Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Side 8
veiti er ímyndað, að mati Eiríks Arnar sem segir að það þurfi að hafa fyrir því að semja alþjóðlegt fríljóð. Að mörgu leyti minnir þetta á form- festu eða formáherslu módernism- ans og hún er reyndar auðsjáanleg í ljóðum Nýhilinga um þessar mund- ir. Í formtilraunum Nýhilinga felst ef til vill löngun til þess að brjótast út úr endurvinnslunni en ef það þýð- ir að póstmódernísk viðmið séu að hörfa virðist það vera að gerast á módernískum forsendum. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart. Módernisminn hvarf aldrei. Fagurfræðileg viðmið hans hafa lif- að ágætlega í póstmódernískum skáldskap, ekki síst ljóðagerðinni. Á áttunda áratugnum gerði fyndna kynslóðin svokallaða vissulega upp- reisn gegn torræðni og tilvist- arlegum þyngslum móderníska ljóðsins en hún hafnaði ekki hefð þess algerlega. Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir eru skýr dæmi um skáld af þessari kynslóð sem hafa ræktað hefð módernism- ans. Og hið sama á við um yngri skáld. Sjón kom fram sem súrreal- ískt skáld. Kristín Ómarsdóttir, Gyrðir Elíasson og Bragi Ólafsson hafa öll sterkar rætur í módernism- anum. Hið sama á við um skáldkon- urnar Gerði Kristnýju (f. 1970) og Sigurbjörgu Þrastardóttur (f. 1973) sem við skulum skoða eilítið betur í þessari grein. Höggstaðir Augljós munur er á ljóðum Gerðar og Sigurbjargar annars vegar og nýhilinga hins vegar. Gerður og Sig- urbjörg hafa ekki gert tilraunir með ljóðformið á sama hátt og nýhilingar og málnotkun þeirra stendur nær hefð íslensku módernistanna. Stuðlasetning er þeim handgengin og þótt þær segi hlutina oft hreint út þá eru þær ekki jafn klúrar og klám- fengnar og yngsta kynslóð íslenskra skálda. Þær eiga ekki margt fleira sameiginlegt annað en að yrkja báð- ar persónuleg ljóð. Fyrsta ljóðið í nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýar, Höggstað (2007), vísar raunar allt aftur til róm- antískrar þjóðernishefðar. Það heit- ir Ættjarðarljóð: Kuldinn býr mér híði úr kvíða færir svæfil úr dúnmjúkri drífu undir höfuð mér snjóbreiðan voð að vefja um sig Ég legði eyrun við brestum í ísnum í von um að heyra hann hörfa ef ég vissi ekki að ég frysi föst Ísinn sleppir engum Landið mitt útbreidd banasæng nafn mitt saumað í hélað ver Kuldinn í þessu ljóði minnir nokk- uð á fyrstu ljóðabók Gerðar, Ísfrétt (1994), og sennilega er kaldhæðni orð sem lýsir skáldskap Gerðar hvað best. Ljóðið er írónískur útúrsnún- ingur á hinni rómantísku hefð ætt- jarðarkveðskapar. Eftir lestur ljóðs- ins hlýtur lesandi að renna í grun að höggstaðurinn sé einmitt hið ísa- kalda land. Titilljóðið gæti þó gefið annan höggstað til kynna: Ljóðið sjálft eða ljóðhefðina – „þar sem áður strekkt- ist/brú á milli bakka/brunnir stöpl- ar/stingast úr jörðu“. Hús ljóðmæl- anda er „hinum megin fljótsins“ og þar sendist þú um sali „með kyndil í krepptri hendi/eyðir því sem ég ann“, en ljóðmælandi ætlar engum að þyrma og stingur sér í strauminn „með hófadyn í hjartastað“. Orðið „hjartastaður“ vísar til samnefndrar skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur sem fjallar um land, ást, söknuð og sorg, eins og ljóð Gerðar í Höggstað. Þetta eru líka umfjöllunarefni nýjustu ljóðabókar Sigurbjargar Þrastardóttur, Blys- fara (2007). Hér gefst ekki mikið rými til þess að fjalla um bókina en hún er prósaljóðabálkur upp á 150 síður sem fjallar um ástir konu og manns, hrifninguna en líka af- brýðisemina, svikin og sorgina og missinn. Öðrum þræði er þetta saga um fíkn. Hvíti drekinn er eitur sem maðurinn er háður og konan ræður ekki við, skilur ekki, en reynir. Og hvíti drekinn er líka þau tortímandi öfl sem ástin getur vakið í mann- inum. Guðni Elísson sagði nýlega í fyrirlestri á Hugvísindaþingi að ekki hefði birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortím- andi ástarsambandi frá því að Tíma- þjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is V antrú á byltingum og framförum hefur fylgt póstmódernísku hugarfari. Módern- isminn reyndi á svo- kallað þanþol bók- mennta og lista. Hann var þrotlaus leit að möguleikum sem í mörgum tilfellum átti að skila einhverju nýju og betra. Ekki má gleyma að fram- úrstefna tuttugustu aldarinnar hafði oft hugmyndafræðilegt og jafnvel pólitískt inntak eins og til dæmis má sjá á yfirlýsingum hennar. Kannski var það arfur frá upplýsingunni en stefnt var að betra samfélagi. Póst- módernisminn gafst upp á tilraun- unum og hann er erfitt að tengja við ákveðna hugmyndafræði. Póstmód- ernismann má miklu frekar kalla ástand eða hugarfar, hugsanlega af- stöðu en sennilega vilja þó fleiri tengja hann afstöðuleysi. Bók- menntir á póstmódernískum tíma (það er seinni hluta tuttugustu aldar og fram á okkar dag) hafa ýmist brugðist við þessu ástandi með gagnrýnum hætti eða ógagnrýnum. Í þessum greinaflokki hefur verið bent á dæmi um hvort tveggja. En framúrstefnulegar tilraunir með form hafa hins vegar vikið fyrir end- urvinnslu eða úrvinnslu á hefðinni. Þetta þýðir ekki að hlutirnir hafi staðið í stað. Þvert á móti hefur úr- vinnslan skilað mjög fjölbreyttum verkum sem umfram allt eru laus undan ofurvaldi kreddusmiða og hugsjónamanna. Nýhilingar kalla tilraunir sínar með ljóðið, sem fjallað var um í síð- ustu Lesbók, framúrstefnulegar. Þeir hafa einnig tengt sig hinni mód- ernísku hugmynd um framúrstefnu með því að birta yfirlýsingu um fag- urfræði sína í Skírni (vor 2006). Og það vekur athygli að þegar einn helsti forsprakki Nýhils, Eiríkur Örn Norðdahl, er spurður út í ljóð- formið (sjá rammagrein á síðunni) þá talar hann um að níutíu prósent af allri ljóðlist tilheyri sama form- heiminum sem hann kennir við hið alþjóðlega fríljóð. Frelsið sem það Hefðin, landið og ástin Morgunblaðið/Kristinn Sigurbjörg Blysfarir fjallar um ástir konu og manns en líka tortímandi öfl sem ástin getur vakið. Módernisminn hvarf aldrei. Fag- urfræðileg viðmið hans hafa lifað ágætlega í póstmódernískum skáld- skap, ekki síst ljóðagerðinni. Hér eru Nýhilingar enn til skoðunar og svo tvær skáldkonur sem hafa ort um hefðina, landið og ástina. Morgunblaðið/Einar Falur Gerður Kristný Sennilega er kaldhæðni orð sem lýsir skáldskap Gerðar hvað best. Sigurbjörg Þrastardóttir Sumir sakna þeirra tíma þegar allt var rímað og rígbundið. Ég veit ekki hvaða fréttir slík ljóðform sögðu um samfélag þeirrar tíðar, ég man ekki svo langt, kannski tjáðu þau færni fólks í að lúta reglum og yfirvaldi, eða kannski tjáðu þau löngun fólks til að koma skikki á samfélagslegt reiðileysi. Það er án efa hægt að lesa tíðaranda úr ljóð- formum. En það kemur seinna, í öllu falli utan frá. Sindri Freysson Ljóð getur þrifist innan forms en er máttlaust ef það brýst ekki út úr forminu. Við lifum á tímum uppleystra forma. Einkarödd sem tjáir einkareynslu velur sér einkaform. Það er ósköp skiljanlegt. Sölvi Björn Sigurðsson Neysla, ótti og bjartsýni eru ríkjandi form núdagsins sem hnika hvert öðru til og raða hlutunum í kringum sig eftir mánuðum og árferði og því miður held ég að bjartsýni mín víki þegar kemur að framtíð ljóðs- ins: Ég sé ekki fyrir mér hreyfingu ljóðskálda með áhrifavald í sam- félaginu, ríkjandi form … ég sé það ekki fyrir mér, nema ef vera kynni í rappi. Eiríkur Örn Norðdahl Mér þykir það ansi róttæk fullyrðing að ekkert ljóðform sé ríkjandi. Sjálfur upplifi ég það svo að níu/tíundu hlutar allrar ljóðlistar í heim- inum tilheyri sama formheimi, innan hvers er að finna nokkra varí- anta. Franska ljóðskáldið Jacques Roubaud kallar þetta „vers int- ernational libre“ – hið alþjóðlega fríljóð. Það er misskilningur að þetta ríkjandi formleysi sé ekki ljóðform í sjálfu sér, og hið ímyndaða frelsi sem það felur í sér – þ.e. að frelsið sé þarna fyrir og ekkert þurfi að hafa fyrir því – hefur orðið til þess að ljóðskáld gera sífellt minni kröfur til sjálfra sín – orðaforðinn verður samræmdur, hug- myndirnar samræmdar, uppbygging samræmd – eins og allir berjist við að skrifa eitthvað sem lítur út eins og ljóð í stað þess að skrifa ljóð og taka þátt í þeirri áköfu baráttu við tungumál og veruleika sem slíkt felur í sér. Það er vel hægt að skrifa almennilegt alþjóðlegt frí- ljóð, en það er andskotanum erfiðara. Óskar Árni Óskarsson Það segir okkur líklega eitthvað til um sveigjanleika og frelsi sam- tímans. Er ekki annars allt að fara til fjandans? Kristín Svava Tómasdóttir Það er engin gífurleg fjölbreytni ríkjandi í ljóðforminu nú um stund- ir. Flest okkar skrifum stuttan prósa og skiptum honum svo niður í línur á ljóðrænan hátt. Út úr þessu er fyrst og fremst hægt að lesa merki um eðlislæga leti ljóðskálda og ágæti enter-takkans. Matthías Johannessen Ljóðformið ber menntun og hæfni skáldsins vitni, en það veltur ekki allt á því frekar en áður fyrr. Jónas og Sigurður Breiðfjörð áttu báðir mikla andagift en menntunin skilar sér í ljóð Jónasar og rímur Breið- fjörðs. Og það voru rímur Breiðfjörðs sem eiga auðveldara skjól í fyrrnefndum skáldsögum Laxness, því hann er að lýsa alþýðukvik- unni en ekki hinni lærðu ljóðlist Heine og annarra heimsskálda. Steinunn Sigurðardóttir Ljóðformið hlýtur að laga sig eftir tíðarandanum að einhverju leyti. Hefði ekki verið óhugsandi að halda eingöngu áfram að yrkja njörv- að þegar kom fram um aldamót í Evrópu, eins og það var mikil sveifla og lauslyndi í tímanum? Ef það ætti að lýsa tímum dróttkvæðanna samkvæmt formi þeirra þá hafa það verið ferkantaðir tímar. Og steinhöggvarahugsun í form- inu. Hefðu tímaleysingjar nútímans yfirleitt tíma til að klappa svo harðan ljóðastein? Ekkert ljóðform ríkjandi? Greinarhöfundur setti fram fullyrðingu um að ekkert ljóðform sé ríkjandi nú um stundir og spurði síðan: Hvað segir það okkur? Er yf- irleitt hægt að lesa eitthvað úr ljóðforminu? Nokkur svör birtast hér að neðan. 8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bókmenntir á tímum hins óljósa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.