Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 38
38 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MYNDDISKAR»
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Á ÞESSUM síðum er fjallað um myndir sem fara beint á
diska og góðar, gamlar myndir sem eru á boðstólum.
Forvitnilegar, frumsýndar myndir á diskum eru furðu
margar og þar leynast á milli gullmolar sem af ein-
hverjum ástæðum fá ekki tækifæri í kvikmyndahúsi. Úr
þeim hópi valdi ég þær bestu á árinu 2007.
1. Matruboomi – Þjóð án kvenna
Indland/Frakkland 2003. Leikstjóri: Manish Jah
2. The History Boys
England 2006. Leikstjóri: Nicholas Hytner.
3. Ne le dis à personne – Segðu það engum
Frakkland 2006. Leikstjóri: Guillaume Canet.
4. Lonely Hearts Killers
Bandaríkin 2006. Leikstjóri: Todd Robinson.
5. Shooting Dogs
England/Þýskaland/ 2006.
Leikstjóri: Michael Caton-Jones
6. Festival Express
Bandaríkin. 2005. Leikstjóri: Bob Smeaton
7. Factory Girl
Bandaríkin 2006. Leikstjóri: George Hickenlooper.
8. Hard Candy
Bandaríkin 2006. Leikstjóri: David Slade.
9. Hollywoodland
Bandaríkin 2006. Leikstjóri: Allen Coulter.
10. Color Mr Kubrick
England/Frakkland 2005. Leikstjóri: Brian W. Cook.
10 bestu mynddiskar ársins 2007
Besta myndin Þjóð án kvenna þykir mjög góð.
MJÖG sérstæð mynd frá Peck-
inpah, lágstemmd, fyndin á yf-
irborðinu, undir niðri fjallar hún
um drauma sem rætast seint og
illa, rótleysi og ótta við að axla
ábyrgð.
Junior Bonner (McQueen), er bú-
inn að taka þátt í rodeo-sýningum
allt sitt líf. Þar er keppt um að sitja
ótemjur, tarfa, snara kálfa og
brennimerkja. Nú er Junior kominn
á heimaslóðir þar sem enn leikur
ljómi um nafn hans. Þar hafa orðið
breytingar, bróðir hans (Joe Don
Baker), hefur haft landareign af
föður þeirra (Preston), sextugum,
óforbetranlegum ævintýramanni
sem enn á sér draum.
Junior tekur þátt í keppninni,
vinnur enn einn sigur, heldur síðan
á braut en gleymir ekki pabba
gamla. Ljóðræn og trúverðug inn-
sýn í mannlíf og lífshætti sem fara
óðum hverfandi, meistaralega tekin,
ekki síst af smáatriðum í keppninni.
Óaðfinnanlega leikinn nútímavestri
þar sem kúrekinn ekur um á Cadil-
lac með gæðinginn í aftanívagni.
Eirðarlaus
kúreki
Mynddiskur
Gamandrama/Vestri
Bandaríkin 1972. 96 mín. Ekki við hæfi
yngri en 12 ára. Leikstjóri: Sam Peck-
inpah. Aðalleikarar: Steve McQueen, Ro-
bert Preston, Ida Lupino, Ben Johnson.
Junior Bonner Sæbjörn Valdimarsson
ENN ein mynd um Íraksstríðið
fjallar um heimkomu nokkurra her-
manna, áhrif þess, andleg og lík-
amleg á þá sjálfa, fjölskyldur, vini
og umhverfi. Einhverjir ná aftur
áttum, mismunandi fljótt og vel,
aðrir ekki. Enn aðrir eygja ekki
annað úrræði en að snúa aftur á
vígvöllinn.
Þessi sjónarhorn hafa flest verið
Hermaður,
snúðu heim
Sæbjörn Valdimarsson
Mynddiskur
Stríð/Spennumynd
Bandaríkin/Marokkó 2006. Myndform.
2007. 102 mín. Ekki við hæfi yngri en 16
ára. Leikstjóri: Irwin Winkler. Aðalleik-
arar: Samuel L. Jackson, Jessica Biel,
Christina Ricci.
Home Of The Brave skoðuð áður og oftast af meiri
skilningi og með betri árangri, þó
leynir sér ekki að kvikmyndagerð-
armennirnir eru að reyna að gera
sitt besta og taka heiðarlega á of-
urviðkvæmu efni. Fórnarlömbin
eru af ólíkum kynþáttum úr ýms-
um þjóðfélagsstigum, það stækkar
myndina, og leikararnir eru yfir
höfuð sannfærandi, með Jackson í
fararbroddi. Í lokin er vitnað í orð
Machiavellis: „Þú getur ákveðið
hvenær stríð hefjast, en þeim lýkur
ekki þegar þér þóknast.“ Stríðs-
ádeilan stendur ekki undir mot-
tóinu en hún reynir, þó að dramað
verði raunsæinu yfirsterkara.
UNGLINGAHROLLUR, frekar
subbulegur, um sex skólasystur sem
halda jólin í húsi sem geymir ljót
leyndarmál og óhugnanlega fortíð.
Þar var drengstaula haldið uppi á
háalofti á meðan móðir hans lifði
hátt á hæðinni fyrir neðan. Hann
hefur eytt ævinni á geðveikrahæli
fyrir hrottaleg morð en heldur aftur
á stúfana.
Saga hússins er sögð í endurliti en
mestur tími fer í að byggja upp
spennu í kringum stúlkurnar og
drápin á þeim. Einhverntíma hefði
sett hroll að áhorfandanum en
myndir á borð við Black Christmas
eru fastur þáttur í kvikmynda-
framboðinu og að sjálfsögðu krefst
markaðurinn þess að næsta mynd sé
ívið svæsnari en sú næsta á undan.
Aðeins fyrir aðdáendur blóðhrolla.
Blóðrauð jól
Sæbjörn Valdimarsson
Mynddiskur
Hrollur
Bandaríkin 2006. Sena. 2007. 84 mín.
Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri:
Glen Morgan. Aðalleikarar: Oliver Hud-
son, Katie Cassidy.
Black Christmas bmnnn