Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Ósk hollenska leikstjórans Theovan Gogh (barnabarna-
barnabarns bróður listmálarans
Vincents van Gogh) þess efnis að
trílógía mynda eftir hann yrði end-
urgerð í Bandaríkjunum virðist ætla
að tryggja honum ágætis fram-
haldslíf, en van Gogh var myrtur
fyrir rúmum þremur árum eins og
frægt er. Það
ætti að styttast í
sýningar hér-
lendis á end-
urgerð Steve
Buscemi, Int-
erview, en ytra er
þegar búið að
frumsýna end-
urgerð Stanley
Tucci á Blind
Date og 1-900 er
væntanleg, endurgerð John Turt-
urro á símaklámsástarsögunni 06/
05, en það er raunar forvitnilegt að
öllum myndunum þremur er leik-
stýrt af ágætlega þekktum skap-
gerðarleikurum sem allir leikstýra
stöku mynd á milli þess sem þeir
fylla bitastæðustu aukahlutverk í
Hollywood. Áðurnefnd mynd Tucci,
Blind Date, fjallar um hjón sem
reyna að komast yfir andlát dóttur
sinnar – og þau áhrif sem það hafði
á hjónabandið – með því að fara í
hlutverkaleiki á blindum“ stefnu-
mótum. Tucci sjálfur leikur eig-
inmanninn og Patricia Clarkson
leikur konu hans. Fljótlega mun
Tucci svo leika sjálfan Adolf Hitler í
gamanmyndinni I Was Hitler’s
Weatherman. Veðurfræðingurinn
sem um ræðir er gyðingur sem læst
vera veðurfræðingur á vegum nas-
ista til þess að sleppa við fangabúð-
ir, en tekst aðeins of vel upp í gerv-
inu og rís til æðstu metorða meðal
nasískra veðurfræðinga.
Söngkonan Marianne Faithfull áað baki giska forvitnilegan leik-
listarferill, þótt vissulega hafi hann
oftast verið í
skugga tónlistar-
innar. Hún hefur
leikið bæði Guð
og djöfulinn, ver-
ið leikstýrt af
Jean-Luc Godard
og ku hafa verið
fyrst allra til þess
að segja fuck í
Hollywood-mynd,
og það við ekki
minni mann en Orson Welles. Nýj-
asta mynd Faithfull er svo Irina
Palm, þar sem hún leikur Maggie,
sextuga ekkju sem gerist vænd-
iskona til þess að eiga fyrir aðgerð
sem gæti bjargað lífi barnabarns
hennar. Titillinn vísar til „lista-
mannsnafns“ Maggie.
Kvikmyndir um gleðikonurkomnar af léttasta skeiði virð-
ast raunar loksins að komast í tísku.
Önnur slík er Cheri, en þar leikur
Rupert Friend (hingað til þekkt-
astur sem kærasti Keiru Knightley)
ungan son hórumömmu nokkurrar í
París á þriðja áratug síðustu aldar.
Hórumamman sú
er leikin af
Kathy Bates og
fer hún ansi
óvenjulegar leið-
ir þegar kemur
að kynfræðslu
pilts, en hún
sendir hann í
læri til annarrar
hórumömmu. Sú
er leikin af Michelle Pfeiffer, sem
öruggar heimildir herma að muni
geta heillað tvítuga piltunga fram á
grafarbakkann, og vitaskuld spillir
ástin eitthvað fyrir kennslunni. Eft-
ir sex ára samband er svo kominn
tími á að piltur festi ráð sitt og þá er
mamman víst ekki með kennarann í
huga. Það er hinn glæpsamlega van-
metni breski leikstjóri Stephen Fre-
ars sem leikstýrir og það ætti von-
andi að tryggja að myndin verði jafn
forvitnileg og hún hefur alla burði
til.
KVIKMYNDIR
Stanley Tucci
Michelle Pfeiffer
Marianne Faithfull
Eftir Gunnar Theodór Eggertsson
gunnaregg@gmail.com
Árið 1961 frumsýndi BBC sjö þátta sjón-varpsseríu. Sögusviðið var náin framtíðog efnið vísindafantasía af bestu gerð.Þáttaröðin fékk gæðastimpil strax í upp-
hafi vegna þátttöku stjörnu- og heimsfræðingsins
Fred Hoyle sem skrifaði handritið og bætti þar
með auknu raunsæi við mixtúruna. Verkið hét A
for Andromeda og er nú á dögum talið einn horn-
steina vísindaskáldskapar í sjónvarpi á sjöunda
áratugnum og ein af merkilegri þáttaröðum sem
BBC hefur sjónvarpað. Það er því ótrúlegt að að-
eins einn þáttur af sjö hefur varðveist – og enn
ótrúlegra að þrátt fyrir það hefur öll serían verið
gefin út á DVD.
Söguþráðurinn lokkaði mig til sín um leið, enda
hef ég veikan blett fyrir gömlu sæ-fæ. A for Andro-
meda hefst árið 1970 og segir frá hópi vísinda-
manna sem taka við skilaboðum frá geimnum. Þau
innihalda leiðbeiningar til að byggja og forrita
tölvu. Fyrr en varir er vélin farin að hugsa sjálf-
stætt og tekin að sýna umhverfi sínu mikinn áhuga.
Hún kennir hópnum að skapa frumstæða lífveru og
þegar enginn sér til myrðir hún vísindakonu að
nafni Christine (Julie Christie í fyrsta stór-
hlutverki sínu). Því næst gefur tölvan leiðbeiningar
um það hvernig á að skapa mennskt fóstur og á
mettíma vex fullkomin eftirmynd Christine úr
grasi. Þessi dularfulla geimkona er skírð Andro-
meda og enginn veit hvert ætlunarverk hennar er á
jörðinni.
Ég byrjaði að horfa á þættina fyrr í vikunni og
dáleiddist strax – ekki endilega vegna þess hversu
spennandi sagan reyndist, heldur vegna formsins
sem serían hefur varðveist í. Á ýmsa vegu minnir
það frekar á nútímavídeólist eða gamlar av-
antgarde-kvikmyndir á borð við La Jetée (1962),
þar sem stillimyndir eru settar saman, líkt og
skyggnusýning, ásamt hljóðrás til að skapa mynda-
flæði án hreyfingar. A for Andromeda hefur nefni-
lega varðveist að mestu í stillum. Hljóðrásin er
ekki einu sinni til lengur, nema í brotum. Meirihluti
seríunnar er því skyggnusýning með undirtexta
sem lýsir því sem á sér stað hverju sinni og ab-
strakt geimtónlist er leikin yfir. Það tók nokkurn
tíma að venjast þessu en á einhvern dularfullan
hátt dró þetta mig enn sterkar inn í atburðarásina
– kannski vegna þess að stillurnar minna á ljós-
myndir og serían líkist þannig frekar sagn-
fræðilegri heimild um liðinn atburð en sjónvarps-
fantasíu. Hver rammi helst lengi á skjánum,
honum er troðið upp á mann og ekki annað hægt en
að sökkva ofan í senuna. Af og til er síðan formið
brotið upp með þeim örfáu myndskeiðum sem hafa
varðveist.
Á fyrstu áratugum sjónvarpsútsendinga í Bret-
landi var þáttaröðum að miklu leyti hent í ruslið –
efninu var eytt út af spólunum til endurvinnslu og
sparnaðar án nokkurs skilnings á framtíð-
arvarðveislu eða menningargildi. Fjöldi sjónvarps-
þátta hlaut þessi örlög (yfir hundrað Dr. Who
þættir!) en sem betur fer var til maður sem hét
John Cura sem tók sérstakar myndir af útsending-
unum – svokallaðar „tele-snaps“ – og seldi til minja
um verkin, aðallega fyrir aðstandendur sem vildu
eiga sýnishorn af vinnu sinni (fyrir tíma mynd-
bandstækninnar). Á síðari árum hafa ýmsir aðdá-
endur staðið fyrir því að gömlu efni hefur verið
púslað aftur saman úr þessum tele-snaps-myndum,
ásamt hljóðrás og/eða texta, til að endurskapa
týnda fjársjóði og gefa nýjum áhorfendahópi tæki-
færi til að upplifa þá. Á bloggsíðum má finna fýlu-
köst margra þeirra sem munu aldrei fyrirgefa
BBC fyrir ódæðisverkin en því verður ekki neitað
að án þess að ætla sér það tókst nískupúkum BBC
og ljósmyndaranum Cura að skapa afar sérstakt
kvikmyndaform sem verður seint leikið eftir.
S fyrir skyggnubíó
SJÓNARHORN » Verkið hét A for Andromeda og er nú á dögum talið einn horn-
steina vísindaskáldskapar í sjónvarpi á sjöunda áratugnum og ein
af merkilegri þáttaröðum sem BBC hefur sjónvarpað.
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Þ
egar Jan hyggst leita sér hjálpar hjá
hinum vel útbúnu félagsmálayfir-
völdum í Danmörku kemur í ljós að
engin meðferð er til við hans vanda-
málaflokki. Hann er nefnilega fórn-
arlamb heimilisofbeldis af hendi eig-
inkonu sinnar. Jan velkist um í kerfinu og að lokum
endar hann í meðferðartímum fyrir ofbeldishneigða
eiginmenn. Þetta er hið óvenjulega efni sem Papr-
ika Steen gerir að viðfangsefni gamanmyndar í
kvikmyndinni Til døden os skiller (Þar til dauðinn
oss aðskilur), en þar er á ferðinni annað leikstjórn-
arverkefni Steen. Árið 2004 gerði hún Lad de små
børn (Börnin smá), drama um barnsmissi sem hlaut
ágætar viðtökur en takmarkaða dreifingu utan
Norðurlandanna.Ekki þarf að koma á óvart ef
áhorfendur tengja Papriku Steen ósjálfrátt við
dogme-hreyfinguna títtnefndu sem hristi upp í al-
þjóðlegri kvikmyndagerð á tíunda áratugnum. Hún
fór með eitt aðalhlutverkið í flaggskipi hreyfing-
arinnar, Festen (Veislan), eftir Thomas Vinterberg
og lék einnig í Idioterne (Vitleysingarnir) eftir Lars
von Trier. Hún lék í fleiri dogme-myndum, t.d. Mif-
unes sidste sang (Síðasti söngur Mifune) og Elsker
dig for evigt (Elska þig að eilífu). Nú síðast hélt hún
samstarfinu við Trier áfram og lék eitt aðalhlut-
verkið í sjálfsævisögulegri mynd hans, De Unge år:
Erik Nietzsche sagaen del 1 (Ungdómsárin: Saga
Eriks Nietzsche, fyrsti hluti), sem Jacob Thuesen
leikstýrði eftir handriti Triers. Samhliða þessum
virka leikferli hefur Paprika Steen eins og áður seg-
ir tekið að hasla sér völl á leikstjórnarsviðinu og
nýja myndin, Til døden os skiller, er um margt for-
vitnileg.
Heimilisofbeldi
Jan hefur yfirumsjón með matsalnum í ferjunni
milli Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er í raun
ósköp meinleysislegur maður, hávaxinn og afar
grannur með sítt, flaksandi hár og vel snyrt yfir-
varaskegg. Hann tekur sig vel út í einkennisbún-
ingnum en lifir sig e.t.v. aðeins of mikið inn í starfið,
eða skynjar hlutverk sitt á röngum forsendum.
Hann stjórnar a.m.k. öllu með harðri hendi í mat-
salnum og virðist ófær um að meta kringumstæður.
Þannig lætur hann handtaka virðulegan eldri mann
sem fær sér ábót án þess að borga fyrir. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Jan gerir alvarleg mistök í
starfi og yfirmaður hans, Erik, hefur allnokkrar
áhyggjur af þessum undirmanni sínum sem ávallt
bregst við með yfirgangi þegar reglur ferjunnar
eru brotnar. Þá hefur það einnig vakið Erik til um-
hugsunar að Jan mætir reglulega til vinnu slasaður
á einhvern hátt. Glóðarauga einn daginn, sprungin
vör hinn daginn. Marblettir og tognaðir útlimir. Af-
sakanir Jan og útskýringar eru jafnan afar lang-
sóttar. Þetta vekur grunsemdir og kann að tengjast
sérkennilegri hegðun Jan um borð. Í ljós kemur að
eiginkona Jan, Bente, beitir hann líkamlegu ofbeldi
en bæði voru þau eitt sinn upprennandi óp-
erusöngvarar en lögðu bæði starfið á hilluna. Þess-
ir gömlu óperudraumar hvíla eins og mara á þeim
báðum. Eins og áður segir leitar Jan sér að lokum
hjálpar en kerfið reynist eiga erfitt með að bregð-
ast við þessu tiltekna vandamáli, auk þess sem sem
Jan skammast sín fyrir að viðurkenna raunveruleg-
ar kringumstæður sínar. Afleiðingin er sú að hann
endar í meðferðarhópi fyrir ofbeldishneigða karl-
menn, menn sem hlotið hafa dóma fyrir ofbeldi
gegn konum. Þar situr Jan reglulega fundi og þarf
vitanlega að villa á sér heimildir. Hann skapar sér
eins konar hliðarsjálf sem er fullkomin andhverfa
hans raunverulega persónuleika. Í meðferðartím-
unum talar Jan um sjálfan sig sem hinn valdamikla
og ofbeldisfulla karlmann sem reglulega sýnir
Bente hvar Davíð keypti ölið. Þá tekst vinskapur
milli Jans og tveggja annarra karlmanna sem
sækja meðferðartímana og hérna slær myndin
ítrekað á létta strengi. Vandræðaskapur Jans með-
al fautanna er bráðfyndinn. Hjónabandsólgan
breytist þó lítið og Jan heldur áfram að vera fórn-
arlamb ofbeldis. Söguþráðurinn tekur svo um-
skiptum þegar félagar Jans úr meðferðinni kynn-
ast Bente og falla kylliflatir fyrir henni. Fautarnir
eru vitanlega sannfærðir um að hún sé fórnarlamb
hins geðstirða Jans. Þegar hingað er komið sögu er
framvindan orðin farsakennd í meira lagi og tvær
grímur kunna að hafa runnið á suma áhorfendur
hvað varðar umfjöllun myndarinnar um efni sem
hefur býsna alvarlegar skírskotanir.
Svartur húmor
Hvar annars staðar en í norrænni mynd væri tekið
á efni sem þessu? Söguþráður og efnistök Til døden
os skiller vekja ýmsar spurningar. Ekkert útilokar
sjálfkrafa gamanmynd um heimilisofbeldi en þegar
líður á mynd þeirra Papriku Steen og Anders
Thomas Jensen er augljóst að verkið er alvarlega
vanhugsað. Viðsnúningurinn á lögmálinu um að
það séu venjulega karlmenn sem berja konur en
ekki öfugt, verður aðalbrandari myndarinnar, og
þar með er gefið í skyn að þessi tegund heimilis-
ofbeldis sé hreint aðhlátursefni, og því ekki vanda-
mál í sjálfu sér. Þegar hjónin sameinast að lokum,
líkt og endalok rómantískrar gamanmyndar kveða
á um, biðst Jan afsökunar á meintri andlegri kúgun
sinni en Bente segir sjálf ekki orð um hegðun sína.
Hún horfist ekki í augu við ofbeldið sem hún hefur
framið. Þannig tekur myndin í vissum skilningi
þátt í að þagga vandamálið sem skírskotað er til,
sem er raunverulegt vandamál þótt lítið fari fyrir
því í samfélagsumræðunni, en mjög algengt er ein-
mitt að litið sé framhjá ofbeldismálum í garð karla
þar sem fórnarlambshlutverkið passar illa við
ríkjandi hugmyndir um karlmennsku. Að áhorfi
loknu þarf ekki annað en að snúa kynjahlutverk-
unum við í huganum til að hugmyndafræðileg
vandamál söguþráðarins verði augljós. Til døden os
skiller rennur liðlega áfram, fagmennskan er alls-
ráðandi, en þegar upp er staðið spyr áhorfandi
spurninga um dómgreind aðstandenda. Aðal-
hlutverkin eru í höndum Lars Brygmann og Sidse
Babett Knudsen og sem hin stríðandi hjón sýna
þau bæði stórleik, einkum Lars sem kemur miklu á
framfæri með úthugsuðum taugaveiklunarkippum.
Hlutverk Sidse Babett er að sumu leyti eilítið van-
þakklátt en hún stígur inn í hlutverkið alls óhrædd
við að takast á við þá ýktu og mikilfenglegu takta
sem það krefst. Handritshöfundur myndarinnar er
hinn afkastamikli Anders Thomas Jensen en hann
er nátengdur endurreisn danskrar kvikmynda-
gerðar á liðnum áratug. Anders Jensen hefur skrif-
að fyrir leikstjóra á borð við Lone Scherfig og Sus-
anne Bier, auk þess að leikstýra sjálfur myndum á
borð við hina ágætu Adams æbler (Epli Adams).
Til døden os skiller er athyglisverð en eins og áður
segir þá fer hún sérkennilega og afar umdeilanlega
leið að efninu.
Kúgaði karlinn
Ný gamanmynd eftir danska leikstjórann Paprika
Steen gerir heimilisofbeldi að viðfangsefni en út
frá óvenjulegu sjónarhorni, það er nefnilega eig-
inkonan sem lemur karlinn. Til døden os skiller
heitir myndin sem er um margt forvitnileg en í
senn umdeilanleg þar sem hún tekur þátt í að
þagga niður umræðuna um viðfangsefnið.
Sá barði Lars Brygmann leikur hinn lamda eiginmann með úthugsuðum taugaveiklunarkippum.