Morgunblaðið - 07.01.2008, Page 15
Innritun er hafin í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17,
tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni
fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innritunar-
tíma, en innritað er alla virka daga kl.14:00 til 17:00.
ATH! Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi.
daglegtlíf
vinna að því öllum árum
að margfalda magnið á
næstu árum. Verðum
við sátt þegar talan er
komin í tíu þúsund
tonn?
x x x
Víkverji dagsins ereinn af sérvitring-
unum sem þarf reglu-
bundinn svefn. Hann er
alveg til í að slaka öðru
hverju svolítið til gagn-
vart öðrum og skamm-
ast aldrei yfir partíhaldi
í stigaganginum um
helgar, finnst stundum
verst að vera ekki boðið
inn. En hávaðafíkn getur gengið út í
öfgar.
Víkverji getur ekki séð að hömlur á
skothríðina merki að hjálparsveitinar
verði að leggja upp laupana. Við get-
um lagt fram peninga í sjóði þeirra
allan ársins hring. Tekjur af flugelda-
sölunni munu auðvitað minnka ef
settar verða hertar reglur um notk-
unina. Ef niðurstaðan verður sú að
tekjurnar verði of litlar getum við
orðið að láta opinbera aðila taka að
sér fjármögnunina, amk. að hluta. Er
eitthvað að því? Ríkið kostar sjúkra-
bíla og slökkvilið, af hverju ekki þessa
nauðsynlegu þjónustu líka?
Útlendir ferðamennhafa oft sagt frá
því hvað þeim finnist
stórkostlegt að fylgjast
með áramótum á Ís-
landi, ekki síst í
Reykjavík. Og þeir eiga
sumir ekki orð yfir
hrifningu sína yfir skot-
gleðinni. „Ótrúlegt, við
höfum aldrei orðið vitni
að öðru eins.“
Frægir kvikmynda-
leikarar hafa lýst þess-
ari upplifun sinni í vin-
sælum kjaftaþáttum í
Bandaríkjunum.
Fínt. En Víkverji veit
ekki til þess að nokkur
þessara aðdáenda okkar hafi lagt til
að sami háttur verði tekinn upp í
þeirra eigin löndum. Svona er þetta,
við förum í dýragarð til að skemmta
okkur við að fylgjast með uppá-
tækjum blessaðra apakattanna. En
öpum þau ekki eftir þeim, allavega er
sjaldgæft að sjá ódrukkið fólk gera
það.
Auðvitað hafa flestir gaman af að
horfa á flugelda lýsa upp himininn -
en í hófi. Skothríðin vex ár frá ári, nú
var talað um að átta hundruð tonn
myndu fuðra upp. Ef það er svona
frábært að eiga heimsmetið hlýtur að
vera spurning hvort ekki sé rétt að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Vestrænir lífsstílssjúkdómareru meðal þess sem hrjáirsjúklinga Dýralæknamið-stöðvarinnar í Graf-
arholti. Þrátt fyrir að vera af öllum
stærðum og gerðum eiga nokkrir
þeirra það sameiginlegt að hafa étið
of mikið og/eða hreyft sig of lítið,
líkt og svo algengt er hjá mannfólk-
inu.
„Fræðilega séð getur þetta verið
vandamál hjá öllum dýrategundum
en algengast er það hjá hundum og
köttum,“ segir Sif Traustadóttir
dýralæknir þar. „Offita kemur þó
frekar fyrir hjá hundum en köttum
enda eru kettir vanir að éta margar
litlar máltíðir og kunna sér betur
hóf en hundarnir. Þeir eru hins
vegar háðari eigendum sínum um
hreyfingu og mat.“
Eins og gefur að skilja er stærsti
áhrifaþátturinn í aukakílóum hvutta
og kisu fóðrið. „Fólk gerir oft þau
mistök að lesa einfaldlega utan á
fóðurpakkningarnar og gefa dýrinu
í samræmi við það sem þar stendur,
án þess að stilla fóðurgjöfina af við
einstaklinginn,“ útskýrir Sif. „Ef
hundurinn þinn hreyfir sig minna
en meðalhundur þarf hann líka að
borða minna en meðalhundur. Eins
er gæludýrum oft gefið miklu meira
en bara fóðrið. Stundum mælir fólk
þurrfóðrið fyrst og setur svo sósu,
kartöflur og kjöt út á það eða gefur
bita á milli mála, sem bætist þá við
fóðurskammtinn. Ef fólk gefur dýr-
unum aukabita er mjög mikilvægt
að minnka fóðrið á móti.“
Stundum koma kisulórur sér í
mjúkinn hjá nágrönnum sem óspart
skenkja þeim rjóma og rækjur þeg-
ar eigendur þeirra sjá ekki til. „Í
þeim tilvikum getur verið mjög erf-
itt að koma böndum á vandamálið,“
segir Sif. „Þó hefur maður heyrt
um að fólk ræði við nágrannana og
ég veit jafnvel dæmi þess að eig-
andinn hafi skaffað nágrönnum
megrunarfóður til að gefa kett-
inum.“ Þá getur verið ráð að
merkja kettina sérstaklega með
þeim tilmælum að þeim sé ekki gef-
ið vegna þess að þeir séu í megrun
eða glími við sjúkdóm á borð við
sykursýki.
Hins vegar segir Sif enga reglu
að gæludýr fitni í kjölfar ófrjósem-
isaðgerða, líkt og margir halda.
„Stundum getur það reyndar verið
þannig að dýrin hreyfi sig minna
eftir aðgerð og ef fólk áttar sig ekki
á því tímanlega getur það orðið að
vandamáli. Hins vegar á vel að vera
hægt að grípa inn í því þegar öllu
er á botninn hvolft tengist þetta
fóðruninni, sem hægt er að stýra.“
Sykursýki vaxandi vandamál
Og það er til mikils að vinna því
ýmiss konar sjúkdómar geta hlotist
af aukakílóunum sé ekkert að gert.
„Það eru sömu sjúkdómar og koma
upp hjá mannfólkinu, s.s. stoðkerf-
isvandamál og gigt. Eins er syk-
ursýki vaxandi vandmál hjá gælu-
dýrum og alveg eins og hjá fólki
felst meðhöndlun við sykursýki oft í
því að breyta mataræðinu sem í
mörgum tilfellum getur verið nægj-
anlegt.“ Stundum þarf þó að
sprauta dýrin reglulega með insúl-
íni, sé ekki hægt að meðhöndla
sjúkdóminn með fóðurskiptum eða
þegar eigendur treysta sér ekki af
einhverjum ástæðum til að breyta
mataræði dýrsins.
„Oft getur verið mikið tilfinn-
ingamál fyrir eigandann að við-
urkenna að dýrið glími við vanda-
mál af þessu tagi,“ heldur Sif
áfram. „Hins vegar er hægt að leita
sér aðstoðar þegar mál eru komin í
óefni. Sumir hafa komið hingað og
fengið ráðgjöf um léttara fóður og
eins kemur fólk til okkar reglulega
með dýrið í vigtun til að geta fylgst
betur með því. Þá skráir starfs-
fólkið niður vigtina fyrir fólk og það
fyrirkomulag virkar sem svolítið að-
hald fyrir eigendurna.
Hjálpa hvort öðru
Þrátt fyrir að mannfólkið noti
gjarnan nýárið til að líta í sinn eigin
bústna barm eykst ásóknin í megr-
unarráðgjöf fyrir gæludýr ekki sér-
staklega um þetta leyti. „Þau dýr
sem koma til okkar um hátíðarnar
hafa oftast étið yfir sig og fengið í
magann eða eitthvað slíkt,“ segir
Sif. „En það er ekki mikið um að
fólk komi eftir áramótin og vilji
fara í eitthvert átak með dýrin sín.
Hins vegar kemur það gjarnan upp
þegar þau koma í skoðun og við
gerum athugasemdir um að þau
þurfi að létta sig. Þá ákveða margir
í framhaldinu að gera eitthvað í
málunum.“
En hanga þessi lífsstílsvandamál
hjá dýrunum saman við sambærileg
vandamál hjá eigendunum? „Ekki
endilega,“ svarar Sif. „Tágrannt
fólk getur vel átt feitlagna hunda.
Stundum sjáum við hins vegar að
eigandinn á líka við vandamál að
stríða og þá getur offita gæludýrs-
ins verið hvatning fyrir eigandann
til að taka sig á og t.d. hreyfa hund-
inn sinn meira sem aftur verður til
þess að eigandinn fer meira út að
ganga en áður. Þannig að stundum
geta dýrið og eigandinn hjálpast að
í þessum efnum.“
ben@mbl.is
Léttari lífsstíll
fyrir hvutta
og kisur
Afvelta Þessi hefur sennilega fengið of mikið af rjóma í gegn um tíðina og hreyfir sig kannski ekki mikið.
Aukakíló Of feit gæludýr þjást oft af sjúkdómum á borð við sykursýki.
Í upphafi árs troðfyllast líkamsræktarstöðvar
af fólki sem hefur sagt aukakílóunum og stirð-
leikanum stríð á hendur. Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir frétti þó af því að hreyfing-
arleysi og ofát herjar ekki einungis á mann-
fólkið heldur ferfætta vini þess líka.
|mánudagur|7. 1. 2008| mbl.is
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111