Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustufulltrúar þjónustuvers Starfið felst í margháttaðri þjónustu við viðskiptavini þjónustuvers augliti til auglitis, í gegnum síma, tölvupóst og veflausnir af ýmsu tagi auk þjónustu við starfsmenn borgarinnar. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur tækifæri til að þróa vinnulag og móta nýjan vinnustað í nýju húsi Hæfniskröfur: • Mikil þjónustulund • Reynsla og áhugi á framlínuþjónustu • Góð almenn tölvufærni • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð íslenskukunnátta • Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku • Aðlögunarhæfni, geta hugsað hratt • Frumkvæði • Stúdentspróf eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi. • Þekking á borgarkerfinu æskileg Nánari upplýsingar veita Sigurþóra Bergsdóttir, deildarstjóra símavers, netfang: sigurthora.bergsdottir@reykjavik.is, s: 411 1120/ 693 9367 og Sigríður Þórisdóttir, netfang: sigdridur.kristin.thorisdottir@reykjavik.is, s: 411 3038. Umsókn fylgi yfirlit um nám og störf og skal skilað rafrænt til Sigurþóru Bergsdóttur eða sent til Ráðhúss Reykjavíkur merkt: Þjónustufulltrúi Höfðatorgi. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2008. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Árið 2008 flytja saman um 400 starfsmenn borgarinnar í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 10-12. Þetta er einstakt tækifæri til að bæta enn frekar þjónustu við íbúa og fyrirtæki í borginni. Við leitum að fólki sem er reiðubúið að skapa með okkur spennandi framtíð á nýjum vinnustað. Ef þú ert með þjónustulund fram í fingurgóma, vilt hafa áhrif á umhverfi þitt og móta skemmtilegan starfsanda, talaðu við okkur Deildarstjóri þjónustuvers Deildarstjóri verður leiðtogi við mótun og þróun þjónustuvers og sér um daglegan rekstur þess. Hann sér um ráðningar og þjálfun starfsfólks, endurskoðun verklags og verkferla við þjónustuveitingu, áætlanagerð, skýrslugerð, kynningar og fleira. Deildarstjóri gegnir lykilhlutverki í samráði og samskiptum við stjórnendur þeirrar starfsemi sem þjónustuverið þjónustar. Um er að ræða nýtt og spennandi starf Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla og þekking á sviði þjónustustjórnunar • Leiðtogahæfileikar • Samskiptahæfni • Reynsla og áhugi á framlínuþjónustu • Metnaður og vilji til að ná árangri • Þekking á borgarkerfinu æskileg Nánari upplýsingar veitir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar, netfang: alfheidur.eymarsdottir@reykjavik.is, s: 411 1058/6939332 og og Árni Ragnar Stefánsson, starfsmannastjóri Ráðhúss, netfang: arni.ragnar.stefansson@reykjavik.is, s. 411 4216/ 693 9327 Umsókn fylgi yfirlit um nám og störf og skal skilað rafrænt til Álfheiðar Eymarsdóttur eða sent til Ráðhúss Reykjavíkur merkt: Deildarstjóri þjónustuvers Höfðatorgi Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2008. Reykjavíkurborg er að setja á fót nýtt þjónustuver í Borgartúni Vilt þú taka þátt í að móta þjónustu Reykjavíkurborgar? Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnu- auglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í. Snyrtifræðingur óskar eftir vinnu snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur óskar eftir vinnu. Upplýsingar í síma 663-2832 Halldóra . Rafvirkjar Óska eftir að ráða rafvirkja til framtíðarstarfa. Upplýsingar í síma 694 1500. Rafboði ehf. Matreiðslumaður með mikla reynslu óskar etfir framtíðarstarfi. Allt kemur til greina, getur hafið störf strax. Uppýsingar í síma 869 3639.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.