Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 31
✝ RagnheiðurMaríasdóttir
fæddist í Kjós í
Grunnavíkurhreppi
í Ísafjarðarsýslu
11. október 1924.
Hún lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 20. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Marías
Þorvaldsson, f. í
Kjós í Grunnavík-
urhreppi 13. maí
1895, d. 7. ágúst
1956, og Sigríður Jónsdóttir, f.
á Felli í Fellshreppi í Stranda-
sýslu 26. apríl 1894, d. 20. sept-
ember 1974. Ragnheiður átti 15
systkini; 10 alsystkini, þrjú sam-
mæðra og tvö samfeðra.
Ragnheiður giftist 1. janúar
1945 Jóhannesi Guðjónssyni,
skipstjóra og útgerðarmanni, f.
í Nýjabæ í Norðfirði 16. febrúar
1914, d. í Reykjavík 15. janúar
1996. Foreldrar hans voru Guð-
jón Símonarson, Nýjabæ, Þing-
völlum, og kona hans Guðrún
Sigurveig Sigurðardóttir,
Krossi, Mjóafirði. Þeim Ragn-
heiði og Jóhannesi varð fimm
barna auðið, þau
eru Ingvar Ágúst,
f. 1945, býr í
Bandaríkjunum;
Friðgeir Þráinn, f.
1947, maki Ragna
Sigríður Kjart-
ansdóttir, þau búa
í Reykjavík; Sigríð-
ur María, f. 1949,
maki Pétur Hreins-
son, þau búa í
Reykjavík; Reynir
Skarphéðinn, f.
1954, maki Mar-
grét Grímlaug
Kristjánsdóttir, þau búa í Vest-
mannaeyjum; og Jökull Hafþór,
f. 1959, býr í Bretlandi.
Sex ára flutti Ragnheiður
með fjölskyldu sinni að Faxa-
stöðum í Staðarsókn í Norður-
Ísafjarðarsýslu og var þar til
sautján ára aldurs, en þá flutti
hún til Reykjavíkur og byrjaði
að starfa sem vinnukona. Fljót-
lega eftir að hún kom suður
kynntist hún Jóhannesi og
felldu þau hugi saman og giftu
sig.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Margs er að minnast þegar ég
hugsa um stundirnar sem ég átti
með tengdamömmu minni sem
jörðuð er í dag. Þegar ég kom fyrst
á heimili hennar, þá 16 ára gömul,
ætlaði ég ekki að hitta neinn á
Grettisgötunni en þegar ég var að
læðast út sat hún við eldhúsborðið
og brosti, brosi sem ég gleymi aldr-
ei. Um jólin vorum við Reynir hjá
tengdaforeldrum mínum og morg-
uninn eftir að ég kom var bankað á
dyrnar og þar stóð hún með brúnan
kassa sem hún rétti mér og bauð
mig velkomna í fjölskylduna. Þegar
ég opnaði kassann vall um allt
hálmur, og kom í ljós stytta af strák
að teikna lest. Þetta var sérstakt
fyrir stelpu sem dauðkveið fyrir því
að hitta allt þetta nýja fólk en hún
braut ísinn. Okkur Ragnheiði hefur
alltaf komið vel saman, við spiluð-
um einu sinni mikið og sagði hún
mér frá mörgu sem hafði hent hana
í vinnunni. Aldrei lá Ragnheiður á
meiningum sínum en gat oft verið
hvöss, en samt var hláturinn aldrei
langt undan. Þegar ég, Reynir og
Jóhanna Kristín komum frá Eyjum
í heimsókn á Grettisgötuna var allt-
af eldað eitthvað með hvítri sósu
eða matur með kartöflumús og
helst var búið að láta renna í bað
því það var það skemmtilegasta
sem Jóhanna gerði þegar hún kom
til ömmu. Eftir að Ragnheiður varð
sjúklingur kom alls ekki til greina
að leggjast inn á sjúkrahús og helst
ekki að liggja lengi á sjúkrahúsi,
þetta myndi allt lagast mikið betur
heima. Árið 2004 þegar hún varð 80
ára fannst henni óþarfi að halda
upp á afmælið. En við gerðum það
samt með góðra vina hjálp, og buð-
um fullt af vinum og ættingjum.
Eftir á fannst henni þetta mjög
skemmtileg stund sem ég og Sigga
mágkona mín höfðum haft mikið
fyrir. Löngu seinna sagði ég henni
að kl. 14.00 sama dag og afmælið
var hefðum við Sigga verið að
keyra Sæbrautina með fullan bíl af
tertum og brauðum sem við vorum
að fara með í veisluna, við stöllur
sallarólegar og gestirnir rétt
ókomnir og allt eftir að gera og við
skellihlæjandi, en við létum hendur
standa fram úr ermum og allt var
tilbúið þegar gestirnir komu. Þá
hló hún mikið og sagði við mig:
Magga mín, þú kemur aldrei tóm-
hent, á páskum kemurðu með eitt-
hvað gult og á jólum með kökur og
rautt, en afmælisveislan tókst vel
og var hún fegin eftir á að hafa hitt
alla þá sem komu og glöddu hana.
Ragnheiður var búin að vera mikið
lasin síðan í maí þegar hún lagðist á
sjúkrahús. Það hefur verið mikið
álag á Siggu dóttur þinni þessa
mánuði sem þú varst á sjúkrahús-
inu og vil ég þakka henni mikið vel
fyrir allt. Góður guð, bið ég þig um
að styrkja Reyni minn á þessum
erfiða tíma, Siggu, Ingvar, Bóa
Jökul og Jóhannes, sem var sam-
býlismaður hennar undanfarin ár,
þau hafa misst mikið. Elsku Ragn-
heiður, nú ertu búin að hitta Jó-
hannes þinn sem þú varst búin að
vera gift í 50 ár. Takk fyrir allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Margrét Grímlaug
Kristjánsdóttir.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast tengdamóður minnar
Ragnheiðar Maríasdóttur, sem
lést 20. desember eftir erfið veik-
indi.
Ég kynntist Ragnheiði 1972 þeg-
ar við Sigríður María byrjuðum að
búa saman.
Ragnheiður reyndist mér alla tíð
vel og ég minnist þess sérstaklega
þegar við Sigga ákváðum að flytja
til Grindavíkur og vorum að leita að
íbúð þar til að kaupa, þá vildi hún
endilega koma með og skoða það
sem í boði var, en við höfðum um
þrjár íbúðir að velja. Eftir að hún
hafði skoðað alla íbúðirnar sagði
hún: það er bara ein íbúð sem kem-
ur til greina, og það var ekki sú
íbúð sem mér fannst rétt að kaupa
vegna þess að mér fannst hún full-
dýr, en hún sagði: þetta er ekkert
mál, þið ráðið alveg við þetta, sem
reyndist rétt hjá henni og vil ég
þakka henni það.
Ragnheiður var gift Jóhannesi
Guðjónssyni skipstjóra og eiganda
Íslendings, en hann lést 15. janúar
1996. Eftir fráfall hans bað hún mig
um að hjálpa sér við að finna og
kaupa aðra íbúð sem hentaði betur
fyrir hana, vegna þess að hún var
orðin slæm í fótunum og átti erfitt
með að ganga upp stiga, og þá
kynntist ég því aftur hvað hún gat
verið einbeitt og ákveðin í sínum
gerðum, enda tók stuttan tíma að
skipta um íbúð.
Ég gæti skrifað svo margt margt
fleira um kynni mín og Ragnheiðar,
eins og til dæmis pólitíkina, lífið og
tilveruna, en maður gat rætt við
hana um flest mál sem viðkoma líf-
inu því hún hafði
skoðanir á því flestöllu, enda var
hún mikil tilfinningavera. Ragn-
heiður, ég vil þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og mun ætíð
minnast þín með gleði. Guð geymi
þig og blessi.
Þinn tengdasonur
Pétur Hreinsson.
Elsku amma mín, nú ertu farin
frá okkur, í bili að minnsta kosti.
Þegar mamma hringdi í mig og
sagði mér að þú værir dáin var ég
svo hissa, samt bjuggumst við við
þessu þar sem þú varst búin að
vera veik. Það er samt svo skrítið
að þegar að þessu kemur er maður
langt í frá tilbúinn þessum fréttum.
En elsku amma mín, þú hefur alltaf
verið til staðar fyrir mig í blíðu og
stríðu eins og ömmur eru en samt
held ég að þú hafir verið sérstök í
þessu. Þú einhvern vegin varst allt-
af með svo góð ráð til mín eins og
þegar hann Elvar minn fór út af
brautinni sinni og ég kom niður-
brotin til þín á aðfangadagsmorgun
2004 og sagði þér allt saman. Þá
sagðir þú við mig: Elsku Dagmar
mín, þetta tekur tvö ár og þá verð-
ur þetta allt í lagi. Strákurinn þarf
bara að rasa út. – Svo þegar við Ar-
on komum til þín þegar hann hand-
leggsbraut sig núna í desember, og
við vorum að bíða eftir að komast
að á slysó þá rifjuðum við upp þetta
samtal og brostum báðar, þú bara
vissir þetta. Að koma niður á
Grettó til ykkar afa var alltaf svo
gaman, maður var alltaf svo vel-
kominn. Afi að gefa okkur tekex og
þú að skamma hann fyrir að subba
út. Þegar við komum í mat til þín á
tyllidögum og þú eldaðir svo ljúf-
fengan kjúkling, annað eins hafði
maður ekki bragðað. Öll jólin sem
þið afi komuð til okkar í Grindavík
var sko fjör hjá okkur, en svo er
þetta bara búið einn daginn. Elsku
amma mín, mikið sakna ég þín. Það
er einhvern veginn svo tómt allt og
hugurinn fullur af sorg og minning-
arnar fljúga áfram. Það var brotið
blað í lífi okkar allra þegar þú
ákvaðst að flytja á Skúlagötuna, vá,
það var skrítið að fara ekki niður á
Grettó heldur í nýju íbúðina hennar
ömmu en svo vandist það auðvitað.
Þú komst þér svo vel fyrir. Spáðir
svo mikið í gluggatjöldum og vildir
hafa svo huggulegt hjá þér. Svo var
alveg frábært að eftir að þú varst
flutt og nýtt upphaf hjá þér þarna,
þá eignaðist þú svo góðan vin, hann
Jóhannes Leifsson. Þetta var svo
sniðugt og mikið leyndó hjá ykkur
turtildúfunum en hann var kominn
til að vera og var þér og okkur öll-
um svo góður vinur sem hefur stað-
ið við bakið á þér í einu og öllu.
Þín Dagmar
Þú lifir ávallt í minningunni. Ég
veit að þú vilt að við gleðjumst og
hlæjum áfram út í lífið og það ætla
ég og börnin mín að gera með þig í
hjarta okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, minning þín mun
lifa í hjörtum okkar.
Dagmar. Elvar. Aron
og María Guðný.
Elsku amma mín.
Þú farin ert til hinstu hvíldar. Þú
fórst sátt á þinn hátt.
Eftir langa dvöl á spítala og mik-
inn barning við sjúkdómana kvadd-
ir þú þetta líf.
Þegar ég hugsa til baka á ég
margar góðar minningar; eins og
þegar ég, mamma og pabbi komum
til ykkar afa á Grettisgötuna, þá
var alltaf það fyrsta sem ég heyrði:
„Nei, nei er ekki jólabarnið mitt
komið,“ alveg sama hvaða árstími
var, alltaf sagðir þú þetta við mig
og engu skipti hversu gömul ég var
orðin.
Mjög mikilvægt var að ég fengi
uppáhaldsmatinn minn þegar við
komum sem var þá saltkjöt með
hvítri sósu eða pulsur með kart-
öflumús, því eitt er víst, það mátti
allt hjá ömmu og afa á Grettó,
vinna í bókhaldinu hjá afa, finna
flott ömmuföt til að fara í, leika sér
með hárrúllurnar og krullujárnið
þitt. Ég notaði hvert tækifæri þeg-
ar ég varð eldri til að kíkja á
Grettó, keppnisferðalög eða tann-
réttingarferðirnar bara til að fá
ömmudekur.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur
áttum við fleiri dýrmætar stundir
saman. Ég fékk þau forréttindi að
búa hjá þér í skamman tíma á
Skúlagötunni, þó svo að þú værir
orðin fullorðin fannst þér það ekk-
ert mál, það er fínt að fá fé-
lagsskapinn sagðir þú bara.
Það eina sem þú settir út á var að
á morgnana, ef ég vaknaði ekki
strax, fannst þér synd að vekja mig
af því ég svæfi alltaf svo vært. Ynd-
isleg amma.
Við brölluðum margt skemmti-
legt og alltaf var gott að tala við þig
um allt, því alltaf varstu hreinskilin
og sagðir það sem þér fannst.
Ég fékk að upplifa með þér
gleðina og hamingjuna þegar þú
kynntist vini þínum Jóhannesi
Leifssyni eða kærastanum þínum
eins og mér fannst svo gaman að
segja við þig. Einnig að þú hefðir
einfaldan smekk og féllir bara fyrir
Jóhannesum (því afi hét Jóhannes).
Það var nefnilega á þeim tíma þeg-
ar ég bjó hjá þér að þið kynntust á
Skúlagötunni og þú varðst eins og
smástelpa á ný og ég man sérstak-
lega þegar þú fórst að finna ýmist
gamalt dót eins og úrið þitt, bréfa-
hnífinn sem var brotinn og orðinn
ljótur, svona sitt lítið af hverju sem
Jóhannes gullsmiður gat lagað. Síð-
an fékkstu þér göngutúr á Lauga-
veginn þar sem hann var með versl-
unina til að hitta hann ég mátti alls
ekki gera þér þann greiða að sækja
þetta fyrir þig því þú hafðir svo
gott af hreyfingunni.
Þetta fór svo að þróast í meiri
heimsóknir frá Skúlagötu 40 til
Skúlagötu 40a og öfugt, endaði svo
heima hjá þér þegar þið fóruð að
búa saman.
Jóhannes færði þér mikla gleði,
félagsskap og var þér virkilega
góður, fyrir það færi ég honum
mínar bestu þakkir.
Gott var að koma til ykkar og
yndislegt að koma með strákana
mína til ykkar. Fengu þeir ávallt
hlýjar og ömmulegar móttökur,
meðal annars þessa setningu: „Nei,
nei eru bestustu strákarnir mínir
komnir.“
Núna ertu hins vegar komin til
hans afa eftir margra ára fjarveru
og veit ég að þið munið eiga góðan
tíma saman.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir
okkur öllum á þessum erfiða tíma.
Ég ætla að enda þetta á minni
uppáhaldsbæn.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Sofðu rótt elsku amma mín.
Þín
Jóhanna Kristín.
Ragnheiður
Maríasdóttir
lega bitnað harkalegast á þýskunni
en í þeirri grein höfðu nemendur yf-
irleitt ekki neina undirstöðu úr fyrra
námi. En Anna lagði sig fram um að
halda nemendum sínum við efnið og
sýndi enga linkind. Hún byggði upp
traustan grunn sem þeir gátu byggt á
í frekara námi. Hún hafði í farteskinu
ýmis kennslugögn sem hún hafði
útbúið á Ísafirði og þau komu sér vel
þegar nemendur tileinkuðu sér und-
irstöðuatriðin.
Anna var ákveðin og fylgin sér.
Hún var hreinskiptin en samt aldrei
þannig að undan sviði. Þótt hún væri
norsk að uppruna hafði hún svo gott
vald á íslenskri tungu að ókunnugir
gátu ekki ímyndað sér annað en að
hún væri Íslendingur í húð og hár.
Anna féll vel inn í kennarahópinn og
reyndist hinn besti félagi, hæglát og
hvers manns hugljúfi. Hún hélt
tryggð við vinnustaðinn og kom
reglulega í heimsókn á Höfðabakk-
ann eftir að hún hætti kennslu og var
sannarlega aufúsugestur.
Þegar Anna hætti störfum sem
þýskukennari fann hún sér nýjan far-
veg og tók þátt í starfi Félags eldri
borgara í Kópavogi. Hún lagði stund
á glerskurð og silfursmíði með góðum
árangri eins og margir munir hennar
á sýningum félagsins báru vitni um.
Hún var auk þess mikil blómakona
eins og glögglega mátti sjá þegar
garðurinn við Meltröðina var í blóma.
Að leiðarlokum þökkum við sam-
starfsmenn og vinir Önnu langt og
farsælt samstarf og vináttu. Við vott-
um Aage og fjölskyldu hennar allri
innilegustu samúð okkar.
Blessuð sé minning Önnu Steins-
son.
Ólafur Jens Pétursson,
fv. deildarstjóri
frumgreinadeildar
Tækniskóla Íslands
Við Anne Steinsson fluttumst til
Bolungarvíkur sama haustið. Hvorug
okkar þekkti nokkurn mann á staðn-
um en við áttum börn á svipuðum
aldri og tengsl mynduðust fljótt
vegna skólagöngu þeirra.
Anne var þá á fertugsaldri, grann-
vaxin lagleg kona, bjartleit og horfði
beint í augu viðmælanda síns, látlaus í
fasi og tali. Hún hafði bjarta rödd og
sagði það sem segja þurfti á lýtalausri
íslensku að öðru leyti en því að mér
fannst bregða fyrir sönglanda í fram-
sögninni. Datt mér helst í hug að hún
væri lærð óperusöngkona. Svo reynd-
ist þó ekki vera heldur kom fljótlega á
daginn að hún var borin og barnfædd
norðarlega í Noregi.
Anne var þeim gáfum og skapstyrk
gædd að geta aðlagast því samfélagi
sem hún settist að í. En þessi sex
barna móðir gerði meira en að aðlag-
ast því hún tók sig til og fór að auka
við menntun sína, lauk stúdentsprófi
frá MA og BA-prófi frá HÍ, að mestu
leyti utan skóla. – Þá var ekki búið að
stofna MÍ og hugtakið fjarnám varla
til.
Þetta gerði hún, að því er virtist
fumlaust og án pilsaþyts, jafnframt
því að annast sitt stóra heimili af
myndarskap og rausn. Þau hjónin,
Anne og Aage, voru einstaklega gest-
risin og góð heim að sækja. Oft
dvöldu gestir á heimili þeirra í lengri
eða skemmri tíma; einkum minnist ég
nemenda Aages sem sumir bjuggu á
heimili þeirra meðan þeir sóttu nám í
Iðnskólanum á Ísafirði.
Anne var vel gefin til munns og
handa. Þegar hún fékkst við hannyrð-
ir var eins og allt léki í höndum henn-
ar. Hún hafði ekki áhuga á „gagns-
lausu pjatti“, miklu fremur á
nytjahlutum, s.s. gólfmottum, rúm-
teppum, lampaskermum og öðru sem
gagnast mætti heimilinu.
Áhugamál Anne Steinsson voru
fleiri því hún hafði góða söngrödd og
mikla unun af tónlist, en það sem mér
þótti einkenna skapgerð hennar var
sá mikli þekkingarþorsti sem hún var
haldin. Efa ég ekki að hún hafi verið
vel í stakk búin til að kenna við
Tækniskóla Íslands. Þar kenndi
Anne uns hún hætti störfum vegna
veikinda.
Við Anne áttum saman margar
góðar stundir á Vestfjarðaárunum.
Hún verður mér ætíð kær og minn-
isstæð fyrir dugnað, látleysi og góð-
mennsku.
Anna S. Skarphéðinsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar