Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, og fransk-ítalska fyrirsætan og söngkonan Carla Bruni ætla að gifta sig 8. eða 9. febrúar, að sögn fransks dagblaðs í gær. Þau komu fyrst fram saman opinberlega fyrir um mánuði og eru nú á ferðalagi um Miðaustur- lönd. Hefur valdið nokkru uppnámi í löndum múslíma að þau hafa deilt svefnherbergi og Sarkozy var gagn- rýndur í Egyptalandi fyrir að storka þannig siðferðisreglum í landinu. Þar er mikil andúð á samlífi ógifts fólks. Sarkozy fer í opinbera heimsókn til Indlands síðar í mánuðinum og þar í landi reyna embættismenn nú sem ákafast að finna lausn sem ekki valdi hugarangri hjá siðavöndum Indverj- um. Haft var eftir móður Bruni á Ítalíu að forsetinn hefði beðið um hönd dótt- urinnar. Blaðið Journal du Dimanche hefur eftir ónafngreindum heimildar- mönnum, að Sarkozy hafi þegar gefið Bruni demantstrúlofunarhring og fengið frá henni armbandsúr, smíðað af svissneska úrsmiðnum Patek Phil- ippe. Skoðanakannanir í Frakklandi sýna, að Frökkum stendur ekki á sama um einkalíf forsetans. Hefur stuðningur við hann minnkað um sjö af hundraði á nokkrum mánuðum. Svarendur vísa bæði til versnandi efnahagsástands í Frakklandi og ástamála forsetans. Þau Sarkozy, sem er tvískilinn, og Bruni hittust fyrst í veislu í nóvem- ber, skömmu eftir að forsetinn skildi við Céciliu eiginkonu sína. Sarkozy á ungan son með henni. Reuters Ást Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti og vinkona hans, Carla Bruni, í Miðausturlandaferð sinni. Brúðkaup í vændum? DEMÓKRATR og repúblikanar sem keppa um að verða forsetaefni flokka sinna voru baráttufúsir í vetr- arkuldanum í New Hampshire en þar verða forkosningar á morgun. Síðustu kannanir benda til þess að Barack Obama fari með sigur af hólmi í forkosningum demókrata í ríkinu og hann var sigurviss á fundi í gærmorgun. „Ef ég hef bandarísku þjóðina á bak við mig óttast ég eng- an. Enginn getur stöðvað okkur,“ sagði hann. Umskiptin eru mikil síðustu daga. Í könnun Rasmussen-stofnunar- innar mælist fylgi Obama 37% en Hillary Clinton er með 27%. Könn- unin var gerð daginn eftir forvalið í Iowa. Önnur könnun bendir til að fylgi þeirra Obama og Clinton sé jafnmikið, 33% meðal líklegra þátt- takenda í forkosningunum. Meðal repúblikana nýtur John McCain nú mests stuðnings í New Hampshire en síðan Mitt Romney. Clinton var mánuðum saman talin nær örugg um að hljóta tilnefningu demókrata. Var bent á að flokksvél demókrata virtist hafa ákveðið að veðja á Clinton þótt kannanir sýndu að hún væri afar umdeild og höfðaði lítt til óháðra kjósenda á miðjunni. Eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, Bill Clinton, nýtur mikilla vinsælda í New Hampshire og hefur beitt sér mjög fyrir hönd hennar. En áhrifamiklir demókratar þar efast um að það dugi. Stefnan geti verið nokkurn veginn sú sama en hjónin séu svo „gerólíkar persónur“ eins og einn þeirra, James McConaha, orðar það. Og aðrir segja að Hillary Clin- ton nái ekki að hrífa fólk með sér eins og Obama. „Það sem mér fannst verst var að það var enginn eldmóður. Það er uggvænlegt,“ sagði maður sem heimsótti eina af kosningaskrif- stofum Clinton í New Hampshire. Í sjónvarpskappræðum frambjóð- enda á laugardag reyndi Clinton að ná frumkvæðinu að nýju af Obama. „Það er mikill munur á því að tala og gera, á því að lofa og framkvæma,“ sagði hún og ljóst hverjum skeytið var ætlað. Athygli vekur að repú- blikanar eru nú farnir að herja á Obama og beita svipaðri gagnrýni og Clinton. Hvöss skeyti gengu á milli herbúða í kappræðunum og demó- kratanum Bill Richardson, sem var um hríð diplómati, ofbauð. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum um lausn gísla sem voru mun siðlegri en þetta,“ sagði hann og uppskar hlátrasköll. Obama rifjaði í gær upp að Clin- ton hefði í kappræðunum gagnrýnt sig fyrir að leggja áherslu á vonina, hún hefði sagt að ekki væri nóg að gefa Bandaríkjamönnum falskar vonir. „Von er ekki blind bjartsýni,“ sagði Obama. „Von merkir ekki að við sjáum alls ekki þá tálma og erf- iðleika sem standa í vegi fyrir vonum okkar og draumum. Ég veit hvað þetta verður erfitt.“ Innherji og uppreisnarmaður? Romney réðst harkalega á McCa- in í gær og sagði skoðanir hans á skattamálum og innflytjendamálum vera óralangt frá viðhorfum þorra repúblikana. „Hann talar um að breyta málum í Washington. En hann er búinn að vera þar svo lengi, hann er með svo marga lobbíista á báðum handleggjunum,“ sagði Rom- ney og gaf í skyn að öldungadeild- arþingmaðurinn væri hvorttveggja í senn, uppreisnarmaður í flokknum og um leið innherji í kerfinu. McCain kom fram í spjallþætti í gær og gagnrýndi þar Romney en af varfærni. „Hann hefur skipt um skoðun í næstum öllum mikilvægum málum,“ sagði McCain. „Það er stað- reynd. Ég get rakið þetta fyrir ykk- ur. En það merkir ekki að hann sé slæmur maður. Ég vil að umræður í þessari baráttu snúist um málefni, ekki menn.“ „Það var enginn eldmóður“ Clinton og Romney virðast vera í vörn en Obama og McCain eru efstir í síðustu skoðanakönnunum í New Hampshire þar sem forkosningar verða á morgun Í HNOTSKURN »Eiginmaður Hillary Clinton,Bill Clinton, var ekki meðal efstu manna í Iowa 1992. Hann stóð framan af árinu vel að vígi í New Hampshire en missti flugið vegna frásagna af framhjáhaldi hans og því að hann kom sér hjá herþjónustu í Víetnam. »Undir lokin tókst Clinton þóað rétta á ný hlut sinn og varð næstefstur, rétt á eftir Paul Tsongas. Clinton vann nær allar forkosningar demókrata eftir það með yfirburðum. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ER búið var að telja nær öll at- kvæði í forseta- kjörinu í Georgíu á laugardag var talið ljóst að Mikhail Saakas- hvili hefði verið endurkjörinn strax í fyrri um- ferð sem merkir að ekki þarf að kjósa á ný milli tveggja efstu fram- bjóðenda. Saakashvili styður af ákafa náið samstarf við vestræn ríki. Saakashvili var með 52,8% en að- alkeppinauturinn, Levan Gachechi- ladze, með 27%. Stjórnarandstæð- ingar sögðust ekki samþykkja niðurstöðurnar en þeir fullyrtu þeg- ar fyrir kjördag að úrslitunum yrði hagrætt, Saakashvili í vil. En Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Evrópuráðið, sem voru með hundruð eftirlitsfulltrúa í landinu, sögðu að þótt „verulegir meinbugir“ hefðu verið á kosningun- um teldust þær fullnægja að mestu leyti lýðræðiskröfum. Aðstæður stjórnarandstæðinga í kosningabar- áttunni hefðu þó verið erfiðar, rík- isvaldinu hefði oft verið misbeitt í þágu Saakashvilis. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður var einn eftirlitsmanna ÖSE í Tbilisi. Hún sagði að nokkur þúsund stjórn- arandstæðingar, nær eingöngu karl- ar, hefðu mætt á mótmælafund Gac- hechiladze í gær. „Þetta var mjög friðsamlegt, lögreglan varla sjáan- leg, allt var rólegt, öðru hverju hróp- að undir ræðunum en engin læti. Það hefur verið kvartað undan ýmsu, allt tínt til, t.d. að rútur hafi verið notaðar til að keyra fólk á kjör- staði en fjölmiðlar bentu á að þetta tíðkaðist nú alls staðar.“ Í Tbilisi væri mikill snjór, börnin skemmtu sér á sleðum og stemning- in almennt friðsæl enda jól að hefjast í dag. Fólkið væri trúað, oft signdi það sig fyrir framan kirkjur. Halla sagði miðborgina vera mjög fallega en kuldinn á kjörstöðum hefði verið bitur enda víða engin upphitun. Eft- irlitsfólk hefði loks hniprað sig sam- an í hóp við viðarofn í einu húsinu til að fylgjast með tölum. Saakashvili endur- kjörinn í Georgíu AP Sigur! Stuðningsmenn Mikhail Saakashvilis í Tbilisi veifa þjóðfánanum í gær þegar útgönguspár bentu til þess að hann hefði unnið forsetakosningarnar þegar í fyrri umferð sem gekk eftir. Hann hlaut yfir helming atkvæða. Í HNOTSKURN »Georgía er í Kákasus ogíbúar um 4,7 milljónir. Landið var lengi sovétlýðveldi og efnahagurinn hrundi nánast við upplausn Sovétríkjanna 1991. »Sambúðin við Rússa er núafar stirð en Rússar styðja kröfur Suður-Osseta og Abk- haza um sjálfstæði frá Georgíu. Mikhail Saakashvili ÖSE telur lýðræðiskröfum að mestu hafa verið fullnægt FULLTRÚI Bandaríkjastjórnar, Jendayi Frazer, reyndi í gær ákaft að fá stjórn og stjórnarandstöðu í Kenía til að fall- ast á málamiðlun í deilunum sem spruttu eftir um- deildar forseta- kosningar 27. desember. Leið- togi stjórnarand- stöðunnar og for- setaefni hennar, Raila Odinga, hafnaði í gær til- boði Mwai Kibakis forseta um þátt- töku í myndun þjóðstjórnar. Odinga sagði að Kibaki hefði eng- an rétt á að bjóða fram einhverjar lausnir þar sem hann hefði í reynd tapað kosningunum. Hafnar þjóðstjórn Raila Odinga BARIST var af hörku í Tamílahér- uðunum á norðurhluta Srí Lanka í gær og Tamíl-Tígrar sögðust hafa misst yfirmann njósnadeildar sinn- ar, Shanmuganathan Ravishankar. Stjórnarliðar felldu hann ásamt þremur öðrum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Hart barist Reuters Uggur Hermaður við vegartálma í höfuðborginni Colombo í gær. PAKISTANAR andmæltu í gær ein- dregið fregnum um að Bandaríkja- stjórn hygðist efna til leynilegra hernaðaraðgerða í landamærahér- uðum Pakistans þar sem talíbanar og al-Qaeda hafa hreiðrað um sig. Sagði talsmaður Pakistanshers að um fjölmiðlaskrök væri að ræða. Leynistríð? DÆMI eru um að orðastyttingar í skýrslum lækna og lyfseðlum valdi misskilningi er leiði til dauða sjúk- inga. Í könnun í Bretlandi kom í ljós að læknar á sjúkrahúsi túlkuðu oft styttingar á ólíkan hátt. Aðrir starfsmenn túlkuðu styttingar rétt í aðeins 31% til 63% tilfella. Stytta of mikið JARÐSKJÁLFTI, um 6,5 stig á Richter, varð í suðurhluta Grikk- lands í gær. Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi valdið tjóni en hrær- ingarnar fundust vel í höfuðborg- inni Aþenu. Upptökin voru 124 km suðvestur af borginni, djúpt undir yfirborði jarðar. Harður skjálfti SÁLFRÆÐINGUR við Leicester- háskóla í Bretlandi, Adrian White, hefur raðað ríkjum eftir hamingjustuðli þar sem notast var við svör frá um 80.000 manns. Danir urðu efstir en Íslendingar höfnuðu í fjórða sæti. White seg- ir fólk í ríkjum með gott heil- brigðiskerfi, mikla landsfram- leiðslu og auðveldan aðgang að menntun ánægðast. Minnst var ánægjan í fjölmennum ríkjum, þ. á m. Indlandi og Kína. Danir sáttir Margrét drottning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.