Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 25

Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 25
hvarf til lengri eða skemmri tíma. Samband hennar við frænku sína, Kristínu Evu, sem fæddist þroska- heft, var einstakt. Hún kom ætíð fram við hana sem jafningja og hringdi iðulega og bauð henni í heim- sókn. Ekki stóð á Kristínu Evu, hún skaust jafnt boðin sem óboðin yfir í næsta hús til Siggu sinnar. Hún lét sig stundum hverfa þegar henni fannst heimafólk sitt ekki nógu spennandi og var þá vitað hvar ætti að leita hennar. Vinátta frænkanna var gagnkvæm, falleg og traust og ómetanleg þeim báðum. Sigga var ávallt ráðagóð og útsjón- arsöm. Ef einhver flík eða hlutur sem henni áskotnaðist var ekki ná- kvæmlega eins og hún vildi hafa hann var lítið mál fyrir hana að breyta honum eftir eigin höfði eða finna honum nýtt hlutverk. Þessi út- sjónarsemi ásamt einstakri vilja- festu og þrautseigju gerði henni kleift að dvelja heima í Hólabrekku miklu lengur heldur en nokkur hefði talið mögulegt. Við fjölskyldan á Grímshaga 4 erum henni þakklát fyrir áratuga samveru og vináttu sem aldrei bar skugga á. Bryndís, Jón Torfi og fjölskylda. Sigríður Ö. Stephensen, móður- systir mín, var mér sem önnur móðir. Frá unga aldri var ég með annan fót- inn í Hólabrekku, hinu reisulega húsi ættarinnar við Grímshaga, þar sem hún réð ríkjum. Sigríður, eða Sigga, eins og hún var ávallt kölluð, var dul kona, hún var tilfinningarík en flík- aði ekki tilfinningum sínum. Hún hafði yndi af bókmenntum, einkum ljóðum og leiklist. Hún var ættfróð og fylgdist alla tíð með stjórnmálum og þjóðfélagsmálum af lifandi áhuga. Á námsárum mínum erlendis skrif- aði hún mér stundum bréf sem leiftr- uðu af stílgáfu og húmor. Hún naut sín best í litlum hópi, og hún naut þess mjög að lesa ljóð, upphátt með öðrum, ræða þau fram og til baka, ekki síst skáld þjóðmenningar og sjálfstæðisbaráttu. Þorsteinn Erl- ingsson, Stephan G., Matthías Joch- umsson, Jóhannes úr Kötlum, Guð- mundur Böðvarsson og margir fleiri, voru henni hugleiknir. Og ekki má gleyma Jóni Helgasyni, sem ávallt var í sérstöku uppáhaldi, en hjá hon- um hafði hún dvalið í Kaupmanna- höfn, á leið til og frá skóla. Margt ljóða kunni hún utanbókar og yfir- leitt gat hún heimfært ljóð sem hún var spurð um á réttan höfund. Hún sinnti öllum sínum ættmenn- um sem til hennar leituðu og það eru margir tugir einstaklinga úr hennar fjölmennu stórfjölskyldu sem eiga henni mikið upp að inna. Hjá henni fékk ég að gista á bernskuárunum þegar foreldrar mínir þurftu að bregða sér utan og á námsárum mín- um skaut hún yfir mig skjólshúsi og var mér mikil stoð og stytta. Búskap- inn hóf ég svo í kjallaranum hjá henni í Hólabrekku, eins og mörg skyldmenni mín höfðu gert á undan mér, þannig að aldrei var hennar verndarhendi langt undan. Hún átti gott félag við systkini sín og afkom- endur þeirra og naut þeirra stuðn- ings þegar ellin sótti hart að henni í lokin. Sigríður, var borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, fæddist í Hóla- brekku og bjó þar í næstum heila öld. Hennar bær var Reykjavík, borgin sem hún horfði á breytast úr smábæ í volduga borg. Og hennar öld var tuttugasta öldin. Öldin sem breytti Íslandi meir en nokkur öld hafði gert áður. Öld sjálfstæðis, öld stríða, öld síma og samgöngubyltingar, öld vatnsveitu og nýrra viðskipta- og at- vinnuhátta. Með brotthvarfi Siggu, hefur samnefnari fjölskyldunnar sem kennd er við Hólabrekku og einn af síðustu fulltrúum tuttugustu aldarinnar kvatt. Fyrir mér er horf- inn á braut mikill velgjörðarmaður minn og félagi í hálfa öld, sem ávallt bar minn hag fyrir brjósti. Minning hennar mun lifa með mér alla tíð. Björn Jónasson. Sigga frænka í Hólabrekku er lát- in. Sigga var fastur punktur í tilver- unni og fjöldi minninga streymir fram. Sigríður, móðursystir mín, hélt heimili í Hólabrekku alla tíð. Þegar amma missti heilsuna annaðist Sigga hana og hélt heimili ásamt afa með miklum myndarbrag. Hólabrekkan var miðstöð fjölskyldunnar og stýrði Sigga því stóru heimili þar sem öllum var tekið opnum örmum að nóttu jafnt sem degi. Varla leið sá dagur að ekki væru gestir í Hólabrekkunni. Sigga skipaði stóran sess í jóla- haldi fjölskyldunnar en á jóladag kom stórfjölskyldan saman í Hóla- brekkunni. Þá var fastur liður hjá mér, lítilli hnátu, að fá að gista í rauða sófanum hennar Siggu og horfa á jólaljósin í trjánum lýsa upp stofuna. Siggu var margt til lista lagt. Hún hélt fallegt heimili og átti alltaf ráð í pokahorninu. Hún var mikill bók- menntaunnandi og oft var hringt í Hólabrekkuna ef tilvitnun vantaði í ljóð eða bókmenntir. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í þjóðmálum, sem og menningarmálum, og minni hennar var ótrúlegt fram til þess síð- asta. Minnisstæðast er þó hlýlegt viðmót Siggu, kímni hennar og um- hyggja fyrir fjölskyldunni. Það var gott að leita til hennar eft- ir langan vinnudag og spjalla. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta og leggja gott til málanna, hvenær sem var sólarhringsins, en við spjölluðum ósjaldan saman fram eftir nóttu. Systkinabarnahópurinn er stór og allir áttu leið í Hólabrekku að heim- sækja Siggu. Borð voru dúkuð jafnt fyrir börn sem fullorðna og þess vandlega gætt að vel færi um alla. Kollar fyrir litla fólkið og nóg að gera. Fjölskyldan var Siggu allt og fram á síðustu stundu fylgdist hún með öllum þessum stóra hópi. Hún fylgdist með nýjustu fréttum af börnum mínum og barnabörnum og vissi að þau voru að koma heim nú um jólin. Hún var með okkur allt til enda. Við munum varðveita minningu Siggu í hjörtum okkar. Ingibjörg Jónasdóttir og fjölskylda. Elsku Sigga mín. Þá er komið að því að kveðja þig í bili. Mig langar til þess að þakka þér fyrir allar okkar stundir saman. Sérstaklega er mér í barnsminni hvernig við sungum saman: Hún Þyrnirós var besta barn, besta barn, besta barn. Síðan kallaðir þú mig alltaf „best- una“ þína. Hvernig hefur hún „besta“ mín það, spurðirðu gjarnan, kankvís og hlý eins og þú alltaf varst. Nú syngjum við ekki meira saman, nú ert þú sofnuð en ég vaki. Og minn- ingin um þig og þakklæti fyrir kær- leika þinn mun búa með mér alla tíð. Ingibjörg Björnsdóttir. Sigríður Stephensen eða „Sigga frænka“ eins við kölluðum hana var mjög góð við alla sem hún þekkti. Hún talaði eins við alla, sama hversu gamlir þeir voru. Það var alltaf gam- an að koma í Hólabrekku og leika sér í dótinu sem pabbi lék sér með þegar hann var lítill. Í garðinum var nokk- uð stór steinn sem við lékum okkur á. Sigga sagði að langalangafi okkar hefði látið færa þennan stein í garð- inn í Hólabrekku. Það verður nokkuð skrítið að koma ekkert í Hólabrekku meira og fá smákökur hjá Siggu frænku, leika sér í dótinu og umfram allt að hitta Siggu frænku. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og við gleymum henni aldrei. Gunnar Örn, Soffía og Áslaug María Stephensen. Mínar fyrstu minningar eru frá Hólabrekku, enda bjuggum við fjöl- skyldan fyrstu æviárin mín í kjall- aranum hjá Siggu. Eftirmiðdagarnir sem ég eyddi eftir skóla hjá Siggu eru mér minn- isstæðir, enda hafði hún sérstakt lag á að breyta hversdagleikanum í æv- intýri. Það að fá sér mjólk með kaffi- dreitli og kringlu var hátíð og ekki hef ég fengið brauð með kæfu til þess að bragðast eins, þótt ég hafi lengi reynt, og prufað mig áfram. Garðurinn við Hólabrekku er í fullum skrúða þegar ég lít til baka, álfasteinninn sem virðist hafa minnkað með hverju ári, og rabar- barabeðið, sem Sigga gat ekki fengið sig til að úða af ótta við að börnin færu sér að voða. „Sigga segir barnið má ekki“ var mantran mín lengi vel, en þetta sagði hún Sigga við mig þegar ég ætlaði að fara að rífa blóm úr garðinum henn- ar. Eftir það lét ég mér oftast nægja að horfa á blómin og endurtaka þessi orð til þess að muna þau. Þú, sem á lífsins þyrnileið þekkastar lætur rósir gróa og endalaust um uppheims skeið eilífar stjörnur glóa þú, elskan himnesk, utan þín er æfi mannsins sóllaus dagur, þú gyllir sorgar ský og skín svo skært, að heimur verður fagur. (Steingrímur Thorsteinsson.) Anna Lísa Björnsdóttir. Mínar fyrstu minningar eru frá Hólabrekku. Frá því þegar ég lék mér í stóra garðinum, klifraði upp á álfasteininn, æðislegu rabarbararnir og rifsber úr runnunum, sem maður fór fram hjá þegar maður hoppaði yf- ir vegginn til að komast á Fálkagöt- una. Maður þarf bara að fara inn í Hólabrekku til að sjá hversu mikið þú hélst upp á fjölskylduna þína, með ótal myndum sem héngu á veggjum um allt hús. Enn þrátt fyrir að eiga svo marga ættingja og vini þá hafðir þú alltaf tíma og áhuga á manni. Með hlýju og alúð passaðir þú upp á mig síðan ég man eftir mér. Ekki hef ég hitt aðra manneskju sem var eins góð að hlusta og þú, Sigga mín. Ég man vel eftir sögunni sem þú sagðir mér þegar við fjölskyldan fengum okkur hund. Um hundinn þinn þegar þú varst lítil sem fylgdi ykkur í skólann á morgnana og beið eftir ykkur fyrir utan skólastofuna og fylgdi ykkur svo heim aftur. Enda er það sem ég mun sakna sárast, þessar mörgu stundir þar sem við ræddum um eitt og annað og maður gat alltaf leitað eftir góðum ráðum hjá þér, Sigga. Þú varst ein falleg- asta manneskja sem ég hef hitt og ert nú farin frá mér. En ég mun alltaf varðveita þessar stundir í hjarta mér, og er það sú besta gjöf sem þú nokkru sinni gafst mér. Bless, Sigga mín, þakka þér fyrir allar góðar stundir og hamingjan fylgi þér. Þú kveiktir von um veröld betri mín von hún óx með þér og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund, loks fann ég frið með sjálfum mér. (Ólafur Haukur Símonarson.) Jónas Bergmann Björnsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 25 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA MAGNÚSDÓTTIR áður til heimilis að Rauðalæk 23, Reykjavík, sem lést aðfaranótt föstudagsins 21. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13:00. Jónas Valdimarsson, Valdemar Jónasson, Unnur Kristinsdóttir, Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, Arndís Reynisdóttir, Hrólfur Valdemarsson, Valdís Karen Smáradóttir, Hilda Valdemarsdóttir, Steinar Smári Hrólfsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS KRISTINN GUÐBRANDSSON, Fjallalind 23, Kópavogi áður Glaðheimum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11E, miðvikudaginn 26. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00. Dóra Steinunn Jónasdóttir, Bragi Sigurðsson, Guðbrandur Kristinn Jónasson, Guðný Halldórsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, Þuríður Helga Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR M. GUÐJÓNSSON, Búagrund 2, Kjalarnesi, lést laugardaginn 29. desember á Landspítalanum. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju fimmtu- daginn 10. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Jóhanna Bjarnadóttir. ✝ Ástkær sonur, bróðir, mágur, faðir og afi, SNORRI SNORRASON frá Húsavík, verður jarðsunginn frá kapellunni í Hafnarfjarðar- kirkjugarði þriðjudaginn 8. janúar kl. 15.00. Inga Filippía Sigurðardóttir, Inga Lilja Snorradóttir, Herdís Snorradóttir, Heimir Aðalsteinsson, Bergljót Snorradóttir, Hermann Sigurður Jónsson, Örn Snorrason, Snorri Snorrason, Sindri Snær Snorrason. ✝ Jóhann IngvarGíslason fæddist í Vestmannaeyjum 27. ágúst 1917. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ á jóladag, 25. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Brandsdóttir, f. 25.8. 1897, d. 1.8. 1966, og Gísli Ingvarsson, f. 20.6. 1897, d. 28.8. 1968. Jóhann átti einn bróður, Guðjón, f. 15.6. 1910, d. 6.4. 1987. Jóhann kvæntist 23. desember 1939 Hrefnu Elíasdóttur, úr Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, f. 24.2. 1920, d. 3.6. 2006. Foreldrar hennar voru Kristín Mensald- ersdóttir, f. 7.7. 1877, d. 1.4. 1965, og Elías Nikulásson, f. 29.6. 1881, d. 25.2. 1959. Börn Jóhanns og Hrefnu eru: 1) Ásta, f. 28.6. 1940, börn hennar eru Arnþrúður Ösp, Hrefna Björk, Ólöf Eir og Helena. 2) Jóhanna, f. 11.10. 1943, d. 21.4. 2005, maki Sigurður Rúnar Sím- onarson, f. 8.4. 1942, börn þeirra, Jóhann, Lovísa og Sigurður Hrafn. 3) Óskar, f. 25.10. 1947, maki Val- gerður G. Sigurðardóttir, f. 31.7. 1951, börn þeirra, Valgeir, f. 2.5. 1980, d. 9.5. 1980, Sigurður Val- geir og Jóna Björg. 4) Sigurður Gísli, f. 18.9. 1950, maki Guðrún Björnsdóttir, f. 28.5. 1952, börn þeirra, Hrafnhildur Jóna, Sævar og Þóra Björk. 5) Kristín, f. 12.6. 1957, maki Jón Gunnar Borgþórsson, f. 1.11.1957, börn þeirra, Borgþór og Hrafnhildur. Aðrir afkomendur þeirra eru 30. Jóhann ólst upp í Vestmannaeyjum og hlaut þar hefð- bundna skólagöngu. Hann var virkur í fé- lagsstarfi Eyjanna og var m.a. einn stofnenda Lúðrasveitar Vest- mannaeyja. Hann lauk prófum sem vélstjóri og síðar sem húsa- smiður og vann lengst af við þau störf. Seinustu starfsárin var hann húsvörður Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Á sínum yngri árum vann hann löngum á sumrin sem kaupa- maður uppi á landi og í Þykkva- bænum kynntist hann konu sinni Hrefnu Elíasdóttur. Þau hófu ung búskap í Vestmannaeyjum og bjuggu þar til ársins 1963 er þau fluttust til Reykjavíkur. Árið 1972 byggðu þau sér hús í Mosfellsbæ og bjuggu þar til ársins 1997. Um tíma bjuggu þau í þjónustuíbúð að Hæðargarði 35, Reykjavík, en síð- ustu árin dvöldu þau á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ þar sem þau nutu góðrar aðhlynningar. Útför Jóhanns fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Minningin um elskulegan föður og tengdaföður lifir Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Börn og tengdabörn. Jóhann I. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.