Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Jóhannes Dagsson
jod3@hi.is
E
inföld dæmi um samruna
lista og vísinda eru vísur
til að muna ákveðnar
vísindalegar stað-
reyndir, eins og t.d.
þessi,
Vaxandi tungl hefur vinstri skál
er vísindalega sannað,
skyrbjúg læknar skarfakál,
skæði er langbest tannað.
(Hringur Jóhannesson)
Hér er listrænt form notað til þess að geyma
ákveðna vísindalega þekkingu. Tilrauna-
maraþonið í Hafnarhúsinu fjallar um þessi
samskipti vísinda og listar, en í mun víðara
samhengi. Þar var meira að segja farið með
kveðskap af svipuðum toga, þó hann væri
reyndar á öðru tungumáli og fjallaði um heldur
flóknari staðreyndir en þær hvort tunglið er
vaxandi eða hvernig skyrbjúgur verður helst
kveðinn niður.
Sniðmengi lista og vísinda
Aðgangur okkar að heiminum er í gegnum
skynjun okkar á honum. List og vísindi eru tvö
helstu kerfin sem við notum til að koma skikki á
skynjanir okkar, eða fella þær í merking-
arbærar heildir. List og vísindi eru þannig tvær
tegundir þekkingar og það er því merkilegt
hversu rækilega aðskildum þessum fyr-
irbærum er gjarnan haldið. Ástæður þess eru í
meginatriðum tvær, annars vegar sú að litið er
á vísindin sem lokað kerfi sem skaðlegt sé að
hafi áhrif á öðrum sviðum. Önnur svið eru t.d.
hvernig við ákveðum samfélagsgildi okkar, eða
hvernig við eignum fyrirbærum merkingu.
Hins vegar að vísindaleg þekking hafi með
sannleika að gera, (sé sannreynanleg) en það
hafi önnur þekking ekki. Eitt af því sem Til-
raunamaraþonið gerir er að setja spurning-
armerki við báðar þessar fullyrðingar. Til-
raunin (experiment) hefur lengi verið sérstakt
lukkudýr vísindanna. Að eitthvað sé vís-
indalega sannað þýðir að það er prófanlegt og
öðlast þannig tilkall til þess að vera talið al-
menn sannindi, sannindi sem gilda fyrir alla, en
ekki bara einn. Til þess að viðhalda hugmynd-
inni um almennt gildi er gjarnan reynt að
draga eins mikið úr áhrifum umhverfisins og
hægt er. Tilraunastofan er erkidæmi um slíka
útilokun umhverfisins. Einn þátt virðist þó ekki
auðsótt að útiloka, en það eru áhrif skynjand-
ans, þess sem gerir tilraunina. Skynjandinn er
nauðsynlegur, bæði vegna þess að hann skráir
það sem kemur út úr tilrauninni, en ekki síður
vegna þess að hann gefur útkomunni merk-
ingu. Það er þetta skref frá upplýsingum til
merkingar sem er vandkvæðum bundið. Gott
dæmi um vandkvæði af þessum toga er að finna
í tilraunum til að útskýra skynjun okkar á lit-
um. Litaskynjun er gott dæmi hér, bæði af því
að það er augljóslega vandkvæðum bundið að
gera grein fyrir henni og vegna þess að við-
fangsefnið, litir, heyrir bæði undir vísindi og
list. Vandinn við litaskynjun felst ekki í skynj-
uninni sjálfri, við skynjum liti í umhverfi okkar
og erum nokkuð sammála um útkomuna, hvað
er blátt, hvað er rautt og svo framvegis. Vand-
inn liggur í því að gera grein fyrir skynjuninni
þannig að vel sé, það er að segja, að gera hana
að almennum sannindum. Ótal leiðir hafa verið
farnar til þess að reyna að svara þessari gátu,
en enginn hefur getað komið heim og saman
svari sem sæmileg sátt er um. Engin tilraun
hefur ennþá verið þannig úr garði gerð, að hún
færi sönnur á eina tilgátu frekar en aðra. Vand-
inn er sá að það liggur ekki ljóst fyrir hvort
spurningunni, „er þetta rautt á litinn?“ verði
svarað á vísindalegan hátt, eða hvort svarið
liggur á sviði merkingar. Þó svo við getum
mælt útgeislun ljóss frá ákveðnum yfirborðum
og greint bylgjulengdir með mælitækjum með
ýtrustu nákvæmni er ekki þar með sagt að við
séum einhverju nær um hvað er rautt og hvað
ekki. Það er ekki tryggt að þessar mælingar
færi okkur nær því að vita hvað það er að
skynja rauða litinn. Ef við föllumst á að svarið
við spurningunni hafi með merkingu að gera,
þá virðist nokkuð augljóst, að einn helsti not-
andi lita, listamaðurinn, kunni að hafa eitthvað
merkilegt fram að færa um það. Ekki nóg með
það að listamenn skynji liti, eins og hverjir aðr-
ir, heldur eru margir þeirra háðir þeim til að
koma hugmyndum sínum á framfæri. Þetta
sniðmengi lista og vísinda er augljóst í Til-
raunamaraþoninu, t.d. hjá Carlos Cruz-Diez
sem stundað hefur tilraunir með liti, sem hvaða
raunvísindamaður sem er hefði getað verið
stoltur af. En það er jafnframt merkilegt að hjá
honum er undirliggjandi ákveðinn skilningur á
hlutverki þessara rannsókna, í félagslegu tilliti,
sem ekki verður auðveldlega felldur að hug-
myndinni um vísindi sem einangrað kerfi.
Upplifun
Í inngangsorðum sínum að Tilraunamaraþon-
inu á föstudeginum og á fleiri stöðum þegar leið
á dagskrána, bað Ólafur Elísasson áhorfendur/
þátttakendur að leiða hugann að því hvernig
þeir upplifðu atburðinn Tilraunamaraþon.
Hann benti á að trúlega væri skynsamlegra að
líta á allar tilraunirnar sem hluta af stærra
verki, að hugsa sér ekki hvert atriði fyrir sig
sem einangraðan hlut heldur reyna að koma
auga á það sem tengdi þau saman. Hvort þessi
nálgun er almennt skynsamleg eða ekki, skal
ósagt látið, en í þessu tilfelli réð hann áhorf-
endum/þátttakendum heilt. Í algerlega prakt-
ískum skilningi var eiginlega ekki annað hægt.
Atriðin voru stutt og dagskráin þétt og nánast
engin hlé gerð. Magn upplýsinga og upplifana
sem boðið var upp á var einfaldlega svo mikið
að það varð ekki við neitt ráðið. Að lesa sýning-
arskrána þegar hún kemur út verður svo allt
önnur upplifun. Heildartilraunin var um upp-
lifun, bæði í þeim þrönga skilningi að reyna að
búa til umhverfi þar sem áhorfendur/
þátttakendur gætu upplifað eitthvað sem þeir
hefðu ekki upplifað áður og í þeim víða skilningi
að fjalla um upplifun okkar hvers á öðru og
heiminum í kringum okkur. Á föstudeginum
var gróft tekið ákveðin þróun í viðfangsefni til-
raunanna frá skynjun, í mjög þröngum skiln-
ingi ( t.d. Israel Rosenfield, Luc Steels og
Hilmar B. Janusson) yfir í upplifanir í víðari
merkingu. Upplifun eins og hún er skilin hér er
frábrugðin skynjun í því, að ekki er hægt að
hugsa sér upplifun, nema hún hafi einhvers
konar merkingu eða innihald, þó ekki sé nema
fyrir þann sem upplifir. Skynjun virðist hins-
vegar ekki þurfa að hafa slíkt innihald til þess
að fara fram.
Framtíð jarðar, áhrif mannsins á heiminn
sem hann býr í, pólitískt ástand heimsmálanna
(Írak), framtíðarborgin, þjóðfélag framtíð-
arinnar, orkugjafar framtíðarinnar. Þetta eru
allt efni sem bar á góma á föstudegi Tilraunam-
araþonsins. Það sem batt þau saman var sú
hugmynd að skynjun eða upplifun hefði eitt-
hvað með þau, og lausn þeirra vandamála sem
þau fela í sér, að gera. Vera okkar í heiminum
hefur áhrif á heiminn, ekki bara í þeim skilningi
að við skiljum eftir okkur fótspor af ýmsum
gerðum, heldur einnig í þeim skilningi að vera
okkar í heiminum hefur áhrif á hvernig við
skynjum hann. Hvernig við skynjum okkur
sjálf, hefur áhrif á hvernig við skynjum aðra
einstaklinga og jafnvel má færa fyrir því rök að
það hvernig við skynjun okkur sjálf, hafi áhrif á
það hvernig við hegðum okkur gagnvart öðr-
um. Kannski mætti kalla þetta viðhorf jákvæða
afstæðishyggju um skynjun. Þetta er ekki af-
stæðishyggja sem endar í merkingarleysi,
heldur afstæðishyggja sem gerir ráð fyrir
skynjandanum. Þessi aðferðafræði sækir fyr-
irmynd sína í fyrirbærafræði. Hugtök eins og
margræðni (ambiguity) skynjunar leika t.d.
stórt hlutverk hjá Maurice Merleau-Ponty.
Maraþonið var eins og myndlíking fyrir þetta
viðhorf, þar sem þekkingu af óteljandi sviðum
lista og vísinda var att saman til að mynda
ákveðna, en afstæða heild. Það var augljóst
ósamræmi í útkomum tilraunanna innbyrðis,
en það spillti ekki fyrir, þar sem það var fyr-
irfram gefið að ekki væri um ákveðinn hug-
myndaskóla að ræða, heldur ættu tilraunirnar
viðfangsefnið sameiginlegt. Þetta er auðvitað
ekki vandalaus aðferð, frekar en aðrar aðferðir.
Mesta hættan við þessa aðferð er sú að úr verði
Upplifanamaraþon
Tilraunamaraþon Listahátíðar í Reykjavík
hófst um síðustu helgi. Listamenn og vís-
indamenn leiddu saman hesta sína í Hafn-
arhúsinu og létu reyna á þolmörk skynjunar
áhorfenda. Greinahöfundar lýsa upplifun
sinni á uppákomunni.
» Framtíð jarðar, áhrif mannsins á heiminn sem hann býr
í, pólitískt ástand heimsmálanna (Írak), framtíðarborg-
in, þjóðfélag framtíðarinnar, orkugjafar framtíðarinnar.
Þetta eru allt efni sem bar á góma á föstudegi Tilraunam-
araþonsins. Það sem batt þau saman var sú hugmynd að
skynjun eða upplifun hefði eitthvað með þau, og lausn
þeirra vandamála sem þau fela í sér, að gera.