Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 11
Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum hef-ur valið útgerðarmenn í Vest-mannaeyjum sem mann ársins. At-hyglin beindist strax að
útgerðarmönnum sem hafa sýnt það og sann-
að að þeir hafa trú á Vestmannaeyjum. Líka
að þeir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum
til að efla Eyjarnar með nýjum skipum og
auknum aflaheimildum. Einnig hafa þeir lagt
góðum málum lið.
„Ekki treystum við okkur til að taka einn
útgerðarmann út úr og niðurstaðan er að út-
vegsbændur í Vestmannaeyjum eru Eyjamað-
ur ársins 2007. Forsendurnar ættu að vera öll-
um kunnar. Hingað komu m.a. sex ný skip á
árinu, Guðmundur, Vestmannaey, Bergey,
Gullberg, Álsey og loks Dala Rafn. Þá eru
a.m.k. þrjú skip í smíðum fyrir Eyjamenn,“
segir m.a. í forsendunum.
Þetta er góð niðurstaða hjá þeim Vest-
mannaeyingum. Útgerðarmenn þar hafa sýnt
mikla djörfung með því að bæta skipakost
sinn á mjög erfiðum tímum í sjávarútvegi.
Þorskveiðiheimildir skornar niður um þriðj-
ung, gengi krónunnar mjög óhagstætt útgerð-
inni og olíuverð í sögulegu hámarki.
Það er innbyggt í Eyjamenn að gefast ekki
upp. Þeir standa saman og horfa fram á við,
þegar sumir aðrir starfsbræðra þeirra eru að
draga saman og jafnvel hætta starfseminni.
Það er ljóst að framsýni útgerðarmannanna í
Eyjum á eftir skila þeim sterkari en ella inn í
framtíðina. Þeir verða með ný skip í útgerð
þegar birta tekur á ný. Þá verða þeir betur í
stakk búnir til þess en margir aðrir að auka
þorskveiði, þegar kvótinn eykst á ný.
Það eru ýmis fleiri dæmi um framsýni.
Hornfirðingar eru með tvö skip í smíðum,
Ingimundur hf. í Reykjavík sömuleiðis. KG
Fiskverkun á Rifi byggði nýtt fiskvinnsluhús í
sumar og ætlar sér að auka umsvifin. Reyndar
er það að sjálfsögðu svo að í flestum tilfellum
var ákvörðun um skipakaup og húsbyggingar
tekin áður en hinn mikli niðurskurður á þorsk-
kvótanum lá fyrir, en það var líklega hægt að
hætta við eða fresta framkvæmdunum.
Það er eftirtektarvert hvernig menn bregð-
ast við þorskniðurskurðinum sem mun koma
fram af fullum krafti þegar líður á þetta ár og
svo næsta fiskveiðiár. Verði engin aukning á
kvótanum fyrir næsta fiskveiðiár er ljóst að
áfallið verður enn meira, því á þessu ári höfðu
margir fyrirhyggju til þess að flytja veiði-
heimildir frá síðasta fiskveiðiári yfir á þetta,
til að draga úr áfallinum. Það geta menn ekki
aftur.
Uppsagnir í fiskvinnslu í haust þurfa engum
að koma á óvart. Flótti sjómanna í land á
næstu misserum þarf engum að koma á óvart.
Það er erfitt að bjóða fólki í sjávarútvegi upp á
jafnlítið atvinnuöryggi og nú blasir við. Marg-
ir munu þurfa að leita í aðra vinnu í sumar
standi hún þá til boða. Annars er lítið fram-
undan nema launalaust þriggja mánaða sum-
arfrí. Við þessar aðstæður þarf það heldur
ekki að koma á óvart að útlendingar séu í vax-
andi mæli komnir um borð í íslenzku fiskiskip-
in. Ekki er minnzt á þá staðreynd til að kasta
rýrð á útlendingana, heldur til að sýna fram á
að Íslendingar fást ekki á sjóinn lengur.
Hvernig skyldi standa á því?
Maður ársins í Eyjum
»Útgerðarmenn þar hafasýnt mikla djörfung með því
að bæta skipakost sinn á mjög
erfiðum tímum í sjávarútvegi
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
L
axeldið í heiminum held-
ur áfram að aukast. Það
hefur aukizt á hverju ári
það sem af er þessari öld
og fátt virðist koma í
veg fyrir að svo verði áfram. Fram-
leiðendur ná stöðugt betri tökum á
rekstrinum og lækka framleiðslu-
kostnað á hvert kíló af laxi. Menn ná
betri tökum á sjúkdómum og eftir-
spurnin eykst stöðugt.
Verð á laxi náði mjög hátt á árinu
2006, en fór þó ekki eins hátt og það
fór hæst upp úr síðustu aldamótum.
Þetta háa verð leiddi til endurvakins
áhuga fjárfesta á laxeldinu, met-
tekna og mikilla sameininga fyrir-
tækja. Á síðasta ári lækkaði verðið
hins vegar á ný, hagnaður minnkaði
og afkoma margra fyrirtækja á lík-
lega eftir að valda vonbrigðum.
Mikil eftirspurn
Þrátt fyrir þetta ber nokkuð á
bjartsýni meðal eldismanna. Eftir-
spurn er mikil á öllum helztu mark-
aðssvæðum, enda er lægra verð
hvetjandi til eftirspurnar. Þá reikna
margir með því að verðið muni
hækka á ný á þessu ári vegna þess að
birgðir, lax í kvíum, séu minni en áð-
ur hafi verið talið. Það stafar aftur af
því að sjúkdómar í eldinu hafa dregið
úr framleiðslu. Samkvæmt nýlegri
könnun frá Noregi, mun draga úr
birgðum í upphafi þessa árs. Talið er
að lífmassi í kvíum verði aðeins 8%
meiri miðað við árið 2007.
Mest í Noregi og Chile
Noregur og Chile bera höfuð og
herðar yfir önnur framleiðslulönd.
Noregur er með 42% alls laxeldis í
heiminum og Chile með 34%. Heild-
areldi á Atlantshafslaxi náði 1,27
milljónum tonna árið 2006 og á sama
tíma náði eldi frænda hans úr Kyrra-
hafi 145.000 tonnum. Þannig skilaði
eldi á laxi í heiminum öllum ríflega
1,4 milljónum tonna. Það er jafnmik-
ið og allur fiskafli Íslendinga á síð-
asta almanaksári.
Eins og áður sagði er eftirspurn
eftir eldislaxi mikil á öllum helztu
markaðssvæðum. Minna framboð af
svokölluðum hvítfiski, þorski og ýsu,
til dæmis gæti þar hafa hjálpað til.
En ekki má gleyma hinum gífurlega
krafti sem hefur verið í markaðs-
setningu á eldislaxi. Norðmenn hafa
til dæmis lagt feikilegar fjárhæðir í
kynningu á sínum laxi. Þessi kynn-
ing hefur meðal annars leitt til þess
að neyzla á laxi í Bretlandi hefur au-
kizt meira en þeirra eigin fram-
leiðsla. Því flytja Bretar nú inn
meira af norskum laxi en nokkru
sinni áður.
Sumir kaupendur hafa verið að
hverfa frá kaupum á laxi og kaupa
þess í stað stóran silung, urriða,
vegna þess að verð á honum hefur
lækkað töluvert. Almennt séð þekkja
neytendur ekki muninn. Í Suður-
Afríku er urriði til dæmis ranglega
merktur sem lax í verzlunum og talið
er að svo geti verið víðar.
Frakkland stærsta
markaðslandið
Evrópusambandið hélt áfram að
auka innflutning á laxi árið 2006 og
er ESB stærsti einstaki markaður-
inn fyrir eldislax um þessar mundir.
Frakkland er stærsta einstaka land-
ið, en innflutningur Frakka jókst um
1,5% árið 2006 og náði 125.413 tonn-
um miðað við slægðan fisk. 80% af
ferska laxinum kaupa Frakkar frá
Noregi, en kaup þeirra á frystum
laxi hafa einnig aukizt. Fyrstu fimm
mánuði ársins jókst innflutningur á
frystum heilum laxi frá Noregi um
9,2%. Það er hins vegar Chile sem er
umsvifamest á markaðnum fyrir
frosin flök í Frakklandi, en innflutn-
ingur þaðan jókst á sama tíma um
10% og náði alls 9.191 tonni. Megnið
af laxinum í Frakklandi er reykt og
selt í smásölu í neytendaumbúðum.
Þýzkaland kaupir einnig stöðugt
meira af laxi og var árið 2006 annað
stærsta innflutningslandið. Norð-
menn selja mest þangað af heilum
laxi, en Chile ræður markaðnum fyr-
ir frosin flök. Spánverjar eru einnig
farnir að kaupa meir. Þrátt fyrir hátt
verð á árinu 2006 juku þeir innflutn-
ing á ferskum laxi frá Noregi um
30%. Um 80% innflutnings á laxi til
Spánar eru ferskur lax. Fyrstu sjö
mánuði áranna 2006 og 2007 jókst
innflutningur Spánverja úr 18.800
tonnum í 20.900. Verðmæti dróst
hins vegar saman vegna verðlækk-
ana á norska laxinum.
Innflutningur til Ítalíu jókst á
sama tímabili úr 14.600 tonnum í
15.300 tonn, en þar drógust verð-
mætin líka saman vegna verðlækk-
ana. Í Japan er Atlantshafslaxinn
17% af laxamarkaðinum og þar ráða
Norðmenn ríkjum.
Bandaríkin eru mikilvægasta
markaðsland Chile fyrir lax. Norð-
menn höfðu þar sterka stöðu þar til
fyrir 15 árum, þegar refsitollur var
lagður á lax frá þeim. Árið 2005 seldu
þeir þó 9.000 tonn af laxi vestur um
haf.
Fersk flök til Bandaríkjanna
Chile framleiðir bæði Atlantshafs-
lax og frænda hans úr Kyrrahafi.
Japanar vilja heldur Kyrrahafslax,
en Bandaríkjamenn vilja laxinn úr
Atlantshafinu. Japanar vilja laxinn
frystan, hausaðan og slægðan, en
Bandaríkjamenn flytja inn nær ein-
göngu fersk flök, roðlaus og bein-
laus. Fersku flökin eru flutt með
flugi til Bandaríkjanna og hefur eft-
irspurnin aldrei verið eins mikil og
nú. Á síðasta ári var verð á flökunum
7,05 dollarar, um 442 krónur, á kíló,
miðað við gengi nú. Reyndar lækkaði
það aðeins í nóvember vegna mikils
framboðs.
Laxeldið í Chile varð reyndar fyrir
þremur áföllum á síðasta ári. Fyrst
var það flóðbylgja sem stafaði af
miklum jarðskjálfta. Hún eyðilagði
meira en helming eldiskvía í Aysen-
firði og um þrjár milljónir laxa
sluppu úr þeim. Þá skall á mikill lús-
afaraldur í tíunda héraði, sem leiddi
til 30% minni framleiðslu þar. Loks
kom svokallaður ISA-vírus upp í laxi
á sömu slóðum og dró það enn frekar
úr framleiðslunni. Framleiðendur
hafa náð tökum á lúsinni og vírusn-
um, en geta ekki byrjað að slátra
vegna hugsanlegrar yfirtöku á fyr-
irtækinu.
Laxeldið mikilvægt í Skotlandi
Skotar eru í þriðja sætinu í laxeldi
í heiminum með 10% heildarinnar.
Eldið og úrvinnsla laxins skilar
vinnu fyrir um 8.500 manns, en starf-
semin er að stórum hluta á afskekkt-
ari stöðum. Það skiptir því miklu í
því að styrkja minni staðina og við-
halda byggð þar. Forsvarsmenn lax-
eldissamtakanna í Skotlandi segja að
það skili um 25 milljörðum króna inn
í efnahagslífið. Verð til eldisstöðva á
ári er um 38 milljarðar króna. Það er
meira en framleiðsla á nautakjöti og
lambakjöti til samans skilar. Frekari
úrvinnsla bætir öðru eins við og
heildarverðmæti á mörkuðum er tal-
ið um 125 milljarðar íslenzkra króna.
Skozkur lax er fluttur út til 60 landa
og árið 2006 voru meira en 12 millj-
ónir fiska fluttar út. Á heimamark-
aðnum er lax 30% af öllum seldum
ferskum fiski og neyzlan hefur þre-
faldazt á síðustu 10 árum.
Lífrænn lax frá Írum
Írar hafa verið að sækja í sig veðr-
ið í laxeldinu. Árið 2006 skilaði laxinn
tæpum 90% af heildarframboði úr
fiskeldi, 11.200 tonnum að verðmæti
4,8 milljarðar króna. Þriðjungur
framleiðslunnar var lífrænn lax, sem
var 25% aukning frá árinu áður. 61%
framleiðslunnar var selt sem heill,
slægður fiskur, 3% sem flök, 29%
sem lífrænn slægður fiskur, 2% líf-
rænn frosinn og 5% sem lífræn flök.
Heimamarkaðurinn tekur mest,
en annars er mikið flutt út til Frakk-
lands, Þýzkalands og Bretlands.
Byggt á Seafood International
!
"# $%
&
'
(
)
*
!$
+,
!
-%
.%/
)
*
.0
1(0(2
"3
45(
6
78
9
#:0
(
(
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Laxeldi Hér er unnið að hrognatöku en hængunum er sleppt eftir að þeir hafa verið merktir sérstaklega.
Laxeldi skilaði 1,4 millj-
ónum tonna árið 2006
Það er jafnmikið
og allur fiskafli Ís-
lendinga árið 2007
ÚR VERINU