Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 35

Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 fen, 4 þref, 7 dunda, 8 málgefin, 9 hlaup, 11 jaðar, 13 elska, 14 landsmenn, 15 raspur, 17 stertur, 20 málmur, 22 svæfill, 23 rönd, 24 at- vinnugrein, 25 barin. Lóðrétt | 1 eyja við Ís- land, 2 úrræði, 3 mjög, 4 jötunn, 5 ójafnan, 6 heig- ull, 10 hálfbogni, 12 blett, 13 blóm, 15 persónu- töfrar, 16 hundrað árin, 18 tómum, 19 ögnin, 20 ró, 21 tóbak. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gamaldags, 8 aflát, 9 fegin, 10 uxa, 11 lærir, 13 neita, 15 skáld, 18 gatan, 21 afl, 22 úrill, 23 ættin, 24 fals- laust. Lóðrétt: 2 amlar, 3 aftur, 4 dúfan, 5 gegni, 6 gafl, 7 anda, 12 ill, 14 efa, 15 skúr, 16 árita, 17 dalls, 18 glæða, 19 titts, 20 nánd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú stendur frammi fyrir flóknu vandamáli og bregst við með því að nýta allan kraftinn sem þú hefur í höfðinu. Ekki af því að þig langi að hjálpa – þú ert bara að pæla í hlutunum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert klár og sérð hlutina í ljósi heimsborgarans. Sumar skoðanir þínar (mjög hnitmiðaðar) ættir þú að geyma fyrir nokkra útvalda sem skilja húmorinn þinn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er eins og þú sért fjarri heimahögunum, jafnvel þótt þú sért inni hjá þér. Hugurinn ferðast langar leiðir þegar þú gerir upp mál í fortíðinni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vertu næmur á rytma fólks sem fer yfir á öðrum hraða en þú. Þú þarft ekki að hlaupa af stað með því eða hægja á þér. Horfðu bara á og njóttu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú verður minntur á hvað þú skuld- ar einhverjum. Tileinkaðu þér aðferðir sem auðvelda þér að greiða hraðar upp skuldirnar. Farðu líka í sérstök föt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú kemur öllu í verk sem þú ein- beitir þér að. Gamall vinur (líklega bog- maður) þarfnast athygli. Sambandið gæti verið að deyja drottni sínum. Taktu upp tólið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Með skipulagi á hlutunum rennur líf- ið ljúfar. Gleymdu kvittanir og merktu at- burði inn á dagatal. Ekki taka neitt í sundur sem þú kannt ekki að setja saman. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Núna ertu líklegri til að brjóta reglurnar en að framfylgja þeim. Maður skilur ýmislegt með því að ferðast aftur í æsku í huganum. Gerðu það núna. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gerðu það sem þú myndir vanalega ekki gera. Það er gaman að ferðast út á brúnina. Sambönd þarfnast nýjunga til að blómstra. Nú er tækifærið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hik skapar efa – hugsaðu hratt og talaðu út. Aðrir eru fegnir að vita að þú vitir hvað þú ert að gera – eða virð- ist vita það. Einhver treystir alveg á þig í kvöld. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú er tíminn runninn upp – tíminn til að gera eitthvað klikkað. Eins og tileinka hjarta þitt einni manneskju. Láttu ljós þitt skína í kvöld. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þeir sem halla sér upp að þér ein- um of oft eru farnir að verða of þungir. Kínverskt máltæki segir að vinskapur við þröngsýnt fólk sé eins og klístur. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp á rússneska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Sigurvegari mótsins, Alexander Morozevich (2755) hafði svart gegn Evgeny Tomashevsky (2646). 31… Hxg5! 32. fxg5 f4 33. g4 He8! 34. Dd2 He3 35. b4 svartur hefði svarað 35. Dxa5 með 35…Hh3. 35… De7 36. bxc5 Dxg5 37. Hh1 svartur hefði einnig staðið til vinnings eftir 37. Rf5+ gxf5 38. gxf5 Hg3. 37… Bxh1 38. Hxh1 Bxc5 39. Dd1 De7 40. a4 Hg3 41. Rg2 Bb4 42. Hh2 De5 43. c5 f3 44. Rh4 Df4 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Passaður makker. Norður ♠Á1032 ♥Á7 ♦7654 ♣K98 Vestur Austur ♠765 ♠G98 ♥K10843 ♥DG9 ♦103 ♦G982 ♣D74 ♣1052 Suður ♠KD4 ♥652 ♦ÁKD ♣ÁG63 Suður spilar 3G. Það er vel þekkt að opna létt í þriðju hendi í skjóli þess að makker sé passaður, en hitt gleymist gjarnan að passaður makker býður líka upp á ákveðið frelsi þegar þriðja hönd er með góð spil. Hér er norður gjafari og passar. Suður vekur á Standard-laufi og norður svarar með 1♠. Hvað nú? Á að stökkva í 2G með þrjá hunda í hjarta? Suður ætti að reyna að koma grandinu yfir á makker og besta leiðin til þess er að segja 2♥! Sem lofar auð- vitað fjórlit í hjarta og góðu laufi, en sú lygi er saklaus, því ef makker stekkur í 4♥ á hann 5-4 í hálitunum og þá má alltaf breyta í 4♠. Spilið er frá minningarmóti BR um Hörð Þórðarson. Í reynd sagði norður 3♣ og suður 3G. Er sanngjarnt að gagnrýna vestur fyrir að koma út með tígultíu? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Vefþjónn mbl.is varð fyrir árás hugbúnaðar af tiltekinnigerð. Hvað er hugbúnaðurinn kallaður? 2 Hver varð í öðru sæti í forkosningum demókrata í Iowa íBandaríkjunum? 3 Íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu varð fyrir líkams-árás hér um jólin og er þríbrotinn í andliti. Hver er hann? 4Miklius Astrauskas hefur verið ráðinn landsliðsþjálfariLitháen í handknattleik. Hvaða íslenska lið þjálfar hann? Svör við spurn- ingum gærdagsins: 1. Íslensk myndlist- arkona sýnir nú í Gall- erí Turpentine. Hver er hún? Svar: Arn- gunnur Ýr Gylfadóttir. 2. Lunningin af varð- skipi fannst nýverið eftir 35 ár. Hvaða heitir skipið? Svar: Ægir. 3. Hvað heita kraftahjónin sem létu pússa sig saman um áramótin? Svar: Benedikt Magnússon og Gemma Magnússon. 4. Hver stýrir þáttunum Sjálfstæðu fólki? Svar: Jón Ársæll Þórðarson. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR RÁÐHERRAR og þingmenn Sam- fylkingarinnar ætla að hefja nýja árið með krafti að því er fram kem- ur í frétt frá Samfylkingunni í Kópavogi og efna til opinna funda í öllum kjördæmum dagana 8.-13. janúar. Flokksstjórnarfundur fer síðan fram í Mosfellsbæ 12. jan. þar sem málefnanefndir koma jafn- framt saman til frekari vinnu. Þriðjudaginn 8. janúar verður sér- stakur fundur í Hamraborg í Kópa- vogi kl 20. Framsögumenn verða Þórunn Sveinbjarnardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason. Efna til opinna funda ALLS söfnuðust 20.867.000 kr. í styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir átta félagasamtök til verkefna á sviði barna og unglinga með geðraskanir. Styrkirnir voru afhentir forsvars- mönnum félaganna í seinustu viku. „Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þúsund kr. til þess verkefnis. Viðskiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbót- arframlagi. Þá gátu aðrir landsmenn einnig lagt söfnuninni lið í gegnum heimasíðu Sparisjóðsins,“ segir í fréttatilkynningu. Styrkirnir skipt- ust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og kom því ekki nákvæmlega sama upphæð í hlut hvers félags. Hæstan styrk hlaut ADHD félagið, 4,1 milljón, sem verð- ur varið til fræðslu, kynningar og námskeiðahalds á landsbyggðinni. Að meðaltali hlaut hvert félag ríf- lega 2,5 milljónir. „Sparisjóðurinn þakkar fjölda þeirra viðskiptavina og annarra landsmanna sem létu gott af sér leiða og gáfu sinn styrk í söfn- unina,“ segir í frétt. Söfnuðu 21 milljón fyrir börn og unglinga með geðraskanir KRISTÍN H. Kristjánsdóttir fitness- kona var um áramótin kjörin íþrótta- maður ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að nálægt þrjú hundruð keppendur hafi keppt hjá sambandinu á árinu í fitness, vaxtarrækt, módelfitness og til þrek- meistara. Úr þessum hópi voru til- nefndir tólf íþróttamenn sem bestum árangri höfðu náð á árinu. Í öðru sæti í kjörinu varð Sigurður Gests- son vaxtarræktarmaður, Magnús Bess vaxtarræktarmaður var í þriðja sæti, Kristjana H. Gunnarsdóttir þrekmeistari í fjórða og Hrönn Sig- urðardóttir vaxtarræktarkona í því fimmta. Kristín varð þrefaldur Íslands- meistari í vor. Hún varð sjöunda á Oslo Grand prix og í áttunda sæti á Evrópumótinu í Síberíu. Kristín varð bikarmeistari nú í haust og svo end- aði hún árið með frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu í Búdapest, þar sem hún hafnaði í 8. sæti. Er það besti árangur sem Íslendingur hefur náð á svo sterku móti. Aðild- arþjóðir að alþjóðasambandinu eru 177. Íþróttamað- ur ársins í líkamsrækt Kristín H. Kristjánsdóttir fitness- kona var kjörin íþróttamaður árs- ins hjá Alþjóðasambandi líkams- ræktarmanna á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.