Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Qupperneq 9
„hirðmenning“ þar sem blómstruðu heim- spekilegar samræður í ný–platónskum anda um fullkomna ást, ort voru hjarðljóð og skáldverk í klassískum stíl, sem heimfærð voru og sviðsett í ítalskri sveit, á borð við gríðarlega vinsæla verk Arcadia (1502) eftir Jacopo Sannazaro (1457/8-1530), sem og Gli Asolini (1505) eftir Pietro Bembo (1470-1547) ort í hallargarði kastalans í Asolo við rætur Alpafjalla. Ímyndaður heimur Bembos var túlkaður í sveitalífsverkum feneyskra málara á borð við Bellini, Giorgione, Titian (1485-1576) og Ja- copo da Bassano (1515-1592). Verk þeirra miðla kyrrlátri íhugun í samhljómi manns og náttúru. Giorgione var raunar kallaður hinn „málandi Sannazaro“ af samtíðarmönnum sín- um og svonefndur „Giorgionismo“ ástundaður við hirðina í Asolo. Verkið Konsert í sveitinni (sem talið er að hinn þekkti málari Titian hafi lokið við) sýnir hvar aðalsmaður situr í in- dælli náttúrunni við lútuspil með sveitasetrið í bakgrunni. Fjárhirðar sjást baksviðs (og hugsanlega einn við hið aðalsmannsins) og naktar dísir bera tákn ljóðlistarinnar; vatns- könnu og flautu. Sólgylltir akrar og draum- kennt andrúmið er talið undirstrika himneska ást; því nær málarinn fram með mun- úðarfullri litanotkun og mýkt í pensiltækni. Malcolm Andrews bendir á að í verkinu sam- einist samtímasviðsetning sveitalífsmyndar og skírskotun til klassískrar gullaldar. Konsert í sveitinni er úrvalsdæmi um sýn á náttúruna, og samband mannsins við hana, á skeiði háendurreisnar á Ítalíu. Eins og Denis Cosgrove bendir á, þá þróaðist þar framsetn- ing á landslagi í bókmenntum, málverkum og garð- og villuhönnun (ekki síst feneyskum Palladio-villum) sem hafði mikil áhrif á seinni tíma landslagshugmyndir í Evrópu, bæði í ímyndun og raunveruleika. Palladio-villan barst um síðir til Íslands þegar Thor Jensen reisti eina slíka á Fríkirkjuvegi 11 í Reykja- vík. Að lokum má segja að í þessum „litlu landslagsmyndum“ (paesetto) eftir Giorgione sé að finna vísi að landslagsmyndinni sem tegundarmálverki eða genre – sem verður næsta umfjöllunarefni þessarar greinaraðar um landslagshefð í málverki. Nils Büttner: Landscape Painting. A Hi- story. Þýð. Russell Stockman. New York og London: Abbeville Press Publishers 2006. Malcolm Andrews: Landscape and Renaiss- ance Painting“ og „Landscape as Amenity“. Landscape and Western Art. Oxford: Oxford University Press 1999, s. 25-77. Denis Cos- grove: Social Formation and Symbolic Lands- cape. Madison: The University of Wisconsin Press 1998 (1. útg. 1984). Baksviðs hjá Giorgione og Bellini 05 x 136 cm, Musée du Louvre, París. Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið og myndlistarmaður. Giorgione: Ofviðrið ( ca. 1506–8), olía á striga, 83 x 73 cm, Galleria delĺAccademia, Feneyjum. Giovanni Bellini: Frans af Assisí í eyðimörkinni (ca.1485), olía og tempera á viðarplötu, 124.4 x 141.9 cm), The Frick Collection, New York. » Sveitasetrið var upp- hafinn, aflokaður un- aðsreitur, eða indæll staður (locus amoenus) samkvæmt klassískri fyrirmynd. Þar hafði að- allinn endurnærandi sumardvöl, fjarri amstri borgarlífsins (og striti bændanna á ökrunum) og bauð til sín húmanískum menntamönnum, sem jafnframt uppfræddu syni aðalsmannanna, og listamönnum sem voru undir verndarvæng pa- trónanna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.