Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gauta Kristmannsson gautikri@hi.is A lkunna ljóðlínu Snorra Hjart- arsonar, „[l]and, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ henda menn oft á lofti við hátíð- leg tækifæri þegar þeir vilja mæra íslenska tungu og þjóð og er það ekki illa til fundið. Í aðeins örfáum orðum bindur skáldið saman grunnþætti ís- lensks þjóðernis, sem vitanlega verð- ur að einhverju leyti heilagt með orð- inu „þrenning“. En þetta margfræga ljóð er eftirtektarvert fyrir fleira en fyrstu ljóðlínuna því þegar nánar er að gáð má sjá að bragarháttur kvæð- isins er sonnetta, en uppruna þess háttar má rekja til Ítalíu, nánar til- tekið 14. aldar skáldsins Petrarca sem stundum hefur verið kallað „fað- ir húmanismans“. Ljóð Snorra er þó rammíslenskt að því leyti að skáldið heldur í stuðla og höfuðstafi og fylgir þar með fordæmi listaskáldsins góða sem fyrst var til að þýða þennan bragarhátt inn í íslenska menningu með fyrstu og þekktustu sonnettu ís- lenskrar bókmenntasögu, „Ég bið að heilsa“ og hefst á þeirri ekki minna frægu ljóðlínu „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum“ og er ég ekki frá því að vindarnir sælu og þýðu séu ekki síður vísan til þeirra ítölsku menningar sem Jónas er að flytja inn í þá íslensku með því að beita þessum fræga bragarhætti, sem einnig gerði garðinn frægan í höndum Shake- speares. Ekki stendur til að fara í djúpa bókmenntalega greiningu hér og nú þótt það væri vafalaust spennandi einnig þegar um er að ræða tvö svo vel ort ljóð. Mér komu þau hins veg- ar í hug þegar ég fór að velta fyrir mér þýðingum og túlkun á vegum ESB, svo ólíklega sem það kann að láta í eyrum. ESB og menningin Mikið hefur verið skeggrætt um að Íslendingar gangi hugsanlega inn í Evrópusambandið á undanförnum vikum. Reyndar hefur þetta verið rætt töluvert undanfarin ár, en mikið hefur einnig verið haft fyrir því að ýta málinu út af dagskrá eins og kunnugt er. Ég ætla ekki heldur að fara út í þá sálma hér enda umræðu- efnið annað. Það hefur þó vakið furðu mína hversu þrönga sýn marg- ir hafa á þetta mál. Gott dæmi um það er grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsókn- arflokksins, sem birtist í Morg- unblaðinu á dögunum undir titlinum „Tími umsóknar er kominn“. Þessi grein er langt frá því að vera ein um þetta, en hún tekur saman um- ræðuna hingað til með mjög skýrum hætti. Jón segir: „Full aðild Íslands að ESB snertir fjögur svið sér- staklega: landbúnað, sjávarútveg og fiskveiðiauðlindina, peninga- málastefnu og gjaldmiðilinn, og síð- ast en ekki síst fullveldi Íslands“ (29.04.08, 22). Þetta er örlítið jarðbundnara en hinir skáldlegu óðir (þið fyrirgefið vonandi þessa nýju fleirtölumynd), en að mínum dómi sýna þessi fjögur svið, sem Jón tiltekur, gapandi holu í allri umræðunni um hugsanlega að- ild Íslands að ESB, en það eru menn- ingarmálin almennt og ekki síst hlut- ur íslenskrar tungu, en segja má að hún sé grundvöllurinn að því menn- ingarlega fullveldi sem við öðl- uðumst löngu áður en hið lagalega fullveldi fékkst viðurkennt. Vel má færa rök fyrir því að án tungunnar og menningararfsins hefði baráttan fyrir lagalega fullveldinu orðið miklu erfiðari en annars. Það er ekki úr vegi að velta fyrir sér muninum á hinu menningarlega og lagalega fullveldi eins og það birt- ist í táknkerfi þjóðarinnar og yf- irvalda. Segja má að hvort tveggja fullveldið eigi sér sérstakan hátíð- isdag, fullveldisdaginn 1. desember og 16. nóvember, Dag íslenskrar tungu. Formlega er 1. desember miklu mikilvægari dagur, hann er t.d. frídagur í skólum, en ekki Dagur íslenskrar tungu. Táknrænt er sá síðarnefndi þó miklu mikilvægari; ég þekki það af muninum á hátíðahöld- unum í kringum báða þessa daga. 1. desember ár hvert mætir í Hátíðasal stjórn stúdentaráðs og kannski tíu hræður til viðbótar og það eru haldn- ar nokkrar mjög svo gleymanlegar ræður. 16. nóvember eru hins vegar hátíðahöld í skólum landsins, alls kyns verkefni eru kynnt, það eru málþing víða um borg og land, verð- laun afhent og svo mætti lengi telja. Menningarlegur kraftur Dags ís- lenskrar tungu er margfaldur á við fullveldisdaginn, kannski vegna þess að hið menningarlega fullveldi er hreinlega mikilvægara en það full- veldi sem menn skilgreindu í lögum árið 1918 og hefur gengið sér gjör- samlega til húðar heilli heimsstyrj- öld og einu köldu stríði síðar. En menningarmálin eru víðtækari en svo að þau snerti aðeins hátíða- höld til að fagna tilvist íslenskrar tungu; kannski tala menn ekki eins mikið um þau í tengslum við ESB að- ild vegna þess að við erum að miklu leyti fullgildir aðilar að ESB í menn- ingar- og menntamálum. Skólakerfið allt og ekki síst háskólarnir njóta nánast til fulls allra þeirra kosta sem fylgja því að starfa innan ESB og hef ég stundum heyrt því fleygt að þeir sem til þekkja hér á landi vilji helst ekki tala um hversu mikill hreinn peningalegur gróði er af því sam- starfi hjá háskólunum a.m.k., svo ekki sé minnst á þann þekkingarlega hag sem við höfum af samstarfsverk- efnum með evrópskum háskólum, þar sem íslenskir fræðimenn standa jafnfætis öðrum í Evrópu við styrk- umsóknir og njóta jafnvel sérstakrar velvildar, vegna þess að íslenska er eitt af „minna útbreiddum tungu- málum“ í Evrópu og það getur jafn- vel verið til bóta við umsókn um sam- starf í kennilegri eðlisfræði. Þessu öllu hefur EES samstarfið skilað okkur og því er kannski minni þrýst- ingur frá menningargeira samfélags- ins að gerast aðilar að Evrópusam- bandinu en annars væri. „Lýðræðishallinn“ og tungumálin En við stöndum þó ekki menning- arlega að fullu jafnfætis grönnum okkar í Evrópu í þessu tilliti og það er einmitt á sviði tungumálsins sem nánast aldrei er talað um. Það teng- ist á vissan hátt einhverju sem kallað hefur verið „lýðræðishalli“ ESB, tré sem mikið er veifað af andstæð- ingum ESB aðildar og notað er til að gefa í skyn að „fullveldismissirinn“ við fulla aðild felist í því að lýðræð- islega kjörnir fulltrúar Íslands hafi ekkert lengur um örlög landsmanna að segja. Hinir benda á að við tökum upp mikið af lögum og reglum ESB nú þegar án þess hafa nokkuð um Íslensk tunga og ESB Eftir að hafa kynnt sér málstefnu Evrópusambandsins vandlega segir greinarhöfundur að aðild að sambandinu myndi hafa mikil áhrif á stöðu ís- lenskrar tungu til hins betra og þannig myndi menningarlegt fullveldi þjóðarinnar verða enn sterkara en áður. „Land, þjóð og tunga“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.