Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 5
földun á bókmenntasögunni en eft- ir tiltölulega skýrar línur í bók- menntum níunda áratugarins – þar sem sumir héldu sig við raunsæis- legar frásagnarbókmenntir á með- an aðrir notuðu ljóðrænu og fant- asíu til þess að koma sögunni til skila – þá tók við tímabil sem erf- iðara er að festa hendur á, enda stundum sagt að allt hafi orðið leyfilegt á tíunda áratugnum. Það þýðir ekki aðeins að bókmennta- greinar sem áður þóttu lítils virði fengju fullan þegnrétt í bók- menntaheiminum heldur einnig að ólíkar bókmenntagreinar tóku að skarast með fjölbreyttari hætti. Glæpasagnabylgjan íslenska, sem segja má að hafi byrjað með fyrstu bók Arnaldar Indriðasonar, Sonum duftsins, árið 1997, er þannig dæmi um það hvernig nýjar leiðir opn- uðust í bókmenntalandslaginu, en rúmum tíu árum áður hafði Thor Vilhjálmsson gefið út Grámosinn glóir sem er söguleg skáldsaga sem dregur sífellt í efa möguleika sína á að varpa ljósi á sannleika hinna sögulegu viðburða en nýtir módernískra fræðimanna á borð við Jacquez Derrida, Michel Fou- cault, Jean-François Lyotard og Jean Baudrillard, enda séu þær orðnar þeim jafn handgengar og tilvistarstefna Jean-Paul Sartres og félaga hafi verið rithöfundum um og upp úr miðri síðustu öld. Hér á landi hefur mátt sjá glitta í kenningar um hið póstmódern- íska ástand í bókmenntum. Nefna mætti bækur eftir Hallgrím Helga- son, Rögnu Sigurðardóttur, Mikael Torfason, Hermann Stefánsson, Kristínu Eiríksdóttur og Ófeig Sig- urðsson. Hér virðist samt ekki vera jafn mikið svigrúm til rót- tækra tilrauna og víða ann- arsstaðar. Nefna mætti til sam- anburðar höfunda eins og Ali Smith í Bretlandi, Héléne Cixous í Frakklandi og David Foster Wal- lace í Bandaríkjunum, sem öll hafa til dæmis unnið með afbyggingu í verkum sínum. Tími hins óljósa Sjálfsagt sakna ekki margir rót- tækra formtilrauna í íslenskri sagnagerð – þótt sumir telji þær lífakkeri hennar – og það væri al- rangt að halda því fram að til- breytingarleysi eða lognmolla hafi ríkt í bókmenntum hérlendis und- anfarin ár. Spurningarnar sem módernisminn vakti um eðli og hlutverk skáldskaparins eru bráð- lifandi í bókmenntum samtímans. Og aðferðir hans hafa gert skáld- söguna að öflugra tæki til að sýna og greina menningarástandið. Þetta eru því spennandi tímar. En hvaða mynd sýna bókmennt- irnar af samtímanum? Hver er greining þeirra á sjúkdóms- einkennunum? Ætlunin er að svara þessum spurningum í nokkrum greinum næstu laugardaga. Einu getum við þó slegið föstu strax: Bókmennt- irnar glíma nú við stórar spurn- ingar um veruleika sem virðist vera að hverfa, siðferði sem virðist vera á undanhaldi, pólitík sem virðist hafa minni og minni þýð- ingu í samfélaginu, hugmyndafræði sem virðist yfirgnæfa alla hugsun, menningu sem virðist ekki ná utan um sjálfa sig, tíma sem virðast óljósir að nánast öllu öðru leyti en því að okkur líður herfilega vel. sér um leið frásagnartækni glæpa- sagna. Þessi skörun hefur sett sífellt meira mark á bókmenntirnar síðustu ár. Allt fram undir lok síðustu aldar virtust vera til tvær ólíkar tegundir bókmennta. Annars vegar bókmenntir sem voru ekki mjög uppteknar af því sem við get- um kallað bókmenntaleika, til dæmis skáldsögur sem nýttu hinn raunsæislega frásagnarhátt án efa- semda um eða truflunar á miðlun sögunnar. Hins vegar bókmenntir sem voru uppfullar af athugasemd- um um miðlun sína, um tengsl skáldskaparins og veruleikans, orða og hluta. Slíkar bókmenntir hafa verið kallaðar sjálfsögur (e. metafiction) enda uppteknar af sjálfum sér, aðferðum bókmennt- anna og aðkomu þeirra að veru- leikanum og skynjun okkar á hon- um. Núna eru þessi skil svo gott sem horfin. Pælingar um mörk skáldskapar og sannleika, tilurð sögunnar, stöðu og virkni höfund- arins í verkinu og svo framvegis eru orðnar að sjálfsögðum hlut í hvaða skáldsögu sem er. Þetta eru módernísk einkenni, hluti af fram- úrstefnu síðustu aldar, sem þykja nú ekkert tiltökumál í raunsæis- legri frásögn. Að vísu hafa höf- undar íslenskra afþreyinga- bókmennta ekki nýtt sér þessa frásagnarlegu möguleika nema í litlum mæli sem er ef til vill ástæða þess að þær hafa ekki enn hlotið fulla viðurkenningu. Þessar breytingar koma heim og saman við það að eitt af helstu um- fjöllunarefnum íslenskra frásagn- arbókmennta undanfarin ár er ein- mitt skörun eða tengsl skáldskapar og veruleika. Þetta þarf ekki að koma á óvart vegna þess að fræða- heimurinn, ekki síst sá hluti hans sem fæst við að lýsa menningar- ástandi samtímans, hefur verið mjög upptekinn af hugmyndinni um veruleikann og möguleikum tungumálsins til að lýsa honum, en einnig afbyggingu hans og hvarfi. Richard Bradford heldur því fram í nýrri bók um breskar sam- tímaskáldsögur, The Novel Now (2007; úr henni hef ég vitneskjuna um greinar Lodge) að skáldsagna- höfundar nú um stundir nýti sér markvisst kenningar póst- hins óljósa Stórar spurningar Bókmenntirnar glíma nú við stórar spurningar um veruleika sem virðist vera að hverfa, siðferði sem virðist vera á undanhaldi, pólitík sem virðist hafa minni og minni þýðingu í samfélag- inu og þannig mætti áfram telja. Rithöfundurinn verður að hafa sig allan við. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 5 HEYRNARÞJÓNUSTA                ! "#"$ %&'()'*+,-(.)' %&'()'/%'(0 %&'()'1+- '2 .345 (  6  777$"$ 8 1       ! Dot er góður punktur fyrir þá sem vilja heyra vel. Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki semmeð nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað. Hringdu og láttu okkur fræða þigmeira um þessa undraverðu tækni. Heimsins minnstu heyrnartæki koma frá ReSound . . . . . . . . . . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.