Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Önnu Jóa annajoa@simnet.is E kki er úr vegi að líta fyrst til verka ítalskra endurreisnarmálara, nánar tiltekið verka fen- eysku meistaranna Gior- gios de Castelfrancos (ca. 1478-1510), betur þekktur sem Giorgione, og Giovannis Bellinis (1427/30-1516). Borgrík- ið Feneyjar var mikið siglinga- og versl- unarveldi um aldamótin 1500, þar blómstraði öflugt lista- og menningarlíf undir formerkj- um húmanismans, eða mannhyggjunnar, sem tengist endurreisninni nánum böndum. Um þetta leyti þróuðust þar hugmyndir um lands- lag – í málverki, ljóðlist, byggingarlist og borgarskipulagi – sem höfðu djúpstæð áhrif á seinni tíma vestræn viðhorf til landslags og náttúru. Endurreisnin er talin marka þáttaskil í evr- ópskri sögu; með henni var lagður grunn- urinn að þeirri einstaklingshyggju, þekking- arleit og framfarahyggju sem svo mjög hefur mótað þá vestrænu heimsmynd er kenna má við kapítalískan nútíma. Húmanisminn og áhugi á vísindum fór saman við landkönnun og landvinninga í fjarlægum heimsálfum, og á fjarlægum mörkuðum. Feneyjar, sem töldu um 100 þúsund íbúa á lónseyjunum, voru leið- andi verslunarborg í Evrópu og byggðu orðs- tír sinn á verslun við fjarlæg lönd, siglingum, prentiðn og kortagerð. Feneyingar áttu þann- ig samskipti við fjarlæga menningarheima – en um leið náið samband við ítalskt meg- inland. Borgríkinu tilheyrði stórt landsvæði á Norðaustur-Ítalíu við rætur Alpafjallanna, terraferma. Sveitin á meginlandinu var efna- hagslega miðlæg í borgríkinu; þar átti borgin matarkistu í frjósömum landbúnaðarhéruðum og öruggan fjárfestingarkost í landareignum fyrir hina auðugu borgarastétt sem reisti þar glæsileg sveitasetur. Samfara þessari þróun, ásamt sístækkandi heimsmynd, fór að bera á auknum áhuga á umhverfinu og náttúruheim- inum. Landslag öðlaðist smám saman aukið vægi í heildarmerkingu málverka og þess gætir þeg- ar í upphafi endurreisnarskeiðsins. Malcolm Andrews bendir á það í bók sinni Landscape and Western Art að í verslunarvæddum borg- ríkjum Mið- og Norður-Ítalíu á 15. öld hafi meðvitund um „firringu“ mannsins, sem glat- að hafi hinu frumlæga sambandi við náttúr- una, átt sér skýra birtingarmynd í trúar- legum málverkum. Sem dæmi nefnir hann vinsældir mynda af kirkjuföðurnum Híeróní- musi í óbyggðum þar sem hann settist að í sjálfskipaðri útlegð í yfirbótarskyni en vin- sældirnar tengjast einnig siðaskiptunum og gagnrýni sem rómverska kirkjan lá undir um þetta leyti. Í slíkum myndum er landslagið umgjörð eða svið átaka þar sem mætast á táknrænan hátt siðmenning og frumlæg nátt- úran. Meinlætamaðurinn sést gjarnan í harð- neskjulegu, berangurslegu umhverfi og borg- in (og nærliggjandi sveitir) í fjarska. Landslagið birtist þar sem myndlíking fyrir innri togsteitu mannsins sem sækist eftir því að endurheimta andlega visku og verða heil- steyptur á ný. Landslagið er jafnframt virkur þáttur í „dramatískri“ frásögn verksins. Andrews ræðir hvernig þarna mætist krist- in, trúarleg íhugunarhefð (sem tengist hug- myndum um kraftbirtingu guðs í náttúrunni) og húmanísk viðhorf, byggð á klassískum bókmenntaverkum. Ítalski fræðimaðurinn, ljóðskáldið og húmanistinn Fransesco Petr- arca (1304-1374) hafði þegar á 14. öld í áhrifa- miklu verki sínu De Vita Solitaria (1346) mælt með endurnýjandi áhrifum nátt- úruheimsins fyrir líkama og sál. Viðhorf hans til náttúrunnar lúta fyrst og fremst að sjálfs- íhugun og sálkönnun, og í skrifum sínum skír- skotar hann til upphafinna hugmynda róm- verskra aðalsmanna um sveitalíf eins og þær birtast í klassískum verkum (sem minnir á að „borgarþreyta“ einskorðast ekki við nú- tímann). Á endurreisnartímanum fór þekking á efn- isheiminum vaxandi og Andrews lýsir því hvernig myndefnið af Híerónímus í eyðimörk- inni hafi gefi málurum færi á að fá útrás fyrir könnunaráhuga á náttúrunni og myndræna útfærslu hennar (á þessum tíma var mikill áhugi á kortagerð og má nefna að Leonardó da Vinci (1452-1519) stundaði hana um tíma af kappi, sumir telja jafnvel að fjalllendið í bakgrunni Mónu Lísu (1503-5) sé byggt á vís- indalegum athugunum hans og uppdrætti af Arno-dalnum í nágrenni Flórensborgar). Trúarlegt viðfangsefni hafi verið hið viðeig- andi og miðlæga „argúment“ málverka, en Híerónímusarmyndir hafi um leið verið yf- irvarp fyrir æfingar í landslagsmálun – og boðið upp á réttlætingu á auknu vægi „parer- gonsins“ eða aukaatriða mynda (ekki síst bak- grunns). Um og eftir 1500 verða argúment og parergon æ háðari innbyrðis. Feneyska málarans Giovannis Bellinis er minnst í listasögunni sem frumkvöðuls í beit- ingu lita og birtu – sem var aðalsmerki fen- eyska skólans í ítölsku endurreisnarmálverki. Í verki með heilögum Frans af Assisí (sem einnig var vinsælt myndefni á endurreisn- artímanum) í eyðimörkinni frá um1485 gætir hefðbundinnar íkonógrafíu (í táknrænni, trúarlegri merkingu myndatriða) en þar sést einnig hvernig hann nýtir sér myndræna möguleika viðfangsefnisins, m.a. í útfærslu ólíkra náttúrufyrirbrigða. Hann skapar dýpt í lita- og birtumeðferð: Frans og umhverfi hans er baðað sólarljósi á raunsæislegan hátt (sem endurspeglar vaxandi raunhyggju). Birtan undirstrikar einnig siðferðilegan boðskap verksins þar sem dýrlingurinn stendur auð- mjúkur frammi fyrir undrum sköpunarverks- ins og guðdómlegri visku. Í þessu verki verður afmörkun aðal- viðfangsefnis (argúmentsins) og bakgrunns (parergons) óskýr. Malcolm Andrews lýsir því sem svo að guðdómleg nærveran (í inntaki verksins) sé látin varpa bjarma sínum á hið náttúrulega umhverfi, eða „bakgrunninn“, og ljá því jafnframt æðri merkingu og gera það gilt sem viðfangsefni. Að sama skapi eykur baksviðið á frásagnaráhrif aðalmyndefnisins með því að skapa samhengi. Við þetta mynd- ist díalektík eða skapandi spenna í afstöðu mannlegrar tilveru og náttúruheimsins. Fagurfræðilegt gildi landslags verður smám saman meira áberandi og er í því sam- bandi vert að beina sjónum að verkum Gior- giones, en margir þekkja myndir hans Kons- ert í sveitinni (Fête Champêtre) (um 1508-1510) og hina dularfullu Ofviðrið (La Tempesta) (um 1506-8). Viðfangsefni síð- arnefnda verksins hefur lengi verið ráðgáta. Ítalskur safnari segir frá verkinu í skrifum frá fyrri hluta 16. aldar, og lýsir því sem „litlu landslagsmyndinni [paesotto] á striga með óveðrinu, sígaunanum og hermanninum“. Athygli vekur áherslan á landslagsþáttinn og notkun landslagshugtaksins. Lýsing hans staðfestir það sem blasir við á myndinni: landslagið er þar órjúfanlegur og raunar virk- ur hluti af aðalviðfangsefni verksins. Með því skapar listamaðurinn „andrúmsloft“ sem lyft- ir myndinni yfir hefðbundið íkonógrafískt tákngildi, og ljær henni jafnframt nýja fag- urfræðilega merkingarvídd. Það er ekki síst málaratæknin sem stuðlar að því að skapa andrúmsloft og gæða mynd- ina lífi. Giorgione dró lærdóm sinn af Bellini hvað varðar lita- og birtumeðferð en feneyski skólinn hefur verið kenndur við lit (colore), ólíkt þeim flórenska, sem lagði aðaláherslu á teikningu (disegno) líkt og sést í verkum t.d. Pieros della Francesca (1416-1492) og Paolos Uccellos (1397-1475). Feneyingar (og aðrir endurreisnarmálarar, ekki síst Leonardó da Vinci) sköpuðu dýpt með öðrum aðferðum en í línulegri, geómetrískri fjarvídd sem málarar og arkitektar Flórens-skólans höfðu þróað frá 14. öld. Myndrými Feneyinganna byggðist ekki á línulegu skipulagi heldur loftkenndu rými. Útlínur forma í fjarska eru máðar og þau gerð bláleit. Birtuáhrif (chiaroscuro) eru notuð til að lýsa upp eða skyggja ákveðna þætti og binda saman myndflötinn. Þá er sjónarhorn verkanna „niðri á jörðinni“, him- inninn fær við það aukið vægi. Eldingarnar í Ofviðrinu eru gott dæmi um nýtingu á tákn- rænum möguleikum himinsins. Bent hefur verið á að vaxandi áhersla á metnaðarfulla útfærslu landslags í málverkum hafi að hluta til verið viðbrögð við auknum kröfum um tæknilega færni af hálfu patróna, eða velgjörðarmanna listamannanna á 15. öld (og ef til vill um leið einnig sprottin af sókn málara eftir auknu sjálfræði og viðurkenn- ingu, til jafns við t.d. ljóðskáld sem voru í miklum metum sem listamenn). Menningar- landfræðingurinn Denis Cosgrove bendir í bók sinni Social Formation and Symbolic Landscape á að slík færni hafi talist vísbend- ing um auð, orðstír og smekk patrónsins sem ákvarðaði yfirleitt aðalviðfangsefni verkanna (sem oftast var af trúarlegum, goðsagnalegum toga eða í formi portretta þar sem landslag birtist gjarnan sem „umdæmi“ patrónsins og tákn um vald hans). Með þessu hafi bak- grunnur málverka orðið „frjáls“ vettvangur fyrir málarann til að sýna fram á sér- fræðikunnáttu og listrænt hugmyndaríki. Málararnir litu til nánasta umhverfis, ekki síst fallegra sveitahéraða terraferma, í leit að innblæstri og myndefnum. Cosgrove ræðir hvernig hugmyndin um landslag ákvarðast af tilteknum landfræðilegum, þjóðfélagslegum og menningarlegum aðstæðum. Hann fjallar um tengsl landslags og kapítalisma og hvern- ig land breytist í „landslag“ við það að öðlast fjármagnslegt verðmæti sem eign í markaðs- umhverfi – og um leið nýtt fagurfræðilegt gildi. Raunar rekur hann hvernig arkitektar Feneyja hafi í byrjun 16. aldar endurhannað borgina eftir ímyndaðri, klassískri fyrirmynd. Þetta táknræna svipmót borgarinnar miðlaði ákveðinni hugmyndafræðilegri upphafningu sem þjónaði ríkjandi stéttum. Það hafi svo teygt sig yfir á terraferma samfara land- bótum (í hagrænum tilgangi) og einnig bygg- ingu fjölmargra, glæsilegra sveitasetra aðals- ins. Slíkar villur voru stöðutákn, gjarnan staðsettar á hæð sem sérhannaðir útsýn- isskálar (belvedere) þaðan sem náttúrulegt útsýnið og garðurinn umhverfis villuna nutu sín sem best út um glugga og af pöllum (loggia), auk þess sem veggir innandyra voru skreyttir landslagsfreskum. Landslagið, sem fagurfræðileg ánægja, var hluti af verðmæti villunnar. Umhverfið var þannig myndgert sem „landslag“ í gegnum mannlega skynjun (og manngert í garðhönnun). Sveitasetrið var upphafinn, aflokaður un- aðsreitur, eða indæll staður (locus amoenus) samkvæmt klassískri fyrirmynd. Þar hafði að- allinn endurnærandi sumardvöl, fjarri amstri borgarlífsins (og striti bændanna á ökrunum) og bauð til sín húmanískum menntamönnum, sem jafnframt uppfræddu syni aðalsmann- anna, og listamönnum sem voru undir vernd- arvæng patrónanna. Þar þróaðist sérstök Konsert í sveitinni Konsert í sveitinni Eftir Giorgione og Titian (ca. 1508 og lokið af Titian eftir 1510), olía á striga, 10 Landslagsmyndir eru órjúfanlegur hluti íslenskrar lista- og menningarsögu. Land og náttúra hafa auðvitað mótað líf landsmanna og af þeim sökum þykir eflaust mörgum þetta vera sjálfsagt viðfangsefni listamanna fyrr og nú. En það er ekki sjálfsgefið að líta á land sem „landslag“ og ýmislegt getur búið að baki slíkri sýn – raunar heil heimsmynd. Í röð greina, þar sem stiklað verður á stóru í sögu vestrænnar landslagshefðar, mun höfundur leitast við að varpa ljósi á hug- myndir um samband manns og náttúru eins og það birtist með ýmsu móti í landslagsmyndum eða landslagstengdum verkum, og á þá heimsmynd sem liggur þeim til grundvallar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.