Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 27 Okkur leiddist aldrei saman því við gátum fundið svo ótalmargt að gera. Ég man sumarmorgnana á Eiðum þegar þú komst hress og kát klukkan níu og vaktir mig. Við læddumst svo út fyrir aftan húsið og létum morg- unsólina skína á okkur. Um hádeg- isbil var sólin komin í lautina og við færðum okkur og flatmöguðum þar. Við fórum oft saman í göngutúra að Gilsá, niður í skóg, að sumarhúsunum og jafnvel alveg að rafstöðinni. Í öll- um þessum minnisstæðu göngu- túrum kenndir þú mér margt um gróður og náttúruna. Þú kenndir mér hvaða sveppir væru ætir og hvenær berin væru tilbúin til tínslu og margt fleira. Ég mun heldur aldrei gleyma því hversu myndarleg þú varst, alltaf að baka og stússast í garðinum. Þú tókst líka alltaf á móti gestum með hlýju og bauðst þeim allt það besta sem til var. Takk fyrir öll þessu góðu og gæfuríku ár sem ég fékk með þér. Sofðu rótt amma engill. Katla Ég vil minnast Birnu, systur minn- ar sem borin er til moldar í dag. Það var töluverður aldursmunur á okkur systrum eða 12 ár og þegar ég kemst til vits og ára er hún flutt að heiman og búin að eignast börn. Það er í raun ekki fyrr en ég er send til hennar til að fara í Eiðaskóla og hún tekur ábyrgð á mér unglingnum sem við kynnumst að ráði. Þá leit ég reyndar á hana sem eldri konu sem bar ábyrgð á mér, setti mörk og hvatti mig áfram en í dag sé ég að hún hefur þá bara verið rétt á þrítugsaldri. Margar sögur voru sagðar dætrum mínum af því hvernig unglingur ég hefði verið í den og skemmtu þær sér konunglega yfir frásögn systur minn- ar. Vegna fjarlægðar hittumst við ekki eins oft og við vildum en alltaf var gaman þegar við hittumst og mikið skrafað og skoðað í fataskápa hjá hvor annarri. Vegna dvalar minnar erlendis og þar sem hún var búsett úti á landi þá var það ekki fyrr en eftir að ég flutti alfarið heim fyrir um áratug síðan að við fórum að hittast reglulega. Marg- ar voru þær ferðirnar austur á Hérað og alltaf var jafngaman að koma til þeirra hjóna og vel veitt í mat og drykk, enda systir mín afar gestrisin og góð heim að sækja. Birna hafði alltaf löngun til að læra og mennta sig en ekki gafst tækifæri til þess fyrr en hún varð fullorðin og varð hún stúdent um leið og næst- yngsta barnið sitt. Hún hélt áfram menntaveginn og útskrifaðist sem kennari og vann við það starf til dauðadags. Hún Birna mín var alltaf boðin og búin að létta undir með fólki og ól upp fleiri börn en sín eigin, þar á meðal dóttur mína sem var mörg sumur austur á Eiðum hjá Birnu og Júlíusi og alltaf var hlakkað til að fara í sveit- ina á hverju sumri. Þar var stjanað við mann og þar var bakað besta osta- kex í heimi. Þegar hún greindist með krabba- mein og lítið var hægt að gera annað en að fara í lyfjameðferð þá tók hún því eins og hverju öðru verkefni sem vinna þyrfti. Hún kom í bæinn reglu- lega og fór í sína meðferð og flaug síð- an austur aftur þar sem henni fannst gott að búa. Í veikindum hennar stóðu Júlíus og fjölskyldan eins og klettur við hennar hlið og studdu hana með ráðum og dáð. Síðustu tvo mánuði var hún alfarið á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og lést þar að morgni 27. desember. Elsku systir, þín er sárt saknað, þú fórst alltof fljótt og sérstaklega erfitt er það fyrir móður okkar sem enn lif- ir að missa barnið sitt. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrenndar hæðir hnípa við himin fölan sem vín: Það er ég, sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja: Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór Kiljan Laxness.) Kolbrún. Þetta eru erfiðir tímar, það er svo sárt að kveðja þann sem maður elsk- ar. Hugsanir og minningar á fleygi- ferð í kollinum á mér og samt er ég svo dofin. Mínar fyrstu minningar um þig og Úlla eru þegar ég var í pössun hjá ykkur á Selvogsgrunninum og Fríða var þá nýfædd. Mömmu og pabba hefur þá vantað pössun, sem gerðist nú ekki oft, og þið tekið það hlutverk að ykkur. Næst man ég eftir ferðalagi til ykkar þegar þið bjugguð á Gufuskál- um og þá voruð þið orðin fjögur, því Bjarni var þá fæddur. Birna mín, þú varst ekki bara frænka mín heldur líka góð vinkona og að hluta til fóstraðir þú mig, alveg frá því ég og pabbi minn, hann Gísli, fórum að venja komur okkar austur til ykkar Úlla og barnanna. Það var eftir að hún mamma Þura dó og þá var ég tíu ára gömul og enn hafði þá bæst í barnhópinn því Björn var þá nýfæddur og mér þótti alltaf undurvænt um þann dreng. Og ég man að ég bað þig, Birna mín, um að ef þú ætlaðir að eiga fleiri börn, að bíða aðeins með það, því Bjössi væri svo lítill. Svona hugsaði ég nú þegar ég var tíu ára. Þetta byrjaði með heimsóknum, ýmist um jól eða páska, síðan bætt- ust sumrin við og loks var ég farin að vera hjá ykkur meira og minna allt árið, og þannig var það í um sex ár. Þú kenndir mér svo ótal margt, ég hafði skyldum að gegna eins og hin börnin og þó ég, litla dekurrófan úr Reykjavík, væri sundum hundfúl yfir þessu, þá lét ég mig nú hafa það. Enda lærði ég það sem ég kann í dag og snýr að heimilishaldi af þér. Þú varst þvílík fyrirmyndarhús- móðir og mín fyrirmynd í svo mörgu. .Ég man þegar við sátum þrjár saman í gula hornsófanum, þú, Fríða og ég, og hekluðum þessi líka fínu „lopaponsjo“, og vorum heldur betur stoltar með afraksturinn. Ferðirnar austur til ykkar, eftir að ég fór að eiga mín börn, voru eins og vítamínsprauta fyrir mig og fylltu mig orku og þú áttir alltaf góð ráð fyrir mig og stappaðir í mig stálinu. Og hún Sigga stjúpa mín sagði við mig, þegar hún vissi að ég var á aust- urleið: „Jæja, á nú að fara að heim- sækja Sælustaði?“ Það, meira en annað, segir hvað mér fannst gott að koma til ykkar og börnin mín nutu þess líka. Það er nær óhugsandi að ferðir okkar í Kringluna eða á Laugaveg- inn, „að dressa okkur upp“, skuli ekki verða fleiri, en ég get lofað þér því, Birna mín, að þú verður í huga mér næst þegar ég fer á Laugaveginn. Elsku Úlli. Missir þinn er mikill. Elsku Fríða, Bjarni, Bjössi, Ragna, Katla, Kolbrún Birna, Júlíus Freyr, Jóna og Nína mín, Kolla og Palli: Ég sendi ykkur öllum mína innilegustu samúðarkveðju og ég veit að þið munuð styrkja hvert annað á þessum erfiða tíma. Elsku Birna mín, takk fyrir að fá að vera hluti af þínu lífi. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Megi englarnir geyma þig. Þín, Guðrún Jóna. Kveðja frá Soroptimistaklúbbi Austurlands. Birna Björnsdóttir, systir okkar í Soroptimistaklúbbi Austurlands, er látin eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Birna var ein af stofnfélög- um klúbbsins okkar fyrir tæplega fimm árum og tók hún virkan þátt í því að vinna að stofnun hans. Birna var strax á fyrsta árinu kosin til emb- ættisverka innan klúbbsins og vann hún verk sín með sæmd, ábyrgð og jákvæðni sem verkefnastjóri. Efst í huga Birnu var jafnrétti og staða konunnar en þau málefni eru ein af mörgum markmiðum Soroptimista. Birna var alltaf kát og sagði skemmtilega frá. Það er okkur klúbbsystrum hennar dýrmætt núna að hafa hlustað á frásögn hennar af uppruna sínum, fjölskyldu sinni og fyrstu árunum á Eiðum. Frásögn hennar var í senn fræðandi, lifandi og skemmtileg. Birna greindist með krabbamein fyrir rúmlega einu ári og barðist hún hetjulega allan tímann. Mikið veik kom hún til okkar á fundi á milli þess sem hún fór í lyfjameðferðir til Reykjavíkur. Hún bar sig alltaf vel, klædd í sitt fínasta eins og henni einni var lagið. Aðeins í haust hefur hana vantað á mánaðarlega fundi okkar. Skarð hefur nú myndast í unga klúbbinn okkar við fráfall Birnu en saman eigum við góðar minningar um sanna bjartsýnissystur. Við klúbbsysturnar sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að taka vel á móti henni og hugga alla þá sem sakna og syrgja. Kæra systur kveðj- um við með ljóði Guðrúnar Jóhanns- dóttur frá Brautarholti. Ég kveð þig, hugann heillar minnig blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. ✝ Halldór B. Jóns-son fæddist í Ön- undarfirði 27. nóv- ember 1950. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. í Neðri-Breiðadal 20. apríl 1898, d. 6. sept- ember 1967, og Elín Tómasína Sigríður Hólmgeirsdóttir, f. í Tungu í Firði í Mos- vallahreppi 7. mars 1907, d. 25. janúar 1967. Halldór var yngstur af fimm systkinum; hin eru Hólmgeir, f. 1931, Jón Friðgeir, f. 1932, Elín Kristbjörg Sig- ríður, f. 1940, og Magnús Hilmar, f. 1948. Útför Halldórs verður gerð frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Halldór, með þessum línum viljum við kveðja góðan vin. Dóri, við söknum þín á sambýlinu þar sem þú ert búinn að búa síðan vorið 1981. Þú varst alltaf svo glaður og glettinn og vildir hafa reglu á hlut- unum. Síðasti mánuðurinn þinn var þér erfiður en stundum kom gamli Dóri í gegnum veikindin og það brá fyrir kímninni þinni. Elsku Dóri, góður Guð hefur nú tekið þig til sín og létt af þér sjúk- dómskvölinni. Kærar kveðjur og þökk fyrir sam- fylgdina. Marel, Elva, Guðmundur, Hösk- uldur og starfsfólkið í Giljaseli 7. Mig langar að minnast með örfáum orðum vinar míns Halldórs. Vinátta okkar hefur staðið í um 40 ár. Halldór var afar ljúfur og skemmtilegur, en fastur fyrir ef hann vildi hafa hlutina öðruvísi en til stóð. Halldór fylgdist mjög vel með öllum þjóðmálum og vissi oft hluti sem fóru framhjá okkur hinum í amstri dags- ins. Hann hlustaði líka á ákveðna stöð í útvarpi og horfði á Rúv í sjónvarpi og vei þeim sem voru að hringla í stöðvunum. Hann fylgdist vel með tímanum, var alltaf með dagbók og staðsetti hluti í tíma og vissi allt um vinnuskýrslur starfsfólks. Halldór var mjög liðtækur og sá um að halda ákveðnum hlutum í lagi og gegndi stöðu húsvarðar á heimilinu. Eitt var í fari Halldórs sem aldrei var hægt, að fá hann til að segja já eða nei ef spurt var, þá var það kannski eða ætli það ekki eða eins og þú sagðir áðan, þessu hélt hann alveg meðan kraftar entust. Halldór hafði góða kímnigáfu og mikla tæknikunnáttu, var læs og mjög sjálfbjarga. Það fór að draga af Halldóri fyrir um það bil tveimur ár- um og var heilsufarið orðið afar bág- borið þegar kallið kom. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina Dóri minn og votta aðstand- endum þínum samúð mína. Kveðja, Sonja Knútsdóttir þroskaþjálfi. Halldór B. Jónsson okkur hvar þú ólst upp. Það var frá-bært að sjá hvernig það geislaði af þér þegar þú rifjaðir upp minning- arnar sem þú áttir af þessum stað og því mun ég aldrei gleyma. Ég vil þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem ég fékk að vera með þér. Hjá þér fékk ég að kynnast því hvernig er að eiga afa. Ég mun líka fara eftir því sem þú sagðir við mig þegar við kvöddumst í síðasta skipti, þegar þú kysstir mig og knúsaðir og sagðir: Hafðu það gott. Ég vona að þér líði vel núna hjá Ár- nýju systur þinni sem þú talaðir svo mikið um og veit að þú munt alltaf vaka yfir mér og Halldóri. Ég vil enda á því að skrifa nokkrar línur úr uppáhaldslaginu þínu, Undir blá- himni, sem þú spilaðir oft þegar við komum í heimsókn. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðum funar og af fögnuði hjarta mitt brann. Og svo dönsum við dátt þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús Kr. Gíslason) Guð geymi þig og gefi þér frið. Þín Kristín Ómarsdóttir. Dóri föðurbróðir okkar og fjöl- skyldan hans voru stór þáttur af lífi okkar systkinanna þegar við vorum lítil. Það var ekki langt á milli heimilis okkar og þeirra auk þess sem afi okk- ar og amma bjuggu síðustu æviárin í Víðigerði og hjá þeim dvöldum við oft. Í Víðigerði byggðu Dóri og Helga upp og ráku til margra ára verkstæði, bensínstöð og sjoppu og undir það síðasta, áður en þau fluttu suður, var þar gistiheimili. Þegar við vorum lítil var í Víðigerði símstöð sem amma okkar vann á og seinna mamma auk fleiri kvenna úr sveitinni. Á þessum tíma var Víðigerði nokkurskonar miðpunktur Víðidalsins þar sem bændur hittust um leið og þeir létu Dóra og Sæmund gera við vélarnar sínar. Í minningunni átti Dóri alltaf flottustu bílana og allskonar dót sem okkur fannst alveg rosalega magnað. Hann átti til að mynda langflottasta Land Rover-jeppann í sveitinni, merktan FÍB með Gufunesloftneti svo löngu að það virtist ná endalaust upp í loftið. Jólaboð voru mikilvægur þáttur og mikið var lagt upp úr að fjölskyldurnar mættu hvor hjá ann- arri, stundum svo mikið að eftir á að hyggja er spurning hvort þetta hafi ekki einungis verið skemmtun feðra okkar við að leika sér í snjó og ófærð. Þeir áttu nefnilega báðir alveg eins snjósleða og alveg eins talstöð. Ein jólin munum við þegar við fórum á Lödu Sport í snjókomu og ófærð í jólaboðið. Blint var og pabbi keyrði að minnsta kosti einu sinni út af og við festumst nokkrum sinnum. Dóri og Ingvar voru í stöðugu talstöðvar- sambandi við okkur og komu á móti á snjósleðanum og hjálpuðu til við að moka og ýta Lödunni og þegar komið var að Messuhólnum þurftum við að ganga snjóinn í klof út að Land Ro- vernum hans Dóra sem stóð úti við þjóðveg. Síðan þurfti að basla aftur heim með tilheyrandi vandamálum, snjómokstri og talstöðvarsambandi. Dóri og Helga fóru líka oft til Kan- arí sem var afar sjaldgæft á þessum árum. Þaðan komu þau með margt fallegra muna og fannst okkur annað eins dót varla geta verið til nema hjá fínu fólki í útlöndum. Okkur fannst til dæmis nammið sem þau keyptu í út- löndum mjög framandi og gott og við höfðum bara hreinlega aldrei séð annað eins. Dóri fylgdist vel með og oft gaf hann sér tíma til að setjast nið- ur og segja okkur sögur og fréttir af mönnum og málefnum og hlutum sem hann hafði upplifað. Þessu höfð- um við mjög gaman af. Eftir að Dóri og Helga fluttust til Reykjavíkur fannst okkur ansi tóm- legt í Víðidalnum og við erum viss um að svo fannst fleirum. Dóri spurði alltaf eftir því hvernig búskapurinn gengi á Efri-Fitjum og almennt fylgdist hann vel með því sem var að gerast í landbúnaðinum. Dóri frændi var hjartahlýr maður sem lét sér annt um sitt fólk og fylgdist alltaf með hvernig allir hefðu það. Í minningunni mun hann lifa sem elsku Dóri í Víðigerði á verkstæðinu með tóbaksklútinn, hlæjandi og segj- andi okkur gamansögur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur Helga, Ingvar, Jóhanna, Edda og fjölskyldur auk elsku pabba okkar sem sér nú á eftir síðasta systkini sínu. Megi góður Guð styrkja ykkur. Gunnar og Kristín. Kæri Halldór. Sárt munum við sakna þín en það er okkur huggun að vita að nú líður þér vel. Við munum geyma minningar um þig í hjarta okkar. Við þökkum allar yndislegar stundir sem við áttum með þér og Helgu. Ber þar hæst öll ferðalögin og góðar samverustundir heima hjá ykkur eða okkur í Borgarnesi. Elsku Helga, Ingvar, Jóhanna, Edda og fjölskyldur, megi góður guð veita ykkur styrk á þessum erfiðum stundum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Guð geymi þig. Inga og Jón Þórðarson. Minn kæri vinur Halldór Jóhann- esson er látinn. Innst inni vissi ég að þetta væri orðið erfitt hjá þér. Ég fékk alltaf fréttir af þér hjá Ingvari syni þínum. Ég kynntist þér og fjölskyldu þinni þegar ég kom 12 ára gamall til ykkar í Víðigerði í Víðidal til að af- greiða bensín. Þetta var í júní 1970. Þarna var ég í 4 sumur og alltaf var jafngaman að koma á vorin. Eftir að ég hætti hjá þér kom ég reglulega í heimsókn. Ef maður var að fara eitt- hvað norður var alltaf miðað við að stoppa eða jafnvel gista í Víðigerði. En svo fluttir þú suður og fórst að vinna hjá Esso og þar hitti ég þig oft, eins og þegar þú komst til mín í Vöku. Mikið þótti mér vænt um að þú skyldir komast í 50 ára afmælið mitt í júlí sl. Ekki fór á milli mála að þú værir orðinn mikið veikur þá. Þetta var í síðasta skiptið sem við hittumst. Blessuð sé minning Halldórs Jó- hannessonar. Kæra Helga, Ingvar, Jóhanna og Edda. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Steinar Már Gunnsteinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.