Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Side 13
einhvers konar miðjumoð. Það er góð og gild ástæða fyrir því að menn sérhæfa sig í ein- hverju ákveðnu, hún er sú að ekki er hægt að vita allt. Ef sjónarhorninu er drepið of mikið á dreif, er orðið stutt yfir í afstæðishyggju sem gengur ekki út á að umfaðma sem flest gild sjónarhorn, heldur út á það að öll sjónarhorn séu jafn gild og þar með engin leið að halda einu þeirra fram frekar en öðru. Þolmörk skynjunar Sá hluti Tilraunamaraþonsins sem er eftir, það er skrásetning þess sem hefur farið fram og sýningin sem núna er í Hafnarhúsinu er ekki síður athyglisverður heldur en það sem nú þeg- ar er afstaðið í formi tilraunanna sjálfra. Mara- þonið hér er hluti af stærra verkefni sem inni- heldur fleiri atburði af svipuðum toga. Kannski má líta á þetta sem röð tilrauna með sama markmið, að gera betur grein fyrir upplifun okkar sem þátttakenda í heiminum. Skrásetn- ing og framsetning eru mikilvægur hluti af því sem nú tekur við. Það er vinkill útaf fyrir sig að listasafnið skuli hér lagt undir þekkingarsafn. Ef við tökum undir það að myndlist sé þekking þá má auðvitað segja að við höfum fallist á þetta hlutverk listasafnsins. En sú spurning vaknar, hvort það sé ekki nýtt að listasafnið sé safn upplifana? Upplifun krefst þátttöku, í það minnsta þeirrar þátttöku að leyfa sér að hrífast með, að upplifa það sem fram fer. Í fyllri merk- ingu krefst upplifun þess að við göngumst inn á þá hugmynd að við sjálf höfum áhrif, með skynjun okkar, á merkingu þess sem fram fer. Það er vel þess virði að velta fyrir sér hvað hef- ur orðið til, þegar búið verður að safna saman afurðum þessa maraþons og fleiri maraþona, í gagnasafn. Hverslags safn verður það? Þeir þræðir sem hægt verður að draga úr því, verða þverfaglegir í ýtrasta skilningi þess hugtaks, en það er trúlega ekki það merkilegasta við þá, heldur það að þeir verða dregnir í gegnum svið sem fást við sama viðfangsefni, það er aðgang okkar að heiminum. Venjulega er hins vegar litið svo á að þessi svið eigi lítið eða ekkert sam- eiginlegt. Kristján Leósson minntist á það í sinni til- raun að við greinum ekki nema lítinn hluta af þeim upplýsingum sem eru til staðar í umhverfi okkar hverju sinni og gat sér til að við værum þannig úr garði gerð, hreinlega til þess að hindra úrbræðslu úrvinnslustöðvarinnar, heil- ans. Ef þetta er rétt tilgáta hjá honum, þá virð- ist mér fullsannað einnig, að við höfum gott af því að láta reyna á þessi þolmörk skynjunar okkar. Það var mjög ríkuleg reynsla að fá að fylgjast með þessum flaumi hugmynda og þekkingar sem Tilraunamaraþonið var sett saman úr. Eins og tilraun Hreins Friðfinns- sonar sýndi fram á, þá eru sumir hlutir þess eðlis að betra er að útskýra þá ekki. Sú upplifun furðu eða undurs sem fylgir því að skynja það sem maður skilur ekki, að uppgötva, þó ekki sé nema í smá stund, leyndardóm í hlutunum, er hollt og gott. Þetta undur er staðfesting á því að ennþá er eitthvað handan við textann, hand- an við útskýringuna. Morgunblaðið/G.Rúnar Tilraun Carolee Schneemann og Errós Nakin kona á hvítum hesti var leidd inni salin og áhorfendur héldu niðri í sér andanum á meðan skepnan var í salnum. Eftir þetta rafmagnaða andartak sýndi hún myndbandsverk af sjálfri sér og kettinum sínum í erótískum atlotum. Höfundur er myndlistarmaður og meistaranemi í heimspeki við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 13 Eftir Unnar Örn Auðarson unnar@unnarorn.net Listamenn fá flestar hugmyndir þegarþeir gera mistök, sagði amma gjörn-ingalistarinnar Marina Abramovic við gesti á Tilraunamaraþoni Hafnarhússins síð- ustu helgi. Áhorfendur voru þannig enn og aftur minntir á mikilvægi þess að gera til- raunir á sjálfum sér og hugmyndafræði sinni. Abramovic staðfesti þannig gamlan sannleik þegar hún framkvæmdi síðustu tilraunina á sunnudagseftirmiðdaginn. Hún sagði þar öll- um sem vildu heyra, frá erfiðum kynnum sín- um af kynlífsráðgjafanum Dr. Ruth. Abramo- vic játaði að Dr. Ruth hefði verið átrúnaðargoð sitt en hefði fallið af stallinum núna í fyrsta skiptið. Hún lýsti því hvernig þekktasti kynlífsráðgjafi okkar tíma vildi núna hvorki tala við hana, láta taka mynd af sér með henni né hvað þá vera þáttakandi í nokkru sem að tengdist listsköpun hennar. Þannig gerði Abramovic sér mat úr því hörmulega anti-klímaxi sem gerst hafði á föstudeginum. Þá hafði henni vera hafnað al- gjörlega af Dr. Ruth sem Abramovic hafði boðið á maraþonið til að gera gjörning á svið- inu með sér. Abramovic játaði þannig mistök sín og endaði svo með því að bjóða, biðja og jafnvel skipa áhorfendum að taka þátt í per- formans með sér á „Skurðarborði Sálarinnar“, sem er verk eftir hana sem stendur út sýning- artíma Tilraunamaraþonsins í fjölnota sal Hafnarhússins. Mistök eru alltaf innan seilingar þegar til- raunir eru framkvæmdar og þannig alltaf nauðsynlegur hluti af vinnuferli bæði lista- og vísindamanna. Það er ekki oft sem vinnuferli eða hugmyndafræði er það sem bindur sýn- ingu saman á íslensku listasafni. Yfirleitt er það lokaniðurstaðan hjá vísindamanninum sem almenningur fær aðgang að. Sönnuð með línuritum og útreikningum. Á sama hátt er það listaverkið sem kemur fyrir sjónir gesta á listasafni sem niðurstaða langs vinnuferils eða tímafrekrar vinnu. Oftast slétt og fellt. Pott- þétt og innrammað. Gestir listasafna sjá þess vegna ekki listaverk endilega sem tilraun eða hluta af ferli heldur eitthvað endanlegt, var- anlegt og ósnertanlegt. Það er að einhverju leyti listasafnið sem stofnun sem hefur komið á fót þessari mýtu um virkni listarinnar með framsetningu og nálgun sinni við listaverkið. Það er þessi mýta sem sýningin Tilraunam- araþon skákar á einhvern hátt. Það má á ein- hvern hátt líta á það að taka fyrir tilraunir og hugmyndina um rannsóknarstofu sem áfram- hald af síðustu listahátíð þar sem áherslan var á myndlist. En þá var þá stór sýning bæði í Listasafni Íslands og Hafnarhúsinu á verkum Dieters Roth en hann er sá listamaður sem er hvað þekktastur fyrir niðurbrot á hinu var- anlega í tengslum við listaverkið og því að reyna að koma ferlinu til skila í verkum sínum. Maraþon um tómið Stemningin á Tilraunamaraþoninu var á ein- hvern hátt óreiðukennd báða dagana. Eitthvað var samt hressandi við hraðann á fyrirlestr- unum sem voru keyrðir áfram af sýning- arstjórunum sem voru eins og sambland af handboltaþjálfara og sjónvarpsþul. Tilfinn- ingin á staðnum var sú að hægt væri að koma og fara að vild. Pínulítið eins og horfa á und- irbúning sýningar í leikhúsi í staðinn fyrir að mæta á frumsýningu. Allt fólkið sem var með í dagskránni var að einhverju leyti óæft, óör- uggt eða að reyna nýja leið. Og þegar það and- rúmsloft myndast veit maður aldrei hvað ger- ist næst. Gestirnir villtust um húsið, skoðuðu listaverkin í sölunum og settust kannski niður til að hlusta á þá fyrirlestra og gjörninga sem boðið var upp á. Margir gestir sátu þó stíft, og stóðu bara upp til að fara á klósettið eða næla sér í kaffibolla. Ég viðurkenni að ég sá ekki alla viðburðina á dagskránni. Enda held ég að hugmyndin hafi varla verið byggð þannig upp, þótt prógrammið sé hugsað sem maraþon. Ég upplifði þetta maraþon eins og eitthvað sem ekki þarf endilega að klára. Maraþon sem allt í lagi er að stoppa og líta í kringum sig. Föstudagsmorguninn byrjaði á því að sýn- ingarstjórarnir, Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson kynntu hvert var í þeirra huga mik- ilvægi tilraunar eins og þessarar. Þá tóku við hugleiðingar frá hópi vísinda og fræðimanna sem flestallir kynntu ólíka leið til að skilgreina og velta upp ramma skynjunar, veruleika og drauma. Eitthvað sem gestir í listasöfnum eru sífellt minntir á þegar þeir nálgast listaverk. Nokkrir arkitektar töluðu líka á föstudeginum og sögðu þeir flestir frá hugmyndum sínum um vinnuferli og fantasíur. Arkitektinn David Adjaye greindi frá útópískum hugmyndum sínum um að sameina allar stærstu borgir Evr- ópu í eina risastóra ofur borg og var með út- skýringar á hugsanlegri virkni og útliti þess- arar mega-borgar. Ameríski listamaðurinn og pólitíski aktívistinn Jimmie Durham glímdi við sjálfan sig. Já eða talaði við sjálfan sig með símtól í hendi á sviðinu. Gafst að lokum upp og sagðist ekkert ætla að gera það sem ætlast væri til af honum. Braut gamla vekjaraklukku með grjóti og gekk af sviðinu. Áhorfendur hik- uðu við að klappa þegar hann var horfinn og var augljóst að þessi tæplega sjötugi listamað- ur kann ennþá að ögra þeim reglum sem lista- mönnum eru settar og getur þannig skapað nýjar leiðir til að hugsa um hlutina. Jonas Me- kas, einn af frumkvöðlum framúrstefnunnar í kvikmyndagerð flutti gjörning með hjálp frá tveimur aðstoðarmönnum. Sýnd var kvikmynd á sama tíma þar sem hann benti á munninn og eyrað á sér og barði svo endurtekið í borðið. Heimtaði þögn. Sem hann fékk svo og þá tók við söngur um álfa og tröll. Sænska listakonan Fia Backström var með að mínu mati, kraft- mestu og áhrifamestu framsetninguna á föstu- deginum. Hún var einsog pólitíkus sem hélt framboðsræðu fyrir stjórnmálaflokk sem aldr- ei getur orðið til. Beitt, sjálfsgagnrýnin og óhrædd við að nota myndmál við að koma boð- skap sínum til skila. Í lokin birtist svo austur- íska raftónskáldið og listamaðurinn Florian Hecker í kompaníi við postula menningar- innar, Francescu von Habsburg og gerði hljóð- tilraunir á áhorfendum. Var það ágætur en jafnframt óþægilegur lokahnykkur á föstu- deginum. Einhvers konar samspil glamúrs, peninga og neðanjarðarmenningar sem varla er hægt að lýsa með orðum. Listamennirnir á sunnudeginum fundust mér margir nánast eins og töframenn eða al- kemistar sem benda á hið augljósa sem er hul- ið sýn. Þorvaldur Þorsteinsson breytti vatni í vín eftir uppskrift John Baldessari. Haraldur Jónsson tengdi saman fólk eins og rafvirki. Með því einu að láta ókunnugt fólk haldast í hendur á sviðinu voru hugir og tilfinningar þeirra augljóslega samstilltir eftir handleiðslu Haraldar. Hann sýndi fram á fínstillingu á til- finningalífi þeirra í leikrænum tilraunum á sviðinu. Var eins og holdgervingur spíritism- ans mættur til að kafa í undirmeðvitundina. Fólkið streymdi á svæðið þegar poppstjarnan Brian Eno stofnaði kór með áhorfendum og á innan við tíu mínútum ómaði um allt safnið fjöldasöngur á laginu Can’t Help Falling in Love sem er hvað þekktast í flutningi Elvis Presley og í beinu framhaldi þykkva- bæjarrokk í þýðingu Árna Johnsen. Var eins- og gestirnir hefðu hrist saman í fjöldasögn, al- veg einsog í Herjólfsdal. Eno breiddi svo út boðskap sinn og hvatti alla viðstadda til að stofna eigin kóra og söngdeildir til þess að hittast og deila ólíkri reynslu saman. Karl Holmqvist, sænskur listamaður búsettur í Berlín, flutti gagnrýninn en ljóðrænan per- formans sem hann kallaði Andy’s Chest, byggðan á samnefndu dægurlagi. En áður en hann flutti ljóðrænan gjörning sinn þakkaði hann fyrir að vera boðið á maraþonið. Fyrir að fá sínar 15 mínútur af frægð og skerpti á punktum um rétt og stöðu listamanns gegnt ágengum sýningarstjórum og bákni listasafns- ins. Bandaríska listakonan Carolee Schneem- an vakti spurningar um samband konu og dýrs með dramatísku verki sem hún vann í sam- vinnu við Erró. Nakin kona á hvítum hesti var leidd inn í salinn og áhorfendur héldu niðri í sér andanum á meðan skepnan var í salnum. Eftir þetta rafmagnaða andartak sýndi hún myndbandsverk af sjálfri sér og kettinum sín- um í erótískum atlotum. Fallegt myndband sem var gott mótvægi við fákinn og nöktu kon- una. Marina Abramovic endaði svo prógramm- ið með fjöldagjörningi með þátttöku áhorf- enda. Það er svo spurning hvort maraþonið hafi verið um tómið sjálft eða notað til að fylla það sem ekki er hægt að tala um í íslenskum myndlistarheimi. En það er ábyggilegt að eitt- hvert tómarúm myndast núna eftir dagskrána síðustu helgi og nú er það hlutverk Hafn- arhússins að fylla það tóm. List án niðurstöðu Höfundur er myndlistamaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.