Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 33
kl. 9, leiðbeinandi verður við til hádegis.
Bossía, gler- og postulínsmálun kl. 9.30.
Hádegisverður kl. 11.40, gler- og postu-
línsmálun kl. 13, lomber kl. 13, canasta kl.
13.15. Kaffi til kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og
handavinna. Sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug kl. 9.50. Spilasalur er op-
inn frá hádegi. Kóræfing kl. 14.20. Dag-
ana 6.-10. febr. er lista- og menning-
arhátíð eldri borgara í Breiðholti, tengd
Vetrarhátíð í Reykjavík, nánar kynnt.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böð-
un kl. 9, alm. handavinna og bókband,
létt leikfimi 13.15, framhaldssagan kl. 14
og kaffiveitingar kl. 15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9-16 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Sóley
Erla. Hádegisverður kl. 11.30, frjáls spila-
mennska kl. 13-16.
Hæðargarður 31 | Hláturjóga, tölvuleið-
beiningar, heitur blettur, framsögn og
framkoma, línudans. Dúkkufatasaumur í
samvinnu við leikskólann Jörva. Skap-
Fyrirlestrar og fundir
Samtök lungnasjúklinga | Rölt og rabb-
hópurinn byrjar aftur eftir jólaleyfi í dag
kl. 16. Sigurbjörg Sverrisdóttir frá Ísaga
kemur í heimsókn.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa, boccia, fé-
lagsvist (ath. breyttan tíma kl. 13.30).
Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handavinna
kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé-
lagsvist kl. 13 og myndlist kl. 16.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa opin 9-12.
Leikfimi kl. 10, myndlist kl. 13-16, brids kl.
14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla
kl. 18, samkvæmisdans, byrjendur kl. 19,
framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9.05, ganga kl. 10, hádeg-
isverður, bridds og handavinna kl. 13, fé-
lagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna
andi skrif, Müllersæfingar, rósagerð.
Listasmiðjan er alltaf opin. Hjördís Geirs
og draumadísir m.m. Fastir liðir eins og
venjulega. Uppl. í s. 568 3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi á
morgun kl. 9.30 í Grafarvogslaug.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handa-
vinnustofa opnar kl. 9-16, boccia kl. 10.
Hárgreiðsla, sími 588 1288, fótaað-
gerðarstofa, sími 568 3838.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu | Hátúni 12. Bridds kl. 19 í fé-
lagsheimilinu.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9.15-
15.30, handavinna og boccia kl. 9, leik-
fimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kóræf-
ing kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með
bænastund/morgunsöng á Dalbraut 27
kl. 9.30 í dag.
Kristniboðssalurinn | Félagsfundur kl.
20 á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Allir
karlmenn velkomnir.
dagbók
Í dag er mánudagur 7. janúar, 7. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.)
Viðskipta- og hagfræðideildHáskóla Íslands býður tilfyrirlestrar á miðvikudag.Þar mun dr. Helga Krist-
jánsdóttir flytja erindið Hvað skýrir
samkeppnishæfni?
„Í fyrirlestrinum set ég fram yfirlit
yfir þá þætti sem kunna að skýra sam-
keppnishæfni. Meðal annars er horft til
þátta eins og beinnar erlendrar fjár-
festingar fyrirtækja utan heimalands
síns. Ég beini sjónum mínum einkum
að samkeppnishæfni Norðurlandanna
með sérstakri áherslu á Ísland,“ segir
Helga.
Fjöldamargir þættir hafa áhrif á val
fyrirtækja á ákjósanlegri staðsetningu
við útvíkkun starfsemi sinnar: „Eins og
gefur að skilja hefur vinnuaflskostn-
aður og annar aðfangakostnaður mikið
að segja,“ segir Helga. „En margir aðr-
ir þjóðhagfræðilegir þættir skipta ekki
minna máli, eins og skattaumhverfi,
tollar, efnahagslegur stöðugleiki og að-
ild að viðskiptabandalögum á borð við
EFTA, ESB og NAFTA.“
Margar stofnanir og fyrirtæki leitast
við að mæla samkeppnishæfni þjóða en
að sögn Helgu þarf oft að hafa fyr-
irvara á þegar slíkar mælingar eru
skoðaðar: „Nokkrir þekktir aðilar setja
fram reglubundnar mælingar í þessu
sambandi, þar má nefna World Econo-
mic Forum (WEF), en sú stofnun hefur
verið að breyta mælistikum sínum á
undanförnum árum sem torveldar sam-
anburð milli ára og nýtingu gagnanna
við hagrannsóknir.“
Helga kýs að styðjast frekar við
mælingar svissnesku stofnunarinnar
IMD: „Rannsóknir hennar byggjast
einkum á fjórum mælistikum: efna-
hagslegri frammistöðu (economic per-
formance), skilvirkni stjórnsýslu (go-
vernment efficiency), skilvirkni
viðskiptalífs (business efficiency) og
uppbyggingu innviða samfélagsins (in-
frastructure),“ segir Helga. „Saman
mynda þessir fjórir þættir svo heildar-
mælikvarða samkeppnishæfni. Í þess-
um mælingum kemur Ísland prýðisvel
út, bæði í hópi þeirra 55 landa sem
rannsóknir IMD ná að jafnaði til, en
einnig kemur Ísland mjög vel út í sam-
anburði við hin Norðurlöndin.“
Fyrirlestur miðvikudagsins er hald-
inn í stofu 102 í Háskólatorgi og hefst
kl.12.15. Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis. Heimasíða viðskipta- og hag-
fræðideildar er á slóðinni vid-
skipti.hi.is.
Alþjóðaviðskipti | Fyrirlestur á miðvikudag kl. 12.15 í Háskólatorgi
Samkeppnishæfni þjóða
Helga Kristjáns-
dóttir fæddist á
Akureyri 1969.
Hún lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri 1989,
BS-gráðu í hag-
fræði frá HÍ 1992,
MBA-gráðu frá
Boston College 1995, MS-gráðu í hag-
fræði frá KUL í Belgíu, og dokt-
orsgráðu frá HÍ 2004. Undanfarin ár
hefur Helga stafað við rannsóknir og
kennslu á sviði alþjóðahagfræði við
Háskóla Íslands.
ÞESSIR knapar eru hinir kátustu þar sem þeir koma í mark í ár-
legu hestakapphlaupi sem fer fram í Rúmeníu um hver áramót.
Það eru meðlimir rétttrúnaðarkirkjunnar í rúmenska bænum
Macin, sem er um 250 km norðaustur við Búkarest, sem halda
hlaupið ár hver hinn 6. janúar til að halda upp á lok jólahátíð-
arinnar. Ekki er að sjá að hnakkur, ístöð eða hjálmur séu notuð í
þessu hlaupi og þá er eins gott að halda sér fast.
Fagna lokum jóla með kapphlaupi
Hestakapphlaup í Rúmeníu
Reuters
Atvinnuauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Heiðarbraut 65, mhl. 01-0101 og 02-0101, fastanr. 210-0364, Akranes,
þingl. eig. Ásgeir Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður
og Sýslumaðurinn á Akranesi, föstudaginn 11. janúar 2008 kl. 13:30.
Ægisbraut 13 a, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1060, Akranesi, þingl. eig.
Lárus Stefán Ingibergsson og Blómvellir ehf, gerðarbeiðandi Byko hf,
föstudaginn 11. janúar 2008 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
4. janúar 2008
Félagslíf
MÍMIR 6008070119 Ill°
I.O.O.F. 19 188178 Á.s./ Á.r. HEKLA 6008010719 IV/V
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig
langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!