Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 19 EFTIR að hafa séð og lesið greinar um frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks vil ég taka undir með þeim sem mótmæla því að sala áfengis verði leyfð í matvöruverslunum. Vitnað hefur verið í margar rannsóknir og sýnt fram á hvað áfengi tengist oft afbrotum, slysum og ýmsum erf- iðleikum í lífi fólks. Því vil ég miðla hér upplýsingum úr rann- sókn sem ég vinn að, en ekki er búið að gefa út skýrslu um rannsóknina. Ung- menni eiga ekki að þurfa að horfa á áfengisflöskur í mat- vöruverslunum, freist- ast til að kaupa eða prófa þennan drykk með ýmsum klækjum sem ungviði getur þótt spennandi að tak- ast á við í barnaskap sínum. Eftirlit hefur engan vegin virkað hér á landi og ótrúleg- ur fjöldi ungmenna hefur drukkið áfengi hér á landi eins og hér er sýnt fram á. Rannsóknasetur í barna- og fjöl- skylduvernd við Háskóla Íslands er að vinna að rannsókn um for- varnir, vímuefnaneyslu og aðgengi að fíkniefnum meðal 18-20 ára ung- menna, sambærilegri og höfundur vann að árið 2004. Þátttakendur voru spurðir hvenær þeir hefðu fyrst drukkið áfengi, fyrst orðið drukknir og hve gamlir þeir voru þegar þeir fyrst notuðu hass eða maríjúana. Niðurstöður byggjast á símakönnun sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í lok ársins 2007. Tekið var 1.200 manna úrtak meðal fólks á aldrinum 18-20 ára af öllu landinu og er svarhlutfall 68% eða 811 ein- staklingar. Sjá mynd 1. Myndin sýnir að við 16 ára aldur eru margir unglingar búnir að bragða áfengi. Af þeim 95% svar- enda sem höfðu einhvern tímann drukkið áfengi um ævina eru um 50% búnir að prófa það á grunn- skólaaldri (15 ára eða yngri), um 43% hafa reynt í fyrsta sinn á aldr- inum 16 eða 17 ára (sjá töflu 1). Niðurstöður eru nokk- uð svipaðar hvað varð- ar það að verða drukk- in í fyrsta sinn en um 40% svarenda höfðu reynt það á grunn- skólaaldri. Hvað varð- ar hass/maríjúana- neyslu er aldur þeirra 28% svarenda sem höfðu prófað hass eða maríjúana nokkru hærri en þrátt fyrir það höfðu um 20% reynt það á grunn- skólaaldri en um 51% sögðust fyrst hafa not- að þessi fíkniefni á aldrinum 16-17 ára (Sjá töflu 1). Niðurstöður sýna jafnframt að um 60% 18-20 ára ungmenna hafa verið boðin fíkni- efni hér á landi sem er álíka hátt hlutfall og árið 2004. Þannig virð- ist aðgengi að fíkni- efnum vera auðvelt hér á landi. Þegar kannað er að hvaða marki svarendur þekkja til þess hvernig þeir geta nálgast fíkniefni sögðust um 38% þekkja mjög eða frekar vel til þess (Sjá töflu 2). Framboðið af fíkniefnum er ef til vill meira en eftirspurnin hjá unga fólkinu? Niðurstöður hér benda til að töluverður hópur hefur drukkið áfengi eða notað hass/maríjúana strax á grunnskólaaldri, þó sjá megi að margir byrji neyslu seinna. Það er ekki á þetta bætandi ef aðgengi að áfengi verður betra sem leiðir að öllum líkindum til aukinnar áfengisdrykkju og jafnvel fíkniefnaneyslu meðal ungmenna. Því er ekki rétt að vera með óhefta dreifingu og sölu áfengis eins og á við um nauðsynjavörur heimila. Það á nú ekki að vera erfitt fyrir fullorðið fólk að keyra við í vínbúð. Ef sporna á við vímuefnaneyslu með forvörnum þarf að fjármagna rannsóknir þannig að hægt sé að kanna að hvaða marki meðferð- arúrræði og forvarnir skila árangri og til að finna vænlegar leiðir til árangurs. Aðgengi að vímuefnum Jóhanna Rósa Arnardóttir er á móti sölu áfengis í matvöruverslunum » Það er ekkirétt að vera með óhefta dreifingu og sölu áfengis eins og á við um nauðsynjavörur heimila. Jóhanna Rósa Arnardóttir Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd Aldur Drakk fyrstáfengi % Fyrst drukkin/n % Fyrsta hass/ maríjúana neysla % 15 ára og yngri 51 40 20 16-17 ára 43 50 51 18-20 ára 7 11 28 Fjöldi svarenda 753 738 227 Fjöldi Hlutfall Gilt hlutfall Mjög vel 120 15 15 Frekar vel 184 23 23 Hvorki vel né illa 52 6 7 Frekar illa 156 19 20 Mjög illa 281 35 35 Alls 793 98 100 Veit ekki, neitar að svara 18 2 Samtals 811 100 G + ,  - ( .- + ,  - ( / + 0- (1 ' 1 6 H B   6  / B H 6 66 6 6 6 6 6 6 6B 6H Tafla 2. Þekkir þú vel eða illa til þess hvernig hægt er að verða sér úti um fíkniefni hér á landi? Tafla 1. Aldur svarenda þegar þeir drukku áfengi í fyrsta sinn, urðu drukkn- ir í fyrsta sinn eða notuðu hass/maríjúana í fyrsta sinn. Uppsöfnuð tíðni. Mynd 1. Á NÝJU ári er mér efst í huga velferð og heilsa almennings í land- inu. Hvert stefnir þjóðfélag okkar í velferðarmálum? Hugsum við nægjanlega vel um þá sem þurfa á almannakerfinu að halda? Mikil þörf er á tiltekt í bæði heil- brigðiskerfinu sem og í kerfi félagsmála. Horfi ég með þó nokk- urri tilhlökkun til nýrra ráðherra og þeirra breytinga sem mér sýnist að séu í farvatninu. Mikið er rætt um öldrunarmál og hefur málaflokk- urinn verið í miðdepli í umræðunni und- anfarið og er það vel. Talað er um að efla heimahjúkrun svo aldraðir geti verið heima sem lengst því það sé jú vilji þeirra, hef- ur skilningur á þessu aukist til muna að mínu viti og hlakka ég til að sjá hversu mikil aukning verður á þeim fjármunum sem varið verð- ur í verkið. Ég geri því ráð fyrir að ætlunin sé að stórefla hjúkrunina og því verði aukinn verulega fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga á nýju ári. Sem yfirhjúkrunarfræð- ingur í heilsugæslu hlýt ég að horfa með bjartsýni á komandi ár þar sem nú loks á að mæta þörfinni á þeim vettvangi. Þó læðist að mér örlítill kvíði sem tengist vanda- málum við mönnun. Afar mikil eft- irspurn er eftir hjúkrunarfræð- ingum, bæði á almennum markaði sem og í opinbera geiranum. Hjúkrunarfræðingar búa yfir yf- irgripsmikilli menntun og sérstakri reynslu sem sóst er eftir á öllum víg- stöðvum svo slagurinn um gott fólk er harð- ur. Staðreyndin er því miður sú að hjúkr- unarfræðingar færast í auknum mæli frá hjúkrunarstörfum yfir í önnur störf í einka- geiranum þar sem þeir eru metnir að verð- leikum. Hjúkr- unarfræðingar eru alls ekki eina stéttin sem svona er komið fyrir og ber að taka þennan vanda alvar- lega og leita allra leiða til að leysa hann með farsælum hætti hið fyrsta. Ég get ekki betur séð en krafan um hjúkrun aukist og að stefna stjórnvalda leggi enn meiri áherslu á hana nú en áður. Því hlýtur að teljast eðlilegt að ætla að raunveru- legur vilji sé til staðar hjá ráða- mönnum til að bregðast við og bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Makmið stjórnvalda á að miðast að því að gera það sem þarf til að fá þá sem farnir eru til annarra starfa til baka í hjúkrun sem og að halda þeim sem fyrir eru. Ætlun okkar sem lærðum hjúkrunarfræði hlýtur alltaf að hafa verið sú að starfa við það sem menntun okkar stóð til. Að starfa við hjúkrun er áhugavert, ögrandi og gefandi þar sem mik- ilvægi viðamikillar þekkingar er nauðsyn. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera þeim hæfileikum gæddir að geta tekið þátt í stöð- ugum breytingum í mjög hröðu og tæknivæddu umhverfi. Það er al- gjört grundvallaratriði að kunna góð skil á íslenskri tungu til að forðast mistök sem gætu haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir veika skjólstæðinga okkar. Því er ekki möguleiki að leita til annarra landa eftir aðstoð erlendra hjúkr- unarfræðinga til að leysa mann- ekluvanda okkar á Íslandi. Nú ríður á að nýr heilbrigð- isráðherra sýni það í verki að störf hjúkrunarfræðinga séu mikils met- in og komi með myndarlegum hætti að leiðréttingu kjara þeirra. Hugrenningar hjúkrunar- fræðings á nýju ári Unnur Þormóðsdóttir skrifar um heilbrigðismál »Nú ríður á að nýrheilbrigðisráðherra sýni það í verki að störf hjúkrunarfræðinga séu mikils metin. Unnur Þormóðsdóttir Höfundur er formaður kjaranefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. SÍONISMINN, stefna sem varð til með gyðingum um heimflutning gyðinga til Palestínu og stofnun ríkis þeirra þar, varð til á of- anverðri 19. öld og tóku þá gyð- ingar að flytjast til Palestínu og kaupa þar jarðir. Breskur stjórnmálamaður, Lord Balfour, lýsti því yfir að gyðingar ættu að fá að stofna ríki gyðinga í Palest- ínu en Arabar mót- mæltu og brugðust við með því að krefj- ast þess að innflutn- ingur gyðinga til Pal- estínu yrði stöðvaður. Bretar reyndu mála- miðlun sem fólst í því að stofna sjálfstætt ríki í Palestínu þar sem Arabar yrðu í meirihluta. En henni var hafnað af báðum málsaðilum. Mik- ill straumur gyðinga til Palestínu á meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð og eftir stríðið breytti hlut- föllum þjóðflokkanna gyðingum í hag. Á meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð kusu margir gyðingar í Palestínu að ganga í lið með Bret- um og börðust með þeim í eyðimerk- urstríðinu í Norður- Afríku gegn Þjóð- verjum og Ítölum. Þar hlutu þeir ómet- anlega reynslu og kunnáttu í hernaði sem kom þeim að góðum notum síðar í baráttunni við Araba, sem kusu að leiða styrjöldina hjá sér. Þegar þessir gyð- ingahermenn komu heim að stríðinu loknu hófu þeir að leiða skæru- hernað gyðinga gegn Aröbum og reyndar einnig gegn Bretum sem þeir töldu að stæðu í vegi fyrir áformum þeirra. Helstu skæru- liðasveitir gyðinga voru Haganah, varnarsamtök gyðinga gegn her- skáum Aröbum og Irgun Zvai Leumi, hryðjuverkasamtök sem m.a. gerðu kröfu til landsvæða austan Jordan-ár sem tilheyrt höfðu ríki gyðinga til forna, en til- heyra nú Jórdaníu og Sýrlandi. Irgun voru harðir í horn að taka og svifust einskis í baráttu sinni. Bretar reyndu af veikum mætti að halda aftur af hinum stríðandi fylkingum en höfðu hvorki getu né vilja til að beita sér að fullu. Skæruliðar gyðinga unnu mörg óhæfuverk sem í dag yrðu flokkuð sem hryðjuverk. Frægust þessara grimmdarverka þeirra er árásin á höfuðstöðvar Breta, King David- hótelið, sem þeir sprengdu í loft upp og þar lét fjöldi manna líf sitt. Þeir stjórnuðu einnig árásum gyð- inga á þorp Araba sem ætlaðar voru til þess að hrekja þá af landi sem gyðingarnir ætluðu sér að innlima í hið nýja Ísraelsríki. Fjöldi Araba var þannig hrakinn frá jörðum sínum og máttu þeir flýja land eða verða drepnir ella. Margir af þessu hryðjuverka- mönnum gyðinga urðu leiðtogar Ísraelsríkis síðar meir, m.a. Shar- on. Þeir voru því engu betri en Yasser Arafat sem stjórnaði hryðjuverkum palestínsku upp- reisnarmannanna í PLO og Al Fatah síðar. Þessum átökum lauk með því að Bretar gáfust upp og yfirgáfu landið. Árið 1947 sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar, Ís- land þar á meðal, að landinu yrði skipt á milli gyðinga og Araba. Gyðingar samþykktu en Arabar ekki. Ísraelsríki hið nýja var stofnað á u.þ.b. helmingi land- svæðis Palestínu árið 1948. Araba- ríkin hófu þá árás á Ísrael og hugðust brjóta gyðingana á bak aftur og útrýma hinu nýstofnaða ríki þeirra. En gyðingum, sem nutu samúðar umheimsins vegna helfarar nasista á hendur þeim í heimsstyrjöldinni síðari og fengu mikla hernaðaraðstoð frá Banda- ríkjunum, tókst að sigra Arabana og auka við þau landsvæði sem þeim hafði verið úthlutað af SÞ. Allar götur síðan hafa verið átök milli Araba og gyðinga (Ísraela) í landinu og fimm styrjaldir hafa verið háðar á milli þessara aðila fram á þennan dag. Auk þess hafa Ísraelar tvívegis ráðist inn í Líb- anon til þess að reyna að uppræta skæruliðasveitir Araba (Palest- ínumanna og annarra). Landið helga, stjórn Breta og stofnun Ísraelsríkis Hermann Þórðarson fjallar um átök Palestínu- manna og Ísraela Hermann J.E. Þórðarson »Margir af þessumhryðjuverkamönn- um gyðinga urðu leið- togar Ísraelsríkis síðar meir, m.a. Sharon. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.