Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birna Björns-dóttir fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 5. apríl 1941. Hún lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar Birnu eru frá Þingeyri og þar býr eftirlifandi móðir hennar Jónína Guðmundsdóttir f. 29.7. 1916. Faðir hennar var Björn Jónsson f. 18.8. 1910, d. 8.8. 1988. Yngri systkini Birnu eru Páll og Kolbrún. Birna giftist 16. júlí 1961 Júlíusi G. Bjarnasyni rafeindavirkja frá Keflavík f. 20.9. 1939. Börn þeirra eru: 1) Magnfríður f. 26.5. 1961. Dóttir hennar er Katla Þorvalds- dóttir f. 1989. 2) Bjarni Már f. 17.8. 1962, maki Jóna Björg Björgvins- dóttir. Börn þeirra eru Kolbrún Birna f. 1990 og Júlíus Freyr f. 2001. 3) Björn Starri f. 1.7. 1967. 4) Ragna Valdís f. 21.5. 1973. Á unglingsárum flutti Birna suð- ur vegna vinnu og starfaði m.a. hjá Landsímanum í Keflavík og í Reykjavík. Síðar flutti hún með eigin- manni til Gufuskála á Snæfellsnesi og Eiða á Fljótsdalshéraði, þar sem hún bjó frá 1965 til dauðadags. Auk heimilisstarfa vann Birna um tíma við Alþýðuskólann á Eiðum og hóf þar nám til stúdentsprófs, sem hún lauk við Menntaskólann á Eg- ilsstöðum 1990. Árið 1997 útskrifaðist hún sem grunnskólakennari í hópi fyrstu fjarnámsnema frá Kennara- háskóla Ísland og kenndi íslensku og heimilisfræði við Grunnskóla Fljótsdalshéraðs, þar til heilsan brast árið 2006. Birna var virk í starfi Kvenfélags Eiðaþinghár og á síðari árum í klúbbi Soroptimista. Útför Birnu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Kirkjugarði Hafnarfjarðar. Minningarathöfn verður í Eiða- kirkju laugardaginn 12. janúar klukkan 14. Það var í desember 1981 sem ég hitti Birnu tengdamóður mína í fyrsta skipti. Ég kom í heimsókn austur á milli jóla og nýárs með kvíðahnút í maganum, en sá kvíði var óþarfur þar sem mér var strax vel tekið af þeim Birnu og Úlla. Eftir þetta kom ég oft austur. Ég kynntist því fljótt að Birna var mikil kvenréttindakona en samt mik- il húsmóðir. Hún átti alltaf fulla frystikistu af heimabökuðu ger- brauði og ostakexi sem er það besta í heimi. Hún var líka mjög virk í kven- félaginu og fór í margar óbyggða- ferðir því hún hafði mikinn áhuga á útivist og íslenskri náttúru. Birna dreif sig í skóla á fimmtugs- aldri enda fannst henni að konur ættu að mennta sig jafnt og karlar ef þær hefðu tækifæri til. 56 ára var hún orðin kennari. Það kom ekki á óvart að heimilisfræði varð fyrir val- inu þegar hún fór að læra til kennara, enda hafði hún alltaf haft áhuga á hollu mataræði og að nýta það sem hægt var úr náttúrunni til matar- gerðar. Það var mikið áfall í september 2006 þegar Birna greindist með ólæknandi krabbamein, maður spurði sjálfan sig af hverju hún, sem hefur alltaf stundað útivist og lifað heilbrigðu líferni, en það komu engin svör. Í 16 mánuði dvaldi Birna oft hér fyrir sunnan í lyfjameðferð og inni á spítala, mér fannst það mikill heiður þegar hún hringdi í mig oft á þessum mánuðum og bað mig um að bjóða sér í mat því henni fannst ég elda svo góðan og hollan mat, en það var ein- mitt hún sem vakti áhuga minn á hollu mataræði fyrir mörgum árum. Vikurnar sem Birna dvaldi á líknar- deild sat ég oft ein hjá henni og við spjölluðum saman um fortíðina og líka hvernig hún hafði ímyndað sér framtíðina, hún sagði mér líka að hún væri mjög stolt af börnunum sínum og ömmustelpunum tveimur, þau stæðu sig öll vel í lífinu, það væri ekki sjálfgefið. Hún var líka viss um að Júlíus litli ætti eftir að spjara sig vel, hann væri svo vel gefinn og skemmti- legur krakki, enda var hún óspör á að hæla honum alla tíð. Ég tek undir með 6 ára syni mínum sem sagði í morgun: Vonandi líður ömmu vel núna. Elsku Birna, takk fyrir samfylgd- ina í 26 ár. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Jóna. „Eigum við ekki bara að labba Laugaveginn?“ spurði mágkona mín Birna þegar ég fór að nálgast fertugt fyrir um átta árum síðan. „Jú, mikið er það nú góð hugmynd en þarf ekki að undirbúa slíka ferð vel?“ svaraði ég og reyndi aðeins að draga úr þar sem ég hafði aldrei áður farið í svo langa gönguferð. Þrátt fyrir 18 ára aldursmun vílaði hún slíka göngu ekki fyrir sér enda alvön útivistar- manneskja og í miklu betra formi en ég. Í dag er komið að leiðarlokum fyrir mágkonu mína, Birnu Björnsdóttir, en hún hefur barist hetjulega við krabbamein undafarin misseri. Við höfum fylgst með baráttu hennar gegn illvígum sjúkdómi sem hún að lokum varð að láta í minni pokann fyrir. Birna var ættuð frá Þingeyri við Dýrafjörð, dóttir eðalhjónanna Björns Jónssonar, sem lést 1988, og Jónínu Guðmundsdóttur sem enn lif- ir í hárri elli á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Hún var elst þriggja systkina, en hin eru Páll, sjómaður á Þingeyri, og Kolbrún, sálfræðingur í Reykjavík, sem er kona mín. Birna giftist ung Júlíusi Bjarnasyni og eiga þau fjögur börn, Magnfríði, Bjarna Má, Björn Starra og Rögnu Valdísi, auk þriggja barnabarna. Ég kynntist Birnu árið 1980 og fann strax að þar fór hjartahlý kona sem var einstaklega gestrisin og allt- af gaman að heimsækja að Eiðum í Eiðaþinghá en fjölskylda hennar hafði sest þar að árið 1965. Alltaf lá fyrir heimboð á hverju ári og okkur var ávallt fagnað er við sáum okkur fært að þiggja boðið. Ljúft er að minnast matarins og ekki síst kaffi- meðlætis sem hún snaraði fram og verður þó sérstaklega að geta osta- kexins sem var ómissandi þegar mað- ur kom í heimsókn. Það hurfu ótal mörg slík ofan í mann í hverjum kaffi- tíma. Birna sendi okkur um hver jól heimalagaða jólakonfektið sitt sem bragðaðist ekki síður en það sem fæst í búðum undir fáfengilegum markaðs- settum nöfnum utan úr heimi. Meira að segja þegar við bjuggum erlendis í sjö ár varð ekki annað við komandi en að senda okkur ljúffengt konfektið og var það maulað með súkkulaðidrykk um hádegisbil á jóladag ár eftir ár sem hluti af hefðum fjölskyldunnar. Það er alltaf erfitt að missa ástvin og er sorg fjölskyldunnar mikil en góðar minningar um Birnu munu ávallt vera til staðar. Því miður gafst ekki tími til að ganga Laugaveginn með Birnu en hún heldur af stað í sína hinstu ferð og mun hugur okkar ætíð vera hjá henni. Ég kveð Birnu mág- konu með söknuði og þakka fyrir samveruna. Úti er þetta ævintýri. Yfir skuggum kvöldið býr. Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng og trúað hafa sumarlangt á sól og vín. Eitt ég hræðist, ef svo fer, að ég kunni að gleyma þér, þér sem gafst mér lífsins týndu trú. Allt hið bezta, er á ég geymt, allt sem mig hefur ljúfast dreymt, það er gleymt og týnt um leið, því það varst þú. (Tómas Guðmundsson.) Bjarni Jónsson. Elsku amma. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um þig. Við náðum vel saman og vorum góðar vinkonur. Birna Björnsdóttir Nú ertu farin, elsku frænka mín. Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn. Á himinsboga blika stjörnur tvær. Hve brosi í augum þínum líkjast þær. Nú gengur þú til fundar Frelsarans. Friðargjafans, náðar sérhvers manns. Þar englar biðja í bláum himingeim og bíða þess þú komir loksins heim. (Svava Strandberg) Þuríður, Gísli, Gunnar og Kolbrún Klara. HINSTA KVEÐJA ✝ Halldór VilbergJóhannesson frá Víðigerði fæddist á Neðri-Fitjum í Víði- dal í Vestur- Húnavatnssýslu 28. október 1937. Hann lést á heimili sínu í Gullengi 9 í Reykja- vík hinn 29. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Ás- mundsdóttir frá Mosfelli í Mosfells- sveit, f. 26. júlí 1912, d. 10. mars 1980, og Jóhann- es Árnason frá Neðri-Fitjum, f. 30. júní 1911, d. 12. ágúst 1981. Systk- ini Halldórs eru Árný Sigríður, f. 22. mars 1939, d. 27. júní 1988, Ás- björn Þór, f. 24. júní 1942, d. 30. júní 1991, og Þorgeir, f. 23. ágúst 1945. Halldór kvæntist 7. mars 1964 Helgu Marsibil Ingvarsdóttur frá þeirra er Aron. Halldór ólst upp í foreldra- húsum á Efri-Fitjum til 17 ára ald- urs. Hann fór þá til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf ásamt því að læra bifvélavirkjun. Árið 1960 keypti hann lóð í landi Auðunnarstaða í Víðidal. Byggðu þau hjónin þar bifreiðaverkstæði og söluskálann Víðigerði. Halldór og Helga seldu Víðigerði 1986 og fluttu til Reykjavíkur. Halldór vann hjá Olíufélaginu á meðan heilsan leyfði eða til ársins 2002. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum, var meðal annars formaður skóla- nefndar Laugarbakkaskóla, og í hreppsnefnd Þorkelshólshrepps. Einnig var hann með þjónustu fyr- ir FÍB. Halldór sat einnig í stjórn félags sumarhúsaeigenda, og var í trúnaðarráði verkalýðsfélagsins Eflingar. Útför Halldórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hvammstanga, f. 12 mars 1935. Foreldrar hennar voru Sesselja Ólafsdóttir, f. 10. október 1912, d. 22. maí 2005, og Ingvar Helgi Jakobsson, f. 14. maí 1891, d. 21. febrúar 1939. Hall- dór og Helga eiga þrjú börn, þau eru: 1) Ingvar, f. 30. maí 1964, kvæntur Sig- urborgu Berglindi Bragadóttur, f. 15. desember 1962, þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvö börn, Helgu Guðrúnu og Kristján Óla. 2) Jóhanna, f. 20. september 1965, gift Bergvini Magnúsi Þórð- arsyni, f. 30. október 1964, þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvö börn, Halldór Reyni og Eyþór. 3) Edda, f. 11. júní 1967, gift Knúti Eyjólfssyni, f. 7. janúar 1949, þau eru búsett í Kópavogi, sonur Elsku pabbi og tengdapabbi. Nú ertu farinn frá okkur. Eftir tæplega fjögurra ára baráttu ertu nú laus úr viðjum veikindanna. Það er margs að minnast þegar hugsað er til baka. Við systkinin byrjuðum ung að vinna og hjálpa til við reksturinn í Víðigerði og betri leiðsögn var ekki hægt að fá út í lífið. Í minningunni var biðin oft löng eftir að viðgerðum lyki úti í sveit eða á verkstæðinu og við fengjum þig heim til okkar. Voru það syfjuð systkini sem tóku á móti þér í þau skipti sem við gátum vakað. Ógleymanlegar stundir áttum við í veiðiferðunum með þér í Víðidalsá. Þar voru þær stundir sem við áttum saman og við höfðum þig út af fyrir okkur. Milli þess sem við vorum að beita maðk og raða þeim fiski sem veiddist, þurfti oft að sussa á okkur svo fiskurinn fældist ekki. Þrátt fyrir mikla vinnu var farið í útilegu á hverju sumri og var Steini spil það sem hlustað var á meðan verið var í bílnum. Var farið vítt og breitt um landið. Verkstæðið að Víðigerði má segja að hafi verið eitt það snyrtileg- asta á landinu. Öllu var þar raðað í ákveðna röð og allt á ákveðnum stað. Ekkert breyttist þegar þið fluttuð til Reykjavíkur. Allir hlutir höfðu sinn stað og þar skyldu þeir vera nema rétt á meðan þeir voru notaðir. Þegar við tengdabörnin komum til sögunn- ar var sumarbústaðurinn okkar, Sæluhlíð í Kjós, unaðsreitur okkar allra. Þar áttum við saman skemmti- legar stundir. Mörg handtökin voru unnin þar frá því að bústaðurinn var fokheldur og í þá stöðu sem hann er í dag. Allt var þetta gert í góðri sam- vinnu allra. Þegar vandamálin komu upp var ávallt leitað í lausnasjóðinn þinn því vandamál voru ekki til. Það þurfti bara að finna réttu lausnirnar. Trén við bústaðinn eru mörg og ekki mátti fjarlægja neitt þeirra. Jafnvel eftir vetrarstorma þar sem stóra öspin brotnaði þá var gert við hana en hún ekki fjarlægð. Um umhverfið skyldi hugsað og það átti að vera gróðurríkt. Tré, blóm og annar gróð- ur var í forgangi þar en alltaf pláss fyrir leiksvæði, því barnabörnin þurftu sitt. Það er ljúf minning sem lifir í orði og verki. Megi Guð blessa minningu þína og veita okkur öllum styrk. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut. Sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. (Sigurbjörn Einarsson) Ingvar Halldórsson – Berglind Bragadóttir. Jóhanna Halldórsdóttir – Bergvin Þórðarson. Edda Halldórsdóttir – Knútur Eyjólfsson. Elsku afi, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Minningin um þig verður alltaf ljós í lífi okkar. Guð geymi þig og megir þú hvíla í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Helga Guðrún og Kristján Óli. Elsku afi okkar. Nú hefur þú kvatt okkur og það er mikill missir. Þær eru óteljandi stundirnar sem við áttum saman sem gáfu okkur ómælda hamingju og gleði. Allt frá því við munum eftir þér fyrst í Fiskakvíslinni hefur þú verið hrókur alls fagnaðar hvar sem þú hefur komið. Þú hefur aldrei látið neitt stoppa þig og þeim boðskap deildir þú út til okkar bræðra. Þú kenndir okkur svo ótalmargt. Bæði gömul og góð lífsgildi sem þú lifðir eftir auk alls kyns handverka og ann- ars sem þér var til lista lagt. Þú kenndir okkur mannganginn á tafl- borðinu til að þjálfa hugann, hvernig á að nota hin ýmsu verkfæri sem fundust úti í bílskúr og hvernig á að vera virðulegur í fasi, standa upprétt- ur og alltaf að vera kurteis. Það sem stendur alltaf ofarlega í minningunni er þegar þú last í lófana á okkur bræðrum. Við settumst hjá þér, forvitnir, og spurðum hvort þú vildir athuga hvort það væri eitthvað að gerast þarna í lófanum. Þú gáðir vel og vandlega meðan við biðum í eftirvæntingu og hugsuðum: ,,Hvern- ig veit hann svona mikið?“ Loks kom fram eitthvað sem við trúðum á. Þú sagðir að Halldór Reynir ætti eftir að vinna eitthvað fíngert með höndun- um, því hann væri svo laghentur, með granna og langa fingur. Ætli það hafi ekki verið það sem þú hafðir í huga þegar hann fór í læknisfræðina og stefnir á skurðlækningar. Eyþór átti að vinna líka með höndunum varðandi byggingar og þú sagðir alltaf að við ættum eftir að verða vel stæðir í fram- tíðinni. Þeir tveir staðir þar sem minning þín mun alltaf lifa er sum- arbústaðurinn okkar og bílskúrinn. Við gátum nánast gengið að því vísu að ef þú varst ekki inni í húsi varstu úti í bílskúr. Það var ótrúlegt hvað bíl- skúrinn gat verið mikill ævintýra- heimur fyrir okkur drengina. Þarna var hægt að finna nánast allt, allt frá varadekkjum á grill upp í loftpressur og rennibekki. En Sæluhlíð var þinn griðastaður. Þarna gastu slappað af, notið góða veðursins og dundað við hitt og þetta sem þurfti að gera. Von- andi var bústaðurinn búinn að taka á sig sína fullkomnustu mynd, eins og þú hafðir ætlað, þegar þú fórst úr þessum heimi. Hugur þinn var ótæm- andi hvað varðaði hugmyndir að hlut- um. Þú varst okkur svo góð fyrirmynd að betri eru vandfundnar. Það sem þú hefur áorkað á lífsleiðinni er efni í tvö æviskeið. Þú sast heldur aldrei aðgerðalaus, ef eitthvað var hægt að gera var það gert. Við komum til með að sakna þín, svo lengi sem við lifum, og varðveitum minningu þína og boð- skap og miðlum honum áfram til lang- afabarnanna. Vertu sæll, elsku afi okkar, og við sjáumst svo síðar. Þínir ástkæru dóttursynir Halldór Reynir og Eyþór Bergvinssynir. Elsku Halldór afi. Ég fékk það skemmtilega tækifæri að fá að kynnast þér og hef alltaf litið á þig sem afa minn þótt þú sért teng- daafi minn. Þú varst alltaf góður við mig og sást til þess að ég færi aldrei frá ykkur svöng. Þú barst alltaf hag annarra fyrir brjósti og sýndir það með miklum kærleika. Þú varst mikil félagsvera og þótti mjög skemmtilegt að vera í kringum annað fólk. Ég tók sérstaklega eftir því þegar þú komst í útskriftarveisluna mína í maí að þú settist í sófann hjá ættingjum mínum, kynntir þig og húmor þinn skein með hlátrinum frá þeim. Mér leið alltaf vel í kringum þig og mér þótti rosalega vænt um þig. Sú minning sem stendur hvað hæst er þegar við fórum í sumar á þínar æskuslóðir í Víðidalnum þar sem við hittum Geir bróður þinn og þú sýndir Halldór Vilberg Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.