Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Blaðsíða 5
ræða flæði og hringrás [cours d’eau á
frönsku]. Þarna er í okkur fornt
skjalasafn, svita, hlands, blóðs og
sæðis og öllu því. Ekki má gleyma
tárunum – Þetta er reyndar tema
sem ég og Derrida veltum oft fyrir
okkur vegna þess að það er býsna
mikilvægt, dularfullt, vegna þess að
við erum grátandi verur, ef þannig
má að orði komast. Ekki vegna þess
að dýrin gráti ekki, því trúi ég ekki,
þau gera það á annan hátt. En það er
satt að í þessu er eitthvað dularfullt
og heillandi, eða eins og Rimbaud
segir: „Við grátum öllum tárum
heimsins.“
Gráturinn er fyrirbæri sem er í
senn menningarlegt og náttúrulegt
en grátur fer í og úr tísku. Eins og
Derrida talar um í bók sinni Mémoi-
res d’aveugle. Það eru til menning-
arhópar þar sem karlarnir gráta og
aðrir þar sem þeir gera það ekki, þar
sem tárin eru bæld og karlar kunna
ekki að gráta lengur. Til dæmis í
Frakklandi þar sem goðsögn karl-
mennskunnar er þurr. Í eina tíð
máttu menn brynna músum en í lok
átjándu aldar hættu menn að gráta,
sakir karlmennskunnar.
Fyrr á öldum var til eitthvað sem
kallað var lacrimoire sem var lítil
glerflaska sem menn léttu tár sín
falla í. Ég á reyndar eina slíka. Þetta
tíðkaðist í fornöld við strendur Mið-
jarðarhafsins. Táraglasið segir sína
sögu um það gildi sem menn gáfu
þessari gjörð og tárunum. Þau eru
eins konar jafngildi í vökva hins
horfna hlutar.“
Vatn í bókmenntum
„Í bókmenntum hefur vatnið afar
mikilvægu hlutverki að gegna, það er
kannski óþarfi að kalla það að-
alpersónuna en engu að síður … Í
Biblíunni markar vatnið aðra fæð-
ingu, nýtt upphaf. Fyrra upphafið
byggir á aðgreiningarkerfi Guðs:
Hann greinir að ljós og myrkur en
svo rennur upp fyrir honum að hann
hefur gert mistök og hann skapar
syndaflóðið til að hreinsa allt og byrja
upp á nýtt. Með flóði. Það þarf vatn
og það er eins og guð hafi viljað skola
sjálfan sig með vatni, þvo hendur sín-
ar af sinni óhreinu sköpun og byrja
upp á nýtt. Þetta er fyrsta dæmið,
fyrsta kennslustund bókmennta.
Önnur vatnabók kemur upp í hug-
ann, bók sem stendur mér nærri –
Finnegans Wake eftir Joyce. Hún
hefst á eftirfarandi orðum: „riverrun,
past Eve and Adam’s, from swerve of
shore to bend of bay, brings us by a
commodius vicus of recirculation
back to Howth Castle and Environs.“
Bókin byrjar sem sagt á á sem renn-
ur í einu orði, rennurá, og hún byggir
öll á hreyfingu sem, svo ég grípi til
einfaldaðrar myndhverfingar, færir
ána Liffey [sem rennur í gegnum Du-
blin] út í sjó; eða færir stúlkurnar
(áin Liffey, borið fram les filles, eða
stúlkurnar), allt til enda bókarinnar,
að föðurnum, að hafinu sem er í karl-
kyni (ĺocéan) – til enda bókarinnar
sem er svo ekki endir því að allt byrj-
ar upp á nýtt. Karllægt vatn, kven-
lægt vatn til þess að gera og end-
urgera hina endanlegu bók.“
Lifandi vatn
„Eitt af samstarfsverkefnum okkar
Roni var verkið Rings of Lispector
sem byggðist á textabrotum úr Agua
viva eftir brasilíska rithöfundarins
Clarice Lispector. Roni yfirfærði ör-
stutt textabrot úr verki Lispector í
fast form; hún færði sem sagt vökv-
ann yfir í fast form þannig að skáld-
legur textinn kristallast og verður
áþreifanlegur. Í þannig vinnu verður
að hafa skipti og hugrenningartengsl
í huga. En svona samstarf eins og við
höfum átt er ákaflega mikilvægt fyrir
rithöfunda, heimspekinga og auðvit-
að listamenn. Um er að ræða ein-
hvers konar samsvörun, í merkingu
Baudelaires; það er skilningur milli
greina, skilningur frá verki til verks.
Eins og ástandið er í heiminum í dag
hlýtur myndlistin að vera mikilvæg.
Þú spyrð um afstöðu og list. Að
mínu mati eru ekki til bókmenntir, og
ekki list, sem getur lifað án þess að
taka afstöðu. List fyrir list, hver má
verja sína list en það er deginum ljós-
ara að listin er myndhverfing fyrir
það sem gerist í heiminum. Það er
þess vegna sem mismunandi listform
ná saman þrátt fyrir hnattræna Ba-
belsmaskínu.
Vatn kemur fyrir aftur og aftur í
verkum Roni; ég veit ekki fyrir víst af
hverju og ég ætla mér ekki þá dul að
sálgreina Roni. Ég hugsa samt að
þetta leiðarminni vatnsins hljóti að
hafa fært hana til Íslands, sér-
staklega til Íslands. Það eru vissu-
lega til aðrir staðir en ekki margir
þar sem finna má kalt og heitt vatn
saman. Þetta einstaka land sem er
umvafið hafinu/móðurinni, með heitt
og kalt vatn, eldvirkni og í mótun, í
fæðingu. Allt þetta fær fólk til að
dreyma …
Þú hefur sagt mér frá hættunni
sem steðjar að íslenskri náttúru og
undrum hennar. Við komum því mið-
ur alltaf að sömu hörmungunum sem
eru alls staðar þær sömu, í öllum hag-
kerfum, öllum löndum og felast í
blindu arðráni á náttúrulegum auð-
lindum. Þetta er það sem ég kalla
sjálfsónæmi sem grefur undan manni
sjálfum og komandi kynslóðum.
Menn telja sig uppskera smá stund-
argróða en hrifsa framtíðina frá kom-
andi kynslóðum. Þarna er manninum
rétt lýst: að eyðileggja allt það besta í
honum sjálfum, í heiminum.“
Næstu verkefni
„Ég er stödd á tímabili þar sem ég
vinn mikið af samstarfsverkefnum.
En ég reyni að sjá ekki fyrir hvað
tekur við. Þessa stundina er ég að
lesa yfir nýja bók eftir mig sem
fjallar um ellina og kemur út á næst-
unni. Ellina sem litið er á sem úr-
gang, einfaldlega vegna þess að
menn þekkja hana ekki. Af öðru má
nefna langan texta um Nancy Spero,
listakonuna og aktívistann frá New
York. Nancy er áttræð og lasburða
um þessar mundir en hún er mikill
listamaður sem er í miklum metum
hjá Roni. Hún hefur lengi verið virk
baráttukona og tekur afstöðu til
mála.
Svona til hliðar við mínar eigin
hugmyndir, sem eiga skyldleika með
hugmyndum og hugsun Derrida, þá
skrifa ég heilmikið um listina. Og það
eru yfirleitt listamennirnir sem fara
fram á það við mig. Að mínu áliti er
nauðsynlegt að segja og benda á brýn
úrlausnarefni. Að sama skapi er
nauðsynlegt að taka samskiptin fram
yfir einangrunina. Allir listamenn
búa við ógn, eins og allar manneskjur
auðvitað, en líka enn fremur vegna
þess að þeir eru varðveitendur sem
þurfa í senn að skapa og verja menn-
ingarleg verðmæti, það sem er brot-
hættast af öllu í heiminum. Og þeim
stafar öllum ógn af því sem á sér stað,
á Íslandi og alls staðar. Við erum öll
hvalir, hvítabirnir o.s.frv. Það er ekki
bara umhverfið sem er í hættu. Líka
listin. Allt sem lifir og er fallegt er í
hættu. Öllum í heiminum stendur
ógn af markaðnum. Markaðsöflin eru
her dauðans.“
sérstaka hæfileika til þess að taka á móti og meðtaka skilaboðin sem eru ekkert annað en skilaboð dauðans.“
Höfundur er bókmenntafræðingur og
forstöðumaður Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum við Háskóla
Íslands.
Ljósmynd/Roni Horn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 5
Cixous er fædd í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjöl-þjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franskavoru talaðar heimafyrir en arabíska og spænska á götum úti.
Fjölskylda hennar í báða leggi er gyðingar. Móðir hennar flúði þýska
nasismann frá Osnabrück til Alsír árið 1933 en föðurfjölskyldan
hafði sest að á Spáni, flúið undan ofsóknum til Marokkó og loks flust
til Alsír.
Hélène flutti til Frakklands 1955 en þar segist hún hafa sóst eftir
sjálfsmynd sem ekki væri byggð á þjóðernislegum grunni heldur á
bókmenntum og skrifum. Cixous sótti framhaldsskóla í Frakklandi
og lauk háskólaprófi í enskum bókmenntum árið 1959. Hún stúderaði
Shakespeare, Joyce og þýsku rómantísku höfundana, þar á meðal
Heinrich von Kleist. Árið 1968 var henni veitt doktorsgráða í bók-
menntum en ritgerð hennar um James Joyce (L’Exil de James Joyce
ou l’art du remplacement) vakti mikla athygli þegar hún var gefin út
1972 og er í augum margra enn í dag grundvallarrit um Joyce.
Skömmu eftir stúdentaóeirðirnar 1968 var Cixous falið að stofna
tilraunaháskólann Université Paris VIII, Vincennes. Hún fékk ýmsa
efnilega eða þekkta fræðimenn í lið með sér, meðal annarra Michel
Foucault, Gérard Genette, Tzvetan Todorov, Felix Guattari og Gilles
Deleuze. Cixous stofnaði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Há-
skólann Paris VIII, þá fyrstu sinnar gerðar í Evrópu en þá hafði hún
þegar skapað sér nafn í hinum alþjóðlega fræðaheimi fyrir róttækar
femíniskar fræðigreinar.
Í þeirri gerjun sem átti sér stað á árunum upp úr 1967-68 gaf Cixo-
us út fyrstu skáldlegu texta sína sem strax vöktu hrifningu. Hún
hlaut frönsku bókmenntaverðlaunin Prix Médicis fyrir sína aðra
skáldsögu Dedans árið 1969. Með skáldævisögunni Or, les lettres de
mon père sem kom út árið 1997 og hlaut fjölmörg verðlaun og frá-
bæra dóma, og fleiri sjálfsævisögulegum bókum í kjölfarið, breikkaði
Cixous lesendahóp sinn til muna án þess að hún gæfi eftir í djarfri of-
ur-vikjun tungumálsins. Skáldlegir textar Cixous sameina prósa, ljóð
og heimspeki. Hún kallar þá „fiction“ en ekki „roman“. Orðið „fict-
ion“ hefur tvær megin merkingar. Auk þess að þýða „skáldsaga“
merkir það „tilbúningur, ímyndun, uppspuni, heilaspuni“. Það má
segja að „fiksjónir“ Cixous falli undir þessa síðarnefndu merkingu
orðsins; textinn er svið ímyndunar og mótunar. Myndmálið – mynd-
hverfingar, hljóðmyndir, líkingar og fleira — kemur í stað sögufléttu
í textum hennar og textaorkan er á vissan hátt líkömnuð.
Hélène Cixous er einstaklega afkastamikill rithöfundur. Hún hef-
ur birt á fjórða tug skáldsagna, um tuttugu leikrit og fjölda fræðirita.
Í hinum enskumælandi heimi er hún einkum þekkt sem fræðiritahöf-
undur. Í Frakklandi er hún þekkt meðal almennings sem leikrita-
skáld en hún hefur skrifað flest leikrit sín fyrir leikhússtjórann
þekkta Ariane Mnouchine.
Ekki er hægt að segja frá höfundarferli Cixous án þess að geta
heimspekingsins Jacques Derrida. Þau voru nánir vinir og sam-
starfsmenn í rúm 40 ár eða allt frá því þau kynntust árið 1962 til
dauða hans. Hugmyndir þeirra hafa kláran samhljóm en samstarf
þeirra jókst til muna síðustu árin meðan Derrida lifði.
Hélène Cixous