
unni Patsy Cline ákvað lang að hasla sér völl sem
söngkona og stofnsetti hún Cline heiðrunarbandið
The Reclines. Platan A Truly Western Experience
(1984), sem er eignuð k.d. lang and The Reclines, er
flokkuð sem fyrsta sólóplata söngkonunnar. Tveim-
ur árum síðar gaf hið sögufræga fyrirtæki Sire svo
út plötuna Angel with a Lariat og var það fyrsta
plata lang utan Kanada. Henni var upptökustýrt af
Dave Edmunds og óhefðbundin nálgun lang við
kántríið, auk framandi útlits (var þetta karl eða
kona’) vakti á henni mikla athygli og bæði rokkarar
og framsæknir kántríunnendur löptu töfrana upp.
Tímamót
Á þriðju plötu sinni markaði lang sér svo enn dýpri
spor. Shadowland (1988) náði til breiðari hóps
hlustenda en áður, kántríið hafði verið straujað
nokkuð út og grallaraskapurinn sem hafði einkennt
bæði plötur og sviðsframkomu sömuleiðis. Tening-
unum var kastað – út í meginstrauminn og þar flutu
þeir farsællega áfram. Platan er enn talin það besta
sem lang hefur gert, glæsilegur vottur til handa
hinu fágaða, ballöðulegna kántríi sem streymdi frá
Nashville á sjötta og sjöunda áratugnum. Ári síðar
kom Absolute Torch and Twang út, feikisterk plata
þar sem lang sýslar enn í kántríi en skvettir þó dug-
lega út í með heimaræktuðu kryddi. Árið 1992
markaði svo tímamót í ferli lang, og þá ekki bara
tónlistarlega.
Það ár sté hún loks út úr skápnum og æ síðan
hefur hún verið kappsamur liðsmaður í rétt-
indabaráttu samkynhneigðra. Það árið kom svo út
platan Ingénue, sem átti eftir að valda nokkrum
usla hjá þeim sem höfðu hrifist af því hvernig lang
meðhöndlaði kántríið en um leið var þetta platan
sem treysti hana endanlega í sessi hjá almenningi,
ekki síst vegna lagsins „Constant Craving“ sem
hefur verið þaulsætið á spilunarlistum útvarps-
stöðva æ síðan. Með þessu sneri lang baki við
kántríinu, umfaðmaði poppið nokkurn veginn
hreint og klárt og þeirri línu hefur hún haldið á
þeim plötum sínum sem innihalda frumsamið efni
(All You Can Eat (1995) og Invincible Summer
(2000)).
Vatnaskil
Það er lang sjálf sem stýrir upptöku Watershed og
er það í fyrsta skipti sem hún sér um þau mál. Plat-
an rúllar hæglætislega áfram – flauelsmjúkt –
framvindan eiginlega letileg. Það er einkennileg
værð og stilla til staðar, kannski vegna þess að lang
ástundar nú búddísk fræði sem aldrei fyrr, eitthvað
sem hún hefur gert af festu síðan 2001. Lagasmíð-
arnar eru engu að síður haglega ofnar, uppfullar af
lúmskum sveigjum og beygjum. Hér dregur lang
saman í eina rétt allt það sem hún hefur verið að
hagnýta sér í gegnum árin, veri það kántrí, popp
eða djass. Spænskir og brasilískir hljómagangar
gera meira að segja vart við sig og útkoman því á
köflum þversagnakennd, líkt og höfundurinn sem
að henni stendur. Nýja platan ber auk þess nafn
með rentu, því um raunveruleg vatnaskil er að
ræða. Eftir 11. september 2001 datt lang hálfpart-
inn út að eigin sögn og um líkt leyti hófst hin búdd-
íska endurfæðing. Plötuna hefur hún unnið á þeim
hraða sem henni hentar og hefur verið að að nostra
við hana í sex ár.
„„Bransinn“ hefur aldrei vitað hvað á að gera
með mig,“ er haft eftir lang í viðtali við Toronto
Star. „Ég bý líka það vel í dag að það skiptir engu
máli, það skiptir mig að a.m.k. engu máli, hvort lög
fara í spilun á útvarpsstöðvum eða ekki.“ Í sama
viðtali viðurkennir hún að lögin séu öll einkar per-
sónuleg og þau feli í sér sjálfsskoðun, fjalli um hana
sjálfa og tengsl hennar við heiminn. En um vænt-
ingar sínar hvað viðtökur varðar segir hún stóísk.
„Þær eru nákvæmlega engar.“
Seyður frá steppunum
Þægilegur, tónviss höfgi hefur streymt frá kan-
adísku söngkonunni k.d. lang allan hennar feril.
Einkennileg blanda af sjálfsöryggi og lítillæti
hefur fært lang virðingu samherja, gagnrýn-
anda og tónlistarunnanda sem hafa nú ærna
ástæðu til að kætast, því að fyrsta plata hennar
með frumsömdu efni í yfir átta ár, Watershed,
kom út fyrir stuttu.
k.d. lang Það er einkennileg værð og stilla til staðar á nýrri plötu lang, kannski vegna þess að lang
ástundar nú búddísk fræði sem aldrei fyrr, eitthvað sem hún hefur gert af festu síðan 2001.