Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anne-MarieSteinsson fædd- ist í Narvik í Nor- egi 22. október 1929. Hún lést á að- fangadag, 24. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dagmar Ing- rid Kristensen, f. í Valle Revelsöy 9.2. 1909, og August Martin Jensen, f. í Mo í Rana 15.5. 1906. Þegar Anne var þriggja ára missti hún móður sína. Hún fluttist þá til föðurömmu sinnar, Magna Jensen, og ólst þar upp. Meðan stríðsátökin í síðari heimsstyrjöld stóðu yfir dvaldi hún í sveit norðan við Ofotfen, en þaðan var flest af hennar móðurfólki komið. Nítján ára gömul fór hún að heiman til Stokkhólms, sem átti að vera áfangastaður á leið til Englands, en reyndin varð sú að leiðin lá til Íslands 1949 og á Íslandi bjó hún alla tíð síðan. Anne-Marie giftist 29. júlí 1949 Aage Steinsson, f. 14. októ- ber 1926. Saman eignuðust þau sex börn, þau eru: 1) Torfi Steinsson skólastjóri, f. 8. mars 1950, var kvæntur Jóhönnu Helgadóttur, f. 24. mars 1950, og eiga þau fimm börn. Síðar í sambúð með Helgu Nönnudótt- ur, f. 29. jan. 1955, og eiga þau tvö börn. 2) Árni Steinsson framkvæmdastjóri, f. 16. febr- úar 1952, kvæntur Kristrúnu Gísladóttur, f. 13. ágúst 1953, og eiga þau fjögur börn. 3) Bryndís Magna Steinsson deildarstjóri, f. 20. júní 1953, gift Erni Eyjólfs- syni, f. 1. nóv- ember 1944, og eiga þau þrjú börn. 4) Eva Dagmar Steinsson deild- arstjóri, f. 25. júlí 1954, gift Kristjáni Guðjónssyni, f. 29. febrúar 1952, og eiga þau fjögur börn. 5) Sjöfn Heiða Steinsson, f. 14. mars 1957, gift Halldóri Þorgeirs- syni, f. 25. júlí 1956, og eiga þau tvö börn. 6) Steinn Ágúst Steinsson verkfræðingur, f. 20. janúar 1959, var kvæntur Helle Steinsson, f. 21. júní 1960, og eiga þau þrjú börn. Ömmubörn Anne-Marie eru 23 og lang- ömmubörnin 19. Anne lærði íslensku á skömm- um tíma, svo vel að viðmæl- endur heyrðu ekki betur en að hún væri Íslendingur. Hún hóf nám til landsprófs og lauk því á Eiðum 1961. Síðan las hún utan- skóla til stúdentsprófs, og lauk síðar BA-prófi frá Háskóla Ís- lands. Hún kenndi tungumál, þýsku og dönsku, við ýmsa skóla, eins og Gagnfræðaskól- ann á Ísafirði, Iðnskóla Ísafjarð- ar og síðar við Tækniskóla Ís- lands. Hún var mikil handavinnu- og garðræktarkona og eftir hana liggja fjölmörg verk, prjónuð, hekluð og út- saumuð, ásamt silfur- og gler- list. Mörg verka hennar skreyta heimili barna, barnabarna og hennar eigið heimili. Útför Anne-Marie fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að minnast í fáum orð- um yndislegrar tengdamóður minn- ar, Anne-Marie Steinsson, sem fallin er nú frá eftir nokkur veikindi. Anne-Marie var norsk að uppruna, fædd í Narvik. Hún kynntist ung tengdaföður mínum, Aage Steinsson, á námsárum hans í Svíþjóð. Þar felldu þau hugi saman og fluttust til Íslands árið 1949 þar sem þau gengu í hjónaband. Árið 1951 gerðust þau frumbyggjar í Kópavogi og reistu sér hús á Meltröð 6. Húsbyggingin gekk hægt vegna skömmtunarreglna sem þá giltu, fjórir sementspokar voru skammtaðir í einu. Þau fluttu snemma inn í hálfbyggt húsið eins og þá tíðkaðist. Árið 1955 veiktist Anne af berklum og varð að leggjast inn á Vífilsstaði. Yngsta barninu af fjórum, Evu, þá tæplega ársgamalli, var kom- ið í fóstur hjá föðurafa og ömmu sinni, ílentist hún þar og ólst upp (og varð síðar konan mín). Eftir margra mán- aða sjúkrahúsvist gat Anne aftur gengið til móts við lífið, þökk sé þá nýrri skurðtækni og nýjum lyfjum. Lengst af sinnti Anne fjölmennu heimili. Alls urðu börnin sex talsins. Í tengslum við starf Aage bjó hún í mörg ár úti á landi, fyrst við Gríms- árvirkjun þar sem Aage var stöðvar- stjóri og síðan í Bolungarvík og á Ísa- firði þar sem Aage gegndi starfi rafveitustjóra Vestfjarða ásamt öðr- um störfum. Anne var söngelsk og starfaði og söng um langt árabil með Sunnukórnum. Svo fast tengdu barnabörn Anne hana við Ísafjörð að þeirra á meðal fékk hún nafnið amma Ísó og fylgdi það henni til dauðadags. Anne var mikill námshestur og sér- staklega lágu tungumál vel fyrir henni. Hún talaði snemma íslensku svo óaðfinnanlega að ókunnuga renndi ekki grun í að hún væri af er- lendu bergi brotin. Með fullt hús barna ásamt skólastjórastarfi í heimavistarskólanum við Grímsár- virkjun tók hún landspróf á Eiðum og síðar stúdentspróf utan skóla frá Menntaskólanum á Akureyri, þá bú- sett á Ísafirði og kennandi við gagn- fræðaskólann þar auk þess að vera með stórt heimili sem stóð opið bæði vinum og vandamönnum. Síðar lauk hún BA-prófi í norsku og þýsku með kennararéttindum jafnframt því að stunda nám í rússnesku. Seinna, eftir að Anne fluttist aftur í Kópavoginn, varð hún fastráðinn kennari við Tækniskóla Íslands. Anne var gróður- og blómakona. Hún breytti lóðinni á Meltröð 6 úr leir og mel í gróðurvin með sínum góða smekk og græðandi höndum. Þá var Anne mikil listakona, allar hannyrðir léku í höndum hennar, hún slípaði steina, vann silfur- og glerlistaverk og fjöldi þessara verka prýðir nú heimili afkomenda og vina. Þegar börn Anne og Aage stofnuðu til hjúskapar eitt af öðru var þeim veitt aðstaða í húsinu í Meltröð á meðan þau komu undir sig fótunum. Verður það seint fullþakkað. Seinna löðuðust barnabörnin að húsi afa og ömmu og nutu þar nærfærinnar leið- sagnar. M.a. kenndi Anne mörgum barnabörnum sínum ungum að lesa og skrifa og sagði þeim sömu seinna til í glímu við þýska málfræði. Henni tengdamóður minni var sem sagt ekki fisjað saman. Henni féll aldrei verk úr hendi og hún hafði til að bera ómælda þolinmæði og mann- kærleika. Blessuð sé minning hennar. Kristján Guðjónsson. Hún tengdamamma mín elskuleg lést aðfaranótt aðfangadags. Þrátt fyrir að hún hafi verið veik undanfar- in ár kom andlát hennar okkur öllum í opna skjöldu. Enginn gerði sér grein fyrir hve alvarlega veik hún var, enda bar hún sig ætíð vel og kvartaði aldr- ei. Það var ekki hennar stíll. Anna María eins og ég kaus að kalla hana var mikilhæf kona, sem lét verkin tala, jafnframt því sem hún ól upp 6 börn ásamt manninum sínum, Aage Steinsson, tók hún landspróf, stúdentspróf og í framhaldi af því tók hún BA-próf í þýsku. Anna María var norsk en náði undraverðum tökum á íslenskunni og talaði hana lýtalaust. Já, hún tengdamamma lét verkin tala, það sást t.d. á garðinum við húsið hennar í Meltröð 6 sem hún sinnti af mikilli alúð og dugnaði með sínum grænu fingrum og smekkvísi. Eftir að Anna María flutti frá Ísafirði í Kópa- voginn kenndi hún þýsku við Tækni- skóla Íslands í fullu starfi en jafn- framt því fékk hún útrás fyrir listhneigð sína við útsaum, glerlist, silfursmíði, hekl og prjón og í leiðinni spilaði hún á píanó. Anna söng líka með Sunnukórnum á Ísafirði meðan hún bjó þar. Já, henni tengdamömmu féll aldrei verk úr hendi, það og góðmennska hennar og hógværð var hennar að- alsmerki. Hennar verður sárt saknað af mér og mínum sem hún reyndist ávallt mjög vel í mótlæti sem meðlæti. Sér- stakar kveðjur og þakkir vil ég færa henni fyrir hönd dóttur minnar, Hel- enu Daggar. Þær voru miklar vinkon- ur, fóru saman í leikhús og töluðust við á hverjum degi. Nýliðin jól hafa verið mjög sérstök, verið í bland trega- og gleðijól, sorgin hefur þjappað fjölskyldunni saman og samveran gert okkur sorgina létt- bærari. Mestur er missir tengdaföður míns Aage sem hefur misst lífsförunaut til 60 ára en hann hefur ótal góðar minn- ingar til að ylja sér við og gera sorg- ina léttbærari. Við sem eftir lifum munum minn- ast Önnu Maríu sem stoltrar dugn- aðarkonu sem heppnaðist allt sem hún tók sér fyrir hendur og ekki spill- ir að við erum umkringd verkum hennar. Blessuð sé minning þín Anna María. Þinn tengdasonur, Örn. Mágkona mín Ann lést snemma á aðfangadag. Atburður þessi bar sorg og skugga á hátíð hennar nánustu fjölskyldu og svo var um mig og mína fjölskyldu. Um miðja síðustu öld kynntist ég Ann eins og hún var jafn- an nefnd. Hún, Norðmaðurinn, var hingað komin með verðandi eigin- manni sínum, bróður mínum. Hún var þá ekki langskólagengin, en hafði óvenjulegt næmi til að læra tungumál og að aðlagast nýjum siðum. Mér er ávallt minnisstæð ánægjuferð til Þingvalla sem við hjónin fórum ásamt Aage bróður mínum og Ann. Það var ein fyrsta ferð hennar til að kynnast landi og sögu okkar lands. Hún átti eftir að kynnast landinu betur og bet- ur en margur. Það átti fyrir henni að liggja að stjórna sínu stóra heimili víðar en í Kópavogi. Um tíma bjuggu þau hjónin við Grímsárvirkjun, þá bjuggu þau í Bolungarvík og síðar á Ísafirði og loks enn á ný í Kópavogi. Á fyrstu búskaparárum hennar hér var almenn stjórnsýsla með ömurlegasta móti og þurfti mikinn kjark og nægjusemi til þess að eignast hús- næði fyrir sig og sína, en þennan kjark átti hún í ríkum mæli þrátt fyrir veikindi sem lögðust þungt á hana. Á fleiri sviðum sýndi Ann kjark, áræði og dugnað. Þrátt fyrir að hún ann- aðist stórt heimili hóf hún nám til stúdentsréttinda og lagði síðan stund á þýskunám. Hún varð síðar þýsku- kennari við Tækniskóla Íslands og annaðist þar kennslu í mörg ár. Iðju- leysi var henni ekki í blóð borið og í tómstundum aflaði hún sér þekkingar og þjálfunar í ýmiss konar handverki svo sem glervinnu, steinavinnu, silf- ursmíði, útsaumi o.fl. og eru mörg fögur verk til sem bera hæfni hennar og listhneigð vitni. Ann var mjög hljómelsk og hafði fagra söngrödd, sem hún reyndar flíkaði ekki, gjarnan hefði ég viljað heyra meira af þessum hæfileika hennar. Eins og fyrr segir var Ann borin og barnfædd í Noregi og varðveitti hún alla tíð sitt þjóð- areðli og sína tungu, en hún aðlag- aðist Íslandi vel og varð mikill Íslend- ingur og náði fullkomnu valdi á íslenskri tungu. Síðari árin tóku sjúk- dómar enn að herja á Ann og valda fjölskyldunni áhyggjum en kjarkur Ann var mikill og stundaði hún fram á síðustu stund áhugamál sín eftir því sem kraftar leyfðu. En nú hefur hún kvatt þessa tilvist og eftir stendur minning um sérstæða konu, sem unni lífinu og fögrum listum. Það var ávallt gott að ræða við Ann og ekki síst í síma þar sem aðeins var um tal tveggja að ræða og þá hægt að kasta fram hugmyndum án truflana frá öðrum. Ég veit að fjölskylda hennar hefur nú misst sinn fjölskylduhöfð- ingja og saknar hans, og er það bæn mína að alvaldið styrki þau og að góð minning muni lifa lengi. Steinar Steinsson og Guðbjörg. Hlý, brosmild og hæfileikarík, þannig upplifði ég hana ömmu mína sem ég kveð í dag. Oft hljóp ég í há- deginu úr skólanum í mat til ömmu en hún átti alltaf eitthvað góðgæti. Einn- ig var hún dugleg að hlýða mér yfir þýskar sagnir. Það var svo gott að vera hjá henni, rólegheitin og hlýleik- inn varð til þess að ég steinsofnaði í sófanum hjá henni á meðan hún dundaði sér við að prjóna. Hún var alltaf með eitthvað fyrir stafni, lista- maður mikill. Ég man líka alltaf þegar ég var á yngri árum hvað það var mikil til- hlökkun að fara í heimsókn til ömmu, hlaupa úti í garði með Perlu og stelast til að gefa henni nammi, ég sagði samt ömmu aldrei frá því þó hún hafi nú eflaust vitað það. Það var sárt að heyra tíðindin á að- fangadagsmorgun og tómleikinn sem ég upplifði yfir möndlugrautnum var mikill. Í sjálfu sér trúi ég því ekki enn að hún sé farin. Hún mun alltaf eiga sérstakan stað í huga mér. Elsku afi, Guð veiti þér styrk til að takast á við sorgina, missir þinn er mikill. Kveðja, Tryggvi. Það gerðist svo hratt þegar hún amma Ísó fór frá okkur aðfaranótt aðfangadags, að maður er varla búinn að átta sig á þessu ennþá. Þessi hressa kona sem var elskuð af svo ótrúlega mörgum og af svo stórri fjöl- skyldu. Ég man þegar ég var lítil, hvað ég hlakkaði alltaf til þegar ég fór í bíltúr með mömmu og hún sagðist ætla að koma við hjá ömmu. Það var alltaf nóg að tala um og amma sýndi manni alltaf svo einlægan áhuga og vildi fyrir alla muni vita hvað væri á döfinni hjá manni hverju sinni. Það var alltaf svo gott að koma inn í hlýjuna til ömmu. Hún átti alltaf nóg af kökum og kleinum og bakaði bestu súkkulaðiköku í heimi! Ég man hvað mér fannst líka gam- an að fá að koma inn í herbergi til ömmu og sjá alla steinana sem hún hafði slípað og alla glermunina sem hún gerði og voru svo fallegir. Amma var svo ótrúlega handlagin og sat aldrei aðgerðarlaus. Svona duglegar konur eins og hún finnast ekki á hverju strái. Maður fékk oftar en ekki eitthvað fallegt prjónað frá henni í jólagjöf. Hún saumaði heilu teppin, bjó til fallegar glerskálar og gerði sér lítið fyrir og prjónaði það sem henni datt í hug handa barna- börnunum og jafnvel barnabarna- börnunum. Ef maður vildi öruggt umhverfi og rólegheit þá var amma alltaf til staðar. Aðfangadagur var erfiður daginn eftir að amma fór frá okkur. Það vantaði svo stóran part í möndlu- grautarhádegið á Meltröðinni. En ég veit að amma var þarna með okkur, þrátt fyrir að við sæjum hana ekki. Við söknuðum hennar öll og þarna áttaði maður sig ennþá betur á því hvað hún var ómissandi. En nú er amma orðin að stjörnu eins og stóra systir mín sagði syni sín- um þegar amma dó, fallegri, stórri og skærri stjörnu þarna einhvers staðar uppi á himninum hjá Perlu fallega hundinum hennar og þar fylgist hún vel með sínum nánustu sem hugsa hlýtt til hennar allar stundir. Ég mun sakna hennar ömmu og ég vildi að ég hefði verið duglegri að heimsækja hana síðasta árið. En ég mun biðja til hennar og hugsa vel til hennar. Mér þótti afskaplega vænt um hana eins og öllum öðrum sem voru svo heppnir að fá að kynnast henni. Hvíli hún í friði. Hólmfríður Kristjánsdóttir. Ástkær amma okkar, Anne-Marie Steinsson, féll frá aðfaranótt aðfanga- dags eftir að hafa veikst skyndilega. Við stórfjölskyldan vorum á leið til hennar í boð klukkan tólf á hádegi sama dag til að borða saman möndlu- graut og fara í leiki til að stytta stund- irnar fram að jólahaldi klukkan sex en það hefur verið hefð hjá fjölskyld- unni í gegnum árin. Sem betur fer vorum við svo hepp- in að hitta hana daginn áður eða tveimur dögum áður en hún féll frá en það var okkur huggun þar sem mörg okkar höfðu ekki hitt hana lengi vegna anna eða dvalar erlendis. Þá var hún hress og undirbjó jólin eftir því sem heilsan leyfði, tók á móti gestum með kaffi og með því að afi gerði áætlanir um uppsetningu á hill- um fyrir glermunina hennar. Mikil sorg ríkti í grautnum án hennar en jafnframt friðsæld og það var gott að fá tækifæri til að minnast hennar öll fjölskyldan saman. Amma á Ísó eins og við kölluðum hana þrátt fyrir að hún væri löngu flutt í Kópavoginn var okkur ávallt traustur klettur sem við gátum leitað til ef okkur vantaði samastað eða hjálp við heimalærdóminn. Hjá henni ríkti ávallt kærleikur og ró og það leið varla sú stund sem hendur hennar voru ekki iðnar við að skapa eitthvað fallegt, hvort sem það voru vettlingar, rúmteppi eða fallegir munir úr gleri sem hún gaf gjarnan einhverjum í fjölskyldunni. Þrátt fyrir norskan uppruna var hún betri í íslensku en við flest enda mikil tungumálamanneskja og ekki mátti heyra á rómnum að hún væri norsk. Hún var ávallt bakandi eitt- hvað gott og bakaði bestu brúnköku í heimi; engum hefur tekist að gera hana eins þó farið sé eftir sömu upp- skrift. Ekki skal vanmeta ömmu sem kann að baka góða brúnköku fyrir börn sem eru að alast upp, slík amma er ómetanleg. Amma, brúnkakan hennar og þolinmæði við að hlýða yfir fyrir próf skiptu sköpum fyrir ein- kunnir okkar og gerðu lærdóminn skemmtilegri. Hún kenndi okkur að prjóna þótt við værum misgóðir nemendur og gaf okkur ávallt tíma enda nærði hún allt og alla í kringum sig hvort sem það var fólkið hennar, dýr eða plöntur. Garðurinn hennar var alltaf fallegur því hún var ekki bara handlagin held- ur líka með græna fingur sem hleyptu lífi í öll blóm. Hún var ávallt viðbúin með garðverkfæri í Skódanum ef fal- leg villt blóm yrðu á vegi hennar um landið sem hún gróðursetti síðan í garðinum sínum. Ást hennar á blóm- um var svo mikil að það var einstak- lega gaman að tína þau handa henni því hún gladdist svo óheyrilega mikið hvort sem það var villtur vöndur úr náttúrunni eða fágaður úr dýrri blómabúð. Elsku amma okkar, þú hefur gefið okkur svo margt og þú munt ávallt vera okkur góð fyrirmynd og inn- blástur. Við erum þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og sér- staklega vinskap þinn við systur okk- ar og frænku, Helenu Dögg, sem þú reyndist besta vinkona. Þið áttuð fal- legt samband og töluðuð næstum daglega í síma. Þú varst stór partur af lífi hennar og hún saknar þín mikið. Við finnum að hjá þér ríkir friðsæld enda getur þú sátt við unað, þú gerðir svo margt rétt. Bless amma. Elín, Róbert, Helena Dögg og Anna María. Kveðja frá samstarfsfólki og vinum í Tækniskóla Íslands Það var mikill happafengur þegar Anna Steinsson gerðist þýskukennari við frumgreinadeild Tækniskóla Ís- lands haustið 1979. Hún hafði mikla reynslu af kennslu því að hún hafði kennt við Iðnskólann á Ísafirði en þar var starfrækt frumgreinadeild sem eins konar útibú frá Tækniskólanum. Kynni okkar Önnu urðu ekki mikil á meðan hún var fyrir vestan enda reyndi meira á samskipti hennar við umsjónarkennarann í þýsku. Ekki fór þó á milli mála að þar var traustur starfsmaður. Svo vildi til að kennara vantaði í þýsku við skólann hér syðra og úr því að Anna og Aage voru að flytjast suður þótti sjálfgefið að leita til hennar um kennslu. Hér starfaði hún við skólann í fimmtán ár við frá- bæran orðstír. Frumgreinadeildin var skipulögð sem undirbúningur að háskólanámi fyrir iðnaðarmenn eða fólk með svip- aða menntun. Tungumálakennarar fundu fyrir því að nemendur lögðu meiri áherslu á stærðfræði og raun- greinar en tungumál. Það hefur lík- Anne-Marie Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.