Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Jón Snorrason
G
erður fæddist fyrir 80
árum á Neskaupstað.
Það virðist sem hún
hafi sem barn búið
yfir mikilli sköp-
unargleði og sköp-
unarþrá og bæði meðvitað og ómeð-
vitað vitað hvað hún vildi með líf sitt.
Það var að lifa fyrir listina. Sterkur
vilji og einbeittur listaáhugi knúðu
hana áfram á braut sem alls ekki all-
ir í hennar nánasta umhverfi voru
sannfærðir um að væri nokkurt vit í.
Þetta kom vel fram þegar fjöl-
skyldan var flutt til Reykjavíkur og
pabbi Gerðar ætlaðist til að hún inn-
ritaði sig í Menntaskólann í Reykja-
vík en hún gekk fram hjá honum og
upp í Myndlista- og handíðaskóla og
skráði sig í nám þar án þess að ráð-
færa sig áður við foreldra sína.
Hvernig skyldi sköpunargleðin
vera til komin hjá Gerði? Var það
samfélagið og umhverfið sem hún
ólst upp í, var það samvera hennar
við afa sinn í trésmíðaverkstæði
hans, var það tónlistargáfa pabba
hennar eða eitthvað allt annað?
Mamma Gerðar og systkini hennar
bjuggu líka yfir sköpunargáfu og
voru eins og hún mjög handlagin og
listræn. Lá þetta kannski í gen-
unum?
Gerður bjó alltaf hjá systkinum
sínum þegar hún kom til Íslands. Í
þá daga virtist Frakkland lengra í
burtu en í dag. Þegar hringt var í
Gerði frá Íslandi í gegnum gamla
símkerfið, þurfti að stafa hvert ein-
asta orð fyrir símastúlkuna þegar
nafn og heimilisfang voru gefin upp
og loks þegar samband náðist var
talað svo hátt að það var eins og
Frakkland væri á annarri plánetu.
Og þegar Gerður kom heim til að
setja upp sýningu eða listaverk voru
sett upp eftir hana, var eins og lífið
breyttist í ævintýri.
Hún var svo ólík öðru fólki.
Gerður bjó oftast hjá Unni systur
sinni og manni hennar Ásgeiri
Bjarnasyni á Víghólastíg 6 í Kópa-
vogi. Það sem sagði manni að Gerður
væri komin heim áður en maður hitti
hana var sérstök ilmvatnslykt og
reykur úr Gúlúassígarettum. Ég
hafði aldrei fyrr séð nokkurn reykja
þessar sígarettur. Reykurinn frá
þeim lyktaði miklu betur en frá Ca-
mel og Chesterfield. En þennan reyk
hafði maður bara tök á að anda að
sér þegar Gerður var heima. Sömu
sögu höfðu starfsmenn glerfyrirtæk-
isins Dr. H. Oidtmann í Þýskalandi
að segja, þar sem Gerður vann flesta
gluggana sína. Ilmvatnslyktin sem
fór um allt verkstæðið sagði þeim að
Gerður væri komin í hús. Alla
morgna byrjaði Gerður á að greiða
síða rauða hárið sitt og ég undraðist
það alltaf hvernig hún gat vafið það
upp í hnút aftan á hnakka svo það
virtist miklu fyrirferðarminna en
það í raun var. Svo klæddist hún yf-
irleitt ekki eins fötum og fólk á henn-
ar aldri. Þau voru litskúðugri og lík-
lega er Gerður fyrsta konan sem ég
sá ganga í gallabuxum.
Þegar ég var unglingur heimsótti
ég Gerði í Frakklandi. Það var
nokkrum árum áður en hún dó. Ég
man þegar ég kom í fyrsta sinn í
vinnustofuna hennar og leit í kring-
um mig og sá öll verkfærin og efni-
viðinn sem Gerður var þá stundina
að vinna með. Mér fannst ég vera
kominn inn á vélaverkstæði. Það var
ótrúlegt að þetta væri vinnustaður
konu. Á miðju gólfinu stóð á vinnu-
palli sökkull úr bronsi. Ofan á hann
átti að koma hringlaga skúlptúr.
Gerði tókst aldrei að ljúka við hann
en eftir andlát hennar voru iðnaðar-
menn fengnir til að smíða hann eftir
frummyndinni. Myndin stendur nú á
hringtorginu fyrir framan Gerð-
arsafn.
Á meðan ég dvaldi hjá Gerði bað
hún mig um að hjálpa sér við ým-
islegt í vinnustofunni. Eitt af því var
að færa til steyptan glugga með
þykku gleri í sem hún hafði gert.
Þegar við bæði tókum undir
gluggann gat ég þess hve þungur
mér þætti hann. Gerður svaraði að
bragði að ungum manni eins og mér
færi ekki vel að kvarta, hún væri vön
að bera alla hluti hér inni ein og
marga miklu þyngri en þennan. Og
þegar hún kom að mér eitt kvöldið
þar sem ég sat við lestur þýskra fót-
boltablaða hristi hún hausinn og
rétti mér bók á íslensku sem meira
vit væri í að lesa. Það var Völuspá.
Gerður átti svartan Renault sem var
alltaf í ólagi. Eigandi vinnustofu
Gerðar var afskaplega greiðvikinn
og ljúfur maður sem vildi Gerði allt
það besta. Eitt sinn þegar við ætl-
uðum að fara í bíltúr um sveitina
kom í ljós að bíllinn var bensínlaus.
Þá voru góð ráð dýr og engin bens-
ínstöð nálæg. Hvað gerum við nú
spurði ég. Eftir stutta umhugsun
sagði hún: „Ég hringi í Nötre, hann
er svo skotinn í mér að hann gerir
allt fyrir mig.“ Málið leyst.
Síðar þetta sumar var mósaík-
myndin á Tollstöðinni afhjúpuð.
Þegar fólk sem átti leið fram hjá virti
myndina fyrir sér heyrði ég tvo karla
tala saman um að nær hefði nú verið
að nota peninginn í að kaupa skut-
togara heldur en að henda þeim í
svona óþarfa. Þegar ég spurði Gerði
hvort hún hefði fengið vel borgað
fyrir myndina svaraði hún að miðað
við tímann og fyrirhöfnina dygði sú
upphæð lítið upp í togara. Á ljós-
myndum frá þessum tíma sést hvar
Gerður lá á fjórum fótum þegar hún
vann að myndinni.
Nokkrum mánuðum seinna var
hún byrjuð að vinna að nýju verki og
var stödd hjá Oidtmannsbæðrum í
Þýskalandi. Þá var hringt seint að
kvöldi heim til Íslands. Ludovikus
Oidtmann var í símanum. Gerður
hafði búið hjá þeim á meðan hún
vann í verkstæðinu. Skyndilega
hafði heyrst mikill dynkur í herbergi
hennar og þegar að var gáð kom í
ljós að Gerður hafði misst meðvitund
og dottið á gólfið. Þar með hófst
sjúkrasaga Gerðar. Eftir að hafa leg-
ið á sjúkrahúsi í Þýskalandi og
Frakklandi ákváðu Gerður og syst-
kini hennar að hún kæmi heim og
færi í krabbameinsmeðferð í ís-
lenska heilbrigðiskerfinu.
En Gerður fór aftur út til Frakk-
lands. Það var örugglega erfitt að
vera fjarri vinnustofunni. Kvöldið
áður en hún fór skrapp ég yfir til
Unnar þar sem Gerður bjó, til að
kveðja hana. „Ég kyssi þig ekki bless
fyrst þú gast ekki verið hjá mér í allt
kvöld,“ sagði hún ákveðin og stríðn-
isleg á svipinn. Mér fannst ég standa
eins og illa gerður hlutur fyrir fram-
an hana. Það hafði alltaf verið svo
gott á milli okkar. „Fyrst þú velur
það að vera á kvennafari allt kvöldið
í staðinn fyrir að vera hjá mér kyssi
ég þig ekki.“ Ég hef alltaf saknað
þess að hafa ekki fengið kossinn.
Sumarið eftir fór ég að nýju til
hennar og nú til að fylgja henni heim
í síðasta skipti. Kvöldið áður en við
lögðum af stað var erfitt. Þegar hún
pakkaði niður í ferðtöskunar sá ég
hana í fyrsta og eina skiptið gráta.
Á meðan Gerður lifði fannst mér
fáir vita af henni á Íslandi, en eftir að
Gerðarsafn opnaði hafa verk hennar
vakið athygli víða um heim. Ég velti
því stundum fyrir mér, ef systkini
hennar hefðu ekki fært Kópavogi
verk hennar að henni látinni og
Gerðarsafn aldrei verið byggt, hvort
verk hennar og nafn lægu enn í
þagnargildi. Eitt sinn hlustaði ég á
umræðuþátt í sjónvarpinu um lista-
mannalaun sem nýbúið var að veita.
Listamaðurinn Hörður Ágústsson
nefndi í þættinum ýmsa listamenn
sem vel væru að þeim komnir en
fengu þau ekki og nefndi Gerði sem
dæmi. Ég held að stjórnendur þátt-
arins hafi ekki vitað hver Gerður var.
Þegar Gerður kom heim í síðasta
skiptið bjó hún hjá Unni systur sinni.
Með þróun sjúkdómsins dapraðist
sjón hennar svo hún átti erfitt með
að sjá í fókus. Þrátt fyrir það tókst
henni að teikna gluggana í Ólafsvík-
urkirkju. Mér var falið að fara með
teikningarnar til Oidtmanns. Á
Keflavíkurflugvelli var mér sagt að
farangurinn minn færi með annarri
vél sem lenti í Düsseldorf á sama
tíma og mín vél. Ef farangurinn
hefði glatast hefðu engir gluggar í
Ólafsvíkurkirkju eftir Gerði verið
gerðir.
Það fór ekki fram hjá mér hversu
mikla virðingu og hlýhug Gerður bar
til pabba síns. Það kemur líka vel
fram í bréfum hennar til hans. Hún
var honum innilega þakklát fyrir
stuðning og styrki sem hann aflaði
fyrir hana svo hún gæti lokið námi
sínu erlendis. Hún átti sér þann
draum að tónverk hans yrðu gefin út
á hljómplötur og vonandi geta af-
komendur hans einhvern tímann lát-
ið draum hennar rætast. Gerður
hlustaði mikið á tónlist þegar hún
vann og á hljómplötum sem hún átti
sá ég að klassísk tónlist og heimstón-
list voru eftirlæti hennar.
Oft þegar ég geng um glæsileg
húsakynni Gerðarsafns beinist hugs-
un mín að síðustu árum Gerðar. Hún
hafði ekki efni á að taka á leigu bæði
íbúð eða hús fyrir sjálfa sig og vinnu-
stofu. Vinnustofan hafði forgang.
Hún varð að sætta sig við að búa í
litlu, ófullkláruðu risi fyrir ofan
vinnustofuna sína sem á íslenskan
mælikvarða teldist varla til íbúðar.
Þannig bjó Gerður sem hið glæsilega
Gerðarsafn er kennt við síðustu ár
ævi sinnar.
Það er ánægjuefni hversu vel
Gerðarsafn og sérstaklega Guðbjörg
forstöðukona hefur kynnt verk
Gerðar fyrir fólki, bæði á Íslandi og
erlendis. Það virðist vera hlutskipti
Gerðar eins og margra annarra lista-
manna að verk hennar verða ekki
kunnug fólki fyrr en að henni látinni.
Hún var ótrúlega afkastamikil en
jafnframt mjög vandvirk. En hún dó
langt fyrir aldur fram og átti svo
margt eftir ógert.
Líf hennar var sennilega á stund-
um erfitt. Hún gekk í gegnum erfið
tímabil eins og t.d. þegar hún hún
skildi við eiginmann sinn Jean Le-
dauc, þegar hún var á leið heim til
sín í leigubíl og leigubílsstjórinn
reyndi að nauðga henni, þegar hún
bjó ein í Hollandi og ekki síst síðustu
árin þegar starfsorkan og þrekið
þvarr. Lífsbarátta hafði áhrif á við-
horf og líðan hennar. En hún bar sig
vel og aldrei heyrði ég hana kvarta.
Það átti ekki við hana. Hún var vön
að takast á við mótlæti, enda segir
hún í einu af síðustu viðtölum sem
tekið var við hana þegar sjúkdóm-
urinn var langt genginn: „Ég er
sterk.“
Síðasta skiptið sem ég sá Gerði
var á sjúkrahúsinu nokkrum klukku-
stundum áður en hún dó. Hún var
svo máttlítil að hún hélt ekki vöku.
Það var sérkennilegt að virða hana
fyrir sér hárlausa. Ekkert rautt hár
á höfðinu til að greiða á morgnana.
Tvær hjúkrunarkonur komu inn í
herbergið til að snúa henni á hliðina.
Um leið og þær gerðu það öskraði
Gerður af sársauka. Það var það síð-
asta sem ég heyrði frá henni. En það
var eitthvað við öskrið og raddblæ
þess sem löngu seinna, þegar ég rifj-
aði þetta upp, minnti mig á annað en
sársaukann sem hún fann fyrir. Ég
held það hafi verið skapfesta mann-
eskjunnar á bak við orðin: „Ég er
sterk.“
Myndbrot af Gerði Helgadóttur
Í dag verður opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni í
tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu hennar. Hér segir bróð-
ursonur listakonunnar frá kynnum sínum af henni, rifjar upp gleðistundir
og erfiðar stundir, veikindi, peningaleysi og samband við föður.
Á vinnustofunni Síðustu árin hafði Gerður ekki efni á að taka á leigu bæði íbúð eða hús fyrir sjálfa sig og
vinnustofu. Vinnustofan hafði forgang. Hún varð að sætta sig við að búa í litlu ófullkláruðu risi fyrir ofan
vinnustofuna sína sem á íslenskan mælikvarða teldist varla til íbúðar.
Höfundur er bróðursonur Gerðar.