Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
Hinar upprunalegu ofurst-jörnur sveitatónlistarinnar
falla nú í valinn ein af annarri.
Ekki er langt síðan Porter Wago-
ner gaf upp öndina og nú hefur
sjálfur Eddy Arnold snúið tám
upp í loft en það gerðist í síðustu
viku. Dánarstað-
urinn var Nas-
hville, nema
hvað, og náði
Arnold 89 ára
aldri. Arnold er
vinsælasti
sveitatónlist-
armaður allra
tíma, sé tekið
mið af Billboard-
listanum, en fer-
ill Arnold var langur og gifturíkur.
Meðal slagara úr hans ranni má
nefna „Make The World Go
Away“, „I Want To Go With You“
og „Turn The World Around“.
Alls komst hann 28 sinnum í
fyrsta sæti kántrílistans og átti
alls 92 lög á topp tíu listanum, og
fóru lög þar inn óslitið 67 sinnum í
röð. Árið 1948 voru lög með Arn-
old í toppsæti kántrílistans út árið
með einni undantekningu. Arnold
var auk þessa glúrinn bisness-
maður og var umsvifamikill í fast-
eignabransanum. Breiðskífa núm-
er 100, After All This Time, kom
út árið 2005 undir merkjum RCA.
Kona Arnold til 66 ára, Sally Gra-
yhart Arnold, lést þá í mars síð-
astliðnum.
Arcade Fire vinnur nú að kvik-myndatónlist. Um er að ræða
næstu mynd leikstjórans Richard
Kelly, sem er þekktastur fyrir
myndina Donnie Darko en þar fer
Jake Gyllenhall með aðal-
hlutverkið. Myndin kallast The
Box og verða Cameron Diaz og
James Marsden í burðarrullunum.
Samverkamaður Arcade Fire í
þessu verkefni er Markus Dravs,
sem hefur unnið með Brian Eno,
Coldplay, Björk og Depeche
Mode. Arcade Fire hefur nú hætt
að túra Neon Bible, síðustu hljóð-
versplötu sem út kom í mars á
síðasta ári, en tónleikaferðalagið
til kynningar á þeim merkisgrip
var yfirgripsmikið. Ekkert hefur
hins vegar heyrst um næstu hljóð-
versplötu.
Skrítipopparinn eini og sanni,Beck, gefur út nýja plötu í
sumar. Platan hefur enn ekki
fengið heiti, en hún verður tíu
laga, og það er sjálfur Danger
Mouse sem vélar um. Platan kem-
ur út á vegum
Interscope í
Bandaríkjunum
en verður undir
hatti XL Recor-
dings annars
staðar. Dagsetn-
ing hvað útgáfu
varðar er ekki
komin og menn
eiga allt eins von
á því að platan
komi út skyndilega, líkt og var
með plötu Raconteurs, Consolers
of the Lonely og plötu Radiohead,
In Rainbows. Vanalega veltast
plötur um í tvo, þrjá mánuði í
formi kynningareintaka og þessar
„skyndiútgáfur“ eru m.a. ætlaðar
til að stemma stigu við ólöglegri
dreifingu. Upplýsingar eru því af
skornum skammti en líklegt er að
Cat Power verði gestasöngvari í
einu lagi. Beck gaf út eina smá-
skífu í fyrra, „Time Bomb“ en síð-
asta hljóðversplata er The Inform-
ation, en hún kom út í hittifyrra.
TÓNLIST
Eddy Arnold
Arcade Fire
Beck
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Opnunarlag fimmtu hljóðversplötu Yes,Close the Edge … nei fyrirgef-iði … opnunarVERK. Nálægt nítjánmínútum. Samnefnt plötunni en skipt
niður í kafla sem bera dularfull heiti eins og
„The Solid Time of Change“ og „Total Mass
Retain“. Verkið er opnað með flúruðum og
flóknum gítarlínum Steve Howe, ögn djassaðar,
það örlar jafnvel á nútímatónlist. Hann fer upp
og niður skalana, sveigir sig og reigir til hægri
og vinstri. Afstrakt trommu- og bassaleikur
hefst og skyndilega er flæðið rofið með háum
tenór söngvarans Jon Anderson. „Ahhhhhh“,
segir hann. Var ég búinn að nefna að í blábyrj-
uninni mátti heyra fuglasöng? Við erum komin
langt, LANGT frá „She Loves You … Yeah
Yeah Yeah …“.
Árið 1972 var mikið proggár, framsækna rokk
áttunda áratugarins (progressive rock en iðu-
lega kallað prog) náði á margan hátt hæstu
hæðum með feikisterkum plötum eins og Tri-
logy með Emerson, Lake & Palmer (ELP),
Thick As A Brick með Jethro Tull, Foxtrot með
Genesis og Seventh Sojourn með Moody Blues.
Close to the Edge var þá á margan hátt há-
punktur Yes, sem jafnan er talin hin „algera“
proggsveit. Á næstu hljóðversplötu þar á eftir,
Tales from Topographic Oceans, sem út kom
1973 (Já, innihaldið er fullkomlega í takt við
uppskrúfaðan titillinn) voru proggararnir búnir
að „sóla sjálfan sig“ eins og það er kallað í
knattspyrnunni og leiðin lá fljótlega eftir það
niður á við, ekki bara hjá Yes heldur hjá stefn-
unni eins og hún lagði sig. Þrá rokkaranna eftir
því að vera teknir alvarlega var orðin slík að
gamanið var horfið – og „rokkið“ þá um leið.
Eftir að pönkið kom fram þurftu progghundar
að læðast með veggjum, lúpulegir skiluðu þeir
margir plötunum sínum og sjálfur pikkaði ég
upp megnið af plötum Genesis, Pink Floyd,
ELP og Jethro Tull fyrir nokkra hundraðkalla í
Safnarabúðinni (blessuð sé minning hennar).
Upp úr ’90 fór svo fram nokkurs konar endur-
skoðun, aukið aðgengi að alls kyns tónlist og
endurútgáfa samfara því gerði að verkum að nú
var í lagi að viðurkenna að maður „fílaði“ Yes.
Þó að flestir gerðu það enn með herkjum.
Close to the Edge er sannarlega hátimbruð
plata, jafnvel tilgerðarleg á köflum en
samt …þrátt fyrir flugeldasýninguna eru með-
limir enn jarðtengdir (ef það er hægt að nota þá
lýsingu yfir sveimhugann Anderson og félaga
hans), auðheyrilega einbeittir í því að búa til
eins flotta, eins tilkomumikla tónlist og mögu-
legt er. Svo einfalt var það, þó að allt virðist
mun flóknara á yfirborðinu. Boginn er vissulega
spenntur en hreinn og ástríðubundinn metn-
aðurinn hafði ekki enn vikið fyrir sjálfhverfu og
sjálfumgleði.
Tónlistin var því langt í frá „brothætt“ eða
„fragile“, samanber heiti plötunnar sem kom út
á undan. Hún var reyndar komin eins langt frá
því og hugsast getur; var orðin stór og sterk og
sjálfsöryggi (sumra) meðlima nú í algjörum
botni þó að þeir væru óneitanlega komnir ansi
„nálægt nöfinni“. Þannig hætti trymbillinn Bill
Bruford þegar upptökum lauk, orðinn hundleið-
ur á andans manninum Anderson og óskiljan-
legum, tyrfnum textunum. Restin af sveitinni
hélt ótrauð áfram, Alan White var ráðinn á sett-
ið, en auk hans, Howe, og Anderson skipuðu nú
þeir Chris Squire bassaleikari og hinn skikkju-
klæddi hljómborðsleikari Rick Wakeman sveit-
ina. Þessi liðsskipan sendi svo frá sér þreföldu
tónleikaplötuna Yesssongs árið eftir. Kaflar og
lagalengd var orðin slík um þetta leyti að Wa-
keman pantaði sér eitt sinn indverskan mat í
miðju lagi þegar hann hafði lítið að gera vegna
einleikskafla hinna, og faldi hann á milli allra
þeirra tuga hljómborða sem hann hafði til um-
ráða. Maturinn var svo búinn þegar til hans
kasta kom á nýjan leik. Proggið yfirdifið? Nei,
var það …
Stærra … ennþá stærra
POPPKLASSÍK
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
Þ
að bar fyrst á Þeim litlu þegar
þröngskífan Sing Song kom út hjá
fyrirtækinu Astralwerks haustið
2006. Hljómsveitin hafði áður gefið
skífuna út á eigin spýtur um vorið,
en vel heppnaðir tónleikar og vel
staðsett eintök tryggðu henni pláss við hlið Chemi-
cal Brothers, Primal Scream og Basement Jaxx
hjá Astralwerks, sem er í eigu EMI. Umslag skíf-
unnar minnir mjög á umslag Chutes Too Narrow
með The Shins (2003), og það lætur einnig nokkuð
uppi um innihaldið. The Little Ones hefur oft verið
líkt við Shins og það er ekki skrítið – hljóðheim-
urinn er svipaður, enda sækja báðar sveitirnar í
áhrifavalda á borð við Beach Boys og Zombies
(hlustið sérstaklega eftir mellótroninu). Skífan
gekk vel, hlaut fína dóma og vakti nokkra athygli.
Alltént kom hún út í Evrópu í febrúar ári síðar og
gerði sveitinni kleift að ferðast víða í von um að
kynna tónlistina fleirum, t.d. slóst hún í för með
Kaiser Chiefs um Bretland seint á síðasta ári. Og
það verður að segjast eins og er að lög eins og
„Cha Cha Cha“ eiga svo sannarlega skilið að heyr-
ast víðar – gleðin er ótrúleg og lagið gæti eflaust
bundið enda á eina eða tvær styrjaldir ef það fengi
að óma á vígvellinum.
Með brosið álímt
En velgengni Sing Song var afrakstur heilmikillar
vinnu, allavega tveggja ára spilamennsku og æf-
inga. Þar á undan höfðu gítarleikararnir verið
saman í hljómsveitinni Sunday’s Best og gefið út
plötu með þeirri sveit sem flaug tíðindalaust fram
hjá flestum. Edward Reyes leiðir sveitina, er helsti
lagasmiðurinn og söngvarinn, en honum til full-
tingis er bróðir hans Brian Reyes (nafnið Brian og
bræðratengingin hringir vissulega bjöllum) sem
leikur á bassa og hljómborð – en hann deilir raun-
ar báðum hljóðfærunum með Lee LaDouceur. Þá
eru ótaldir gítarleikarinn Ian Moreno og tromm-
arinn David Esau, en hann leysti Greg Meyer af
sem baðst lausnar eftir að Sing Song var út komin.
Og nú tekur harkið kannski við á ný: Fyrsta
plata The Little Ones í fullri lengd átti að koma út í
síðasta mánuði en hefur nú verið frestað um
óákveðinn tíma þar sem sveitinni hefur verið sagt
upp hjá Astralwerks/EMI. Fyrir vikið er ný
þröngskífa, Terry Tales and Fallen Gates gefin út
á merki sem sveitin á sjálf, Branches Recording,
þótt samningur sveitarinnar í Evrópu standi enn.
Terry Tales and Fallen Gates er svipuð og fyr-
irrennarinn þótt hljómurinn sé nokkuð annar.
Hljóðrými er allt miklu meira, hljómurinn er líf-
legri, kannski meira gamaldags, en undirritaður er
ekki alveg viss um að lögin séu jafngóð og á fyrri
skífunni. Vissulega er nóg af spennandi lögum, en
þau límast ekki jafnfast við heilann og hin og sólin
er ekki jafnsterk (eða er hún of sterk?). Það er þó
engin ástæða til að kvíða því að Þeim litlu sé farið
að förlast; nýlega sótti ég tónleika með hljómsveit-
inni og þar stóð óútgefið lag af væntanlegri plötu
(sem hefur hlotið nafnið Morning Tide) upp úr á þó
gríðarlega vel heppnuðum tónleikum. Á sviði miðl-
ar hljómsveitin gleðinni nefnilega tilfinnanlega,
enda meðlimir allir með brosið kirfilega límt á sig.
Samkvæmt þeirra eigin speki hlýtur músíkin þá að
virka.
Kemur það fólki til að brosa?
Losangelíska poppsveitin The Little Ones er
ung; eftir hana liggja ekki nema tvær stuttskífur
– alls þrettán lög – en þau eru öll bráðskemmti-
leg og einstaklega sumarleg. Fótum er stappað,
höndum klappað, drengirnir fimm leggja söng-
línur hverja ofan á aðra og það er næstum eins
og skýin gufi upp þegar þeir hefja leikinn. Sjálfir
segja meðlimirnir að mælikvarðinn á gæði lags
sé aðeins einn: Kemur það fólki til að brosa?
Líflegir „The Little Ones hefur oft verið líkt við Shins og það er ekki skrítið – hljóðheimurinn er svip-
aður, enda sækja báðar sveitirnar í áhrifavalda á borð við Beach Boys og Zombies ...“