Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 13
Eftir Einar Má Guðmundsson
1809@simnet.is
IGamlir rithöfundar eru góðir, dauðireru enn betri og þeir sem hafa farið íhundana eru langbestir. Ég tala núekki um ef þeir eru bæði dauðir og
hafa líka farið í hundana, þá er allt full-
komnað og ekki bara fullkomnað heldur full-
komið.
Nei, ég er ekki að segja mína skoðun,
heldur spyr ég ykkur, áhorfendur góðir, haf-
iði horft á bókmenntaþáttinn Kiljuna? Þetta
virðist vera helsti boðskapur þáttarins gagn-
vart rithöfundum samtímans og ritlist lið-
innar aldar.
Að því sögðu vil ég taka það fram að mér
líkar þátturinn ágætlega. Stjórnandinn er
glaðvær og skemmtilegur og tekur oft góð
viðtöl. Leyfið mér að nefna umfjöllunina um
Klepp, viðtöl við Héðin Unnsteinsson, Óttar
Guðmundsson og Bill Holm og sömuleiðis
gott spjall við heimspekinginn Zizek. Og
fleira mætti telja. Þetta er með öðrum orð-
um kærkominn þáttur og langþráður.
En hvað eftir annað kemur upp sú um-
ræða hjá stjórnandanum og álitsgjöfum hans
að rithöfundar nútímans séu ekki bara léleg-
ir heldur hreinlega leiðinlegt fólk og lítilsiglt
og þjáist ekki nógu mikið af kvillum sem rit-
höfundar eiga að þjást af. Það er ekki einu
sinni hægt að taka viðtöl við rithöfundana,
þeir hafa svo litlu að miðla, svo búa þeir
jafnvel í Grafarvoginum og eiga börn.
Ja, hugsa sér! Öðruvísi mér áður brá,
fussar kvenpersónan í þættinum, og myndi
spýta út í horn sæti hún í baðstofu. Faulk-
ner, segir hún, hann sagði að rithöfundar
ættu að búa á hóruhúsum og þá bætir hinn
glaðbeitti stjórnandi við að annar frægur
höfundur hafi tekið á móti blaðamönnum á
náttfötum. Já, hvílík snilld!
Sjáið svo þessa nútímahöfunda, þeir hafa
ekkert að segja, bara þessir dauðu og þessir
gömlu og allir þeir sem fóru í hundana. Af
hverju fara þessar umræður ekki fram á
miðilsfundum eða kannski á hóruhúsi þar
sem menn ræða málin í náttfötum? Þangað
gætu allir glötuðu snillingarnir mætt, vitru
rónarnir, taóísku klósettverðirnir og allar
hinar klisjurnar.
Vigdís Grímsdóttir orðar þetta vel í pistli í
DV: “það er ótrúlega rómantískt glimm-
erpjattið yfir tali fólks í dag um svelti rithöf-
unda, fyllirí, hark og eilífðarsnilli; það er
líka gott að sitja í bólstruðum nútímastól-
unum, strjúka eigin vömb, vagga sér í lend-
unum með stjörnur í augunum og sakna fá-
tæktar annarra“.
Já, rétt hjá þér Vigdís, það er í rauninni
ótrúlegt að þessi viðhorf skuli vera jafn
inngróin um það bil hálfri öld eftir að Hall-
dór Laxness skrifaði Skáldatíma og Íslend-
ingaspjall og endurminningabækurnar auk
margra stórmerkra ritgerða um nákvæm-
lega þetta efni, þessar gömlu hugmyndir
rómantíkurinnar um listamanninn sem lít-
illækkaðan borgara, bóhem, já í rauninni
aula sem borgararnir geta spottað úr bólstr-
uðum nútímastólunum.
Rithöfundar 20. aldar höfnuðu algjörlega
þessum viðhorfum og börðust gegn þeim af
alefli. Halldór Laxness eyddi gríðarlegu
púðri í að afhjúpa þessa afmennskun skálds-
ins. Hann skrifaði ótal greinar, um einmitt
hvernig hráslagaleg rónadýrkunin lék marg-
an góðan dreng, til dæmis Jóhann Sig-
urjónsson og Stein Steinarr. Hemingway
boðaði vinnusemi, öguð vinnbrögð, þó hann
skemmti sér á milli, Günter Grass setti fram
það viðhorf að rithöfundurinn væri einsog
hver annar borgari og Gabriel Garcia Mar-
quez var þeirri stundu fegnastur þegar hann
eignaðist rafmagnsritvél, hljóðlausa.
Það er stórfurðulegt að í upphafi 21. ald-
arinnar sitji enn fólk í hægindum sínum og
smjatti á þessum gömlu lummum, uppfullt
af auladýrkun í stíl við úr því að þeir kross-
festu þig kristur hvað gera þeir við ræfil
einsog mig, með fullri virðingu fyrir þeirri
ágætu línu úr ljóði Vilhjálms frá Skáholti.
Spurningin er: Eiga íslenskir rithöfundar að
vera einhverjir eymdarlegir sýningargripir
sem leika Job úr Jobsbók Biblíunnar til að
hlæja megi að þeim í sjónvarpsþáttum eða
er hér ekkert annað á ferðinni en sú yf-
irborðsmennsku sem nú ræður ríkjum?
Ég held að barnið í Nýju fötin keisarans
ætti ekki í vandræðum með að sjá það, en
ég er kannski jafn vitlaus og barnið í æv-
intýrinu, enda bý ég í Grafarvoginum og
segi bara einsog skáldið og læknirinn Willi-
am Carlos Williams: Það er fátt fréttnæmt í
ljóðum. Engu að síður deyja margir á öm-
urlegan hátt vegna skorts á því sem þar er
að finna.
IIÞetta sem birtist hér að ofan erpistill sem ég flutti í þættinumMannamál sem er í umsjón Sig-mundar Ernis Rúnarssonar á
Stöð tvö, en annan hvern sunnudag flyt ég
slíka pistla. Hinn sunnudaginn sér nafni
minn Einar Kárason um að halda uppi fjör-
inu.
Ljóðum eru takmörk sett, orti Sigurður
Pálsson og það eru pistlum líka, þeir mega
ekki vera lengri en þeir eru. Stundum eiga
þeir jafnvel að vera styttri en Sigmundur
Ernir er umburðarlyndur maður, og auk
þess skáld, og einnig sekur um að búa í
Grafarvoginum og því væntanlega ekki
gjaldgengur inn í þessi skrýtnu samtök sem
snúast um betri byggð bókmenntanna.
Nú þegar þetta er komið inn á síður Les-
bókarinnar, vegna þess hve margir hafa
komið að máli við mig einsog sagt er í for-
setaframboðunum, dettur mér svolítið annað
í hug, og það er tónlist. Einn af mínum eft-
irlætisskríbentum um tónlist er Árni Matt-
híasson. Hann skrifar í Morgunblaðið einsog
alþjóð veit. Hann skrifar líka oft fínar grein-
ar um bækur. Bæði finnst mér gaman að
lesa ef Árni skrifar um eitthvað sem ég
þekki í tónlist, en ekki síður ef hann skrifar
um eitthvað sem ég þekki ekki. Ég held að
mér myndi bregða alveg rosalega ef ég sæi í
grein eftir Árna Matthíasson að ekki væri
hægt að ræða við nema gamla tónlist-
armenn, því þeir yngri hefðu ekkert að
segja, þeir kæmu bara úr bílskúrum út-
hverfanna og ættu alveg eftir að sleikja
rennusteininn niðri í bæ.
Come on! Það myndu allir hrista höfuðið
og sjá hvílíkt bull væri á ferð ef svona væri
skrifað um tónlistarmenn, en svona sleggju-
dómum þykir alveg sjálfsagt að slengja fram
um rithöfunda frammi fyrir alþjóð og það
ekki bara einu sinni einsog fyrir slysni held-
ur ítrekað. Ég veit ekki hvort þetta fólk er
að rugla einhverri borgarmálaumræðu við
bókmenntir og ætla ekki að fara að þræta
um það, enda má mér vera slétt sama.
Mig langar hins vegar að víkja örlítið að
hóruhúsi Faulkners. Faulkner talaði um
hóruhús á kvöldin og eyðieyju á daginn, sem
auðvitað er líkingamál yfir jafnvægislist
samfélagslegrar þátttöku og þess næðis sem
ritstörf krefjast, en kvenpersónan í Kiljunni
sleppir eyðieyjunni en nefnir bara hóru-
húsið, af einhverjum ástæðum. Ég byði ekki
í íslenskar bókmenntir ef það væri helsta
metnaðarmál íslenskra rithöfunda að hanga
á barnum hjá Geira á Goldfinger eða svip-
uðum stöðum án þess að ég ætli að fara
blanda mér í umræðuna um vændi eða bæj-
armál í Kópavogi.
Mig langar bara að segja að hvorki lifn-
aðarhættir rithöfunda né búseta þeirra er
mælikvarði á verk þeirra. Eini mælikvarðinn
á verk þeirra eru verkin sjálf. Alfred Döblin
var hlédrægur ráðuneytisstarfsmaður sem
skrifaði magnaðar sögur um utangarðsmenn
í skáldsögunni Berlin Alexanderplatz. John
Steinbeck datt hins vegar í það með ut-
angarðsmönnunum, og skrifaði bækur eins-
og Kátir voru karlar og Ægisgötu, Tortilla
Flat og Cannery Row. Útkoman er stórkost-
leg hjá þeim báðum.
Þetta vildi ég sagt hafa, svo aftur sé vísað
í William Carlos Williams. Ég gæti auðvitað
yppt öxlum og leitt þetta hjá mér; og sjálf-
sagt væri það betra fyrir mig persónulega.
Hér er hins vegar um slík grundvallarsjón-
amið að ræða að ég tel fulla ástæðu til að
koma þeim á framfæri. Ég er bara að verja
heiður minnar stéttar. Ég vil ekki láta þá
sem sakna einskis nema fátæktar okkar
vera eina um að hafa orðið. Ég lýk þessu því
með tilvitnun í einn af tölvupóstunum sem
mér barst í tilefni af pistli mínum, en hún
hljómar svo: „Svo verður þú að sjálfsögðu að
huga að flutningi úr Grafarvoginum. Hefur
þér ekki dottið í hug hversu flott það væri
fyrir þig að búa í tjaldi og safna skeggi?!“
Grafarvogurinn Skyldu vera skrifaðar bækur í þessum húsum?
Höfundur er rithöfundur.
Það er flott að búa í tjaldi
og safna skeggi