Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 11
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Danska skáldsagan Sá semblikkar er hræddur við dauð-
ann eftir Knud Romer, sem nú er
komin út í íslenskri þýðingu Höllu
Sverrisdóttur hjá Máli og menn-
ingu, vakti at-
hygli og úlfúð í
heimalandi höf-
undarins þegar
hún kom út,
enda byggir
hann söguþráð-
inn á eigin upp-
vexti í litlu þorpi
nálægt þýsku
landamærunum
og þykir afar
óvæginn gagnvart því umhverfi
sem hann er sprottinn úr.
Drengurinn Knud á ekki sjö
dagana sæla á bernskuárum sín-
um; þýsk móðir hans verður fyrir
ofsóknum bæjarbúa vegna þjóð-
ernis síns og Knud má þola gegnd-
arlaust einelti annarra barna. Saga
fjölskyldunnar er samofin tíð-
arandanum og fortíðin fylgir fólk-
inu eins og dimmur skuggi.
Dagbók góðrar grannkonu eftirnóbelsskáldið Doris Lessing
er komin út í þýðingu Þuríðar Bax-
ter. Bókin kom fyrst út árið 1983
en í íslenskri þýðingu 1988 og er
nú endurútgefin hjá JPV-útgáfu.
Bókin segir sögu
Jane Somers sem gegnir
ábyrgðarstöðu og hefur alltaf
hugsað mest um starf sitt og útlit
en þegar hún
horfir á eftir
manni sínum og
móður í gröfina
verður henni
ljóst að samband
hennar við annað
fólk er reist á
sandi. Allt breyt-
ist þegar hún
kynnist af til-
viljun aldraðri
grannkonu sinni, Maudie, sem hef-
ur frá unga aldri þurft að berjast
hart fyrir tilveru sinni og rétt-
indum. Jane axlar smám saman
meiri ábyrgð á Maudie gömlu og
kjörum hennar og kynni þeirra
verða afdrifarík; Jane öðlast
þroska til að endurskoða líf sitt og
gefa því tilgang handan sýnd-
armennsku og sjálfumgleði.
Doris Lessing fæddist árið 1919.
Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum 2007 eftir langan höfund-
arferil sem hófst 1950 þegar skáld-
sagan Grasið syngur var gefin út í
Bretlandi.
Út er komin, hjá bókaforlaginuBjarti, spennusagan Ekki
sjón að sjá eftir Robert Goddard.
Bókin kemur út í
kilju.
Á heitum sum-
ardegi í Aven-
bury árið 1981
var tveggja ára
stúlku, Tamsin
Hall, rænt þar
sem hún var á
leið í skógarferð
með fóstru sinni.
Sjö ára systir
hennar varð fyrir bíl ræningjanna
og dó. Eina vitnið að þessum
hörmulegu atburðum var David
Umber, ungur doktorsnemi sem
staddur var á kaffihúsi skammt
þar frá. Hann hafði átt stefnumót
við ókunnan mann sem sagðist
geta veitt honum áður óþekktar
upplýsingar sem vörðuðu dokt-
orsverkefni Davids. Maðurinn kom
aldrei og David heyrði aldrei frá
honum aftur. Tamsin Hall fannst
heldur aldrei.
Árið 2004, 13 árum síðar, fær
rannsóknarlögreglumaðurinn
George Sharp bréf sem verður til
þess að hann ákveður að taka upp
rannsókn málsins að nýju og
freista þess að komast að því hvað
varð um Tamsin Hall. En sum mál
eru kannski betur gleymd og graf-
in.
BÆKUR
Knud Romer
Robert Goddard
Doris Lessing
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Fyrsti þáttur Mannaveiða var sýndur íRíkissjónvarpinu síðastliðið mánudags-kvöld. Þættirnir eru byggðir á glæpa-sögunni Aftureldingu eftir einn af upp-
hafsmönnum íslensku krimmabylgjunnar, Viktor
Arnar Ingólfsson. Sveinbjörn I. Baldvinsson
skrifar handritið og virðist af fyrsta þætti að
dæma ætla að fylgja bókinni nokkuð nákvæm-
lega. Ein grundvallarbreyting hefur þó verið
gerð; annar lögreglumannanna sem eru í aðal-
hlutverki, Birkir, er ekki Víetnami að uppruna
eins og í bókinni heldur Íslendingur í húð og hár.
Hann er leikinn af Gísla Erni Garðarssyni en
Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk félaga
hans, Gunnars.
Líkt og í öllum krimmum eru lögreglumenn-
irnir þungamiðja sögunnar. Það ríður því á að vel
takist til við persónusköpunina. Þeir Gunnar og
Birkir eru ólíkir, eins og vera ber, Gunnar er
harði naglinn með kæruleysislega brosið en Birk-
ir alvarlega týpan með stífu hárgreiðsluna. Sam-
starf þeirra fer illa af stað en það á eftir að smella
saman ef formúlunni verður fylgt. Áhorfendur
kannast við þessa uppskrift úr Glæpnum danska.
Þar fékk samband lögreglumannanna hins vegar
dramatískan endi um það bil sem traust og vin-
skapur voru að myndast á milli þeirra.
Álitsgjafar, sem Morgunblaðið leitaði til í vik-
unni, höfðu sumir orð á stirðum leik í fyrsta þætt-
inum. Þetta átti meðal annars við um Gísla Örn.
Eins og álitsgjafarnir bentu á hefur það löngum
verið einn helsti galli íslenskra sjónvarpsþátta og
kvikmynda að leikur er of stílfærður og stór, of
sviðslegur. Hér mætti taka Dani til fyrirmyndar
sem hafa aðdáunarvert vald á realískum og fín-
legum leik enda byggt á langri og blómlegri hefð.
Ólafur Darri sýndi hins vegar mjög sannfær-
andi leik í fyrsta þættinum. Mótun persónunnar
var skýr og áhugaverð – líklega hjálpar það til að
hún liggur fyrir í bókinni sem byggt er á.
Íslenski krimminn fylgir þeirri hefð að hafa
þann eða þá sem rannsaka glæpinn í forgrunni.
Hin leiðin – að segja söguna út frá sjónarhorni
glæpamannsins – hefur einkum verið farin í
bandarískum glæpasögum, til dæmis í klass-
ískum bókum á borð við The Postman Always
Rings Twice eftir James M. Cain og The Tal-
ented Mr. Ripley eftir Partricia Highsmith sem
báðar hafa verið kvikmyndaðar. Í Aftureldingu
Viktors Arnar er lýst inn í hugskot glæpamanns-
ins í skáletruðum innskotsköflum sem hafa verið
allalgengir í íslenskum krimmum. Þessum inn-
skotum er ekki haldið í sjónvarpsþáttunum,
kannski sem betur fer því þau bæta afar litlu við
ágætt plottið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvert framhaldið
verður á Mannaveiðum. Vonandi kveikir það
áhuga á frekari krimmaframleiðslu í sjónvarpi
enda frábært sjónvarpsefni. Glæpasagan hefur
reynst áhugaverður spegill íslensks samtíma en
það er einmitt það sem góður fjölmiðill á að vera.
Mannaveiðar og Afturelding
» Það ríður því á að vel takist til
við persónusköpunina. Þeir
Gunnar og Birkir eru ólíkir, eins
og vera ber, Gunnar er harði
naglinn með kæruleysislega
brosið en Birkir alvarlega týpan
með stífu hárgreiðsluna.
ERINDI
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
K
anadíski rithöfundurinn og blaða-
konan Naomi Klein vakti mikla
athygli með fyrstu bók sinni, No
Logo: Taking Aim at the Brand
Bullies, sem út kom um árþús-
undamótin. Enda ekki að furða,
þarna var á ferðinni herskátt rit eftir ungan höf-
und sem gagnrýndi harðlega þá hröðu þróun í átt
að fyrirtækjavæðingu mannlífsins sem að mati
Klein var og er bersýnileg í samtímanum. Höf-
undur tók til umfjöllunar sókn fyrirtækja inn á
ýmis þau svið hversdagslegs lífs í N-Ameríku sem
áður höfðu verið látin í friði, a.m.k. ekki undirlögð
af auglýsingum, og það hvernig ímyndasköpun og
auglýsingar hafa í vissum skilningi tekið að ryðja
veruleikanum úr sessi. Klein benti á að vörumerk-
ið hafi smám saman orðið mikilvægara en sjálf
varan, að hluta til vegna þess að rétta ímyndin
margfaldar prísinn. En slík hagfræði er ekki það
sem Klein var í raun uppsigað við heldur það sem
kemur í ljós þegar gægst er að baki vörumerkinu
og forvitnast um framleiðsluaðstæðurnar. Þá birt-
ist heldur óskemmtileg mynd. Þetta þekkir fólk
svo sem í dag, heilmikil vakning hefur orðið um
börn og fullorðna sem í fátækum löndum þræla
við ömurlegur aðstæður við að útbúa lúxusvarn-
inginn okkar, en bók Klein átti einmitt þátt í fjöl-
miðlavakningunni um þetta málefni á sínum tíma.
Þá var sá félagslegi „samningur“ sem framan af
öldinni hefur legið samskiptum vinnuveitenda og
starfsfólks í Bandaríkjunum til grundvallar tek-
inn að ótryggjast mjög á níunda og tíunda ára-
tugnum, og að mati Klein var honum í raun sagt
upp einhliða af hálfu fyrirtækja. Í þessari fyrstu
bók sinni er Naomi Klein þannig að reyna að
varpa ljósi á þá undarlegu staðreynd að á sama
tíma og fyrirtæki breiddu úr sér í ímyndaheim-
inum voru þau einnig í auknum mæli að yfirgefa
bandarískan raunheim með því að flytja fram-
leiðslustörf úr landi.
Jafnvel mætti segja að ekki sé nógu sterkt til
orða tekið þegar því er haldið fram að bókin hafi
„vakið athygli“ – No Logo var í senn rökrétt af-
leiðing and-hnattvæðingarhreyfingarinnar sem
hafði verið að sækja í sig veðrið áratuginn á undan
og innblástur fyrir áframhaldandi gagnrýni (bók-
in varð því eins konar vörumerki hreyfinga sem
voru gagnrýnar á hnattvæðinguna). En þannig
öðlaðist Klein bæði viðurkenningu og frægð með
sinni fyrstu bók (sem var ekki óumdeild en rann
út eins og heitar lummur) og þótt nokkur bið hafi
verið eftir annarri bók hefur hún haldið ótrauð
áfram starfi sínu sem mikilvægur og margverð-
launaður rannsóknarblaðamaður. Skrif hennar
hafa undanfarin ár birst reglulega í bandarískum
tímaritum á borð við Harpers og Nation auk þess
sem hún skrifar reglulega fyrir dagblöð í heima-
borg sinni, Toronto.
En undir lok síðasta árs kom út önnur bók eftir
Klein, eftirleikurinn að No Logo, sem nefnist The
Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism
og fjallar um það hvernig þjóðfélagsleg áföll hafa í
gegnum tíðina verið notuð til að greiða leiðina fyr-
ir gagngerar umbreytingar á samfélagsgerðinni,
breytingum sem jafnan eru keyrðar í gegn af
hagsmunaðilum og miðast án undantekninga við
markaðsvæðingu, það að skapa vinsamlegt um-
hverfi fyrir rekstur alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Naomi Klein skoðar sögu efnahagslegra umbreyt-
inga í Suður-Ameríku, Afríku og í Austurlöndum
og myndin sem hún dregur upp er á köflum æði
óhugnanleg, ekki síst það sem hún hefur að segja
um tilraunir Bandaríkjamanna og nýíhaldsins til
að breyta Írak í paradís kapítalistans (vart þarf að
minnast á skipbrot þeirra hugmynda).
Verkið ber svip af aðferðafræði forverans því
hér er aðferðum rannsóknarblaðamannsins
blandað saman við öfluga hugmyndafræðilega
greiningu og gagnrýni. En líkt og í fyrri bókinni
kýs Klein að treysta ekki alfarið á vinnu annarra
eins og hún birtist í formi tölfræðilegra upplýs-
inga og skýrslna heldur ferðast höfundur á milli
þeirra staða sem fjallað er um.
Hún virðir fyrir sér umhverfið,
tekur viðtöl við fólk og gefur sér
tíma til að kynnast lífi þess og
skoðunum. Þannig má kannski
segja að tölfræðilega hliðin sé sett í
beina samræðu við þann áþreif-
anlega veruleika sem blasir við
þeim sem kynnast ástandinu „á
jörðu niðri“. Hér er ekki verið að
gefa í skyn að vinnuaðferð Klein sé
huglæg eða ófullnægjandi sam-
kvæmt akademískum stöðlum –
hún er jafnan með staðreyndir á
hreinu og vísar til traustra heim-
ilda til að styðja fullyrðingar. Það
að hún hafi ferðast til Jakarta (við
ritun No Logo) og Bagdad (við rit-
un nýju bókarinnar) – svo aðeins sé
vísað til tveggja staða sem koma
við sögu þessa víðförla rithöfundar
– er ekki fjarvistarsönnun fyrir
akademísk vinnubrögð heldur
frekar eins konar viðbót eða út-
víkkun á hefðbundnum ramma
þeirra.
Skálkaskjól fyrir
markaðsumbætur
Klein skoðar efnahags- og sam-
félagssögu undanfarinna áratuga
gagnrýnum augum og leggur til at-
lögu við þá hugmyndafræði sem
kjarnaðist á hvað eftirminnileg-
astan máta í slagorði Francis
Fukuyama um „endalok sög-
unnar“, þ.e.a.s. að eftir hrun Sov-
étríkjanna hafi hugmynda-
fræðilegu kapphlaupi heimsins
lokið og kapítalisminn komið fyrst-
ur í mark. Með vísun til Hegels
vildi Fukuyama halda því fram að
heimsandinn hefði numið staðar,
stigið niður af farskjóta sínum og
hreiðrað um sig eins og blóm í eggi
á Wall Street. Um frekari framþróun yrði ekki að
ræða, a.m.k. ekki í grundvallaratriðum. Klein
bendir hins vegar á að alvarlegt misgengi megi
greina í framrás kapítalismans á heimsvísu á liðn-
um áratugum, og þar vísar hún sérstaklega til
Miltons Friedmans, eins áhrifamesta hugmynda-
smiðs íhaldshreyfingarinnar á síðari hluta tutt-
ugustu aldar. En hugmyndin að baki „áfalla-
kapítalisma“ er einmitt rakin til Friedmans,
a.m.k. að hluta, en þar er gengið út frá því sem
vísu að það sé í kjölfar þjóðfélagslegra hörmunga,
þegar almenningur er í losti og stjórnkerfi jafnvel
lamað, sem sóknarfæri skapist, að þetta sé í raun
afar heppilegur tími til að knýja fram breytingar
(„markaðsumbætur“) sem einmitt séu svo stór-
tækar, róttækar og vafasamar að undir venjuleg-
um kringumstæðum væru þær aldrei teknar í
mál. Dæmi um svona lagað eru mýmörg, Klein
skoðar ástandið í Chile eftir morðið á Allende,
Austur-Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna, New
Orleans eftir fellibylinn Katrínu og Írak eftir inn-
rásina. Þetta er metnaðarfull bók, hún er afar
skemmtileg aflestrar og reynist merkileg af-
hjúpun á orðræðu óhefts markaðskapítalisma.
Áfallahjálp
Undir lok síðasta árs kom út ný bók eftir Naomi
Klein, eftirleikurinn að kunnri bók hennar, No
Logo, sem nefnist The Shock Doctrine: The Rise
of Disaster Capitalism og fjallar um það hvernig
þjóðfélagsleg áföll hafa í gegnum tíðina verið
notuð til að greiða leiðina fyrir gagngerar um-
breytingar á samfélagsgerðinni.
Klein „Þetta er metnaðarfull bók, hún er afar skemmtileg af-
lestrar og reynist merkileg afhjúpun á orðræðu óhefts markaðs-
kapítalisma,“ segir Björn Þór um The Shock Doctrine.